Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 1. maí 1981 iðssÉm Otgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhanns- dóttir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson, Jón Ilelgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Blaöa- menn: AgneS Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn) Heiöur Ilelgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guömundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristln Leifsdóttir, Ragn- ar örn Pétursson (iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: FIosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00. Askriftar- gjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. 1. maí Meginverkefni launþegasamtakanna um þessar mundir hlýtur að vera það að tryggja að vandi óða- verðbólgunnar verði ekki leystur á kostnað alþýðu einnar, að viðbrögð og lausnir miðist við að tima- bundnir erfiðleikar i baráttunni við verðbólguna skelli ekki allir eða af fullum þunga á þeim sem minnst bera úr býtum. Sannsýnir menn skilja að i þessu eiga launþega- samtökinog rikisstjórnin samleið. Enginn mun ætl- ast til þess að verkalýðshreyfingin fari að taka á sig þá ábyrgð sem stjórnvöldunum ber, en hagsmunir launþega eru svo augljóslega tengdir þvi að árang- ur náist i viðleitni núverandi rikisstjórnar i efna- hagsmálum að þessara sameiginlegu hagsmuna hlýtur að gæta i málflutningi og kröfugerð á hátiðis- degi verkalýðsins, 1. mai. Það er alveg ljóst að meðan gengist er fyrir harðri sókn gegn verðbólgunni verða ýmsar fé- lagslegar umbætur að biða. Það er jafnljóst, að á meðan verða ekki tök á þvi að búa svo vel i haginn fyrir hagþróun og framfarir atvinnuvega og fyrir- tækja sem æskilegt væri og hlýtur að verða megin- verkefni eftir að festu hefur verið komið á efna- hagsmálin. Það liggur m.ö.o. fyrir, að menn mega gera ráð fyrir einhverri kjaraskerðingu i bráð til þess að treysta lifskjörin i lengd. I þessu efni reynir þvi á úthaldið og stefnufestuna. Nú er unnið að undirbúningi næsta áfanga niður- talningarinnar i efnahagsmálum. Það skiptir öllu máli að áfram verði haldið. Fólkið hefur tekið niðurtalningunni vel, og það hefur t.d. treyst þvi að ákvæði um takmörk á verðhækkanir séu ekki að- eins stifla sem siðar hlýtur að bresta, heldur séu jafnframt gerðar þær ráðstafanir i peningamálum sem valda hjöðnun að baki stiflunnar. Þessi þáttur er úrslitamikilvægur, enda áralöng reynsla fyrir þvi að atvinnulifið verður að fá endur- gjald kostnaðar sins ef krepppa á ekki að skella á. Ef þrýstingurinn vex að baki stiflunnar jafnt og þétt mun það koma almenningi i koll, þótt siðar verði, og fólkið þekkir þetta af reynslunni. Traust fólksins miðast þvi við það nú um stundir, að alhliða ráðstafanir lúti m.a. að þvi að áfangarnir i niðurtalningunni geti tekið hver við af öðrum, uns ráðinn hefur verið bugur á ófremdarástandinu. Launþegasamtökin eiga glæsta, og að miklu leyti merka og glæsilega sögu að baki. Glæsileikinn tilheyrir ef til vill liðinni tið nú orðið, en nú eru sam- tökin virt sem hefðbundinn mikilvægur aðili samn- inga og ákvarðana. Nú orðið eru þessi valdamiklu samtök kvödd til þjóðfélagslegrar ábyrgðar. Þau eiga ekki lengur undir högg að sækja i hagsmuna- baráttunni, heldur hafa i fullu tré við hvern sem er, hvenær sem er. Um þessar mundir er sótt að verkalýðshreyfing- unni viða um lönd með nýjum vopnum, og þau hafa viða reynst skæð og bitur, a.m.k. i bili. Þessari árás verður best svarað með ábyrgri festu og varðstöðu um það velferðarsamfélag athafnafrelsis og sam- hjálpar sem byggt hefur verið upp. í dag, á fyrsta mai, hátið launþega, er hreyfingu þeirra óskað þessa velfarnaðar. JS ÞÖrarínn Þórarínsson: Erlerit yfirlit j Sands mun verða ein helzta þjóðhetja íra Bretar eru enn miðaldamenn í fangelsismálum Mynd þessi, sem birzt hefur I Sunday Times, á aö sýna þann atburö, þegar þrírþingmenn frá Irska lýöveldinu, heimsóttu Sands nýlega, ásamt fulltrúa hans. Einn þingmannanna var Siie de Valera, dótt- urdóttir þekktustu frelsishetju