Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. maí 1981
;i il;i !i i ;l»
ÍÞRÓTTIR
19
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu:
Sigurganga Fylkis stoðvuð
HG — Sigurganga Fylkis í
Reykjavikurmótinu i knatt-
spyrnu var stöðvuð i gærkvöldi
þegar Fram sigraði Fylki 6:5,
eftir framlengdan bráðabana.
Fyrri hálfleikur var frekar
tfðindalftill framan af, en Fram
sötti þó meira allan hálfleikinn.
Þegar um fimm minútur voru
til loka fyrri hálfleiks skoraði
Marteinn Geirsson fyrsta mark
leiksins fyrir Fram, og var það
markaf ódýrari gerðinni. Staö-
an i leikhléi var þvi 1:0 Fram i
hag.
Fram hélt uppteknum hætti i
siðari hálfleik og sótti nær lát-
laust, en tókst ekki að koma
knettinum i mark Fylkis þrátt
fyrir mörg upplögð tækifæri. A
20. mi'nútu siðari hálfleiks barst
knötturinn inn i vitateig Fram
og hoppaði upp i hendi eins leik-
manna þeirra og dæmdi dómari
leiksins umsvifalaust vita-
spyrnu, sem mörgum fannst
fremur strangur dómur. ög-
mundur markvörður Fylkis
framkvæmdi vitaspyrnuna en
Guðmundur Baldursson mark-
vörður Fram varði vel fast skot
hans en hélt ekki knettinum sem
barst aftur til ögmundar sem
skoraði auðveldlega yfir Guð-
mund liggjandi á jörðinni. Sið-
ustu miniítur leiksins sótti
Fram enn meira en áður en
tókst ekki að skora þannig að
koma varð til hins vinsæla
bráðabana. Voru nú flestirá þvi
að sigurinn væri Fylkis þar sem
þeireru taldir ókrýndir konung-
ar bráðabanans. begar fimm
menn höfðu spreytt sig fyrir
hvort félag var staðan enn jöfn
hvort félag hafði gert fimm
mörk.
Þvi þurfti auka tilraun
sem Fylkir misnotaði en Pétur
Ormslev tryggði Fram sigur úr
siðustu tilraun þeirra. Loka-
staðan varð þvi 6:5 Fram i hag.
Þeir sterku leggja
land undir fót
HG — 1 næstu viku hefst á ttaliu
Evrópumótið i kraftlyftingum, og
munu niu keppendur frá tslandi
verða þar á meðal þátttakenda.
Að sögn Skúla óskarssonar
heimsm etshafa I réttstöðulyftu
munu að minnsta kosti tveir
keppendur tslands auk hans eiga
góða möguleika á þvi að komast á
verðlaunapall í þessari keppni.
Skúli hefur nú þyngt sig upp um
flokk og mun nú keppa i milli-
þungavikt, en i þeim flokki mun
hann mæta mun meiri keppni en i
léttari flokknum.
1 september verður svo haldið
Norðurlandamót i kraftlyftingum
iSviþjóð, og sendir Island þangað
fullskipaða sveit til þátttöku eða
ellefu menn. íslendingar hafa
einu sinni sigrað i þeirri keppni og
að sögn Skúla Öskarssonar eru
lyftingamenn staðráðnir i þvi að
endurtaka það nú. „Hinar
Norðurlandaþjóðimar töl.du það
algjöra heppni þegar við fórum
með sigur af hólmi siðast en við
höfum fullan hug á að sýna þeim
að svo hafi ekki verið”, sagði
Skúli i samtali við Timann i gær.
Heimsmeistaramótið I kraft-
lyftingum verður svo haldið i Kal-
kúttaá Indlandi i desember i vet-
ur, og eru þegar tveir keppendur
frá Islandi staðráðnir i að fara
þangað en það eru þeir Skúli
Óskarsson og Jón Páll Sigmars-
son. Aðspurður um hver bæri
kostnaðinn af svo dýrri ferð sagði
Skúliaðhann væri svo heppinn að
hafa verið kosinn iþróttamaður
ársins og af þeim sökum fengi
hann friar ferðir. Einnig sagði
Skúli að til greina kæmi að
Lyftingasamband íslands veitti
þeim einhverja aðstoð en að öðru
leyti greiddu þeir ferðina úr eigin
vasa.
Meistaramótíð
í kraftiyftingum
HG — Meistaramót íslands i
kraftlyftingum fer fram i
Laugardalshöll laugardag og
sunnudag. Verður þetta langfjöl-
mennasta kraftlyftingamót sem
hér hefur farið fram og munu
mæta til keppni um 50 keppendur,
þar af 27 KR-ingar, 10 Akur-
eyringar, 9 Vestmanneyingar
ásamt nokkrum úr Armanni.
Þessi miklifjöldi keppenda á veg-
um KR ætti að tryggja þeim
öruggan sigur i sveitakeppninni.
