Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 1. mal 1981 Viðtöl við forystumenn i launþegasamtökiinum Aðalheiöur Bjarnfreösdóttir form. Sóknar „Að mál fatíaðra verði tekin sérstökum tökum” segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir HEI — ,,Þaö sem mér er efst i huga i sambandi viö 1. mai aö þessu sinni er aö nú er ár fatlaðra og aö fatlaöir taka nú fullan þátt I hátiöahöldum dagsins”, sagöi Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir, form. Sóknar. ,,Ef við meinum eitthvaö með þvi að við viljum taka tillit til þess að nú er ár fatlaðra og að fatlaðir séu i okkar hópi, þá vona ég að við finnum það i þeim kröfum sem nú er verið að vinna að fyrir kjara- samningana i haust, að við tökum þessi mál alveg sérstökum tök- um”, sagði Aðalheiður. „Þar vil ég nefna þaö, að viö gerum það að kröfum okkar, að fatlaðir hljóti sömu lifeyrissjóðs- réttindi og annað fólk og að það verði ekki til lengur að fólk, sem er fatlað inni á stofnunum, fái einar 300 krónur á mánuði til allra annarra þarfa en fæðis og hús- næðis. Að viðsem sagt sýnum það i verki, að við þolum ekki lengur aö nokkurt fólk hér á landi sé eins illa sett og margir fatlaðir eru vissulega i dag”. Aðalheiður minnti á, að óneitanlega hefðu flestar félags- legar framfarir sem orðið hafa verkafólki til góða, náðst fram i kjarasamningum. Til þess hafi jafnveloftorðið að fórna af kaupi. Viö mættum heldur ekki hika við það nú að fórna einhverju af kröf- um okkar til þess að gera þessar kröfur um mannréttindi fyrir fatlaða að veruleika fyrir þá. „Konur annist sjálfar sin samninga- mál” segir Bjarnfriður Leósdóttir, Akranesi HEl — ,,Ég segi þaö hiklaust, aö konur ættu aö taka sig út úr hópn- um i næstu kjarasamningum og semja sjálfarum sin kjör”. sagöi Bjarnfriöur Leósdóltir á Akra- nesi m.a. i samtali um þá baráttu sem framundan er. „Verkakonur — sérstaklega þær sem hafa sér stéttarfélög — ættu alis ekki aö afhenda körlum sln samninga- mál”. „Herramennirnir” 14 og kjör þeirra lægst laun- uðu — kvennanna — Siðustu kjarasamningar væru vissulega viti til að varast. Það að þessir 14 „herramenn” i samninganefndinni skyldu skila stærsta ófaglærða hópnum — sem séu einmitt konurnar — lægstu prósentunni ofan á lægstu taxt- ana, eftir allt talið um að fyrst og fremst ætti að verja lægstu laun- in. „En það eru einmitt þau laun sem aldrei virðist hægt að fá hækkuð”, sagði Bjarnfriður. Sem góðan árangur hjá konum nefndi hún hinsvegar samninga sem þær hefðu gert við Sjúkra- húsið á Akranesi. „Þar náðum við miklu betri samningum, en t.d. Sókn gat náð fyrir sitt fólk. Og það tel ég einfaldlega vera vegna þess, að Sókn samdi i slagtogi við aðalkjarasamningana. En við sömdum-siöar og lögðum þá m.a. á borðið þá samninga sem Sjúkrahúsið hafði gert við Starfs- mannafélag bæjarins. Við höfum nú nálgast þá samninga veru- lega”, sagði Bjarnfriður. Nýja flokkakerfið eykur launamun karla og kvenna Annaö sagði hún ljóst eftir sið- ustu samninga, að hinir nýju launaflokkar væru og yrðu notað- irtil að auka aftur launabil karla og kvenna. Konurnar séu undan- tekningalaust i lægstu launa- flokkunum, en karlarnir hinsveg- ar bæði beint og með ýmsum krókaleiðum settir i hærri