Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. mal 1981 3 að axla minn hlut í verð- reiðubúinn „Flestir trésmiðir óánægöir með kjör sín,” sögöu þeir Guðmundur Sveinsson, Guðmundur Alfreðsson og Þorvaröur Guðmundsson. Tlmamynd - Róbert. ■i Ég ætla ekki í kröf u- gönguna" Sveinn Jónasson, sem starfar sem bensínafgreiðslumaður á Essóstöðinni við Ægisíðu, hefur starfað þar i tvö og hálft ár. Við gefum Sveini orðið: ,Ég er nokkuð ánægður með kjör þau sem við bensinaf- greiðslumenn njótum. Að visu vilja menn alltaf fá meira, enda er það ekkert undarlegt þar sem kaupmáttur minnkar stöðugt. Mér finnst verkalýðsforystan ekki hafa staðið sig nógu vel, en það er ef til vill áhugaleysi okk- ar, hinna almennu félagsmanna einnig að kenna. Hvað snertir efnahags- ráðstafanirstjórnvalda, bæði nú og um sl. áramót, þá styð ég þær, þvi það er sjálfsagt að eitt- hvað sé að gert til þess að halda verðbólgunni i skefjum. Þessar aðgerðir styð ég, og ég er reiðu- búinn tilþess að axla minn hluta byrðarinar vegna þessara sam- dráttaraðgerða. NU, fyrst þú minnist á fyrsta mai, þá vil ég taka það fram að ég ætla ekki i kröfugönguna. Ég fæ ekki séö að það þjóni neinum tilgangi.” ,,Kjör verslunarfólks ekki nógu góð" Aðeins vestar við Ægisiðu stendur verslunin Neskjör og þar hittum við að máli Jóninu Jónsdóttur verlsunarmann. Við spyrjum hana hve lengi hún hafi starfað þarna og hvernig henni liki. ,,Ég hef aðeins starfað hérna i 7mánuði, en áður vann ég einn- ig við verslunarstörf. Mér likar vel, enda ynni ég ekki við þetta, ef mér líkaði það ekki. Að vlsu eru kjörin hjá verslunarfólki ekki nógu góö, sérstaklega ekki hjá þeim sem hafa margra ára starfsreynslu. Ég er ekki ánægð með frammistöðu verkalýösfor- ystunnar. HUn er ekki nógu virk inni á vinnustöðunum. Starfs- fólkið sjálft þarf t.d. að fylgjast með þvl að það sé i rétt- umiaunaflokki, en ég tel tvi- mælalaust að það sé hlutverk félagsins að fylgjast með sliku, og knýja fram leiðréttingar þegar þörf krefur. Hvort ég ætla i 1. mai göng- una? Nei, alveg örugglega ekki. Ég er með heimili og börn og mun nota þennan fridag til þess að sinna heimilisverkunum og vera með börnunum minum fjórum.” „Miðað við almenn kjör verkamanna eru okkar kjör góð" Við Boðagranda er verið að bólgubaráttunni” reisa bi'lgeymslur, sem tilheyra fjölbýlishúsi sem Byggung reisti. Þar voru að störfum i gær þrír trésmiðir, þeir Guðmundur Sveinsson, Guðmundur Alfreðs- son og Þorvarður Guðmunds- son. Við spurðum þá hvort þeir hygðust taka þátt i kröfugöng- unni: „Það gætivel farið svo. Eink- um ef veðrið heldur áfram að vera svona gott. „Hér rikir algjört jafnrétti kynjanna,” segir Gayle Scobie sem starfar hjá B.C.R. Hvað segirðu, ánægðir með kjörin? Við erum að visu með góð kjör miðað við almenna verkamenn, en slæm kjör engu að siður. Velflestir trésmiðir eru óánægðir með kjör sin, og mörgum þeirra finnst að stéttarfélag okkar hafi staðið sig illa í kjarabaráttunni. Eins er það staðreynd að kaupmáttur launa hefur aldrei verið minni en í dae. Þó svo að st jórnvöld hafi haft i frammi eitthvað sem þeir kalla aðhaldsaögerðir i efna- hagsmálum, bæði um áramótin og nú, þá virðast þær aðgerðir einungis vera til á pappimum. Verðstöðvun hefur ekki verið i gildi undanfarið, og er ekki nú, sama hvað stjórnvöld segja.” ,, Hér ríkir algjört jafn- rétti kynjanna" I Bæjarútgerð Reykjavikur iðar allt af lifi og