Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Simi (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. HÉDD HF. Skcmmuvegi 20 HEDD HF. --------------Kópavogi___________ Opið virka daga 919 ■ Laugar- daga 10-16 Gagnkvæmt tryggingafé/ag Nútíma búskapur þarfnast BHUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði Simi 85677 Föstudagur 1. maí 1981 Rekstrarútgj öld skorin niður um 10 milljónir JSG — Rikisstjórnin hefur hugsaö sér að cllefu og hálf milljón af heimild til niður- skuröar rikisútgjalda á árinu verði fólgin i frestun fram- kvæmda á vegum rikisins. Þrjár milljónir koma af fram- lögum tilvegamála, 3,3 milljón- ir af framlögum til sjö sjóða rikisins, 3 milljónir af frainlagi til Byggingasjóðs og 10 milljónir af rekstrarútgjöldum rikisins. Samtals nemur þvi þessi niöurskuröur 30,8 milljónum króna. Þessar upplýsingar komufram i ræöu Halldórs As- grimssonar um efnahagsfrum- varpið i neðri deild Alþingis i gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins héldu þvi fram við umræður og atkvæðagreiðslur i neöri deild, að þessi niðurskurðar- grein bryti i bága við stjórnar- skrá landsins. Vitnuðu þeir til ummæla Jónatans Þórmunds- sonar, prófessors, á fundi með fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar. Taldi hann að til- taka þyrfti i greininni sjálfri hvaða lögbundnu framlög væru ætlun aö skera niður, til þess að greinin samrýmdist stjórnar- skránni. Gunnar Thoroddsen mótmælti þessari túlkun á sama nefndarfundi, og kvaö nægilegt að gerð væri grein fyrir þvi i þinginu hvar rikisst jórnin hygð- istbera niður, svo og að tiltekið væri hver heildarniðurskurður- inn yröi. Kvað hann ótal for- dæmi fyrir slikum ákvæöum. Efnahagsfrumvarpið var rætt á stöðugum þingfundum i gær frá kl. 1 e.h. og fram á kvöld. Neðri deild lauk afgreiðslu sinni um kvöldmatarleytið, og hófst þá strax fundur i efri deild um málið. Vonir stóðu til að frum- varpið yrði aö lögum fyrir mið- nætti. Siðustu fréttir.... Skömmu eftir kl. 23 I gærkvöldi var frumvarpiö síðan afgreitt sem lög frá Alþingi. Borgarstjórn: Samþykkir skipulag Rauðavatns Kás — A fundi borgarstjórnar 5 gærkvöldi var til afgreiöslu skipu'agstillaga sem feluri sér að framtiðarbyggð Reykjavikur, næstu 20 árin, risi á svokölluðu Rauðavatnssvæði. Imræður stóðu enn yfir þegar blaöiö fór I prentun, en ekkert benti til ann- ars en að tillagan yrði samþykkt, með atkvæðum allra fulltrúa mcirihlutans I borgarstjórn. Kristján Benediktsson, hafði framsögu fyrir tillögunni og rakti gang skipulagsmála höfuð- borgarinnar, allt frá þvi borgar- stjórn samþykkti siðasta aðal- skipulag hinn 25. april árið 1977. Sagði hann aö sú tillaga hefði ver- iö áferðarfalleg og þekkileg, en við nánari skoðun hefðu komiö i ljós ýmsir vankantar á henni, t.d. sá að nær allt hið skipulagða svæði væri i eign annarra, þ.e. rikisins. Benti Kristján á aö ýmsar for- sendur hefðu gerbreyst á þeim fjórum árum sem liðin væru siðan aöalskipulagið frá árinu 1977 var samþykkt. Mannfjöldaspár hefðu t.d. verið mjög villandi, og ibúum höfuðborgarinnar hefði lækkað i stað þess aö spáð hefði verið um- talsveröri fjölgun. Eins hefðu við- horfin gjörbreyst eftir að komið hefði i ljós, að aflétta