Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 14
14 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Eitt nýyrði er skyndilega komið upp í frönsku og gengur nú ljósum logum, og er það orðið „pipol“. Sennilega liggur það ekki í augum uppi fyrir Íslendinga, en hér er ekki annað á ferðinni en enska orðið „people“ í nýjum búningi, en merking þess hefur þó tekið nokkrum stakkaskiptum. Í frönsku hefur það sem sé breyst í lýsingarorð og táknar allt það sem á einhvern hátt tengist frægu fólki, leikurum, poppstjörnum, ákveðinni tegund af íþróttahetjum og slíku, þ.e.a.s. því sem skipar háan sess á forsíðum fyrir skilnaðarmál, kvenna- og karlamál og skandala ýmiskonar. Þau blöð sem birta fréttir af þessu tagi, eins og hið mikla fréttablað „Closer“, eru „pipol“, og þar sem orðið táknar einhvers konar eiginleika og vísar til sérstakrar veraldar verða þeir sem komast í slíka pressu einnig „pipol“ sjálfir. Hugsanatengsl þessa orðs eru nokkuð skýr og einföld. Það kallar fram mynd af fólki í glæstum klæðum, smóking eða síðum kjólum – nema þegar það er hálfbert eða meira – með dökk gleraugu og papparassa á hælunum. Það kallar fram í hugann myndir af fólki í vafasöm- um stellingum og ýmiskonar annarlegu ástandi, sem eru teknar gegnum fjarlægðarlinsur sem kosta milljónir. Það kallar fram í hugann flennistórar fyrirsagnir skrifaðar á harla alþýðlegri frönsku sem sést ekki í kennslu- bókum, og síðast en ekki síst kallar það fram í hugann bækur, settar á markaðinn með brauki og bramli, þar sem einhver leysir frá skjóðunni og segir sannleikann um NN (kannske hann sjálfur eða hún sjálf). Með morðglampa í augum Þótt franska akademían hafi ekki skipt sér af þessu orði, og því síður lagt á það blessun sína, hefur það á örstuttum tíma breiðst út yfir landið eins og logi í sinu, og ekki alveg að ástæðulausu. Því alls staðar í fjölmiðlum vaða nú uppi sömu spurningarnar: hvað finnst mönnum um að nú sé forsetinn orðinn „pipol“? hvaða áhrif skyldi það hafa á fylgi forsetans að hann skuli nú vera „pipol“? Þetta byrjaði allt með hinni mjög svo umdeildu heimsókn Kaddafís Libýuleiðtoga. Það var þungt hljóð í mörgum. En hann hafði varla snúið við bakinu, þegar menn fengu um annað að tala, því skyndilega birtist Sarkozy í Disneylandi (af öllum stöðum) með dömu upp á arminn og leyfði fréttamönnum góðfúslega að taka myndir af þeim báðum. Nokkru síðar voru skötuhjúin stödd við fætur pýramídanna í Egyptalandi og í Petra í Jórdaníu, og forsetinn lýsti því yfir á blaðamannafundi að „þarna væri alvara á ferðum“. Sporhundar pressunnar þurftu ekki að leggja mikið á sig, því konan, sem var ítölsk þokkadís, Carla Bruni að nafni, var síður en svo óþekkt, síst af öllu í „pipol- pressunni“. Hún hafði byrjað sinn feril sem fyrirsæta, síðan fengist eitthvað við söng með misjöfnum árangri, og unnið sér í leiðinni sitthvað það til frægðar sem þandi sig yfir forsíður. Einu sinni hljópst hún á brott með eiginmanni Justine nokkrar Lévy. Það hefði þó varla verið í frásögur færandi ef Justine þessi hefði ekki verið dóttir hins afkastamikla heim- spekings og fjölmiðlaberserks Bernard-Henri Lévy, eins af lávörðum þotugengisins í Frakk- landi. Hún sýndi þegar að hún var dóttir föður síns, settist niður og skrifaði skáldsögu um málið sem nefndist „Ekkert alvarlegt“. Þetta verk, sem ekki var hægt að kalla „lykilskáldsögu“ því ekki var þörf á nokkrum einasta lykli, allt var þar galopið og hurðarlaust, vakti þó nokkra athygli. Á þeim blaðsíðum birtist Carla Bruni lesendum ljóslifandi undir því gagnsæja dulnefni „Paula“, og er henni lýst sem margfeldi ýmiskon- ar kvendjöfla, „blóðsugu“ með „morðglampa“ í augum. Það var sennilega um þetta sama leyti sem Carla Bruni lýsti því yfir að hún væri fylgjandi fjölveri. Súfistinn De Gaulle Blaðamaður við kaþólska dagblað- ið „Krossinn“ lýsti því átakanlega, hvernig þetta mál væri farið að breyta sýn manna á umheiminum. Hann fór nýlega að sjá kvikmynd- ina „Leikkonur“ eftir systur Cörlu Bruni, Valeriu Bruni Tedeschi sem einnig leikur aðalhlutverkið. Í hlutverk móður aðalpersónunnar, sem er voldug kona í tannhvassari kantinum, valdi