Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. maí 1981
9
„ Þessi viðbrögð þíri/ Jón,
að láta loka símanum f innst
mér alveg hliðstæð maga-
veiki hjá flugmönnum,
„þ.e. ólöglegt verkfall".
hvurs konar uppákoma er hér á
ferðinni. Hér er nefnilega alls
ekki um einkamál að ræða, því
hefi ég þetta opið bréf.
Simareikningar, sem þér er
ætla að borga og fá endurgreidda
að hluta af ráðuneytinu á eftir,
eru ekki greiddir og hrúgast upp.
Svo mun þetta hafa gengið á
annað ár og leiddi það til lokunar
embættissima þins s.l. haust.
Mér er ekki kunnugt um að
bændur hafi vitað um þessa deilu
fyrr, en leiðin var lokuð til þin
gegnum simann. Svo var það
a.m.k. með mig og það fyrsta,
sem ég fékk að heyra frá þér
varðandi málið, þegar ég náði
sambandi við þig i öðrum sima,
var ,,að þetta væri ágætt”. Og i
bréfi til yfirdýralæknis, sem þú
sendir B.S.A. afrit af segir þú ,,að
fyrst hafi simalokunin verið
léttir”.
Þegar simalokunin var búin að
vara um skeið i haust fóru að ber-
ast kvartanir frá bændum til
okkar stjórnarmanna B.S.A. og
spurst fyrir um, hvort sambandið
gæti ekkert gert i málinu. Þetta
voru eðlileg viðbrögð, þar sem
B.S.A. er stofnað og starfar til að
vera i forsvari fyrir bændur og
stéttarhagsmuni þeirra á þessu
svæði.
En ég legg áherslu á, að málinu
•hefur aldrei verið visað til B.S.A.
og við i stjórn þess höfum ekki
tekið að okkur sáttanefndartarf i
þvi.
Eftir að ég og formaður sam-
bandsins höfðum rætt um deilu-
málin við þig komst þú á
stjórnarfund hjá okkur og þar
varð ekki nein stefnubreyting á
hjá samöandinu. Stefna okkar
var og er sú, að við mótmælum
þvi harðlega, að ágreiningurinn
milli ráðuneytisins og þin um
peningamál eigi að skella á
bændum með þeim hætti sem
verið hefur.
A þessum fundi var mér falið að
fylgjast með framgangi deil-
unnar en ekkert þar fram yfir.
Þótt krafa þin um aðrar reglur
um þátttöku ráðuneytisins i
kostnaði af sima sé réttmæt, er
það annað mál. Ég hygg, að flest-
ir bændur hefðu fallist á að svo
væri og hefðu staðið með þér i að
þrýsta á, að úr þvi yrði bætt, hefð-
irðu skotið málinu til okkar á eðli-
legan hátt.
Mér finnst það ekki skynsamleg
ályktun hjá þér að búast við, að
þeir sem verða fyrir óþægindum
og tjóni vegna baráttu þinnar
muni fylkja sér þvi fastar að baki
þér — sem tjón þeirra verður
meira. Þó fer það vafalaust eftir
skaplyndi manna!!
En reyndu nú að setja þig i spor
bændanna og álykta hver þin við-
brögð hefðu orðið.
Þessi viðbrögð þin, Jón, að láta
loka simanum finnst mér alveg
hliðstæð magaveiki hjá flug-
mönnum, ,,þ.e. ólöglegt verk-
fall”. Hafirðu búist við að bændur
streymdu suður i ráðuneyti til að
biðja um greiðslu til þin eða
leituðu samskota handa þér, er
það álika óraunhæft og að búast
við, að farþegarnir sem ekki
fengu flugferðina sina færu fylktu
liði upp i samgönguráðuneyti til
aðbiðja um betri kjör handa flug-
mönnum.
1 stuttu máli hefi ég enga sam-
úð með skæruhernaði hátekju-
manna i kjaramálum og allra sist
þegar afleiðingar af honum bitna
á mönnum, sem þeim ber að
þjóna.
Ég vil að lokum segja, að þú
geturekki skotið þér undan veru-
legri ábyrgð vegna þessarar
uppákomu. Starfsmenn ráðu-
neytisins hljóta að fylgja þeim
reglum, sem staðíestar hafa
verið. Breytingar á þeim reglum
finnst mér, eins og ég hefi bent
þér á áður, vera mál þitt og þinna
stéttarbræðra, sem búa við hlið-
stæðar kringumstæður, og ég á
von á, að sú barátta fái fullan
stuðning bænda, ef hún er háð
með eðlilegum hætti.
