Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. mai 1981
3
fréttir
■ „Ég hélt að það hefði verið ég,
sem var að vinna þessar kosning-
ar”, svaraði Ami Sigfússon, ný-
kjörinn formaður Heimdallar
hressilega, er hann var spurður
hvort kosningaúrslitin hafi
táknað sigur Geirs-manna í
Heimdalli. En Árni var kosinn
formaður með 420 atkvæðum á
möti Birni Hermannssyni sem
hlaut 166 atkvæði.
Árni Sigfússon
kosinn formað-
ur Heimdallar
með yfirburðum:
H Ami Sigfússon, nýkjörinn for-
maður Heimdallar.
„Upphaf nýrra
tíma í Sjálf-
stæðisflokknum”
Árni sagði þetta fjölmennasta
fund er haldinn hafi verið i Heim-
dalli, og liti hann svo á að þetta
boðaði upphaf nýrra tíma i Sjálf-
stæðisflokknum. 1 þessum
kosningum hafiungt fólk verið að
segja sitt álit, þ.e. að það vilji
setja málefni ofar mwinum.
Hann sagðist lika ákveðinn i að
virkja þann kraft er hann hafi
orðið var við hjá þessu unga fólki-
Bórgarstjórnarkosningar innan
árs — þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn þyrfti að vinna meiri-
hlutann aftur — legðu mönnum
næg verkefni á herðar þetta kjör-
timabil.
Þá sagðist Ámi vilja koma á
framfæri þakklæti fyrir þann
mikla stuðning er hann hlaut i
kosningunum og ekki siður vin-
samleg orð mótframbjóðanda
sins, Björns Hermannssonar,
sem hvatti menn til samstöðu um
þann formann er kosinn hafi
verið. Árni taldi að þeir eldri i
flokknum mættu taka slika fram-
komu sér til fyrirmyndar.
Aðrir er hiutu kosningu i stjórn
Heimdallar voru: Gunnlaugur
Snædal, Ásdis Loftsdóttir, Gisli
Þór Gislason, Anders Hansen,
örn Þorvarðarson, ÞórirFannar,
Gunnar Þorsteinsson, Viggó H.
Viggósson, Sverrir Jónsson,
Sigurður ölafsson og Jóhannes
Sigurðsson. Voru þau kosin með
108-175 atkvæðum.
—HEI
Viðurkennd hækkun-
arþörf á áburði þýðir
ein og sér 5%
hækkun á búvörum
■ Sú 85% hækkun á áburðar-
verði, sem Áburðarverksmiðjan
er talin þurfa nú, myndi ein og sér
þýða rúmlega 5% verðhækkun á
búvörum að meðaltali, auk ann-
arra hækkana er valda hækkun á
búvöruverðinu.
Að sögn Gunnars Guðbjarts-
sonar verður ákvörðun rikis-
stjórnarinnar um áburðarhækk-
Fella Loftleiða-
flugmenn sátta-
tillöguna?
■ „Það er enn alls óvist hvaða
afstöðu við tökum til þessara hug-
mynda”, sagði Baldur Oddsson,
formaður Félags Loftleiðaflug-
manna i gær, þegar við spurðum
hann um afstöðu félags hans til
nýju sáttatillögunnar um kjara-
mál flugmanna sem FÍA menn
hafa nii samþykkt.
Baldur kvaðst fyrst verða að
ræða við sina menn, en félagar
hans I viðræðunefndinni eru rétt
nýkomnir frá útlöndum og hafa
þvi ekki hist, til þess að skoða
málin.
Lét Baldur á sér heyra að eng-
an veginn væri vist að lausn
kjaradeilunnar væri i sjónmáli,
þótt FIA og Flugleiðir féllust á
þessa leið. Timinn greindi frá
helstu atriðum tillögunnar á
laugardag, en þar kemur fram
m.a. að flugmenn FÍA skulu m.a.
fá tvær flugstjórastöður á Fokker
og aðrir flugmenn sem félagið
gerði kröfu til að fengju flug-
stjórastöðu, skulu fá flugstjóra-
laun uns úrskurður nefndar
Hæstaréttar liggur fyrir. AM
unina að koma ekki siðar en i
þessari viku ef takast á að koma
henni inn i útreikning á búvöru-
verði fyrir 1. júni n.k.
