Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 1
Síöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 — sjá bls. 5 Útvarps-sjónvarps- dagskrá fylgir blaðinu i dag Viðtöl við launþega á vinnustöðum — sjá bls. 3 Ávörp i tilefni 1. maí — sjá bls. 7 Viðtöl við leiðtoga launþegasamtaka — sjá bls. 10 og 15 # íbúðarhúsið að Ketilstöðum brann til kaldra kola í gær Oldruð hjón misstu allt í brunanum íbúðarhúsið að Ketilstöðum í Hvamms- sveit branntil kaldra kola í gær og misstu öldruð hjört sem þar búa/ aleigu sína í brunanum/ en hús- ið/ sem er gamalt timbur- húS/ tveggja hæð/ mun hafa verið lítið vátryggt. bar sem slökkviliösmenn frá BUÖardal vöktu yfir rústunum fram eftir kvöldi meöan enn iogaði i þeim, náðist ekki til neins af þeim, en en kona eins þeirra, Hugrún Hjartardóttir, sagöi aö eldurinn heföi komiö upp um kl. 11.30 i gær og fóru 10 slökkviliösmenn frá BUðardal á vettvang um hádegisbil, en frá BUðardal að Ketilstöðum eru um 40 km. Þá kom fólk af bæj- um i grennd við Ketilstaði einn- ig á vettvang. Var slökkvistarfi aömestu lokiðum kl. 15, en ekki tókst að forða stórtjóni sem fyrr segir. Talið er að eldurinn hafi kviknað Ut frá oliueldavél. Hjónin á Ketilstöðum munu hafa dregið saman bUskap sinn á siðustu árum og voru þau nU með sauðfjárbU að mestu. Jakub Swieciciki Viðtal við fulltrúa Einingar „Óhress með vinnuaðferðir Einars” — segir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, um Nýlistadeildarmálið HV — „Einari bar að leggja þessa tillögu sina fyrir mennta- málaráðherra, sem hefur úr- skurðarvald i málum af þessu tagi. Hann gerði það hins vegar ekki og ég er mjög óhress með þær vinnuaðferðir hans. Svo tel ég einnig að hann hefði átt að ræða ntálin meir innan skólans, áður en hann tók svona einhliða ákvörðun um niðurlagningu deildar i skólanum. Það er þvi ákaflega einkennileg afgreiðsla, sem þetta mál hefur fengið hjá honum og ekki i samræmi við reglur og venjur”, sagði Ingvar Gislason, menntamálaráð- herra, i viðtali við Timann i gær, þegar hann var inntur eftir afstöðu sinni gagnvart hinu svo- nefnda Nylistadeildarmáli. Sem kunnugt er af fréttum er Nýlistardeildarmálið deila, sem risið hefur milli Einars Há- konarsonar, skólastjóra Mynd- lista og handiðaskólans annars vegar, og nemenda, kennara og margra aðila i skólastjórn skól- ans hins vegar. Einar tók þá einhliða ákvörðun að leggja nið- ur Nýlistadeild skólans á næstu tveim árum, á þeim forsendum að deildin ætti engan rétt á sér. Nemendur og aðrir andstæðing- ar Einars i málinu, telja ákvörðun skólastjórans ger- ræðislega og sprottna af. þvi einu að hann hafi hvorki þekk- ingu, né áhuga á þvi sem starfað er i' Nýlistadeildinni. Efndu nemendur til eins dags verkfalls á miðvikudaginn, til þess að leggja áherslu á þá kröfu sina, að deildin starfi áfram. Fóru þeir jafnframt á fund mennta- málaráðherra og afhentu hon- um ályktun, þar sem farið er fram á að ákvörðun skólastjór- ans verði rift. „Raunar er þetta mál tvi- skipt, að minu mati”, sagði menntamálaráðherra ennfrem- ur i gær, „það er annars vegar það hvernig Einar stóð að mál- inu, sem ég tel að hafi verið rangt, en hins vegar inntak ákvörðunarinnar sjálfrar, sem verður að skoðast sérstaklega. Ég er ekki reiðubúinn til þess i dag að taka afstöðu til þess og enn siður tilbUinn til einhverra deilna þar um i f jölmiðlum. All- ar breytingar á stjórnun eða rekstri skóla eru of stór mál til þess að réttlætanlegt sé að fjalla um þær i skyndingu. Það verður þvi skoðað vandlega hvort þessi deild sé nauðsynleg eða óþörf, áður en nokkur endanleg ákvörðun verður tekin. Það er engan veginn vist að þegar su ákvörðun liggur fyrjr, verðum við Einar sammála um hana, fremur en annað.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.