hún sína eigin móður, sem er að sjálfsögðu einnig móðir Cörlu og virðist leika sjálfa sig. Meðan á sýningu stóð sagðist blaðamaðurinn ekki hafa getað losnað undan þeirri hugsun að kannske væri hann nú að horfa á tilvonandi tengdamútter forset- ans, og hætt við að sá yrði þá að halda sig á mottunni. Þegar menn hittast á förnum vegi segja þeir nú gjarnan án frek- ari skýringa: hvar endar þetta? En sumir núa saman höndum af ánægju. Það eru útgefendur „pipol-pressunnar“ og bóka af sama tagi. Á þessari stundu eru þrjár bækur að koma út um Sesselju, fyrrverandi forsetafrú, og fimm bækur eru boðaðar um Cörlu Bruni. En hvað hefði De Gaulle hugsað, sá sem hannaði for- setastólinn? Mér finnst ekki ólíklegt að hann sé nú orðinn súfisti og genginn í reglu skopp- arakringlu-munka í gröfinni. Orð í nýjum búningi EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Nýyrði Borgarstjóri í hundrað daga Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að frá- farandi meirihluti í borginni hafi fallið eftir 102 daga við stjórnvölinn. Það er ekki rétt. Á mánudag voru vissulega 102 dagar liðnir frá því að tilkynnt var að nýr meirihluti hefði verið myndaður í borginni, það er fimmtudaginn 11. október í fyrra. Formleg valdaskipti urðu hins vegar ekki fyrr en þriðjudag- inn 16. október. Dagur B. Eggertsson hefur því verið borgarstjóri í slétta hundrað daga á fimmtudag, þegar Ólafur F. Magnússon tekur við stjórnartaumunum. Aðeins einn borgarstjóri hefur gegnt embættinu skemur, það er Árni Sigfússon sem var borgarstjóri í 89 daga frá 17. mars til 13. júní 1994. Ömurlegur dagur Breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að sálfræðingur þar í landi hefði búið til formúlu til að reikna út „ömurlegasta dag ársins“. Til að kom- ast að niðurstöðu styðst sálfræðing- urinn við breytur á borð við veðurfar, skuldir, hversu langt er liðið frá jólum, sprungin áramótaheit, skort á drifkrafti og athafnaþrá fólks. Sálfræðingur þessi spáði sem sagt að ömurlegasti dagur 2008 væri mánudagurinn 21. janúar. Og viti menn. Á alþjóðamörk- uðum tóku hlutabréf rækilega dýfu og í Ráðhúsi Reykjavíkur fór allt í háaloft. Dýrkeyptur sigur Í ljósi nýs meirihluta í borginni er áhugavert að rifja upp samn- ingaviðræður sjálfstæðismanna og F-lista eftir kosningar 2006. Framan af þótti langlíklegast að þessir flokkar myndu ná saman um að mynda stjórn og á tímabili leit út fyrir að það gengi eftir. Það liðkaði fyrir viðræðunum á sínum tíma að Ólafur F. Magnússon gerði ekki kröfu til þess að verða borg- arstjóri, sem var aftur á móti skýlaus krafa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sleit viðræðunum við Ólaf skyndilega og bar við ósveigjan- leika hans í flugvallarmálinu. Nú eru F-listi og Sjálfstæðisflokkur loksins komnir í eina sæng; Ólafur fékk sínu framgengt í flugvallarmálinu og verð- ur borgarstjóri þar að auki. Sjálfstæð- ismenn hugsa sig væntanlega tvisvar um framvegis áður en þeir slíta samningaumleitunum og leita annað. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Fasteignagjöld í Kópavogi Þrátt fyrir góðan rekstrarafgang skv. fjárhagsáætlun Kópavogs hafa meiri- hlutaflokkarnir ekki séð neina ástæðu til þess að létta undir með bæjarbúum og lækka fasteignaskattana. Hvernig stendur á því? Af hverju geta bæjarfélög allt í kring um okkur verið að lækka álögur á sína bæjarbúa? Af hverju er Kópavogur ennþá með hæstu skattprósentuna? Getur svarið verið það að þrátt fyrir að meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veifi fjárhagsáætlun sem sýni afgang upp á 2,1 milljarð sé rekstur bæjarins alls ekkert í góðu standi? Hvaðan kemur þessi rekstrarafgangur? Svarið er að hann kemur af sölu lóða. Í ljósi þess hlýtur maður að spyrja sig að því hvernig fjárhagur bæjarins væri ef ekki kæmi til sala lóða. Það hlýtur að vera krafa íbúa Kópavogs að bæjarfélagið noti tækifærið og láti þá njóta, að minnsta kosti að hluta, ávinnings sem bærinn hefur haft af sölu lóða. Bæjarfélögin í landinu hafa ekki frekar en aðrir getað séð fyrir hvernig fasteignaverð hefur gjörsamlega farið út úr öllu korti. Við þetta hafa bæjarfélögin í reynd fengið