Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 12
16 Föstudagur 1. maí 1981 Minning Isleifur Sveinsson trésmíðameistari Hvolsvelli F. 18.6. 1900 — d. 21.4. 1981. Nú sefur jöröin sumargræn. Nú sér hún rætast. hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumbláa júlinótt. Þetta fallega kvæöi Fagraskóg- ar-skáldsins var uppáhalds ljóöiö hans tsleifs Sveinssonar. Þaö var sama hvort hann söng þaö eöa lék þaö á litlu harmónikkuna áína. Þaö var likast og ljóöiö og lagiö leiddu hann á vængjum inn I löngu liöna kæra og kyrra tíö, þar sem bóndabær svaf á túni og friö- ur drottins var yfir jörö. tsleifur Sveinsson var fæddur 18. júnl 1900 aö Skiöbakka i Aust- ur-Landeyjarhreppi. Foreldrar hans voru Margrét Guönadóttir, ógleymanleg merkiskona frá Hallgeirseyjar- hjáleigu I Austur-Landeyjahreppi og Sveinn Jónsson frá Lambalæk i Fljótshlíö, mikill hagleiksmaöur á málm og tré. Eftir fárra ára bú- skap á Skföbakka fluttu foreldrar Isleifs búferlum aö Miökoti i Fljótshliö og bjuggu þar til ársins 1922. Ariö 1923 kvæntist Isleifur, Ingibjörgu Kristjánsdóttur dug- mikilli myndarkonu og tóku ungu hjónin viö búsforráöum I Miökoti, en sú jörö er landlitil, liggjandi i miöri Fljótshliöinni á bökkum Þverár. Hagar jaröarinnar voru sunnan Þverár á svonefndum Aurum. Ekki var enn búiö aö veita Þverá i Markarfljót á búskaparárum hans I Miökoti. Ain var oft ill yfir- feröar og vatnsmikil. Isleifur var góöur vatnamaöur og átti trausta og fallega hesta. Hann var ekki hræddur viö kolmórauöa jökulál- ana og vissi hvar sandbleytan leyndist i eyraroddunum. Hann var þvi iöulega fenginn til aö vera fylgdarmaöur feröamanna yfir Þverá. En Aurarnir voru honum mikill unaösreitur. Þar vall spóinn angurvært I kyrröinni og krfan lék listir sinar á vorin fvrir aödá- anda sinn, meöan óöinshaninn synti i hringi i bláum lónum. Og útsýnið af Aurum býr líka yfir seiömögnuöum töfrum. Vest- mannaeyjar breiöa úr sér, bláar viö hafsbrún. Yfir byggöinni vak- ir sibreytilegur jökullinn, Merk- urnesið, Þórsmörk og svo sjálf Fljótshliöin, frföa sveitin, sem hann unni. „Hvar sér augaö svip- likt sviö” sagöi séra Matthlas fyr- ir meira en hundrað árum. Sex börn þeirra hjóna ólust upp I Miðkoti og dóttir Ingibjargar, 1 Lilja Arnadóttir, húsmóöir i Hvolsvelli, sem hún eignaöist fyrir giftingu. Þá voru i heimilinu tvær aldnar konur, Margrét Guðnadóttir móöir Isleifs og æskuvinkona hennar, Kristin Kristmundsdóttir. Hjónin i Miö- koti bjuggu þannig aö þessum eft- irminnilegu heiöurskonum aö eigi varð betur gert. Heimiliö I Miö- koti var þvi stórt, en jöröin litil, en flest sveitafólk var á þessum árum fátækt, svolitiö misjafnlega fátækt. Kreppan svarf aö sveita- fólkinu eins og öörum landsbúum. Hjónin I Miðkoti voru einstaklega samhent, kærleikurinn þeirra I milli var alla tiö aö dýpka rætur sinar. Börnin læröu aö veröa öör- um til góös og sjá þaö bjarta i til- verunni. Húsfreyjan var hand- takagóö, hvort heldur var viö úti- verkin, prjóna og saumavélina. Fatnaöurinn sem hún útbjó á börnin sin bar vott um smekk og vandað handbragö. Húsbóndinn var völundur I verkum sinum. Hann var ekki einungis snilldar- smiður, heldur meö afbrigöum úrræöagóöur. Hann sá oft leiöir til aö leysa verkefni, þar sem öörum sýndust lokuö sund. Þar sem saman fór aö Miö- kotshjónin voru bæöi bóngóö og lagvirk lágu margra leiöir til þeirra. Hún settist þá viö sauma eöa prjónavélina, en hann fór I smiðjuna eöa hitaöi lóöboltann, ef tina þurfti i gat á kaffikönnu ná- grannans. A öllu sem hann smiö- aöi eöa geröi viö var listrænn bragur. Hann var kominn yfir miðjan aldur þegar hann aflaöi sér réttinda sem húsasmiöur. Hann var sérlega góöur aö teikna og teiknaöi nokkur Ibúöarhús. Siöla hausts áriö 1942 fluttust Miökotshjónin meö fólk sitt út I Hvolsvöll, sem þá var svo litill að hvorki var hann nefndur þorp eöa kauptún. Þá var talaö um aö fara út I félag, eða Kaupfélag. ísleifur hóf byggingu á snotru i- búöarhúsi og var húsiö aö nokkru leyti byggt upp úr bæjarhúsunum i Miökoti. Húsinu var ekki gefiö nafn eins og þá var venja. Barna- börnin kölluöu nýja húsiö Ommu- bæ og viö þá nafngift situr enn i dag. Hjónin I ömmubæ byrjuðu á fyrstu vordögum