Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 12. mai 1981
<Si«WT-im-iKí
23
Reykjadalur
Sumardvöl fyrir fötluð börn verður i
Reykjadal i sumar mánuðina júni/ágúst.
Umsóknir um dvöl fyrir börnin sendist
skriflega til forstöðukonu S.L.F. sem allra
fyrst.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra.
Land-Rover eigendur
Nýkomið á mjög hagstæðu verði:
Stýrisendar
Spindlasett
Mótorpúðar
öxlar, aftan
Fjaðrafóðringar
Girkassaöxlar
Kambur og
Hraðamælisbarkar
Bremsubarkar
Hljóðkútar
Hurðaskrár
Pakkdósir
Tanklpk
öxlaflansar
Bremsuborðar
Girkassahjól
pinion
Lampasett
Dælugúmmi
Púströr
Sendum i póstkröfu.
Bílhlutir h/f
Suðurlandsbraut 24 — Reykjavik.
S.38365.
Lausar
kennarastöður
Við grunnskóladeild Fjölbrautaskólans á
Akranesi eru lausar kennarastöður.
Kennslugreinar danska og stærðfræði.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól-
ans simi 93-2544 frá 9-15 daglega.
Skólanefnd Grunnskóla Akraness
Til sölu
sjálfhleðsluvagn Kemper special K.
Vagninn er u.þ.b. 10 ára og i ágætu lagi
Ólafur Eggertsson
Berunesi simi um Djúpavog.
flokksstarfid
Freyjukonur — Kópa-
vogi
Fundur verður haldinn i Hamra-
borg 5, fimmtudaginn 14. mai kl.
20.30. Áriðandi mál á dagskrá.
Formaður
Vinarferð.
Enn eru nokkur sæti laus i ferðina
til Vinarborgar 16-28. mai. Beint
flug. — Lágt verð. Upplýsingar i
sima 24480. Fulltrúaráðið
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælur
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-hJÓNUSTA
Sérð þú <j
það sem
ég sé?
Börn
skynja hraða
og fjarlægðir á annan
hátt en fullorðnir.
||U^JFERÐAR
afmæli
Sæmundur Arm Hermannsson
sextugur, 11. maí 1981
■ Fegurð sveita eru Fljótin i
Skagafirði. Undir háum og oftast
snævikrýndum fjallahringnum
hvila lognblá vötnin og árnar,
sem flýta sér hægt til sjávar en
hjala við grösuga bakka, stund-
um með glettm, en oftast meö
hægum, þungum nið. Undir þess-
um tröllafjöllum standa emnig
bæirnir i röö, litlir aö sjá i þessum
mikla fjallasal, og það er sem
þeir njóti verndar bergrisanna.
En Fljótin geta lika verið drifhvlt
yfir aö lita, svo hvergi sér^ dökk-
an dil. Þá getur noröánhriðin
orðið svört sem veggur og eirir
engu lifi, sem út á berangur hætt-
ir sér. Þá reynir á þol og þraut-
seigju manna og málleysingja, að
þreyja þorrann og góuna. Þá
stælistskapiðog kjarkurinn og þá
mótast mannssálin ekki siður en
við söng náttúrunnar á fögru
sumarkvöldi.
1 þessari sveit ólst Sæmundur
Hermannsson upp og I dag, þegar
við hyllum hann sextugan, þá er
þaö ekki sist vegna þess að hann
hefur ræktað meö sér þá eðlis-
kosti sem sveitin hans fagra færði
honum i vöggugjöf, og honum
hefur tekist að nýta sér þá til góðs
fyrir það samfélag, sem hann
hefur helgað krafta sina. Fyrir
það erum við þakklát. Með þess-
um linum viljum viö Fram-
sóknarfólk á Sauðárkróki, sýna
þér, Sæmundur, vináttu og hlý-
hug, um leið og viö þökkum þér
langt og giftudrjúgt starf fyrir
félagiö. Þaö er ósk okkar til þin á
þessum timamótum, að þú megir
lengi enn eiga þátt I aö móta
stefnuna til framfara með þinu
jákvæöa hugarfari og einlægum
vilja, til þess aö láta gott af þér
leiöa. Við sendum þér og fjöl-
skyldu þinni innilegar árnaðar og
hamingjuóskir.
Framsóknarfélag Sauðárkróks,
Stefán B. Pedersen.
eftir helgina
Saurdælari
Að pumpa kúk i þúsund
ár
Þaö virðast einkum vera
þrjú sjónarmið er fram hafa
komið á móti þessu skipulagi,
en þau hafa sett fram menn
sem fara á hrossum i frlstund-
um slnum, menn sem leika
golf og menn sem eru á móti
núverandi meirihluta og
Nepalhverfum almennt. A
Golfvöllinn var teiknaður mið-
bæjarkjarni á eitt drævið, og
hesthúsin voru umlukt hrað-
brautum og húsum þanneigin
að til að fara á bak annars-
staðar en i hesthúsum, þurfti
að aka hrossunum á bil og
aftanikerrum eins og snjó-
sleðum upp I berjalyngið og
dælurnar ofan við Disudal. Er
þá mikið vatn runnið tilsjávar
siðan menn á hrossum park-
eruðu hestum sinum almennt
og slógu tjöldum á Austurvelli
og á Arnarhólstúni, en það var
áður en Grjótaþorpiö losnaði
úr tengslum við aðra en það
fólk, sem nií heldur upp á
gömul hús og rottugang.
