Tíminn - 01.05.1981, Side 7

Tíminn - 01.05.1981, Side 7
Föstudagur 1. mai 1981 7 1. MAI Ávarp 1. mai nefndar Fulltrúráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavik og BSRB Fyrsta mai fylkir islensk alþýða liði með alþýðu allra landa i baráttu fyrir afnámi óréttlætis, fyrir friði. I baráttu fyrir réttlátári skiptingu auðs, fyrir útrýmingu hungurs og vesældar. í baráttu fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Fyrsta mai 1981 býr enn mikill hluti mannkyns við hungur og vesöld. Enn eru viða grundvallar mannréttindi fótum troðin. Enn eykst bil milli rikra þjóða og fátækra. Enn er hótað að slita friðinn. Gegn þessu ber okkur að berjast. Við skorum á Alþingi fslendinga að sjá til þess að framlög til þróunarlanda verði a.m.k. 1% þjóðartekna, þannig að við getum i verki sýnt hug okkar til ibúa jarðar, sem búa viö hungur og allsleysi. Við verðum jafnt i orði sem i verki að beita okkur gegn viðskiptaháttum alþjóðlegra auðhringa, sem rýra kjör og skerða efnahagslegt sjálfræði þjóða. Við sýnum samstöðu með félögum okkar, sem berjast gegn þvi blóðuga ofbeldi, sem beitt er við að berja niður verkalýðssamtök, m.a. i Bóliviu, Argentinu, Guatemala og E1 Salvador. Við sýnum eindregna samstöðu okkar meö baráttu pólskra verkamanna fyrir samtaka- og tjáningarfrelsi. Við mótmælum tilraunum eða áformum að brjóta pólska verkalýðshreyfingu á bak aftur. Verkafólk viða um heim og ekki sist i grannlöndum okkar, beinir geira sinum gegn stórfelldu atvinnuleysi og vax- andi verðbólgu. Það hvetur okkur til sameiginlegrar sóknar gegn tilraun- um afturhaldsafla, að leysa efnahagskreppur á kostnað verkafólks. II. Reykvisk alþyða berst gegn óðaverðbólgu og rýrnandi kjörum hér á landi jafnhliða hættunni af atvinnuleysi, sem sifellt vofir yfir. Við islenskri alþýðu blasir enn á ný sú staðreynd, að stjórnvöld gripa inn i gerða kjarasamninga þegar harðnar i ári. Kreppunni er velt yfir á herðar hins vinnandi manns. Reykvisk alþýða mótmælir harðlega og varar alvarlega viðafskiptum rikisvaldsins af visitölubindingu launa, likt og átti sér stað 1. mars. Reykvisk alþýða varar rikisvaldið við að ganga á undan með verðhækkanir og hafa þannig að engu lög um verö- stöðvun. Reykvisk alþýða hvetur allt launafólk til samhentrar baráttu gegn þeim aðgerðum stjórnvalda, er brjóta geröa samninga og skerða kjörin. En umfram allt leggur reyk- visk alþýða áherslu á að vörn verði snúið i sókn. Tryggja verður aukinn kaupmátt og launajöfnun, stórbætt kjör þeirra verstsettu, meðt.d. réttlátara skattakerfi, þar sem lægstu laun verða skattlaus — óskert framfærsluvisitala á ölllaun er forsenda þess að kaupmáttur umsaminna launa haldist. Við hvetjum til sameiginlegrar varnar gegn skerðingu verkfallsréttar og félagslegrar þjónustu. Reykvisk alþýða leggur auk þess áherslu á: — Mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag. — Gildistimi nýrra kjarasamninga miðist við uppsögn þess eldri. — Stórátak i málefnum aldraðra. — Kjör lifeyrisþega verður enn að bæta með hækkuðum lifeyri og verðtryggðum lifeyrissjóði allra landsmanna. — Stórátak þarf að gera málum fatlaðra, bæði hvað varö- ar kjör, atvinnutækifæri og aðstöðu á vinnustöðum og al- mennu umhverfi. — Reykvisk alþýða leggur áherslu á virka þátttöku fatl- aðra innan samtaka launafólks. — Stórefla þarf atvinnuleysistryggingar. — Auknar félagslegar ibúðabyggingar. — Næg og góð dagvistunarheimili fyrir öll börn. — Stórbætt verkmenntun og aukinn stuðningur viö fræðslustarf alþýðu. — Bætt aðstaða farandverkafólks. , — Hert barátta gegn ávana- og fikniefnum — Meðákvörðunarréttur verkafólks i tölvuvæöingu. — Bættan hag leigjenda. — Óskertan verkfalls- og samningsrétt handa iðnnemum. — Sömu laun fyrir sömu vinnu — Jafnrétti kynjanna. — Aukið öryggi og bættan aðbúnað á vinnustöðum. III. I upphafi niunda áratugsins blasir við á alþjóðavettvangi nýtt kalt strið. Við upplifum stöðugt fleiri kreppu- og hnignunareinkenni og eina svarið hjá valdamönnum virðist vera aukinn og meiri vigbúnaður. Við vitum af fenginni reynslu, að slik þróun leiðir fyrr eða siðar til styrjaldar. I okkar heimshluta koma fram æ sterkari kröfur frá hernaðarbandalögum á hendur sam- herjum sinum um aukna hlutdeild i vigbúnaði og styr jaldarundirbúningi. Það fer ekki hjá þvi að þessi aukni vigbúnaður teygi arma sina hingað til okkar. Seinustu árin hefur æ fleirum orðið ljós hin auknu hernaðarumsvif hér á landi svo sem áætl- anir sýna. Þetta sýnir að á ófriðartimum er liklegt að Island yrði hættusvæði, og gæti haft i för með sér gereyðingu. Siðast, en ekki sist, varar islenskur verkalýður við aukn- um vigbúnaði hér á landi. Hinn eini raunverulegi skerfur Islendinga til friðar i heiminum, er herlaust land, án þátt- töku i hernaðarbandalögum. IV. Reykviskalþýða leggst harðlega gegn þeim áróöri, að það séu launin og einkum visitölubinding þeirra, sem séu or- sök verðbólgunnar hér i landi. Reykvisk alþýða bendir á að gegndarlaust fjárfestingar- bruðl liðinna ára er höfuðorsök þess vanda, er hrjáð hefur islenskt efnahagslif. íslensk alþýða hefur ekki stjórnað þvi bruðli og hlýtur þvi að neita að axla þær byrðar, sem skapast hafa af óráðsiu eignarstéttar og rikisvalds. Reykvisk alþýða skorar þvi á islenska alþýðu alla, að þjappa sér saman i vörn gegn kjaraskerðingu og til sóknar fyrir bættum kjörum og auknu félagslegu jafnrétti. íslensk alþýða. Snúum vörn i sókn. Fram fyrir hugsjónir verkalýðs allra landa Frelsi — jafnrétti — bræðralag. Ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1981 l.mai minnast hundruð miiljóna verka- manna um heim allan liðinna tima. Þeir hugleiða þá félagslegu þróun, sem orðið hefur á siðustutiu, fimmtán eða hundrað árum. Þeir þekkja afkomuskilyrði for- eldra sinna og forfeðra. Þeir bera þau saman við stöðu sina nú og eru sér með- vitandi um þær gifurlegu umbætur, sem skipulögð verkalýðshreyfing hefur náð fram með þrotlausri baráttu við forrétt- indahópa i heiminum fyrr og nú. 1. mai minnast margir þeirra sem orðið hafa að þjást fyrir verkalýðsfélag sitteða stjórn- málaskoðanir og starf, þeirra sem hafa verið reknir úr starfi eða i útlegð, brott- reknir, fangelsaðir og pyntaðir og jafn- vel myrtir. 1. mai lýsa verkalýðsfélög um heim all- an yfir, meö lögmætum eöa ólögmætum hætti, þeim kröfum sem þau gera til vinnuveitenda og rikisvalds. Þau setja fram hugmyndir sinar um réttlátara, lýð- ræðislegra og frjálsara þjóðfélag og nýja skipan alþjóðlegra efnahags- og félags- mála. 1. mai standa hundruð milljóna verka- manna saman um heim allan, og i trausti á mátt sinn horfa þeir vongóðir til betri framtiðar. Fyrir 6 mánuðum samþykkti stjórn Al- þjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga stefnuyfirlýsingu fyrir 9. áratuginn. í sambandinu eru nú 128 aðildarsambönd meðyfir70milljónirmeðlimai91 landi. í stefnuyfirlýsingunni er bent á að frum- markmið sambandsins, sem dregin eru saman i slagorðinu „brauð, friður og frelsi” séu hvert öðru háð, og séu í fullu gildi. En efnahagslegar, félagslegar og stjórnmálalegar aðstæður til að ná þeim fram hafa breyst. Heimurinn sem við lifum i einkennist af vaxandi ágreiningi og kreppu vegna þess að hagvexti eru takmörk sett. Fáein risa- vaxin fjölþjóðafyrirtæki verða sifellt að- sópsmeiri i efnahagskerfi heimsins, og þau stjórna oft bæði heimsmarkaðinum og hráefnaöflun vegna einokunaraðstöðu sinnar.Tekjumunur þjóða á milli fer stöð- ugt vaxandi. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðabank- ans búa áttahundruð milljónir manna i þriðja heiminum við aðstæður sem ekki uppfylla nein réttlætanleg skilyröi um mannsæmandi lif. Atvinnuleysi i öllum heimshlutum er hrikalegt. Nú þegar eru 23 milljónir manna i OECD-löndum ein- um saman atvinnulausar. Ráðstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga um „Hlutverk verka- lýðshreyfingarinnar i þróunarmálum”, sem haldin var i Nýju-Delhi i marslok sl., sýndi að óhjákvæmilega fer efnahagslegt og félagslegt ástand i heiminum versn- andi, eins og margir hafa spáð. Við lifum öll i sama heimi. Fátækt, hvar sem hún er, stefnir almennri velferð i hættu. Þess vegna verður að ná jafnvægi i hagvexti og bilið