Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 12
12 23. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR „Ég mun aldrei lúta vilja hand- rukkara,“ segir Ragnar Óskarsson, heimilisfaðir í Vogum á Vatns- leysuströnd, sem komst nýverið í kast við þrjá handrukkara. Húsbrot var framið hjá fjöl- skyldunni nótt eina fyrir skömmu. Á ferðinni voru piltar, sem ætluðu sér að rukka átján ára son Ragnars um skuld sem átti að hafa orðið til við sameiginlega fíkniefnaneyslu eins húsbrotsmanna og sonarins, sem var þá nýkominn úr meðferð. Ekki var um að ræða eiginlega dópskuld, heldur ákvað húsbrots- maðurinn að nú skyldi pilturinn greiða hluta af fyrrverandi „veislu- kostnaði“, það er efnum sem þeir höfðu neytt saman í lengri eða skemmri tíma og slumpaði á að hans hlutur næmi 50 þúsund krón- um. Syni Ragnars höfðu borist hót- anir skömmu eftir að hann kom úr meðferðinni. Þær vörðuðu fjöl- skyldu hans og eins að skuldin yrði seld, sem hefði samkvæmt hand- rukkarabókinni þýtt að hún myndi hækka verulega. Tilgangur húsbrotsins var að fá þennan bakreikning greiddan – með handafli ef þörf krefði. Sat undir hótunum „Ég vildi óska að sonur minn hefði leitað til mín strax. En við vissum ekki hvernig komið var fyrr en nóttina sem húsbrotið átti sér stað. Þá gengur eitthvað mikið á, mikil læti fyrir utan húsið, sonur minn kominn í símann, hringir í 112 og biður um aðstoð. Þá fyrst fæ ég að vita að það er einhver meint skuld til staðar,“ segir Ragnar. „Hann var búinn að sitja undir hótunum og bera harm sinn í hljóði. Hann hafði ætlað sér að útvega þessa aura sjálfur, nýkominn úr meðferð og án atvinnu. Hann var að vinna í að koma sér á beinu brautina í sínu prógrammi en fékk ekki frið til þess. En þetta er ekki hans mál lengur, heldur einungis mitt, eftir að húsbrotið hafði verið framið.“ Þegar Ragnar heyrði hávaðann fyrir utan hljóp hann út. Tveir handrukkaranna héngu þá utan á húsinu en sá þriðji var kominn upp á svalir. Þegar piltarnir sáu hann tóku þeir til fótanna og hurfu út í myrkrið. Þeir stukku upp í bíl sem lagt hafði verið í nágrenninu og óku í burtu. Ótrúlegar tilfinningar Hvaða tilfinningar vekur það þegar friðhelgi heimilislífsins er rofin með svo grófum hætti? „Atburður af þessu tagi vegur fyrst og fremst að öryggistilfinn- ingunni. Þetta kallar fram ótrúleg- ar tilfinningar, reiði og gremju. Þessar tilfinningar eiga það til að svipta menn ákveðinni skynsemi. En sem betur fer taldi ég upp að tíu, settist niður og hringdi í fólk sem ég treysti til að gefa mér góð ráð í þessu. Smám saman áttar maður sig á þessu landslagi. Það eru bara tveir kostir í stöðunni, að borga eða að borga ekki. Ef maður borgar þá á maður á hættu að því verði fylgt eftir með frekari kúgun í formi innheimtu vaxta eða hvaða nafni sem hún yrði nefnd. Ef maður borgar ekki þá er bara eitt í stöðunni og það er að leita til lögreglu. Og það er það sem ég gerði. Allt til þess að fá friðinn og öryggistilfinninguna aftur, en ekki síst sjálfstraustið til að halda áfram með það verkefni sem nú er í gangi sem eru veikindi konunnar minn- ar.“ Eiginkona Ragnars greindist með heilaæxli fyrir tveimur árum. Í haust lenti hún í harkalegu bíl- slysi og fór svo skömmu síðar í fimmtu höfuðaðgerðina og lyfja- meðferð. Börnin á heimilinu eru þrjú, þriggja, tólf og átján ára. Það Fjölskyldufaðir stöðvaði innrás handrukkara Friðhelgi heimilis og öryggi voru í fyrirrúmi þegar Ragnar Ósk- arsson fjölskyldufaðir í Vogum á Vatnsleysuströnd stöðvaði innrás þriggja handrukkara. Efnt var til borgarafundar í Vogum. HÓTANIR Húsbrotsmaðurinn hikaði ekki við að hóta syni Ragnars, en allt var það tekið upp. MYNDIR/KOMPÁS SVÆÐIÐ KORTLAGT Fundarstaðurinn var kortlagður á lögreglustöðinni áður en mennirnir mættu. MYNDIR/KOMPÁS FUNDURINN ÁKVEÐINN Ragnar mælti sér mót við handrukkarana á plani í nágrenninu. MYNDIR/KOMPÁS HANDTAKAN Lögregla hafði snör handtök þegar maðurinn var handtekinn. MYNDIR/KOMPÁS Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) Allt fyrir skrifstofuna undir 1 þaki Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is • 8 kg • Fjórtán blettakerfi • Hraðkerfi • Kraftþvottakerfi • Snertihnappar • Orkuflokkur A+ A T A R N A – K M I / F ÍT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.