Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 12. mai 1981
r spegli fímans!
Vidbótar-
upplýsingar
■ Ættfróð kona hafði
samband við blaðið vegna
fréttar i Speglinum s.
föstudag þess efnis að
Karóiina Mónakó-
prinsessa hefði I fagnaði I
Paris verið i fylgd með
frönskum aðalsmenni,
Etienne de Montpezat,
sem sagður var ættingi
Hinriks Danaprins. Sagði
konan þetta rétt, svo
langt sem það næði.
Etienne þessi er nefnilega
bróðir Hinriks. Og þá vit-
um við það.
Lillí hlaut
slæma dóm<
■ Lilli Palmer hefur
lengi verið virt og dáö
leikkona og á siðari árum
hefur hún einnig fengist
við ritstörf við sivaxandi
orðstir. Nýlega var lesin I
útvarpið sjálfsævisaga
hennar, „Litla væna
Lilli”, og lögðu margir
við eyrun. En þó að Lilli
hafi yfirleitt hlotið góða
dóma fyrir hvaðeina, sem
hún hefur tekiö sér fyrir
hendur, brá þó svo við
fyrir skömmu, að hún
hlaut slæma útreið af
hendi gagnrýnenda i
Washington er hún lék
hlutverk Sarah Bernhardt
i leikritinu „Sarah i
Ameriku.” Gagnrýnandi
Washington Post gekk
svo langt að segja að
sýningin minnti á „gamla
grammófónplötu, sem er
spiluð óþægilega hátt”.
Aumingja Lilli var full af
kvefi umrætt kvöld og
reynt var að aölaga alla
sýninguna hásri rödd
hennar. Huggun er I þvi,
að uppfærslan I Washing-
ton var eins konar prufu-
sýning. Aðalfrumraunin
stendur i New York, og þá
veröur Lilli vonandi orðin
góð af kvefinu.
[ %
i
■ Sænska djasssöngkon-
an Monica Zetterlund
nýtur mikilla vinsælda
hérlendis sem annars
staðar. Ekki hefur þó
söngferill hennar gengið
átakalaust fyrir sig frek-
ar en svo margra ann-
arra. Hún segir sjálf svo
frá, að stundum hafi hún
ekki haftkjark til að reka
upp bofs. — Það er eins og
hvert annað áfall, sem
maður verður fyrir á lifs-
leiðinni, þegar slikt kem-
ur fyrir, segir Monica al-
varleg. — En enginn
kemst i gegnum lifið án
þess að verða fyrir áföll-
um og aðalatriðið er að
sigrast á þeim. Það, sem
ég verð að gera, er að
sigrast á skelfingunni,
sem stundum kemur yfir
mig, þegar ég á að fara að
syngja. Þegar það, sem
mig langar mest til að
gera, er að ganga fram á
sviðið og syngja, en mig
brestur kjark til þess. En
nú virðist Monica hafa
náð stjórn á taugaó-
styrknum. Hún er komin
að þeirri niðurstöðu að
röddin sé á sinum stað og
nú biða atvinnutilboðin i
löngum bunum.
Monica er sinn eigin
umboðsmaður, starfar
„free lance” sem kallað
er. Þaðhefur sina kostiog
galla. Það erfiðasta er að
þurfa sjálf að verðleggja
vinnu sina, segir Monica.
— Þegar fólk hringir I
mig og vill panta mig til
að syngja við ákveðiö
tækifæri, spyr það náttúr-
le£a, hvað það muni
kosta. Þá verð ég að
svara þvi til að ég þurfi að
ráðfæra mig við við-
skiptalegan ráðunaut
minn.
Monica og Sture búa i háhýsi i Stokkhólmi. 1 Ibúðinni
þeirra er hátttil lofts og vitt til veggja og veitir ekki af,
þegar þau eru bæði að æfa sig á hljóðfærin sin. Aöal-
heimilisprýðin er heljarstór arinn, sem þau kynda oft
og myndarlega.
MONKA
SIGRAMST
ATAIIGA-
OSTYRKNUM
Hér stendur Monica fyrir framan eftirlætismynd sína.
Þar má sjá Monicu og Evert Taube í hlutverkum sin-
um i kvikmyndinni „Eplastriðinu”, sem sýnd var hér á
landi fyrir nokkrum árum.
Siðustu 5 árin hefur
Monica verið gift Sure
Akerberg, sem leikur á
kontrabassa, og er hjóna-
bandið mjög hamingju-
samt. Nýlega eignaðist
svo einkabarn Monicu,
dóttirin Eva-Lena, dóttur
og gengst Monica heils
hugar upp i ömmuhlut-
verkinu. — Hvers get ég
frekar óskað mér i lifinu.
Ég á góðan eiginmann og
dóttur og yndislega dótt-
urdóttur. Og kannski á
þessi hamingja stóran
þátt i þvf, hvað mér geng-
ur nú vel á öðrum sviðum,
segir Monica.
Verður Farah hús-
móðir í Ameríku?
Tuttugu ára llf I allsnægt-
um og sviðsljósum hefur
ekki fært Farah Diba
gæfu. Nú vill hún lifa ein-
földu lifi, rétt eins og allur
almenningur.
