Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.05.1981, Blaðsíða 5
5 Föstudagur 1. maí 1981_TOlCTtttt „Marx-Leninismi innantóm orð!” — segir Jákub Swieciciki, sem kynnir málstaö frjálsra verkalýösfélaga í Póllandi, hérlendis JSkub Swieeiciki, á blaðamannafundi i gær. Timamynd Róbert HV — „Þið á Vesturlöndum verð- ið að gera ykkur grein fyrir þvi, að Kommúnistaflokkur Póllands er ekki pólitiskur flokkur á borð við þá sem þið þekkið. Kommúnistaflokkurinn i Póllandi er fyrst og fremst stjórnunar- kerfi, eða maskina, sem i raun hefur enga stefnu, enga hug- myndafræði eða hugsjón. 1 Pól- landi er Marx-Leninismi aðeins innantóm orð”, sagði Jákub Swieciciki, fulltrúi KOR-deildar landflótta Pólverja i Sviþjóð, á blaðamannafundi i Reykjavik i gær. Swieciciki, sem staddur er hér i boði Kommúnistasamtakanna, hefur jafnframt með höndum samskipti fjölmiðla á Norður- löndum og verkalýðshreyfingar- innar Einingar i Póllandi. Hann er hingað kominn til þess að kynna Einingu og veita upp- lýsingar um það sem er að gerast i fæðingarlandi hans um þessar mundir. „Það sem er að gerast i Pól- landi i dag, er einfaldlega bylting gegn Sovét-kerfinu”, sagði Swieciciki ennfremur i gær, ,,og hvað sem gerist að öðru leiti, verður það algerlega nytt þjóðfé- lag, sem kemur út úr þeirri bylt- ingu. Ég er þeirrar trúar að sósial- iskt þjóðfélag verði ofan á, þvi þaö er það sem fólkið vill. Hvers konar sósialismi er hins vegar ekki ljóst. Það eina sem liggur ljós fyrirer að við viljum alls ekki Sovét-sósialisma. Sjálfstjórn atvinnuvega Um þessar mundir fer fram umræða innan Einingar, um það hvernig skipuleggja eigi atvinnu- vegina, i þvi nýja samfélagi sem er i sköpun. Ég held þeir verði áfram i almannaeigu, en spurn- ingin er hvernig eigi að skipu- leggja þá, svo þeir verði starfhæf- ir. 1 dag eru þeir með öllu óstarf- hæfir. Tilhneigingin er sú að hafa at- vinnufyrirtæki að mestu sjálf- stjórnandi. Að öfugt við það sem verið hefur, verði miðjustýring sem allra minnst og raunar tak- mörkuð við það eitt að leggja nið- ur heildarlinur, sem þróun at- vinnuveganna verði i raun einnig ákvarðandi um. Það er liklegt að komið verði á frjálsum markaði, með eðlilegri verðsamkeppni. Það sem eftir er að ákvarða, eru tengslin milli atvinnufyrir- tækjanna og hinnar frjálsu verka- lýðshreyfingar.” Litilvægar breytingar A blaðamannafundinum i gær var Swieciciki inntur eftir þvi hvaða gildi hann teldi hafa þær breytingar sem orðið hafa á yfir- stjórn pólska kommúnistaflokks- ins undanfarna daga. Sagðist hann ekki fá séð að þessar breytingar hefðu mikið gildi, þótt það væri auðvitað áhugavert að inn hefðu komið tveir fulltrúar verkamanna, sem ekki gæti talist algengt i Austur-Evrópu. „Það er mun mikilvægara”, sagði Swieciciki, „að pólski kommúnistaflokkurinn er nú að gjörbreytast frá grunni. Þessar breytingar i Póllandi koma frá fólkinu sjálfu, en ekki frá flokkn- um, þannig að breytingarnar byrja neðst i honum, en færa sig siðan upp. Næstu vikur og mán- uðir verða ákvarðandi, þvi fram- undan eru kosningar i neðri lög- um flokksins og i héraðadeildum hans. Kosningafyrirkomulagi hefur nú verið breytt, þannig að kosn- ingar eru leynilegar og frambjóð- endurkoma frá flokksmeðlimum, en ekki frá yfirstjórn flokksins, eins og verið hefur. Ef þetta held- ur áfram, þá verður það nýr og gjörbreyttur flokkur, sem kemur út úr kosningunum. Hann verður þó ekki kommúnistaflokkur, frek- ar en sá sem fyrir er. Það er okkur öllum ljóst, að breytingarnar verða að ná alla leið upp úr, enda mun það koma i ljós, þegar kosið verður i mið- stjórn flokksins næst. Þeir sem i dag ráða verða að vikja, þvi þeir eru allsendis óhæfir til þess að stjórna.” Lech leiðtogi? Swieciciki var að þvi spurður hvort hann sæi Lech Walesa, leið- toga Einingar, i hlutverki þjóðar- leiðtoga i framtiðinni. Hann svar- aði þvi til, að Lech væri þegar orðinn leiðtogi og sameiningar- tákn. Þaö væri öllum ljóst, að Eining væri orðin sterkara afl en rikisstjórn landsins. Walesa væri sú tegund leiðtoga, sem við tæki, það er maður sem hefur unnið sig upp sjálfur. Hann væri fæddur leiðtogi og hefði mikla hæfileika, en hins vegar litla reynslu enn, þótt sifellt bættist við hana. Tim- inn yrði að leiða það i ljós hvort hann yrði leiðtogi þjóðarinnar i heild. Enginn Husak i Póllandi Aðspurður um