launa- flokka, auk þess að vera meira og minna yfirborgaðir. „Konurnar geti bara verið i bónus” sé við- kvæöiö. Þetta hafi meira að segja verið yfirlýst stefna Verka- mannasambandsins, að taxta- Bjarnfriöur Leósdóttir á Akranesi kaup þeirra er hafi hluta af kaupi sinu i gegn um ákvæðisvinnu, skuli ekki færa til i taxtaröðun- inni. Sömu réttindi og BSRB og fulla visitölu Varðandi næstu kjarasamninga að öðru leyti, sagöist Bjarnfriður telja að leggja eigi höfuðáherslu á réttindamál verkafólks á borð við rikisstarfsmenn. Að ná fram rammasamningi um réttindamál sem nálgast verulega réttindi opinberra starfsmanna og berjast svo fyrir þvi að halda visitölunni óskertri. Tölvuvætt manniif og stytt starfsævi blasir við „Þá tölvubyltingu sem alls staðar blasir við held ég lika að við verðum að fara að taka fast- ari tökum. Ég hreinlega óttast að allt stefni I þaö aö veriö sé að færa mest allt lif manneskjunnar inn i einhverja allsherjar tölvuút- reikninga. Auk þess sem mér sýnist margt benda til, aö þetta eigi eftir aö stytta starfsævina verulega. Þaö veröa geröar svo miklar kröfur um afköst bæöi hugar og handa — einbeitingar i starfi — að bæöi veröur það miklu lengri timi sem fólki verður hald- ið frá starfi I upphafi starfsæv- innar og siðan verður ellin lengd. 1 kjölfar þessarar tölvuvæðing- ar vaknar siðan spurningin, verð- ur fólki stórfækkað i kjölfar auk- innar hagræöingar og afkasta, eöa veröur vinnutiminn styttur? óttast að verkalýðs- hreyfingin ráði ekki við þróunina Það sem ég óttast mest, er aö verkalýöshreyfingin hafi þetta ekki lengur á valdi sinu”, sagði Bjarnfríður. Þaö væru atvinnu- rekendurnir einhliða sem gerðu þessar breytingar með aðstoð er- lendra og innlendra sérfræðinga, sem reikna út hvernig hægt sé að ná sem allra mestu út úr starfs- fólkinu á sem stystum tima. Með aukinni framleiðsni væri mikil hætta á þvi, aö fólki sem orðið sé miðaldra verði sagt upp störfum. Og þótt fólkiö fengi eitthvað af hagnaðinum i bónusgreiðslur, yrði kerfið notað til að halda niður taxtakaupinu, þannig að það nái ekki þeim tekjum sem nútima þjóðfélag krefjist. „Ég óttast mjög, að verkalýðs- hreyfingin ráði ekki við þessa þróun”, sagði Bjarnfriöur. Aö horfa lengra en fil líð- andi dags „Ég vil þó taka fram, að þrátt fvrir að hér séu ýmsar blikur á lofti, þá er alls enginn hræðslu- tónn i mér eða öðrum sem ég hef talað við, Ut af þeim verkefnum sem við blasa”, sagði Hákon. „Við höfum fyrr þurft að takast á við stór verkefni. En menn verða þá hinsvegar að sýna ábyrgðar- tilfinningu og horfa lengra en til líðandi dags, þegar verið er að ráða þeim stórmálum sem við er að fást, enn frekar en við höfum gert til þessa.” Sagðist Hákon þvi hvetja menn eindregið til að ganga af fullri djörfung til verka og með bjartsýni á komandi daga. „Leggist menn á eitt við að leysa þau verkefni sem leysa þarf, þá er ég ekki i vafa að sigur vinnst”, sagöi Hákon. unnar né annarra þeirra er hefðu löggiltar skoðanir i þessum efn- um. Hákon Hákonarson á Akureyri Hákon Hákonarson, Akureyri: „Leggist menn á eitt er ekki vafi að sigur vinnst” HEI— „Fyrst og siðast tel ég það vera eitt mesta hagsmunaatriðið og jafnréttismálið nú, að verð- bólgan verði kveðin niður”, sagði