Hann sagði áburðinn nú
eingöngu afgreiddan út á nótur.
Það sé að sigla verksmiðjunni i
fjárhagslegt strand, að fá enga
peninga. Á hinn bóginn vita menn
ekkert hvað þeir þurfa að greiða
fyrir þann áburð sem þeir nú eru
að kaupa.
Gunnar sagði engar formlegar
viðræður hafa farið fram við
bændasamtökin út af þessu máli.
En það sé einfaldlega að stinga
höfðinu i sandinn, ef nauðsynleg-
ar hækkanir séu ekki leyfðar. Við
verðlagningu i fyrra vor hafi
verið frestað 8% af nauðsynlegri
hækkun þá. Það hafi siðan undið
upp á sig, þannig að það virkaði
sem 12% hækkun nú til viðbótar
við allt annað. Frestun á
einhverjum prósentum nú þýddi
þvi sömuleiðis 50% meira næsta
vor. _ HEI
Féll af vélhjóli
og rotaðist
■ Maður féll af vélhjóli nærri
Slippstöðinni á Akureyri skömmu
eftirkl. 12ígær. Hlauthann mikið
höfuðhögg og það svo hart að
öryggishjálmur sem hann var
með á höfði brotnaði. Maðurinn
var kominn til meðvitundar
siðdegisi'gær, en ekki er hægt að
fullyrða enn hvort hann hefur
beðið meiri eða minni skaða við
höggið. Maðurinn mun hafa fallið
af hjólinu er hann missti stjórn á
þvi án sýnilegrar ástæðu. —AM
t
Sinfónían gerd að sjálfstædri stofnun:
SKIPTING REKSTRAR-
KOSTNABAR LðGFEST
■ //Nú er lokið löngum
deilum um það hvernig út-
gjöldum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar skuli skipt
milli rekstraraðila. Ég tel
mikilvægtað þessi skipting
verði lögfest" sagði Ingv-
ar Gfslasorb menntamála-
ráðherra/ þegar hann í gær
mælti fyrir stjórnarfrum-
varpi um Sinfóníuhljóm-
sveit islands.
Samkvæmt frumvarpinu skipt-
ist rekstrarkostnaður, sem um-
fram er hreinar tekjur hljóm-
sveitarinnar þannig milli
rekstraraðila: Rikissjóður 56%
Rikisútvarp 25%, Borgarsjóður
Reykjavikur 18%, og Bæjarsjóður
Seltjarnarness 1%. Þess hafði
verið farið á leit við bæjaryfirvöld
i Hafnarfirði, Kópavogi, og
Garðabæ að þau t*kju nokkurn
þátt í kostnaðinum, en þvi höfn-
uðu þau alfarið.
Með stjórnarfrumvarpinu er
Sinfóniuhljómsveitin gerð að
sjálfstæðri stofnun með sérstakan
fjárhag, sem lyti sjálfstæðri
stjórn. í einu ákvæði þess er lagt
til að lögbundin lágmarksstærð
hljómsveitarinnar verði 65 fastir
hljóðfæraleikarar. Heimilt verði
að bæta við aukamönnum ef
verkefni krefðust þess, og
kostnaður sé innan fjárhags-
áætlunar. _JSG
B Lágmarksstærð Sinfóníuhljómsveitarinnar veröur 65 hljóðfæra-
leikarar.
■ • ■ mUU
Pinn mlL.
frá INTERNATIONAL
CARGOSTAR
Fjölhcefni og afkastageta CARGO-
STAR vörubifreiða er ekkert leyndar-
mál, enda fjölmargar slíkar í notkun
hér á landi.
Sterkar en léttbyggðar grindur skipta
miklu máli í landiþungatakmarkana,
hafa auk þess áhrif á eldsneytiseyðslu.
INTERNA TIONAL dieselvélar,
165—210 hö.
— allt eftir þörfum hvers og eins.
Vel hannaður stjómbúnaður, sérstak-
lega stýri, skipting og hemlar.
/S Véladeild
m Sambandsins
Ármúla3 Reykjavik Simi 38900