Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. maí 1981
Jónas Guðmundsson
MYNDLIST
Siglt móti
straumi
MALVERKASVNING
Einar Þorláksson
92 myndir
Norræna húsiö
1981
Einar Þorláksson
Þó einhvern veginn finnist
undirrituðum Einar Þorláksson
einhverra hluta vegna vera enn
i hópi yngri myndlistarmanna,
þá er timinn vist ekki á sama
máli. Fyrsta sýning hans eða
einkasýningin, sem undirritað-
ur sá, mun hafa verið haldin i
Listamannaskálanum árið 1962,
sem nú hefur á sér svipaðan
fjarlægðarblæ i timanum og
sautján hundruð og súrkál, og
siðan hafa verið haldnar fimm
sýningar með allt að þvi sjö ára
hléum, ef frá eru taldar sam-
sýningar með islenskum lista-
mönnum.
Einar opnaði siðan sjöundu
sýningu sina i Norræna húsinu
með 92 myndum. Allt akryl-
myndir.
Einar Þorláksson er fæddur i
Reykjavik árið 1933 og nam
myndlistiHollandi og á Norður-
löndum, að það vekur nokkra
athygli manns, að þótt hann fari
hina hefðbundnu skólaleið, þar
sem menn leita að fótfestu
lengi, þá gengur hann nú á móti
straumi. Það tjáningarfrelsi,
sem núna er i myndlistinni, þar
sem heimslistin öll er höfð til að
miða sig niður á staði, þá málar
Einar Þorláksson samt
abstraktionir, rétt eins og listin
hafi nú numið staðar þar og hafi
náð endanlegu marki.
Þetta er virðingarverður
kjarkur, annað verður ekki
sagt.
Of margar myndir fyr-
ir húsið
Þetta er sérlega áhugaverð
sýning, þótt ekki verði hjá þvi
komist að myndirnar trufli hver
aðra. Húsið rúmar naumast
þessar háværu myndir. Þetta
skaðar sýning'una nokkuö, þvi
þarna eru margar ábærar
myndir, sem hefðu farið betur i
grisjuðum skógi.
Einar Þorláksson velur sér
frjálst spil, bæði i teikningu og
lit. Hann er alvarlega þenkjandi
myndlistarmaður og við hljót-
um að gaumgæfa hverja mynd.
Við teljum okkur greina fram-
för, þótt örðugt sé að halda öllu
lengra á þessari afmörkuðu
leið.
Sér i lagi voru smámyndir
undir gleri áhugaverðar. Þar
rikir gleði og voldugt tafl lita og
forma. Myndin,sem Listasafn
Islands festi sér þarna, er góð
og eins minni myndin af tveim
stórum á aðliggjandi vegg
(norðurveggur).
Þessi sýning er eljuverk, mál-
uð samhliða brauðstriti í Orku-
stofnun, sá ég i einhverju blaði.
En sá deyr ekki sem dýrt kaup-
ir, stendur þar, og ef málað er af
mikilli kunnáttu og gleði, næst
árangur.
Einhver kynni nú að'nalda að
svona sýning væri timaskekkjár
Menn mála annað á vorum dög-
um, en þó vil ég ráðleggja þeim,
sem hafa auga fyrir góðum
myndum, að koma i Norræna
húsið, þvi þar er gnótt góðra
mynda.
Jónas Guðmundsson
Einar Þorláksson við eitt verka sinna.
Þrjú frumvörp afgreidd sem lög
JSG — Þrjú frumvörp hafa verið
afgreidd sem lög frá Alþingi.
Höfðu öll frumvörpin verið lögð
fram af rikisstjórninni. Þau voru
eftirfarandi:
Útflutningsgjald
Frumvarp um breytingu á lög-
um um útflutningsgjald af
sjávarafurðum, sem lagt var
fram i framhaldi af ákvörðun
fiskverðs i febrúar. Samkvæmt
frumvarpinu verður útflutnings-
gjald af frystum sjávarafurðum,
framleiddum frá og með gildis-
töku laganna til ársloka 1981,
4,5% af fob-verðmæti útflutnings.
Þá verður útflutningsgjald af
skreið og hertum þorskhausum á
sama timabili 10% af fob-verð-
mæti útflutnings. Útflutnings-
gjald af öllum öðrum sjávaraf-
urðum verður óbreytt 5,5%.
Eiturefni
Frumvarp um breytingu á lög-
um um eiturefni og hættuleg efni,
sem felur i sér að slik efni, sem
notuð eru I landbúnaði og garð-
yrkju, eða til útrýmingar á mein-
dýrum, megi þvi aðeins flytja inn
að þau hafi verið sérstaklega
skráð á innflutningslista, sem
heilbrigðisráðherra gefur út.
Fiskvinnsluskóli
Frumvarp um breytingu á lög-
um um fiskvinnsluskóla, sem
m.a. kveður á um að mennta-
málaráðherra skuli skipa sjö
manna skólanefnd viö Fisk-
vinnsluskóla Islands. Einn skal
skipaður samkvæmt tilnefningu
Fiskifélags tslands, annar
skal vera frá Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, þriðji frá Fiskiðn,
fagfélagi fiskiðnaðarins, fjórði
frá Fiskmatsmannafélagi
lslands, og einn úr hópi reglu-
legra nemenda skólans. Tveir eru
skipaðirán tilnefningar. Annað á-
kvæði segir að Fiskvinnsluskólinn
skuli I samráði við Framleiðslu-
eftirlit sjávarafuröa halda nám-
skeið vlða um land fyrir starfs-
menn I fiskiðnaöi.
DUUM OLDRUÐUM
AHYGQJUL AUST /CVIKVCHD
Hrafnista
í Hafnarfírði
YINNIHGA
Framkvæmdir við hjúkrunar-
heimilið við Hrafnistu í Hafn-
arfirði ganga vel og verður
heimilið væntanlega fokhelt
síðla þessa árs og það tekið í
notkun á árinu 1982.
Fullbúið mun hjúkrunarheim-
ilið rúma 79 vistmenn.
Eins og öllum mun kunnugt
nú, þá eru hjúkrunarmál aldr-
aðra eitt mesta vandamálið
meðal mannúðarmála okkar
þjóðar.
Jafnframt er hvcr miði mögu-
leiki til stór-vinnings
Samvinnufélögin
áma hinu vinnami fólki
til lands og sjávar allra heilía
á hinum löngu helgaða baráttu-
og hátíðisdegi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar
$ SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAGA