Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 8
8
Þriöjudagur 12. mal 1981
liiifoif
utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig-
uröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson» Elías Snæland Jóns-
son» Jón Helgason» Jón Sigurösson. Ritststjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson.
Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökuls-
son. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Fríöa Björnsdóttir (Heimilis-Tím-
inn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guö-
mundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrímsson (borgarmál), Kristin
Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (íþróttir). útlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson. Guöjón Róbert Ágústsson.
Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00 .
Áskriftargjaldá mánuöi: kr. 70.00—Prentun: Blaöaprent h.f.
Skiptist í marga
smáhópa og klíkur
■ í Sjálfstæðisflokknum rikir nú miklu meiri
klofningur en sá sem stafar af persónulegum á-
greiningi Geirs Hallgrimssonar og Gunnars
Thoroddsen. Miklu réttara er að segja, að i Sjálf-
stæðisflokknum riki upplausn en klofningur.
Þetta er m.a. viðurkennt i ræðu, sem Margrét
S. Einarsdóttir hélt, þegar hún setti 13. þing
Landssambands Sjálfstæðiskvenna siðastl. laug-
ardag. Ræða hennar birtist i Morgunblaðinu á
sunnudaginn. Þar segir m.a. á þessa leið:
„Sjálfstæðisflokkurinn er i dag þvi miður ekki
sá stóri og samheldni flokkur, sem við vildum að
hann væri. Sú staðreynd, að flokkurinn skiptist
upp i marga smáhópa og klikur hefur orðið til
þess að vinsamleg samskipti meðal manna innan
flokksins eru erfið og milli hinna ýmsu hópa hefur
skapazt óvild og óvinátta svo mikil, að við liggur
algjör sundrung þessa stærsta stjórnmálaflokks
landsins. Þessi sundrung hefur stórskert allan
sóknarmátt og veikt flokkinn til muna.
Við kjósum okkur forystu á landsfundi hverju
sinni og samkvæmt grundvallarreglum þess lýð-
ræðis, sem við byggjum á, ber okkur að lúta
þeirri niðurstöðu sem þar er fengin. Forystu-
menn fiokksins verða að gera sér grein fyrir mik-
ilvægi þess að viðhalda samstöðu innan flokksins
hvort heldur þeir eru forystumenn meirihluta eða
minnihluta. Þeir mega aldrei láta hjá liða að taka
málefni flokksins fram yfir persónulegan metn-
að, annars eru þeir ekki hlutverki sinu vaxnir. Ef
forystumenn meirihlutans taka ekki eðlilegt tillit
til minnihlutans býður það hættunni heim og ef
forystumenn minnihlutahópsins ætla að bæta að-
stöðu sina með þvi að ala á sundrung og óvild
gera þeir það eitt að veikja flokkinn, draga úr á-
hrifamætti hans og um leið veikja þeir sina eigin
stöðu.”
Það verður ekki annað sagt en að Margrét S.
Einarsdóttir lýsi hér af hreinskilni upplausninni i
Sjálfstæðisflokknum og persónulegri hagsmuna-
baráttu forystumanna þar.
Verðlagshöftin
■ Það er von að skrif málgagna Sjálfstæðis-
flokksins verði oft býsna furðuleg, þegar ástandið
i flokknum er á þá leið, sem lýsing Margrétar S.
Einarsdóttur gefur til kynna. Málgögnin reyna á
vixl að túlka sjónarmið hinna ýmsu hópa og úr
þvi verða hreinar mótsetningar.
Þannig heldur Morgunblaðið þvi fram til að
þóknast einum hópnum, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé alfarið á móti verðlagshöftum og heimtar
brottför Tómasar Arnasonar úr ráðherrasæti i
þvi sambandi.
Á Alþingi hafa svo Matthiasarnir tveir og Al-
bert Guðmundsson nýlega flutt tillögu um ströng-
ustu verðlagshöft næstu þrjá mánuði og algera
verðstöðvun næstu þrjá mánuði þar á eftir.
Fjarri fer þvi, að Tómas Árnason gangi svo
langt við framkvæmd verðlagshaftanna. Þau eru
nú ekki nærri eins ströng og þegar samstjórn
Sjálfstæðisílokksins og Alþýðuflokksins lét af
völdum sumarið 1971. Þá var alger verðstöðvun.
Þ.Þ.
Opid bréf
til Jóns Péturssonar, dýralækn-
is, Egilsstöðum, frá Sævari
Sigbjarnarsyni, Rauðholti
Sæll vertu Jón.
■ Þegar þú tilkynntir mér i sim-
tali í fyrradag, að nú stæði til
lokun embættissima þins, lét ég
orð falla i þá átt, að ég hefði haft i
huga að skrifa þér, þar sem mér
fannst þrátt fyrir endurteknar
viðræður milli þin og okkar
stjórnarmanna i B.S.A. gæta
misskilnings varðandi deilumál
þin við landbúnaðarráðuneytið og
afskipti eða afskiptaleysis B.S.A.
af þeim. Ég hefi siðan fengið
staðfest að ekki er vanþörf á
skýringu.
Nú vill svo til að ég er ekki
frekar aðili að þessari deilu en ..
kóngurinn i Siam. Hins vegar ••
bitna afleiðingar hennar á öllu
bændafólki i þinu umdæmi, og þvi
á það heimtingu á að fá að vita
af erlendum vettvangi
Reff siaðgerði r
gegn S-Afríku
eftir Jörgen Larsen, upplýsingaskrifstofu
SÞ í Kaupmannahöfn
■ Sterk öfl á allsherjarþingi Sam-
einuöu þjóðanna og innan
Einingarsamtaka Afrikurikja
(OAU) beita sér nú fyrir þvi með
auknu afli, aö fá i framkvæmd al-
þjóölegar refsiaðgeröir gegn Suö-
ur-Afrlku.
Stjórn S-Afriku heldur fast viö
stefnu sina I kynþáttamálum, og
neitar aö veita Namibiu sjálf-
stæði. Með þetta tvennt i huga,
hafa Sameinuðu þjóöirnar I sam-
vinnu við Einingarsamtök Af-
rikurikja ákveöiö aö kalla saman
alþjóölega ráöstefnu um refsiaö-
geröir gegn Suður Afriku, dagana
20.-27. mai. Ráðstefnan verður
haldin i Paris.
I ágúst 1977 var haldin I Nigeriu
á vegum Sameinuöu þjóðanna
ráöstefna um alþjóðlegar aö-
gerðir gegn kynþáttastefnu Suður
Afrikustjórnar. Þær samþykktir,
sem geröar voru á þeirri
ráðstefnu, höföu það i för með
sér, aö öryggisráð S.þ. geröi I
nóvember sama ár samþykkt,
sem geröi það að verkum að
vopnasölubanniö til Suöur Afriku
varö skuldbindandi fyrir öll
aðildarriki Sameinuöu þjóöanna,
en það hafði ekki veriö það áður.
Eitt af verkefnum ráöstefnunn-
ar sem haldin verður i Paris,
veröur að ræða hvernig unnt
verði að tryggja að þetta vopna-
sölubann verði virt I framkvæmd.
Annað atriöi sem rætt verður,
og taka verður afstööu til, er meö
hverjum hætti unnt verði að koma
I veg fyrir að S-Afrlka geti fram-
leitt kjarnorkuvopn.
Hugsanlegar refsiað-
gerðir
Þriðja höfuðviöfangsefni þess-
arar ráðstefnu, veröur að ræða og
kanna með hvaða hætti unnt muni
aö beita ýmiss konar frekari
refsiaðgerðum gagnvart S-Af-
riku.
Nefnd, sem vinnur að þvi aö
undirbúa ráðstefnuna, hefur m.a.
bent á eftirfarandi leiöir, sem
ástæða sé til aö kanna nánar:
Strangari reglur um diplomatisk
samskipti.
Oliusölubann.
Aö banna lánveitingar og fjár-
festingu I S-Afriku.
Aö fella niöur flugsamgöngur og
skipaferðir til S-Afrlku.
Takmarkað eöa allsherjar-
viðskiptabann.
Sú fastanefnd S.þ. sem fjallar
um baráttuna gegn kynþátta-
stefnu, hefur hvað eftir annað
krafist þess, aö beitt veröi um-
fangsmiklum refsiaögeröum
gagnvart Suður Afriku. Þvi er
ekki að neita að bæði innan Sam-
einuðu þjóðanna og Einingar-
samtaka Afrikurikja, eru menn I
nokkrum vafa um hversu langt sé
rétt að ganga I þessum efnum.
Bitnar á nágrönnunum
Astæöurnar til þess, að menn
velkjast 1 vafa um þetta, eru fyrst
og fremst þær, aö mönnum er
ekki ljóst, hvernig sllkar aögeröir
mundu bitna á grannlöndum Suö-
ur Afriku og þá fyrst og fremst
þeim, sem minnst mega sin, eins
og Botswana, Lesotho og Swasi-
landi og raunar einnig Mosam-
bique og Zimbabwe ef gripið
verður til mjög harkalegra að-
gerða. Vist er raunar að slikar
aðgerðir mundu einnig koma við
lönd eins og Zambiu og Malawai.
I skjali sem lagt veröur fram á
Parisaráöstefnunni, þar sem
fjallaö er um þessi mál er þvi
haldiö fram, af hálfu Efnahags-
nefndar Sameinuöu þjóðanna
fyrir Afriku að löndin I suðurhluta
Afrlku séu svo háð efnahagskerfi
Suöur Afrlku, aö viðtækar efna-
hagslegar refsiaðgeröir mundu