sinum I Hvols- velli aö gróöursetja trjá- og blómagróöur og geröu vlölendan skrúögarö umhverfis nýja bú- staðinn. Viö garöavinnuna voru þau einhuga og samhent eins og þau höföu veriö viö annaö og meira hlutverk, sem þau skiluöu þjóö sinni meö sæmd. Ingibjörg Kristjánsdóttir andaöist I októ- bermánuöi 1970. En áfram hélt ísleifur viö garöræktina. Setti agnarlitla anga undir gler og sáöi. Slöast á skirdagsmorgun haföi hann orö á aö nú þyrfti aö fara aö klippa öspina, gömlu trjá- klippurnar lágu á stéttinni. Hann var óspar á aö gefa úr garöinum sinum og með fylgdu góö ráö til unga fólksins, sem var aö byrja i garöræktinni og hann fór siösumars I garöana til þess og gladdist þar sem vel tókst til. Hann var allsstaöar aö reyna aö kveikja áhuga fyrir trjárækt. En garöræktin og ilmur af mold og gróöri var einn þáttur af mörgum sem hann haföi ánægju, gleöi og lifsfyllingu af , þótt oröinn væri áttræöur. I rennibekknum slnum útbjó hann margskonar minjagripi af vandvirkni og list. Hann tók mik- iö af ljósmyndum og haföi næmt auga fyrir mótifum. Ljóö og stökur voru honum endalaust yndi væri vel kveöiö, en sjálfur var hann vel hagmæltur og þótti gaman aö dansa. Söngur og hljóöfæraleikur heillaöi hann og hann rækti vináttu við vini sina nær og fjær. Hann var góöur og greiövikinn nágranni i sveit og bæ. Vinnufélögum hans þótti vænt um hann eins og öörum og sýndu þaö I verki, þaö gladdi og yljaöi aö hjartarótum. Hann haföi húmorinn uppi en gamansemi hans meiddi engan. Augun ljóm- uðu I vinahópnum á góöum stund- um og þá var söngurinn sjálf- sagöur. Slikir menn fagna hverj- um nýjum degi, og lifa lifinu lif- andi. Hann trúöi á landiö og treysti skaparanum. Hann sótti vel kirkjuna sina og var lengi hringjari. Það er lifslán aö hafa átt samleiö meö honum mörg góö ár. Predikarinn segir: „Ollu er afmörkuö stund og sér- hver hlutur undir himninum hef- ur sinn tima”. Handföngin á gömlu trjáklipp- unum eru oröin slitin og hendurn- ar sem beittu þeim á kalsprotana gera þaö ekki framar. Isleifur Sveinsson liföi langa heiða daga og hann notaöi þá og naut þeirra. Hann dó inn i vor- birtuna i sátt við Guö og menn. Pálmi Eyjólfsson. t Kveðja Elsku afi! Þegar mér bárust þær sorgar- fregnir aö þú væri farinn frá okk- ur, fannst mér sem hjartað ætlaöi aö bresta. — Þú varst svo hress og kátur um jólin þegar ég hitti þig og spilaðir fyrir mig á harmónikkuna þina, meö mikilli snilli. En svona er gangur lifsins, menn koma og fara. — Þegar ég sit hér og skrifa þér þessi fátæklegu kveöjuorö, á ég hálferfitt með aö fá oröin fram. — Minningarnar bara streyma um mig sem hlýr vorvindúr og margs er aö minnast. — Allar þær yndis- legu stundir, sem ég átti meö ykkur ömmu heima I ömmubæ, eins og viö krakkarnir kölluöum húsiö ykkar, veröa aldrei frá mér teknar. Þaö voru ekki bara gleöi- stundir, heldur lika svo gefandi. — Þú varst svo óspar aö miöla af gáfum, sem þér voru gefnar. — Já, oft var húsið ykkár fullt af fólki, en alltaf fannst pláss fyrir fleiri og voru þaö ekki fáir, sem lögöu leiö sina til ykkar og fengu aö njóta af hamingjunni og gleö- inni, sem þar rikti. — 011 bréfin, elsku afi minn, sem ég hef fengið frá þér siðan ég flutti hingaö til Malmö voru alltaf jafnkærkomin og færöu mér mikla gleöi. Þaö var ekki hægt aö hugsa sér aö þau værufrá áttræöum manni. — Full af lifsgleöi, ánægju og heilbrigöri skynsemi, sem ég læröi mikiö af. 1 þessu minu siöasta bréfi til þin, ætla ég að þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir, sem þú gafst mér og þótt missirinn sé mikill og sorgin stór hugga ég mig viö, aö ég veit aö þér liöur vel núna og aö þú lagöir af staö i þessa löngu ferð meö gleði og þakklæti fyrir þá dvöl, er Guð gaf þér hérna megin. Góöa ferö i friöinn og sæluna afi minn, Þin Hanna. Útför Isleifs Sveinssonar fer fram frá Breiöabólsstaöakirkju I Fljótshliö á morgun (laugardag- inn 2. mai) kl. 2 siödegis. Félag járn- iðnaðarmanna Sendum öllum félögum okkar bestu kveðjur og árnaðaróskir í tilefni af 1. maí. Sendum öllum félögum okkar, verkafólki til lands og sjávar kveðjur og bestu árnaðaróskir í tilefni af l. maí. Verkamannasamband íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.