Að öðrum þræði skilst mér deila
þin standa um túlkun á reglum.
Enginn ósigur hefði það verið
fyrir þig að láta reyna á þá túlkun
að nýju nú i vetur eins og ég hefi
orðað við þig oftar en einu sinni,
kannski væri sigur þinn þá i höfn.
En okkar ábendingar hafa ekki
verið virtar svars. — Vandræði
skulu það vera.
Ég harma það, að þú skulir
niðast á þeirri vinsemd bænda-
fólks i þinn garð, sem er mikil og
almenn, vegna þeirrar hliðar, em
þú oftar snýrð að okkur, þ.e.
greiðvikni, glaðværð og dugnaði i
starfi.
Kveð þig i von um að umrædd
vandamál verði að baki þegar
þetta bréf kemur fyrir augu les-
enda. — Svo óska ég þér gleðilegs
sumars.
Vertu blessaður.
Rauðholti, 2. mai 1981
Sævar Sigbjarnarson
hafa i för með sér gifurleg óþæg-
indi fyrir ibúa þessara landa. Þar
að auki mundi kostnaðurinn við
slikar aðgerðir, reynast verulega
mikill fyrir önnur lönd, bæði i og
utan Afriku.
Efnahagsnefndin leggur þess
vegna til, að efnahagslegum
refsiaögerðum verði einungis
beitt á takmörkuðum sviðum, en
leggur rika áherslu á, að ekki
verði gripið til slikra aðgeröa,
fyrr en kannað hafi verið Itarlega
hver áhrif þær myndu hafa á önn-
ur lönd i þessum hluta álfunnar.
Oliusölubann áhrifarik-
ast
Fjölmörg lönd, sem flytja út
oliu, hafa nú siðustu ár reynt að
framfylgja banni á sölu oliu til
Suður Afriku. En þar sem ýmsar
vestrænar þjóðir, sem eiga stóra
skipaflota eru ekki aöilar að oliu-
sölubanninu, þarf til að koma
samþykkt I öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna til þess að bannið
hafi nokkur áhrif.
Fjölmargir sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að virkt oliu-
sölubann sé áhrifarlkasta leiðin
til að þvinga S-Afrlku til að fara
að samþykktum Sameinuðu þjóö-
anna. Þetta sjónarmið kemur
m.a. fram i skýrslu sem gefin
hefur verið út á vegum Sam-
einuðu þjóðanna og heitir Oliu-
sölubann: Akkilesarhæll Suður
Afriku. Þar er einnig bent á, að
Suður Afrikumenn ráði ekki yfir
oliulindum og að efnahagskerfi
Suður Afrlku mundi að llkindum
byrja að riöa til falls eftir um þaö
bil tvö og hálft ár, ef þjóðir heims
tækju höndum saman um að setja
oliusölubann á Suður Afriku.
Viöurkennt er, að ýmis ná-
grannarlki Suður Afrlku, einkum
Lesotho, myndu lenda I margvis-
legum örðugleikum ef slikt bann
yrði sett á, en I skýrslunni segir,
að úr þvl mætti bæta að verulegu
leyti meö alþjóölegu samstarfi
um aö koma upp olíubirgðum og
með þvi að reyna aö tryggja
flutninga eftir öðrum leiðum en
um Suöur-Afrfku.
Jörgen Larsen,
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu
þjóðanna.
fjölmidlun
1JIMMTS WÖRLD
8-Year4)ld
\HeroinAddict
iLivesforaFix
By Janet Cooke
WMíunfton Po*t Suff Wnwr
mmmM
■ Fréttafrásögnin, sem Janet Cooke, blaðamaður Washington
Post hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir, reyndist uppspuni frá rót-
um. Hvaða tryggingu hafa lesendur fyrir þvi, að það sem i
blöðunum stendur sé satt og rétt?
Má trúa því sem
stendur á prenti?
■ Löngum hefur það verið viðkvæði manna, að þaö sem standi á
prcnti sé áreiðaniegra og sannara en margt af þvisem mönnum
berst tileyrna og augna með öðru móti. Vera má, að þetta traust
sem menn hafa borið til prentaðs máls hafi verið verðskuldað, en
er svo enn? Þvi er erfitt að svara.
Undanfarin 64 ár hafa verið
veitt i Bandarikjunum svo-
nefnd Pulitzerverðlaun. Þau
eru kennd við Joseph nokkurn
Pulitzer, sem var af ung-
verskum gyðingaættum, hafði
ungur flust til Bandarikjanna
og varð þar voldugur blaða-
kóngur. Verðlaunin eru veitt
fyrir bestu bækur ársins og
góðan árangur á sviði blaða-
mennsku.