Ilákon Hákonarson, form. Alþýðusambands Norðurlands, spurður um hvaö hæst beri nú. Aðspurður sagði hann ástæðu til að reikna með þvi, aö aðgerðir rikisstjórnarinnar hafi skilað nokkrum jákvæðum árangri i þeirri baráttu. Aukin verðbólga yki at- vinnuleysi aö miklum mun — Nú hefur oft verið talað um verðbólgu eða atvinnuleysi. „Ég er ekki t ilbúinn til að kveða upp dóm um það hvort hjöðnun verðbólgu sé bein orsök fyrir at- vinnuleysi. En ég sé hinsvegar miklu frekar samhengi i þvi, að haldi verðbólgan áfram — eða fari að vaxa aftur — þá muni at- vinnuleysi hér aukast að miklum mun frá þvier verið hefur.Og það óttast ég mun meira", sagði Hákon. Hitt sagði hann annað mál, að ef sú staða ætti eftir að koma upp isambandi við hjöðnun verðbólgu og efnahagsaðgerðir þar að lút- andi, að atvinnuleysi skapaðist — staðbundið eða i einstökum at- vinnugreinum — þá sé það alveg ljóst að það sé hluti af ábyrgð stjórnvalda að bregðast við sliku. Varðandi helstu baráttumálin, sagði Hákon raunar mörg stór- mál hvíla á okkur Islendingum þessa dagana. Það mætti m.a. nefna, aö koma i veg fyrirþað, aö annarsvegar vegna ytri vand- ræða i efnahagsmálum og hins- vegar aukinnar tæknivæðingar, komi ekki til þess að hér verði ekki nein verk aö vinna fyrir á- kveðna hópa i þjóðfélaginu. Það sé greinilega mjög brýnt mál. Siðan mætti nefna mörg mál, sem menn séu þegar byrjaðir á, eftirlaunamál, málefni aldraðra, lifeyrismál og málefni þroska- heftra og fatlaðra. Allt séu þetta málaflokkar sem verkalýðs- hreyfingin eigi aö beita sér að á komandi íárum. „Leggja á visitöluna niður” segir Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði HEI — „Hvað varðar kjaramálin, þá finnst mér persónulega mest áberandi hvað kaupmátturinn hefur minnkað”, sagði Hrafnkell A. Jónsson, form. verkalýðs- félagsins á Eskifirði. Telur Hrafnkell að sjaldan á s.l. áratug hafi honum sjálfum t.d. gengið erfiðlegar að láta launin hrökkva fyrir nauðþurftum. Að visu striddi þetta gegn þvi sem hagspekingar ýmsir segðu og niðurstaða kjararannsóknar- nefndar væri vist allt önnur. „En það held ég aftur á móti að stafi m.a. af þvi, að blessuð visitölu- fjölskyldan er búsett i Reykja- vik”, sagði Hrafnkell. — Þarf þá að f lytja visitölufjöl- skylduna út á land? Leggja á vísitöluna niöur „Persónuleg skoðun min er sú, að þaö eigi að leggja visitöluna niður. Það er komin áratuga reynsla á það, að hún hefur að mjög óverulegu leyti gætt hags- muna launþega, og er okkur jafn- vel skaðlegri en sú verðtrygging launa sem i henni felst. Að minsta kosti er visitalan engin trygging fyrir verndun lifskjara. Ef visitalan yrði tekin úr sam- bandi tel ég hinsvegar að menn færu i staðinn aö tala um hluti sem þeir ætluðu sér raunverulega að standa við ” Þá sagðist Hrafnkell telja það alveg fráleitt — sem tiðkast hafi um nokkurt skeið — að nota mis- munandi mælingu á visitölu til að Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði. jafna kjör. Með þvi móti væri stuðlað að þvi, að jafn háskalegur hlutur og verðbólga, verði ýms- um hagsmunamál. Verðbólgan hafi auðvitaö lengi verið hags- munamál þeirra er aðstöðu hafi haft til að veltast með fjármuni sem þeirhafa ekki átt. En eigi að beita henni