Ira. Sands er jafnan boöiö aö fá mjólk og kornfleiks sem inorgunverð, en hefur ávallt hafnaö þvi. TUTTUGU og sjö ára gamall tri, Bobby Sands, hefur siöustu vikur veriö oftar nefndur i heimsfréttum en nokkur maður annar. Það hefur komið fyrir, að suma dagana hafa fallið nið- ur nöfn þeirra Reagans og Brés- njefs, en hins vegar verið getið um Bobby Sands mörgum sinn- um. Þetta er ekki venjulegt þegar i hlut á fangi i hungurverkfalli. Slfk verkföll eru algeng viða um heim og vekja yfirleitt ekki at- hygli. Nýlega dó t.d. þýzkur hryðjuverkamaður af völdum hungurverkfalls og var þess rétt getið, þegar hann andaðist. Bobby Sands hefur hlotið dóm sem hryðjuverkamaður, m.a. fyrir þaö að vera ólöglega með skotvopn. En sá er munurinn á honum og hinum þýzka hryðju- verkamanni, aö hann berst fyrir ákveðnum málstað, sem á mik- inn hljómgrunn hjá löndum hans. Þetta má gleggst ráða af þvi, að eftir að hann hóf hungur- verkfallið var hann boðinn fram til brezka þingsins i aukakosn- ingu og náði kjöri. Slikt gat þvi aðeins gerzt, að hann var að berjastfyrir máli, sem átti mik- inn stuðning hjá kjósendum. BOBBY Sands er félagi i irsku skæruliðasamtökunum, sem þekkt eru undir skammstöfunni IRA. Samtök þessi berjast fyrir brottför brezka hersins frá Norður-Irlandi og sameiningu irsku landshlutanna. Þar sem þetta hefur ekki fengizt fram með löglegum hætti, hafa þau gripið til hryðjuverka. Samtökin telja sig ekki hafa verra fordæmi en irsku upp- reisnarmennina, sem frelsuðu írska lýðveldið undan yfirráð- um Breta. Meginþorri þeirra Ira, sem vilja sameina Irland, er andvig- ur IRA-samtökunum og for- dæmir hryöjuverk þeirra. BobbySands nýtur þvi ekki sam úðar vegna þátttöku hans i IRA- hreyfingunni. Það, sem Sands er aö berjast fyrir aö þessu sinni og hefur vegna þess gripið til hungur - verkfalls, er bættur aðbúnaður hans og félaga hans, sem eru I hinu illræmda Maze-fangelsi. Illt ástand er sagt rikja viða i brezkum fangelsum. Hvergi er ástandið þó talið verra en i Maze-fangelsinu. Það virðist lit- ið eða ekkert hafa breyzt siðan trland var brezk nýlenda Fangar úr IRA-samtökunum hafa sætt sömu meðferð og verstu glæpamenn. Þeir hafa gert kröfu til að fá sömu með- ferð og pólitiskir fangar. Þeirri kröfu hefur verið hafnað. , Nokkrar umbætur munu hins vegar hafa fengizt á högum þeirra eftir að sjö þeirra fóru i langt hungurverkfall á siðastl. vetri. Það átti sinn þátt i þessum umbótum, aö máli þeirra hafði verið skotið til Mannréttinda- nefndar Evrópu og hún lýst þvi áliti i júli i fyrra, að þeir ættu ekki pólitisk réttindi, en hins vegar rétt til betri aðbúnaðar. Sands taldi þær leiðréttingar, sem fengust i vetur ófullnægj- andi, enda hefði hungurverk- fallsmennimir, sennilega verið dópaðir. Hann hóf þvi hungur- verkfallið til að knýja fram frekari umbætur á kjörum fang- anna. Sands hefur lagt áherzlu á, að það sé ekki krafa hans að verða talinn pólitiskur fangi, heldur verði bættur aðbúnaður hans og félaga hans, sem eru ásamt honum i Maze-fangelsi. Hann var ekki sizt kosinn á þing vegna þess, að kjósendur vildu styðja þessa kröfu hans. SANDS hóf hungurverkfallið 1. marz siðastliðinn og hefur ekki nærzt á öðru en vatni og salti allan þann tima. Búizt er við dauða hans þá og þegar, þegar þetta er ritað. Margaret Thatcher hefur sem forsætisráöherra ekki talið sér sæma að láta undan kröfum hans. Þar getur ráöið nokkru ótti við fordæmi. Sennilega þarf Sands að deyja til að fá kröfum sinum fram- gengt. Vafalaust mun dauði hans f lýta fyrir þvi, að aðbúnað- ur fanga verður bættur i Maze- fangelsinu. Það er einnig lik- legt, að dauöi hans geti flýtt fyrir sameiningu Irlands. Bak við tjöldin eru hafnar við- ræður um það mál milli Thatch- ers og Haughys forsætisráð- herra irska lýðveldisins og standa vonir til, að þærgeti bor- ið árangur. Allt bendir til, að Sands eigi eftir að verða irsk þjóðhetja og sá draumur hans rætist aö Ir- land sameinist og brezkur her hverfi þaðan til sins heima. Bobby Sands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.