Uppspuninn verölaun-
aöur
Um miðjan siðasta mánuð
fór enn einu sinni fram út-
hlutun Pulitzerverðlaunanna.
1 blaðamennskuflokknum eru
veittar nokkrar viðurkenn-
ingar fyrir mismunandi þætti
blaðamennsku og reyndust
allir blaðamennirnir, sem þar
komu við sögu verðskulda
lofið nema einn, Janet Cooke
26ára blaðakona við Washing-
ton Post, sem hafði unnið á
blaðinu I eitt ár en látið kappið
og framafiknina hlaupa með
sig i gönur. Það kom þó ekki i
ljós fyrr en eftir veitingu verð-
launanna.
Hún hafði hlotið viðurkenn-
ingu i flokki fréttafrásagna
(feature-writing) þóttframlag
hennar haf i fyrst verið tilnefnt
i flokk staðbundinnar frétta-
mennsku (local-reporting).
Sú fréttafrásögn hennar,
sem hlaut Pulitzer-verðlaunin
var birt I Washington Post 28.
september i fyrra og fjallaði
um lif átta ára blökkudrengs
sem sagður var heita Jimmy
og búa með móður sinni I einu
hverfa Washingtonborgar.
Hann var sagður heróinsjúkl-
ingur og sagt að hann fengi
slikar eitursprautur daglega.
Ekki skal hér farið nánar út I
efnisþætti málsins.
Fréttafrásögnin vakti mikla
athygli á sinum tima, borgar-
yfirvöld i Washington fyrir-
skipuðu lögreglunni að hafa
upp á drengnum, þannig að
hægt væri að koma honum til
hjálpar. Allt kom fyrir ekki.
Barnið kom ekki I leitimar og
blaðið neitaði að gefa upp
heimildir sinar.
En það var ekki von að
barnið fyndist, þvi að það var
ekki til nema sem hugarfóstur
Janet Cooke Hún hafði gerst
svo ósvifin að skálda alla frá-
sögnina og fullyrða við rit-
stjóra sina að þar væri satt og
rétt skýrt frá, þótt frásögnin
væri uppspuni frá upphafi til
enda.
Þegar i ljós kom eftir verð-
launaveitinguna, að ferill
Janet Cooke reyndist ekki
hafa verið sá, sem hún sagði,
hún væri t.d. ekki með þau
próf, sem hún hefði gefið upp,
var gengið á hana varðandi
önnur atriði. Þá fyrst játaði
hún, að ekkert væri hæft I frá-
sögn hennar um eiturlyfja-
sjúklinginn unga.
Aö tryggja sannleiks-
gildið.
Ritstjórar Washington Post
báðust afsökunar á birtingu
frásagnarinnar tveim dögum
eftir að Pulitzerverðlaunin
voru veitt áðurnefndum
blaðamanni þeirra og afþökk-
uðu skiljanlega verðlaunin
fyrir hönd blaðsins. Jafnframt
samþykktu þeir uppsögn
Janet Cooke.
Eitt virtasta blað Banda-
rikjanna hafði orðið fyrir
meiri niðurlægingu en um
getur I blaðaheiminum vestra
og svonefnd rannsóknarblaða-
mennska hafði beðið mikinn
hnekki. Ritstjórarnir viður-
kenndu að Cooke hefði aldrei
gefið þeim upp heimildar-
menn sina að fréttinni, jafnvel
þótt þeir hefðu á timabili efast
um sannleiksgildi hennar.
Þetta hneyksli verður án efa
heiðvirðum blaðamönnum,
fréttastjorum og ritstjórum
vestan hafs og austan viti til
varnaðar, enda má búast við
að lesendur blaða trúi nú var-
legar þvi, sem I blöðunum
stendur en verið hefur.
Abyrgir ritstjórar og frétta-
stjórar hljóta þvi að ganga enn
frekar eftir þvi á næstunni en
áður, að blaðamenn gefi þeim
upp heimildarmenn sina að
fréttum svoað þeir getigengið
úrskugga um, að það sem þeir
birta og bera ábyrgð á sé satt
og rétt, — jafnvel þótt ekki sé
á stundum talið æskilegt að
birta nöfn viðkomandi
heimildarmanna fréttaefnis.
A meðan ábyrgðarmenn
blaðanna bregðast ekki trausti
lesenda og starfsmenn þeirra
ástunda vandaða blaða-
mennsku ætti að vera óhætt að
trúa þeim fréttum, sem þeir
láta á þrykk út ganga.
— ÓR
Ólafur Ragnarsson,
útgefandi skrifar
Kaupmannahöfn