tekjuauka sem þau hafa í sjálfu sér ekkert verið að kalla eftir. Lauslega reiknað hefur mánaðar- greiðsla af húsnæði sem er 140fm og með 40fm bílskúr hækkað frá 2005 til 2008 um ca. kr. 10.000 á mánuði. Íbúi sem á húsnæði af áðurnefndri stærð greiddi árið 2005 um 11.700 kr. á mánuði í fasteignagjöld en greiðir núna um 22.400 kr. á mánuði. Sé hins vegar sá grunur á rökum reistur að í raun séu fjármál bæjarins í kalda koli, ef ávinning- urinn af sölu lóða er tekin út úr myndinni, þá er náttúrulega skiljanlegt að meirihlutinn hiki við að lækka fasteignaálögur á bæjarbúa. Þá er sannar- lega komin enn ein ástæða fyrir Kópavogsbúa að hvíla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk í næstu bæjarstjórnarkosningum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Hví lækka fasteignagjöld ekki? HELGI HELGASON Við erum að flytja og því höfum við til sölu notuð skrifstofuhúsgögn, þ.e. skrifborð, skápa, skrifstofustóla ofl. Einnig ísskápa, borð, stóla o.fl. í eldhúsið. Selst ódýrt. Upplýsingar á skrifstofutíma gefur Hanna Dóra Haraldsdóttir í síma 530-8400 eða hdh@1912.is www.nathan. i s Notuð skrifstofuhúsgögn til sölu É g mun aldrei lúta vilja handrukkara,“ segir heimilis- faðir í Vogum á Vatnsleysuströnd sem hefur tekið þá ákvörðun að greiða ekki fíkniefnaskuld sonar síns. Fað- irinn hugrakki er í viðtali í Fréttablaðinu í dag og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kompási á Stöð tvö í gær. Föðurnum tókst fyrir skömmu að stöðva innrás handrukkara á heimili hans, eiginkonu hans og þriggja barna. Elst þeirra er pilturinn sem handrukkararnir voru að leita að. Eftir að hafa farið yfir málið komst fjölskyldufaðirinn að þeirri niðurstöðu að hann og fjölskylda hans væru í verri málum ef skuldin yrði greidd en ef hún yrði ekki greidd. Í framhaldinu efndi hann til samstarfs við Kompás um að vera á staðnum þegar hann átti von á ofbeldismönnunum aftur. Lög- reglan var vitanlega einnig á staðnum og handtók mennina. Eins og staðan er virðast fjölskyldur standa berskjaldaðar gagnvart aðför misindismanna eins og þeirra sem sóttu fjöl- skylduna í Vogum heim. Og því miður eru þeir fáir sem rísa upp með sama hætti og fjölskyldufaðirinn og hafnar því að taka þátt í darraðardansinum. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvílíkur vítahringur fíkni- efnaneysla er. Svo virðist sem stundað sé að leita uppi þá sem eru nýkomnir úr meðferð til að herma upp á þá gamlar skuldir. Þó að svo kunni að virðast að einfaldasta leiðin sé að greiða upp skuldina er málið miklu flóknara. Eins og faðirinn bendir á þá getur það hæglega verið ávísun á framhald því eftir að skuldin sjálf er uppgreidd er farið að rukka um vexti. Leiðin sem í fljótu bragði virðist vera torfarnari er því alltaf farsælli þegar upp er staðið; að neita að greiða og umfram allt leita til lögreglu. Íbúar í Vogum komu í vikunni saman á íbúafundi þar sem ofbeldismál voru rædd. Á fundinum var ákveðið að forvarnalög- reglumaður tæki til starfa við félagsmiðstöð staðarins og ung- mennaráð skipað. Ef vel tekst til í Vogum geta aðgerðirnar þar orðið öðrum til eftirbreytni. Það er sárt til þess að vita hversu ungmenni, sem eru að vinna í því að komast út úr vítahring fíkniefnaneyslu, eru varnarlausir gagnvart fortíðardraugum. Þessum ungmennum veitir mörgum hverjum ekki af sólarhringsvörn fyrir handrukkurunum. Það er algerlega ólíðandi að hópur manna skuli hafa slík heljartök á fólki að það leggur ekki í að kæra ofbeldi til lögreglu. Ferð handrukkaranna verður að stöðva og það strax. Til þess þurfa fórnarlömb handrukkaranna og þeir sem næst- ir þeim standa að taka höndum saman við lögreglu. Það á að vera hægt að afvopna slíka menn í svo litlu samfélagi eins og hér er. Fjölskyldufaðirinn í Vogunum hefur gengið fram fyrir skjöldu. Hann er ekki sá fyrsti og ekki heldur sá síðasti en þeim verður að fjölga sem taka ábyrga afstöðu eins og hann. Til þess að það geti gengið eftir verður að vera hægt að treysta á fulltingi lög- reglunnar. Hugrakkur faðir tekur til sinna ráða. För handrukkara verður að stöðva STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.