Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. april 1981
15
ölefni af 1. mai:
aðstöðu til að fá vinnu við sitt
hæfi.
Þá nefndi Jón að minnka þurfi i
næstu samningum það verulega
lanabil er skapast hafi á milli
launafólks i sömu eða sambæri-
legum störfum, eftir þvi hvort
það er innan ASÍ félaga eða BSRB
félaga. Annað sé óeðlilegt.
Tryggja að fólki sé ekki
sagt upp vegna geð-
vonskukasta stjórn-
endanna.
Einnig nefndi hann að endur-
bæta þurfi lög um uppsagnir.
Tryggja þurfi aukinn rétt laun-
þega, þannig að atvinnurekendur
geti ekki sagt fólki upp hreinlega
að eigin geðþótta eða i geð-
vonskuköstum eins og átt hafi sér
stað. Hann fagnaði hinsvegar lög-
unum um hollustuhætti og að-
► búnað á vinnustöðum, sem væru
stór áfangasigur fyrir verkafólk.
Að visu væri eftir að vinna mikið
i sambandi við framkvæmd
þeirra og að kynna þau fyrir fólki.
Sterk félög mikils virði
þegar gengið er á rétt
fólks
Þá leggur Jón áherslu á að fólk
sýni stéttarfélögum sinum meiri
áhuga. Vist heyrist stundum að
Jón A. Eggertsson I Borgarnesi
fundir verkalýðsfélaga séu hálf
leiðinlegir og að fólk hafi litinn á-
huga á þeim. ,,En staðreyndin er
sú, að fjöldi fólks þarf að leita til
stéttarfélaganna um margvislega
aðstoð, enda allt of mikið um að
gengið sé á rétt verkafólks. Og
þegar fólk þarf á slikri aðstoð að
halda, verður þvi ljóst hve mikils
virði það er að hafa virk og sterk
stéttarfélög. Og hver getur gert
félög virk nema einmitt fólkið
sjálft, með þviað taka þátt i starfi
þeirra? sagði Jón.
Einnig kom fram sú skoðun hjá
Jóni, að atvinnurekendur þurfi að
auka fræðslu þeirra sem sjá um
verkstjórn og mannaforráð i
fyrirtækjum þeirra. Að stjórn-
endur hafi næga þekkingu á
kjarasamningum og umgengnis-
venjum við starfsfólk. En enn
þann dag í dag kæmi það fyrir, að
fólk sæti jafnvel ákúrum og á-
minningum fyrir að leita til
stéttarfélaea.
Þórður Ólafsson
í Þorlákshöfn:
„Erfitt að
koma
lögum yfir
þorskinn”
HEI — ,,Ég er alveg á kafi i fiski,
svo hvað heldur þú að ég geti sagt
þér annað góöa min”, svaraði
Þórður Ólafsson, formaður
verkalýðsfélagsins i Þorlákshöfn
og miðstjórnarmaður I ASt.
Það leiddi hugann auðvitað
beint til nýju vinnuverndarlag-
anna.
„Það er erfitt að koma lögum
yfir þorskinn” sagði Þórður.
„Það hefur sýnt sig að við samn-
ingu þeirra hefur ymislegt
gleymst, þannig að nauðsynlegt
hefur reynst að semja um frávik
frá þeim. Þetta eru auðvitað
merkileg lög, en et það ætti aö
halda þau eins og þau eru, þá
verður einnig að gjörbreyta öllu i
sambandi við fri sjómanna og
sennilega þá öllu þeirra launa-
kerfi. Það hefur reyndar nokkurn
veginn tekist að halda 10 tima
reglunni, þótt auðvitað hefði oft
þurft að semja um frávik vegna
vinnu á sunnudögum”, sagði
Þórður.
Þórður ólafsson i Þorlákshöfn
Nýir samningar taki
gildi um leið og hinir
renna út.
„Við verðum auðvitað að berj-
ast fyrir að hafa ofan i okkur og
á”, svaraði Þórður spurningu um
hvaða kröfur hann vilji leggja
áherslu á i komandi samningum.
Aðalbaráttan yrði sjálfsagt að ná
aftur kaupmætti „sólstöðusamn-
inganna”. Hitt væri svo annað
mál hvort ástandið i þjóðfélaginu
sé slikt, að grundvöllur sé fyrir
þvi markmiði. Auðvitað væri lika
tilgangslaust að berjast fyrir
krónum sem teknar séu af fólki
strax aftur.
Hinsvegar sagðist hann telja
að keppa beri að þvi að nýir
samningar taki gildi um leið og
núverandi samningstimabili
lýkur . Jafnvel að betra sé að
taka minna stökk i kjarabótum,
en að hafa löng samningslaus
timabil. Þá sé lika mikilvægt, að
farið sé fram með raunhæfar
kröfur en ekki skýjaborgir sem
ekki standast.
Kaupið og litið, verð-
bólgan og mikil og
skattarnir of háir.
Spurðurum tóninn i samstarfs-
fólkinu, sagði Þórður auðvitað
engan vafa á þvi að öllum fyndist
þeir fá of litið fyrir sina vinnu,
verðbólgan vera mikil og skattar-
nir háir. Það sé lika staðreynd að
það stangist óþyrmilega á, að fólk
leggi á sig mikla næturvinnu —
raunverulega tilaðbjarga gjald-
eyrisverðmætum þjóðarinnar —
og sé siðan refsað fyrir það með
sköttum. Þarna þyrfti að koma til
einhverra skattaivilnunar fyrir
fiskvinnslufólk, eitthvað áþekkt
þvi er á sér stað hjá sjómönnum.
Sjómennirnir númer
eitt.
Reyndar sagðist Þórður alltaf
hafa talið að sjómennirnir séu
númer eitt i þessu þjóðfélag og
eigi að bera úr bitum samkvæmt
þvi og fiskvinnslufólkið siðan að
koma næst i röðinni. Þá sagði
hann það sanngirniskröfu, að
eftirvinnutimarnir verði af-
numdir. Sé um yfirvinnu að ræða,
eigi það að vera á næturvinnu-
kaupi.
Pétur Sigurðsson,
ísafirði:
„Bjargar
málinu að
nóg er að
gera”
HEI — „Ætli ég byrji ekki eins og
ræðumenn eru vanir þennan dag.
„t dag er 1. mai um allt land”,
sagði Pétur Sigurðsson, form.
Alþýðusambands Vcstfjarða er
rætt var við hann i tilefni hátiðis-
dagsins.
Varðandi kjaramál sagði Pétur
þau vera óskapar krossgátu. Það
væri þó ljóst, að verkafólk hafi
fórnað ákveðnum hiut á altari
verðbólgunnar, þótt litill
áþreifanlegur árangur væri far-
inn að sjást af þvi. Hitt væru þó
öllu verra, að á sama tima hafi
verið samið um hækkanir til
ýmissa annarra hópa i þjóðfélag-
inu, „sem við héldum að búið hafi
verið að semja við”, sagði Petur.
Persónulega sagðist hann telja,
að fiskvinnufólk hljóti að vera
ákaflega óánægt með sinn hlut úr
úr siðustu samingagerð. Þótt
nýja flokkaskipanin hafi verið
spor i rétta átt út af fyrir sig, þá
hafi fiskvinnslufólkinu verið
haldið niðri á sama tima og önnur
störf i svipuðum launastigum hafi
veriðhækkuð verulega upp. Þetta
sé skýrasta viðurkenningin á
þvi,að með ákvæðisfyrirkomu-
laginu sé timakaupi fólks haldið
niðri.Fólksé þarna raunverulega
að vinna sér i óhag.
Af hverju ekki spurt um
afköst annarra hópa?