þaö hvort hann teldi að Sovétmenn myndu reyna að knýja Pólverja til að falla frá umbótastefnu sinni, sagði Swieci- ciki að hann teldi slikt mjög vafa- samt. Eina leiðin sem þeim væri fær til sliks væri bein innrás i landið og þeir hefðu of miklu að tapa til þess að ganga svo langt. „Það leikur enginn vafi á þvi hvor aðilinn yrði ofan á i slikri innrás”, sagði Swieciciki, en það leikur heldur enginn vafi á aö eft- ir kæmi langt og blóðugt hernám, þvi pólska þjóðin myndi aldrei sætta sig við þann yfirgang Sovét- manna. Þeir yrðu lika i gifurleg- um vandræðum með að finna kvislinga i Póllandi, til starfa fyr- ir sig, þvi það er þar enginn Hu- sak. Það er ljóst, að við náum ekki fram efnahagslegum endurbót- um, án þess að gera gagngerar breytingar á pólitiska kerfinu. Hvorugt vilja Sovétmenn. Hins vegar er þeim ef til vill nokkuð sama um þessi atriði, ef þeir sjá að hernaðarmáttur þeirra i Evrópu biður engan hnekki. Þess vegna eru byltingunni settar stif- ar skorður hjá okkur og má eigin- lega kalla hana takmarkaða bylt- ingu. Utanrikisstefnu, aöild að Varsjárbandalaginu, pólska hernum, samskiptum við Sovét- rikin, engu af þessu verður hrófl- að við, i það minnsta ekki fyrr en siðar. Það er ef til vill best að lýsa þvi svo að ætlunin sé að finlandisera Pólland. Fyrir Vesturlönd myndi það þýða aukna undirgefni viö Sovétrikin, en fyrir Pólverja þýð- ir það stórlega minnkun á áhrif- um þeirra og er mjög jákvæð þró- un. Það er einnig ljóst, aö Pólland verður að halla sér meir að Vesturlöndum, i efnahagslegu til- liti, þvi landið er gjaldþrota og aðeins Vesturlönd geta veitt þá íyrirgreiðslu, sem nauðsynleg er. Sovétrikin hafa ekkert að bjóða annað en skriðdreka, sem við höf- um ekkert með að gera.” Swieciciki mun dveljast hér á landi næstu daga. Hánn mun koma fram á dagskrám verka- lýðsfélaga i dag og á mánudag verður almennur fundur um Pól- land með honum, að Hótel Heklu klukkan 20.30. 19 skólahljómsveitir leika að Varmá Landsmót skólahljómsveita verður haldið i Iþróttahúsinu að Varmá i Mosfellssveit — laugar- daginn 2. mai kl. 16.00. Alls munu 19 hljómsveitir taka þátt i mótinu og þátttakendur verða um 500 talsins. Hljómsveitirnar leika 2-3 lög hver, en siðan nokkur lög saman i mótslok. Mót sem þetta hafa verið haldin nær óslitið frá árinu 1969. Fyrstu árin voru þau á Seltjarnarnesi en nú seinni árin hefur verið skipt um stað á hverju ári. Siðastliðið vor var mótið i Ytri-Njarðvik. Alls munu 30 skólahljómsveitir vera starfandi á landinu, en i þeim leika um 800 ungmenni. Fjölbreytt dagskrá hátíðahaldanna AB — 1. mai er i dag og fara hátiöahöUlin fram með hefð- bundnum hætti, þótt dagskrá sé fjölbreyttari nú en áður. Safnast verður saman á Hlemmtorgi kl. 13.30 og gengið þaðan kl. 14.00 undir kröfum dagsins á Lækjartorg. Þar verður útifundur settur og verða ræðumenn þau Helgi Guðmundsson, formaður MFA. og Elsa Eyjólfsdóttir, en ávarp flytur, Jóna Sveinsdóttir, for- maöur öryrkjabandalags islands. Lúörasveit Verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika á fundinum. Að fundi loknum verður skemmtidagskrá og veitingar i Listaskála Alþýðu að Grensás- vegi 16 3ju hæð og kl. 21.00 hefst samkoma i Sigtúni, þar sem margvisleg skemmtiatriði veröa flutt. Lúðrasveit Verkalýðsins leikur, flutt verða baráttulög og Brimkló leikur fyrir dansi. Borgarstjórn mun að venju bjóða verkafólki, sem verður 70 ára 1981 til móttöku i Höfða. Fatlaðir taka fullan þátt i 1. mai kröfugöngunni AB — Nýlega ákvað stjórn Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra i Reykja- vik og nágrenni, að taka fullan þátt i kröfugöngu verkalýðsfélag- anna i Reykjavik nú i dag. Stjórnin hvetur þvi fatlað fólk til þess að sýna samstöðu, með þvi að fjölmenna i gönguna, enda segir stjórnin að með þvi styðji fatlað fólk jafnréttishugsjónina. Jafnframt hvetur stjórn Sjálfs- bjargar i Reykjavik og nágrenni Sjálfsbjargarfélaga um land allt til þess að taka virkan þátt i 1. mai aðgerðunum, og minnir þátt- takendur á að koma nú vel kíædd- iri gönguna. Bendir stjórnin þeim sem ekki hafa möguleika á að komast i gönguna á eigin vegum, á að hafa samband við skrifstof- una i sima 17868. Vinnumálasamband Samvinnufélaganna sendir vinnandi fólki í landinu kveðjur og árnaðaróskir i tilefni dagsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.