Eitthefur þó alveg gleymst i
þessari umræðu, að liklega er
svæði þetta, eins og það er nú
fram sett, vægast sagt hættu-
legt. Það er að segja sá hluti
þess,sem ekki nær vatnshalla
fyrir skolp til sjávar. Mun
vera ráðgert að pumpa hlandi
og sklt frá þessum húsum,
sem i' sjálfu sér er ekki I frá-
sögur færandi, en við gleym-
um þá einu. Hvað kostar að
dæla þvi'sem likamar þúsunda
manna gefa frá sér i þúsund
ár? Og hvað skeður ef pumpan
bilar?
Við getum tekið seinasta
vetur, þegar rafmagn fór af
hvað eftir annað, stofnlinur
hrukku sundur. Selta olli
skammhlaupi, snjór lagðist
yfir byggð og bilar lögðust
undir fönn. Allt varð ófært.
Ekki var unnt að koma fólki
heim i Breiðholt, að eða frá
vinnu ða skemmtunum fyrir
óveðri. iívað eiga menn þá að
gera f Rauðavatnshverfi ef
dælan bilar? Eiga þeir að
halda Isér, eða eiga þeir að
nota fötu, og geyma affallið,
þar til holræsadeildin treystir
sér Ut að vinna fyrir kulda og
skafrenningi?
íslendingar óvanir hús-
um
Það er margt sem rökstyður
þá kenningu, að tslendingar
viti naumasthvað hús er, hvað
þá borg. í erlendum borgum
eru húsin mörg hundruð ára
gömul og frá þeim er engu
dælt, þvi það er kunnugt ytra
og vatn rennur aðallega niðri-
móti, en ekki uppimóti, og
hefurverið lengi. Ég hygg þvi
að menn geri sér ekki grein
fyrir þvi hvað skitadælustöðin
við Rauðavatn verður að
starfa lengi, áður en yfir lýk-
ur. Hvað kostar viðhaldið, og
hvað ef varahluti vantar og
skitamaskinan er stopp? Talið
er að mannshjartað slái, eða
hafi slegið 3.000.000.000 sinn-
um, hjá manni sem lifir 170 ár.
Það er mikið. En þess er að
gæta að hjartað er ein maka-
lausasta vél sem um getur.
HUn var hin yfirskilvitlega
dæla, þar til nú, að yfirtorfur
borgarinnar eru búnar að
finna aðra dælu betri, að
manni skilst, þvi varla á þetta
hverfi, eða dæluhverfið að
standa minna en 70 ár.
Já hvað skeður svo ef allt
bilar? Manni er sagt að skipu-
lagsyfirvöld hafi # fengið sér-
fræðing til að fá sér göngu um
þetta land, einn eftirmiðdag
eða svo og sá hann að það var
harla gott. Að visu liggur það
fyrir að sprungusvæði er
austanvið Reykjavik (austan
við Austurbæinn), og gengur
fyrsta sprungan i Sundahöfn.
Þetta er þvi sprungusvæði.
Það er vitað. Þetta vissu
gömlu mennirnir. Arni heitinn
Gunnlaugsson, skipstjóri
sagði einu sinni: Það verður
aldrei jarðskjálfti i Reykja-
vik, þvi' hún er með stuðpúða,
það eru sprungurnar fyrir
austan borgina, sem þá náði
aðeins inn að Rauðará og þá er
komið að kjarna málsins.
Hugsum okkur að saurdæla
kommana bili og menn neita
að halda I sér, þá mun dælu-
stöðinfyllast af skit og hlandi,
skolpi og óþverra. Þetta seitl-
ar síðan niður i jarðsprung-
urnar og sameinast þar
væntanlega I miklum kærleika
grunnvatni höfuðborgarinnar
og þá um leiö heita vatninu
sem dælt er upp i borgarland-
inu sjálfu, og guð einn veit
hverju öðru þetta sameinast.
Og það mun einnig koma upp
um gólfin hjá fólki.
Lokaord
Ég vil ekki fjölyrða um
þetta skitavandamál Alþýðu-
bandalagsins, þvi suma menn
er ekki hægt að sannfæra, eða
snúa til nýrrar trúar, jafnvel
þótt þeir séu skotnir, eins og
Sverrir Kristjánsson orðaði
það. Það er þvi tómt mál að
rökræða.
Látum kommúnista þvi
byggjaá fjöllum, það fer þeim
best sem yfirleitt koma af
fjöllum i öllum málum.
Leyfum þeim að byggja á
hálendi ef þeir endilega vilja
og einhver fæst til þess i neyð
sinni, að reisa þar hús. En
skltadælunni mega þeir ekki
koma sér upp. Það ætti að
banna með lögum, að verið sé
að dæla skolpi I svotil óbyggðu
landi.
Það þarf þvi ekki endilega
að falla meö öllu frá þessu Ey-
vindarveri borgarstjórnar-
meirihlutans. En það verður
að draga dælumörk, þannig að
vatnshalli ráði hvar byggt
verður.
Ef þeir á annað borð vilja
byggja þarna t.d. við dauða-
hafið Rauðavatn, neðst, verð-
ur að grafa landið út með
sjálfrennandi holræsi, þannig
að affall húsa falli til sjávar án
skitadælu þróunarstofnunar
og skipulagsnefndar.
Um skipulagið má annars
margt gott segja, einkum ef
staðreyndir eru ekki hafðar i
huga, og ef vatn rynni uppi-
móti, sjálfkrafa.
Vel er á ýmsu haldið, Mið-
bæjarkjarninn á drævinu á
Golfvellinum verður vafalaust
gerður að kosningamáli og
klausturmúrinn um hrossin og
hesthúsin lika.
Þetta er indælt fjallaþorp og
landið vel nýtt, en dælan.
Hún er annað mál.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur skrifar