mætti vatnsverndunarmörkum við Bullaugu. Nýja skipulagstillagan fæli i sér að byggt yrði á svokölluöu Rauðavatnssvæði, en Reykjavik hefði einmitt nýlega fest kaup á landi þar, og væri þvi mestur hluti hins skipulagða svæðis i eigu borgarinnar. Sagði Kristján að tillagan væri skiljanleg og i eðli- legum tengslum við fyrri byggð. — Þessi tillaga er hagkvæmari i framkvæmd fyrir borgina og þar með borgarana, sagði Kristján. Kás — Samkoinulag náðist milli lteykjavikurborgar og fóstra sem starfa á dagvistarheimilum I Reykjavik um ellefu leytiö i gær- kveldi. Var samkomulagið undir- ritað af samninganefndum aðila I gærkveldi. Samkvæmt sam- komulaginu verður byrjunarkaup fóstra samkvæmt 12 launaflokki BSRB, en hækkar siöan upp i 13. launaflokk eftir eitt starfsár. Um frekari launaflokkahækkanir verður siðan ekki að ræða hjá fóstrum. Auk þessa kemur grunnflokks- hækkun á öll önnur starfsheiti. Þannie verða laun yfirfóstra i byrjun i 13. launaflokki, en hækka siðan i 14. flokk eftir eitt ár. Um- sjónarfóstrur og forstöðukona Dalbrautarheimilisins verða samkvæmt samkomulaginu með hæst kaup, eða samkv. 17. launa- flokki. Arna Jónsdóttir, sem á sæti i samninganefnd Starfsmannafé- lags Reykjavikurborgar, sagði i samtali við Timann i gærkvöldi að hún væri ánægð með sam- komulagið. Ekkert verður þvi af þvi að dagvistarheimili i Reykjavik loki nú um mánaðamótin, eins og horfur voru þó á, en þá áttu hóp- uppsagnir fóstra að taka gildi. Frá undirskrift samninganna I gærkvöldi. Þarna má sjá Bjorgvm Guðmundsson, formann Launamálanefndar Reykjavlkurborgar, taka i hendina á Eyþóri Fannberg, formanni Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Timamynd■ Róbert Reykjavíkurborg semur við fóstrur Þórshafnartogarinn í „höfn” Stjórn Framkvæmdastofnunar afgreiddi máliö I gær HEI — Meirihluti stjórnar Framkvæmdastofnunar sam- þykkti I gær, að færa fyrri láns- loforð vegna kaupa Þórshafnar- togara á hiö nýja skip sem I smiðum er I Noregi, „eftir að afgreiðsla fjármálaráðuneytis- ins lá fyrir á 80% kaupverðs- ins”, eins og Sverrir Hermanns- son orðaði það. Hann sagöi hafa veriö auðveldara að samþykkja þetta nú vegna nýs og bctra tækis. Tveir stjórnarmanna: Eggert Haukdal og Karl Steinar Guöna- son, voru á móti þessari af- greiðslu. En fimm greiddu at- kvæði með. A fundinum kom til umræða erindi forstjóra Slippstöövar- innar á Akureyri, sem telur Slippstöðina geta byggt sam- bærilegt skip og það iriorska fyr- ir sama verð ef hún nyti sömu fjármagnsfyrirgreiðslu og sömu kjara og veitt eru i sambandi viö kaup norska togarans. Sverrir sagöi þetta alls ekki hafa verið neitt fast tilboö og að sinu viti hafi ekki verið neitt áhorfsmál að kaupa norska tog- arann úr þvi sem komið var. Ekki sé óliklegt aö Slippstöðin hafi viljað koma þessum upp- lýsingum á framfæri vegna þess hve mikiö hafi veriö talað um að það sé svo dýrt að byggja skip hér innanlands. Kaupverð norska togarans er 28 millj. norskra króna, sem skiptist þannig, að 80% koma meö rikisábyrgö gegn um rikis- ábyrgöasjóð, 10% úr Bygginga- sjóöi og önnur 10% með sér- stakri fjárveitingu á lánsfjár- lögum, sem einnig eru með rikisábyrgð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.