Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 1, maj 1981 Frá Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni Stjórn Sjálfsbjargar félags fatlaðra i Reykjavik og nágrenni samþykkti á fundi nýverið að taka fullan þátt i kröfugöngu verkalýðsfélaganna i Reykjavik 1. mai. Stjórnin hvetur fatlað fólk að sýna sam- stöðu með þvi að fjölmenna i gönguna og styðja með þvi jafnréttishugsjónina. Jafnframt hvetur st.jórn Sjálfsbjargar i Reykjavik og nágrenni Sjálfsbjargarfé- laga um land allt til að taka virkan þátt i 1. mai aðgerðum hvern i sinni heima- byggð. Þátttakendur eru minntir á að koma hlý- lega klæddir. Þeim sem ekki hafa möguleika á að kom- ast á eigin vegum er bent á að hafa sam- band við skrifstofuna i sima 17868. Sendum öllu vinnandi fóiki tii iands og sjávar bestu árnaðaróskir i tiiefni af 1. maí Alla leið meó EIMSKIP SÍMI 27100 Frá Fósturskóla íslands Umsóknir um skólavist næsta ár þurfa að berast skólanum fyrir 1. júni n.k. Nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Kartöflusáningarvél Ganga og fundur Rauðrar verkalýðseiningar Rauð Verkalýðseining gengst að vanda fyrir aðgerðum i dag, baráttudegi verkalýðsins. Meðal kjörorða göngunnar eru „Verka- lýðsvald gegn auðvaldi”, „Island úr Nato og herinn burt”, og „Myndum vinstri andstöðu i verkalýðshreyfingunni — gegn stéttasamvinnu”. Þá er lýst stuðningi við baráttu pólskra verkamanna og baráttuna gegn hernaðareinræðinu i E1 Salvador, jafnréttisbaráttu kvenna, baráttu leigjenda, farandverkafólks og námsmanna. Aðgerðirnar hefjast með úti- fundi á Hlemmi, en dagskrá hans hefst kl. 13:15. Dagskráin verður helguð frelsisbaráttu alþýðu i E1 Salvador, en ávarp frá her- stöðvarandstæðingum verður lika flutt á fundinum. Um kl. 14:00 verður haldið af stað niður Laugaveginn og gengið að Miðbæjarskólanum, en þar flytur Birna Þórðardóttir ræðu og Hjördis Hjartardóttir flytur á- varp Rauðsokkahreyfingarinnar. Fulltrúi Iðnemasambandsins mun og flytja ávarp þess á fund- inum. Fundarstjóri verður Hildur Jónsdóttir. Baráttuganga launafólks 1. mai Undanfarin ár hefur verkalýðs- hreyfingin verið veik og ein- kennst af hrossakaupum stjórn- málaflokkanna, nú siðast var Al- þýðuflokkurinn settur út i horn, þar áður Sjálfstæðisflokkurinn. Okkur sem stöndum fyrir þess- um aðgerðum finnst skritið að þegar febrúarlögin viðfrægu voru sett þá reis Alþýðusambandsfor- ystan upp á afturlappirnar og öskraði: kauprán kauprán! En nú i vetur þegar áramótaaðgerðirn- ar eru settar i lög þá er þessu kyngt allt áð þvi þegjandi og hljóðalaust með mótmælayfirlýs- ingu sem enginn tók mark á og sama er að gerast nú meö siðustu aðgerðum þó svo kunni að fara að framleiðslufyrirtæki þurfi að loka. Við heimtum að það verði jafn- ræði með öllum stjórnmálaflokk- um og öllum verði sparkað út i horn og fagleg afstaða verði látin ráða. Nú i ár hafa iðnnemar tekið af skarið og hyggjast standa að að- gerðum 1. mai tilþess að sameina andstæðinga undansláttarstefnu ASt i einn farveg á 1. mai. Með þessum aðgerðum viljum við beina spjótum okkar að lýðræðis- skorti, undansláttarstefnu og flokkspólitisku makki sem fram fer innan ASI. Safnast veröur saman á Hlemmi (við Rauðarárstig) 1. maikl. 13.00. Gengið verður niður Laugaveg kl. 14.00, og útifusdur haldinn á Hótel tslandsplani (Hallærisplani). Frétt frá Félagi bókagerðar- nema og Félagi járniðnaðar- nema. Svölumar með kaffisölu Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi ílugfreyja, halda hina árlegu kaffi og skyndihapp- drættissölu sina i Súlnasal Hótel Sögu i dag og hefst hún kl. 14. Meðan gestir njóta veitinga, munu félagskonur sýna kvenfatn- að frá verslununum Urði og Lótus. Ágóða af kaffisölunni og happdrættinu munu Svölurnar verja til kaupa á sérstöku tæki, sem ætlað er til þess að auðvelda fötluðum tjáningu og munu þær gefa það til Grensásdeildar Borgarspitalans. Kaupverö þess er um 90 þúsund og hefur meiri- hlutinn þegar safnast. 1. mai hátiðahöldin i Borgarnesi HEl — Stéttarfélögin i Borgar- nesiefna að venju til hátiðahalda hinn 1. mai, i Samkomuhúsinu i Borgarnesi. Formaður 1. mainefndar, Sig- rún D. Eliasdóttir setur samkom- una kl. 14.00. Ræðu dagsins flytur Kirstin Mantyla, skrifstofustjóri ASI- Að lok- um eru ávörp íulltrúa stéttar- félaganna flutt af: Ólöfu Svövu Halldórsdóttur, Eyjólfi Torfa Geirssyni og Baldri Tómassyni. Að lokinni hátiðadagskránni verður siðan kaffisala i Snorra- búð. Fyrir börnin i bænum verður hinsvegar kvikmyndasýning i skólanum kl. 14.00. larniafólki rnn land állt Til sölu kartöflusáningarvél. Upplýsingar i sima 99-5665 næstu daga. báráttiibveöjur ERUM FLUTTIR með alla starfsemi okkar að 1.MAI Smiðjuvegi 3, Kópavogi Sími: 45000 (Beinn sími til verkstjóra: 45314) PRENTSMIÐJAN H F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.