almennt til aö jafna út h'fskjörin i landinu, þá fari það að verða hagsmunamál alls þorra fólks að viðhalda verðbólgunni. Sli'kt væri auðvitað bæði stórskað- legt fyrir efnahagskerfiö og hugs- unarmátt fólksins. Aðspurður sagöist Hrafnkell að visu ekki eiga von á þvi að þessar skoðanir hans nytu mikils stuðnings innan verkalýösforyst- Misbeiting verkfalls- réttarins háskaleg Er talið snerist að þeim vinnu- deilum sem margir hafa staðið i allt frá þvi er samningar voru gerðir á s.l. hausti, sagði Hrafn- kell: „Ég held að þaö sé alveg stórháskalegt ef farið er að ganga út frá þvi sem gefnu, að vinnu- deilur skuli ævinlega leysa með valdboði. A hinn bóginn er það jafn slæmt ef verkalýðshreyfing- in, eða einstakir hópar hennar, taka nánast að leika sér að verk- fallsréttinum sem ég tel að eigi að. vera alger neyöarréttur.” Hann sagði harða beitingu verkfalla hafa verið verjandi á fyrri hluta aldarinnar meðan hér var um all verulega fátækt að ræða, sem kannski mætti likja við ástandið i Póllandi nú. En i þvi þjóðfélagi sem við hefðum nú byggt upp, þá sé það engum til góðs að beita verkfallsréttinum á þann hátt sem oft sé gert. Slik misnotkun stefni beinlinis að þvi að vinnulöggjöfin verði hert, t.d. i þá veru er Gunnar Thoroddsen hafieittsinn verið búinn að móta i frumvarpsform. Opnaöi augu margra Hins vegar kom fram hjá Hrafnkeli, að hann álitur verk- föllin árið 1978, og efndir verka- lýðsflokkanna á þvi, sem fólk var þá að berjast fyrir, hafi opnað augu margra fyrir þvi að fara sér hægtog hugsa sinn gang, áður en fólk léti teyma sig út i vanhugs- aðar aðgerðir. Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi: „Fólk sýni stéttar- félögunum meiri áhuga” HEI — „Nokkur óvissa rikir i kjaramálunum um þessar mund- ir”, sagði Jón Agnar Eggertsson, miðstjórnarmaður i ASt. „Efnahagsaðgerðir stjórnvalda hafa leitt til skerts kaupmáttar. En á móti hefur veriö lofað aðgeröum i skattamálum og meiri visitöluhækkunum síðar á árinu. Verkafólk þarf þvi að halda vöku sinni og tryggja að stjórnvöld standi við gefin loforð um úrbætur. Jafnframl þarf að knýja á um skýrari stefnu stjórn- valda i efnahags- og atvinnumal- um, þanig. Jafnframt þar að knýja á um skýrari stefnu stjórn- vaida i efnahags- og atvinnumál- um, þannig, að varanlegur árangur náist i stað sifelldra skammtimalausna", ^sagði Jón. Raunverulegt samráð en ekki orðin tóm. Hann tók fram, að allar raunhæfar abgerðir til að draga úr verðbólgu séu fagnaðarefni. Sagðist hann leggja áherslu á gott samstarf Verkalýðshreyfingar- innar og stjórnvalda i þessum málum og svo að samráð þessara aðila verði ekki orðin tóm. Varðandi þá kjarasamninga sem nú er farið að vinna að sagði Jón að leggja verði mikinn þunga á að þeir taki tildi við lok samn- ingstimabilsins hinn 1. okt. n.k, en það dragist ekki mánuðum saman eins og siðast varð. I þeim samningum þurfi að knýja á um mörg mál. „Ég held þó að kröfuna um jafnrétti handa fötluðu fólki hljóti að bera hæst nú i ár”, sagði Jón. Verkalýöshreyf- ingin þurfi að leggja aukna , áherslu á að treysta verði lifsafkomu þeirra sem ekki geti unniö fulla vinnu vegna fötlunar og skapa fötluöu fólki betri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.