■ Fyrrum hiröfólk og
trúnaöarvinir Farah, sem
ekki hafa átt tiða fundi
með henni að undanförnu,
er nú orðlaust af undrun.
Gestir, sem hafa sótt
fyrrum keisaraynjuna
heim i Kubbeh-höllina I
Egyptalandi, hafa þá
sögu að segja aö hún sé
nánast eins og önnur
kona. Hún taki ekkert til-
lit til hirðsiða, beri ein-
faldan klæðnaö og sjaldan
skartgripi. En, segja
þeir, hún virðist vera I
góðu jafnvægi og glöð.
Astæöan til breyttrar
framkomu Farah? Jú,
segja þeir.sem best þykj-
ast vita. Hún er I giftingar
hugleiðingum. Hún er
orðin ástfangin af Banda-
rikjamanni og sá er
hvorki með blátt blóö i
æðum né forrikur. Viö
hliö hans kemur hún ekki
til með að geta lifaö
Iburðarmikla liferninu og
hún átti að venjast á þeim
20 árum, sem hún stóð við
hlið manns sins, trans-
keisara. En það er Farah
sama um. Hún er fyrir
löngu búin að fá sig full-
sadda af prjáli og mun-
aöi. Nú á hún sér þá ósk
heitasta að hverfa I fjöld-
ann, fara að lifa einföldu
lifi. Þar vonast hún til að
finna loks frið.
Ættingjar keisarans trúa
þvi statt og stöðugt að
elsti sonur keisarahjón-
anna eigi eftir aö setjast I
páfuglasætið. Þeir hafa
hins vegar verið fremur
afskiptalitlir af fjölskyld-
unni að undanförnu.
Sagt er að meölimir
keisarafjölskyldunnar
séu ekki sáttir við þessar
hugmyndir Farah. Sonur
hennar muni koma til
með aö setjast I páfugls-
hásætið einhvern tima og
þá geti hann ekki sætt sig
við að mamma hans eigi
einhvern ættiausan eigin-
mann. sem enginn þekki.
En Farah er sögð láta
andmæli tengdafóiks sins
sem vind um eyrun þjóta.
Það hafi ekki veitt henni
og börnum þann stuðning,
sem þau hafa svo sárlega
þarfnast I þrengingum
sinum. Þess vegna sé það
svo gott sem öruggt að
Farah stefni að þvi að
verða húsmóðir I
Ameriku.
Ræðst fram-
tið barnsins
af fæðingar-
staðnum?
■ S tundum ber
barnsfæðingar svo brátt
að, að ekki er hægt að
velja fæðingarstaðinn. En
þess eru lika dæmi að
konur velji sér sjálfar
óvenjulega staði til þess-
arar athafnar. Venjulega
gefa þær einhverja skýr-
ingu á athæfinu, en
stundum er bara um óút-
skýrða sérvisku að ræða.
T.d. höfum við heyrt af
konu i Suður-Afriku, sem
lét 3 þjóna bera sig upp á
fjallstopp og hafði sömu-
leiðis lækni I föruneytinu.
Þar skyldi barn hennar
fæðast, i næsta nágrenni
við himnariki!
t Kaliforniu hafði
verðandi móöir mikinn
áhuga á þvi að barnið yrði
lögfræðingur, þegar
timar liðu fram. Til að
undirbúa jarðveginn,
hreiðraði hún um sig i
biðsal dómshússins i
heimaborg sinni, svo að
rétt væri nú að málum
staðið frá upphafi!
Frönsk kona faldi sig
inni á listasafni í París,
þegarhúnfann fæðinguna
nálgast. Þannig vonaðist
hún til að barnið erfði list-
ræna hæfileika föðurins!
En ekki bera allar
mæður við svo göfugum
tilgangi, þegar þær velja
börnum sinum skrýtna
fæðingarstaði. Ein kona i
New York ól barn sitt I
lyftu og viðurkenndi
ærlega, að tilgangurinn
hefði verið að komast I
heimsmetabækur!
Fékk ríkis-
borgararétt-
inn, svo að
hún gæti
keppt
■ Lena Valitis heitir
söngkonan, sem tók þátt i
Evrópusöngvakeppninni
á trlandi fyrir hönd
Þýskalands og þótti
standa sig vel. En þó að
hún ynni ekki í keppninni,
var hún nýbúin að vinna
annan stærri sigur. Lena
er fædd I Litháen og eftir
að hún yfirgaf föðurland
sitt var hún i mörg ár
rikisfangslaus. Þegar hún
hafði boriö sigur úr být-
um i keppni um hver
skyldi taka þátt I Evrópu-
söngvakeppninni fyrir
Þýskalands hönd, þótti
ekki stætt að senda sem
fulítrúa landsins konu,
sem átti eiginlega hvergi
heima. Tóku þvi þýsk yf-
irvöld á sig rögg og veittu
henni ríkisborgararéft. —
Loksins veit ég fyrir vist,
hvar ég á heima, segir
söngkonan brosandi og
veifar vegabréfinu sinu
hreykin.
JÍ