„Það er lika svo einkennilegt i
þessu þjóðfélagi, að alltaf eru á
ferðinni heilu stofnanirnar og
hópar af sérfræðingaliði á eftir
þeim sem standa undir öliu
saman, þ.e. sjómönnunum og
fiskvinnslufólki, til að meta nýt-
inguna á vinnu þessa fólks og fá
það til að skila 100% vinnunvt-
Pétur Sigurðsson á tsafiði.
ingu. I flestum öðrum störfum
virðist þetta ekki skipta neinu
máli. Þar er ekki spurt um
afköst.”
Spurður um næstu samninga-
lutu sagði Pétur. „Við hljótum
að vera komin á svipað stig og O-
flokkurinn á sinum tima. En eitt
af hans stefnumálum var að sólin
skini allt árið.” Hjá ASI hljóti það
að fara að vera ofarlega á blaði,
„að samningar standi yfir allt
árið”.
Að öllu gamni slepptu sagðist
hann telja að gamla baráttumálið
— að heimta verögildi samning-
anna frá árinu 1977 — verði tekið
upp.
Spurður um hljóðið i fóki svona
almennt fyrir vestan svaraði
Pétur. „Það sem bjargar málinu
er, að það er nóg að gera. Það er
einhvern veginn þannig, að það
virðist endalaust hægt að pina
fólkið til að bæta við sig svolitið
meiri vinnu, til að standa efna-
hagslega i svipuðum sporum. Og
meðan nóg er að gera, þá gerir
fólk ekki uppreisn. En komi til
samdráttar, þá er ég hræddur um
að fólk væri að meta stöðuna svo-
litið öðruvisi.”
Stjórnmáilamenn ráða
bara við vandann i
stjórnarandstöðu en
ekki i stjórn.
Pétur taldi að enn trúi menn
stjórnmálamönnunum, að þeir
séu loksins að koma kiofbragði á
verðbólguna, eins og allir stjórn-
málamenn hafi lofað. Gallinn sé
bara sá, að þeir geti þetta bara
meðan þeir eru i
stjórnarandstöðu, en ekki þegar
þeir eru i stjórn. Þess vegna heyri
menn aldrei skellinn.
SIÐASTA SENDING AF OKKAR VINSÆLU
ÁVINNSLUHERFUM
TIL AFGREIÐSLU STRAX
10X7,5 feta
KAUPFÉLÖGIN
UMALLTIAND
I/éladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900
Simi
[ | 77900
Útskomir
í barrock
stíl
Úrval
ömmu-
stanga
frá
Florense
Munið
orginal
zbrautir
frá okkur
7? Gardínubrautir hf 7S“0 |
Skemmuvegi 10 Kópavogi w
trékappar i mörgum viðartegundum
í barrock
stíl
•
Þið hringið
við mælum
og setjum
upp
•
Reynið
okkar
þjónustu
hún er
Simi77900
3 Gardinubrautir hf
Skemmuvegi 10 Kópavogi
trygg
Sími77900
FAHR sláttuþyrlur
meö knosara
Nýjung við heyverkun !
Knosarinn f lýtir fyrir þurrkun heysins
Knosarinn gerir heyverkun öruggari
i Knosarinn eykur fóðurgildi heysins.
ITvær stærðir af sláttuþyrlum: 1,65 og l,85m
ÁRMÚLA11
^ v&J 'kx vr > vr> vjs> v^/ / vjsy vjs> vjs> v^/ ^ vj»> v^ vjsy
lAaflfcg efraai;
t
Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför
Ragnheiðar Ragnarsdóttur
Holti, Breiðdalsvlk
Haukur Gislason
Unnur Petersen, Erik Petersen
Kristin Eilen Hauksdóttir, Hrafnkell Gunnarson
Ingibjörg Hauksdóttir, Ingþór Indriðasson
Aðalheiður Hauksdóttir, Rafn Svan Svansson
Gisli Baldur Hauksson
Haukur Heiðar Hauksson