hendur fisk- verkunarkvennanna hreyfast hraðar en auga á festi. Eftir smá fortölur tekst blaðamanni þó að fá eina starfstúlkuna til þess að hægja aðeins á sér eitt augnablik, þó ekki stöðvaði hún nú fiskhreinsunina. Sú var GayleScobie, og hefur hún unn- Jú, vist gætu konur orðið verkstjórar hérna, ef þær hefðu sömu menntun og verkstjórarn- ir okkar hafa, þ.e. próf frá Fisk- vinnsluskólanum. Mérdettur ekki i hug að fara i 1. mai gönguna. Mér finnst alltof mikill pólitiskur áróður vera i kring um þessi hátiða- höld. Ég held að ég eyði degin- um i að gera hreint heima hjá mér.” Texti Agnes Myndir Róbert „Ég er sæmilega ánægður meö kjör mín,” segir Hjálmar Páls- son vélvirki. ið hjá B.Ú.R. i tæp tvö ár.u Stúlkan talar islensku eins og innfæddur, en ber þó þetta framandi nafn. „Hvers vegna?” spyr blaðamaður. „Ég er bandarisk, en islensk- una tala ég svona vel þvi ég ólst hér upp að miklu leyti.” — Ertu ánægð með kjör þin, og átt þú sömu möguleika á að vinna þig upp og karlmennirnir sem hér starfa? ,,Ég þéna alveg nóg hérna. Launin eru t.d. betri en þú færð við afgreiðslustörf. Ef hráefnið ergott, þá getur maður gert það skrambi gott. Þar inni i spilar auðvitað bónuskerfið. Mér likar ágætlega hérna, annars væri ég ekki hérna. Nei, það er sko tóm þvæla að kynjunum sé mismunað hérna. Hér rikir algjört jafnrétti kynj- anna. Karlar og konur vinna sömu störf og þiggja þar fyrir sömu laun. „Vcrkalýösforystan er ekki nógu virk,” segir Jónina Jóns- dóttir verslunarmaöur. Að vísu voru einungis tveir kvenmenn á meðal viðmælenda blaðamanns Timans i gær, en báðar hyggjast þær verja fri- degi verkalýðsins i húsverk, heimilisstörf og barnauppeldi, á meðan að flestir karlkyns við- mælendur Timans tóku frekar liklega i að mæta i kröfu- gönguna. Blaðamaður getur ekki að sér gert, að hugsa, „jafnvel á fridegi verkalýðsins rikir hin hefðbundna verka- skipting kynjanna.” ,,Mitt stéttarfélag hefur staðið sig vel í kjarabar- áttunni" Vélvirki að nafni Hjálmar Pálsson hefur starfað i Stál- smiðjunni um tveggjaára skeiö. Við spyrjum hann hvernig hon- um liki starfið. „Mér likar það ágætlega. Kjörin eru vel sæmileg. Við er- um að smiða rör fyrir Hraun- eyjafossvirkjun, og það gerum við alt i ákvæðisvinnu, þannig að við náum alveg sæmilegum launum út úr þessu. Við höfum verið með þetta verkefni i eitt ár, og það á eftir að endast okk- ur fram í ágúst. Já, ég reikna meö þvi að fara i kröfugönguna á morgun. Hvað 1. mai táknar i minum augum? Fyrst og fremst er hann fridag- ur i mínum augum, en þó verður ekki horft fram hjá þvi aö þessi dagur er einnig virkur liður i kjarabaráttu okkar launafólks, og þess vegna ætla ég að taka þátt f kröfugöngunni. Að vísu er ég ekki svo óá- nægður með kjörin, þvi mér finnst stéttarfélag mitt, Félag járniðnaðarmanna hafa staðið sig alveg sæmilega i baráttunni fyrir félagsmenn sina.” „Ég styö rikisstjórnina I efnahagsaögeröum hennar,” sagöi Sveinn Jónsson bensinafgreiöslumaöur. AB — „Verkalýðsforystan hefur staöiö sig illa” „Efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar eiga fullan rétt á sér.” „Kaupmátturinn hcfur aldrei veriö Iægri en nii.” Þetta eru nokkur dæmi um svör verkafólks við spurningum blaöamanns Timans, en hann ásamt ljósmyndara heimsótti nokkra vinnustaði I gær, og tók verkafólk tali. Timinn ræðir við launþega í tilefni 1. maí:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.