milli rikra og fátækra veröur að minnka. Hér fara á eftir nokkrir þættir úr stefnuyfirlýsingu samtakanna um þróun- arlöndin. — t nýrri efnahags- og félagslegri skip- an verður að viðurkenna frjáls verkalýös- samtök og hlutverk þeirra i þjóðfélaginu. — Með endurskipulagningu alþjóðlegs fjármálakerfis verður að færa stóraukið fjármagn til þróunarlanda og lækka vexti. Gera þarf orkuáætlun fyrir allan heiminn og hafa eftirlit með oliugróða. Stofna þarf orkuþróunarsjóð fyrir þróun- arlöndin. — Með samræmdri hagstjórn verða iðnrikin að koma á fullri atvinnu, auka rauntekjur, auka opinbera þróunaraö- stoö.aðlaga sig nýjum aðstæðum i heims- viðskiptum og vinna bug á verðbólgunni. — Gera þarf áætlun til að uppfylla frumþarfir fólks i þróunarrikjunum — Afnema veröur viðskiptahömlur. — Stofna þarf alþjóðlegan sjóð til að standa straum af endurskipulagningu. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs- félága leggur áherslu á að efnahagsað- gerðir verði ekki eingöngu tii hagsbóta fyrir forréttindaklikur og fjölþjóða fyrir- tæki: þær verði að ná til fátækrahverf- anna og hinna hungruðu milljóna, um- fram allt i dreifbýlishéruðum þriðja heimsins. Það er þess virði að berjast fyrir stefnu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga tilað stuðla að réttlæti og friði. t mörgum löndum eru nú viðhafðar að- ferðireins og mannrán, pyntingar, morö, kúgun, útlegð og innilokun á geðveikra- hælum, til þess að þagga niður i tals- mönnum verkalýðsfélaga og öðrum þeim, sem eru á öndverðum meiði við rikjandi stjörnvöld. 1. maí láta hundruð milljóna verka- manna i ljósi áhyggjur yfir versnandi stjórnamálaastandi i þessum löndum. Þeirlýsa yfirsamstöðu með öllum þeim sem hætta lífi sinu fyrir frelsi og lýöræði. Þeir munu halda áfram að veita fullan stuðning þeim sem hafa hugrekki til aö berjast gegn ólýðræðislegum rikisstjórn- um og ómannúðlegum aðgerðum þeirra. Ekkert vandamál er óleysanlegt, og þegar allir verkamenn innan vébanda frjálsra verkalýðsfélaga og bandamenn þeirra vinna að þvi að ná fram hinum réttlátu kröfum okkar, komumst viö á- reiðanlega nær þvi takmarki aö allir fái brauð, aö friður riki i heiminum og allir njóti frelsis. Lengi lifi 1. mai Ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Hafnarfirði og Starfsmannafélags Haf narfj ar ðar Saga verkalýðssamtakanna er sagan um hina fáu og smáu er ekkert áttu annað en skilning á nauðsyn samtakanna og viljann og þorið tii að leggja út i barátt- una við ofureflið. Hefur sá hug- sjónaeldur verið aflið, sem knúði brautryðjendurna til dáða og vissulega hafa verkalýðssamtök- in valdið straumhvörfum i þessu landi. Kjarabætur, þróun atvinnulifs- ins, aukin mannréttindi og þar mrii mannlegt viðhorf til þeirra sem ekki eru sólarmegin i þjóðfé- laginu, allt þetta og fleira til framfara á rót sina að rekja til starfs verkalýössamtakanna. 1. mai er fyrir löngu orðinn há- tiðisdagur verkalýðsins til þess að fagna fengnum sigri, en 1. mai er i raun mikið meira, hann er há- tiðisdagur, dagur stórra og djarfra fyrirheita um að sækja fram til stærri sigra og sem slikur hefur þessi dagur fyrst og fremst gildi. 1. mai 1981 rennur nú upp við þær aðstæður að enn einu sinni hafa stjórnvöld rofið gildandi kjarasamninga með lögum og má þvi segja að sagan frá 1978 hafi endurtekið sig, þótt með mildari hætti sé, vegna þeirra félagslegu umbóta ergerðar hafa verið og að sjálfsögðu ber að þakka. Séu verkalýðssamtökin sjálfum sér samkvæm hljóta þau að for- dæma það að rikisvaldiö ógildi með lögum gildandi kjarasamn- inga. Hér er um slik grundvallarat- riöi að ræða, aö ætla mætti að verkalýössamtökin risu upp og stæðu einhuga að mótmælum og baráttu fyrir þvi að knýja fram til sigurs „samningana i gildi”. Þvi mour örlar ekki á neinum tilbur um i þá átt. Af i vi leiðir aö mótmælt er öll- um tiliaunum til að leiða verka- lýðssamtökin inn á þá braut að verða h^ndbendi eins eöa annars stjórnmalaflokks. Kröfur dagsins eru: Samningana i gildi— Fag- leg og óháð verkalýðssam- tök

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.