Lyftingamenn sögðu að mikið
yrði tekið á og örugglega ættu
mörg núgildandi met ekki eftir að
standa nema til laugardags, þó
svo að menn myndu kannski frek-
ar hlifa sér vegna Evrópukeppn-
innar i næstu viku. ,,Við lofum
engum heimsmetum en það falla
örugglega mörg tslandsmet og
kannski eitthvað meira” sagði
Skúli Óskarsson
Skúli óskarsson tilbúinn i slaginn.
Arni Þór í sérflokki
HG — Árni Þór Arnason
hefur veriö í algjörum sér-
flokki í bikarkeppni Skíða-
sambandsins í alpagrein-
um. Hann er þegar búinn
að sigra á mótinu annað
árið í röð þó að enn sé eftir
eitt bikarmót í vetur, en
það verður haldið á isa-
firði dagana 9. og 10. maf
næstkomandi.
Árni hefur þegar fengið öll þau
stig sem hann getur fengið á mót-
inu i ár eða 150. Annars er röð
efstumanna i karlaflokki þannig:
1. Árni Þór Árnason Reykjavik
með 150 stig 2. Guðmundur Jó-
hannsson tsafirði með 105 stig 3.
Björn Vikingsson með 90 stig. 1
kvennaflokki er keppni öllu harð-
ari þar stendur keppnin á milli
Asdisar Alfreðsdóttur Reykjavik
og Nönnuleifsdóttur Akureyri.
Röð þeirra efstu er nú þannig: 1.
Ásdis Alfreðsdóttir Reykjavik
með 145 stig, 2. Nanna Leifsdóttir
Akureyri með 130stig, 3. Ásta As-
mundsdóttir Akureyri með 115
stig.
HELDUR AKRANES BIKARNUM?
HG - Nú er konim upp hörð deila
milli Akurnesinga og Breiða-
bliksmanna um það hvort Akur-
nesingar séu sigurvegarar i Litlu-
bikarkeppninni, en eftir þvi sem
Tíminn komst næst urðu Akur-
nesingar sigurvegarar á hag-
stæöari markatölu. Þetta telja
Breiðabliksmenn alveg óviðun-
andi og segjast þeir aldrei hafa
heyrt á þetta minnst fyrr og til
dæmis hafi þeir skipt mönnum út-
af i leikjum sinum þegar þeir hafi
verið búnir að ná öruggri forystu,
og þar sem tvö lið séu jöfn að stig-
um beri að leika aukaleik um
efsta sætið. Ef slikt fyrirkomulag
á að vera i keppni sem þessari þá
höfum við ekkert erindi i hana,
segir formaður knattspyrnuráðs
Akurnesinga. Það er ekki hægt að
standa i keppnum sem þessari
langt fram á sumar, eða jafnvel
fresta leikjum um eitt ár eins og
gerst hefur segja þeir á Skagan-
um.
STAÐAN
Staðan i Reykjavikurmótinu
er nú þessi:
Fram 5 3 0 2 19-10 7
Víkingur 5 3 0 2 10-9 7
Fylkir 4 3 0 1 14-9 6
Valur 4 2 0 2 4-4 4
Ármann 4 2 0 2 6-16 4
Þróttur 4 1 0 3 6-8 2
KR 4 1 0 3 5-8 2
Næsti leikur Reykjavikur-
mótsins er i dag kl. 17 en þá
leika Armann og KR.
5 km. keppnisganga í Bláfjöllum á laugardag
HEI — Keppnisganga verður
haldin i Bláfjöllum á vegum
Skiðafélags Reykjavikur laugar-
daginn 2. mai n.k. ki. 14.00.
Gönguleiðin i þessari keppni
verður 5 kilómetrar. Að sögn Jóns
Aðalsteins Jónassonar, er þessi
ganga fyrst og fremst fyrir
áhugafólk, en keppnismönnum er
ekki heimilt að taka þátt i henni.
Sagði hann það einmitt eitt af
verkefnum Skiðafélagsins, að ná
til áhugamanna, og fagnaði hann
þvi að þátttaka hafi verið vaxandi
með hverju ári á undanförnum
árum. Hann gat þess einnig, að
Skiðafélag Reykjavikur hefði
gengist fyrir svokallaðri Blá-
fjallagöngu s.l. laugardag, þar
sem þátttakendur hafi verið nær
100. Sagði Jón það verulega at-
hyglisvert, þar sem um væri að
ræða nær þrefalda fjölgun þátt-
takenda á einu ári. Það hefði
einnig vakið athygli, að meira
hafi nú komið af börnum og
unglingum en nokkurntiman áð-
ur. Giskaði Jón á að börn á
aldrinum 10-14 ára hafi nú verið
um 20.
1 keppnisgöngunni á laugar-
daginn verður þátttakendum
skipt í 10 flokka. Kvennaflokkar
verða þrir: 16-40 ára, 41-50 ára og
51 árs og eldri. Karlar skiptast
þannig: 16-20 ára, 21-40 ára, 41-45
ára, 46-50 ára, 51-55 ára, 56-60 ára
og eldri en 60 ára.