Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (91) 7-75-51, (91) 7- 80-30. Mikið úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Skemmuvegi 20 HEDD HF. Kópavogi Gagnkvæmt tryggingafé/ag Nútíma búskapur þarfnast BHUER haugsugu Guðbjörn Guðjónsson heildverslun, Kornagarði 5 Simi 85677 ■ Jón Þórisson leikmyndateiknari I miðjum bænum Sæbóli. Þar sem hann stendur veröur langeldurinn en pallar til beggja hliða. Bær Gísla Súrssonar, Sæból endurreistur: „SMAATRIÐIN erfkuist — segir Jón Þórisson leikmyndateiknari sem sér um leikmyndina í kvikmyndinni TTÚtlaginn,? ■ „Smáatriðin eru erfiðust við gcrð þessarar leikmyndar þvi lit- ið er vitað um daglegt lif fólks á þeim tima sem kvikmyndin ger- ist, sagði Jón Þórisson leik- myndateiknari i samtali við Tim- ann en hann og starfsliö hans vinna nú við að endurreisa bæ Gisla Súrssonar, Sæból fyrir myndina Útlaginn og er áætlað að innitökur þeirrar myndar hefjist nú um miðjan mánuðinn. „Fyrirmyndina að bænum sækjum við úr ýmsum áttum, sumt er heimatilbúið en annað úr fræöiritum. Viö vitum hvernig grunnur svona bæjar er, út írá fornleifarannsóknum, en hins- vegar vitum við litið um hvernig lifaö var i honum. Ef viö tökum sem dæmi mann er kemur þreytt- ur að bænum og fær sér vatn, þá er spurningin sú hvar fær hann vatnið i bænum og úr hvernig iláti drekkur hann það. A svipaðan hátt höfum við hug- myndir um hvernig matur var eldaöur á þessum tima er. við vit- um minna um hvernig hann var borinn fram. Þetta eru vandamál sem þarfn- ast úrlausnar. En á heildina litið þá reynum við eftir bestu getu að vera trúir þeim fræöimönnum sem fjallað hafa um þessi efni, viö gerð leikmyndarinnar. „Smiðum allt sjálf” „Með örfáum undantekningum þá smiðum við alla hluti leik- myndarinnar sjálf. Þetta á jafnt við um bæinn, búáhöld, klæði reiðtygi og vopn, en hvaö vopnun- um viðvikur þá fengum við hluta þeirra erlendis frá. Bærinn Sæból er 15 m langur skáli meö langeld i miöju og stór- viðum i uppistööum. Aöspurður um hvort þeir noti verkfæri þeirra tima sem bærinn er, við byggingu hans segir Jón svo ekki vera nema aö þvi leyti sem slik verkfæri séu enn i notkun eins og til dæmis skarexi. „Hvað varðar vinnslu á stór- viðum hinsvegar þá er ekki hægt að vinna þá nema i höndunum”. Meiri nákvæmni Er mikiil inunur á að vinna leikmynd fyrir leikhús eða kvik- mynd? — Já hann er töluverður. Nákvæmnin þarf að vera miklu meiri við gerð kvikmyndar. 1 leikhúsi er áhorfandinn i að minnsta kosti 10 metra fjarlægð frá leikmyndinni, en hinsvegar er kvikmyndavélin oftast miklu nær og svo bætist það við að hlutirnir stækka upp er þeir koma á breið- tjaldið. — Land og synir er fyrsta bió- myndin sem ég hef unnið við en þar áður hafði ég starfað 4 ár hjá sjónvarpinu og hef unnið við nokkrar sjónvarpskvikmyndir eins og til dæmis Brekkukots- annál, Hælið og Skripaleik, sagði Jón. Stefnt er að þvi að frumsýna kvikmyndina Útlaginn i febrúar á næsta ári. —FRI Þriðjudagur 12. mai 1981 Sídustu fréttir Verkfall í Nígeríu stöðvar losun á skreið ■ Allsherjarverkfall hófst i Nigeriu i gær- dag, sem hefur þær af- leiðingar að losun stöðvast við leiguskip, sem þar er statt á veg- um Sjávarafurða- deildar Sambandsins og Samlags skreiðar- framleiðenda, með skreið. Var losun skipsins rúmlega hálfnuð þegar verk- fallið skall á. Hér er um skreiðar- sendingu að ræða upp i 180 þús. bala samning sem fyrrnefndir aðilar hafa gert við tiu inn- lenda aðila i Nigeriu. Búist er við að rikis- stjórn Nigeriu taki á næstu vikum ákvörð- un um nýtt hámarks- verð á innfluttri skreið, sem kemur tii með að hafa áhrif á þau verð sem samið var um i 180 þús. bala- samningnum, en láta mun nærri að það magn sé jafngildi allr- ar skrei ðarfram- leiðslu Islendinga á sl. ári. Leitað að ungum manni fyrir austan ■ Lögregla, björg- unarsveit Slysa- varnarfélagsins og Hjálparsveit skáta á Egilsstöðum, leita nú 31 árs gamals manns, Unnars Brynjarsson- ar frá Eiðum, sem ekki hefur sést til frá þvi kl. 20 á föstudags- kvöld. Unnar, sem er starfsmaður Pósts og sima, mun hafa fariö frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar á milli kl. 19 og 20 um kvöldiö og sagði Arnar Jens- son, lögregluvarð- stjóri, i viðtali við okk- ur i gærkvöldi, aö allt kapp væri nú lagt á að finna bilstjóra bils þess sem mun hafa ekið Unnari þessa leið, en sjálfur var hann billaus. i gærkvöldi var farið að undirbúa leit niðri á Fjöröum, til viðbótar við þá leit sem að ofan greinir. — AM dropar Hrognin og blóma- pottarnir ■ Flestir kaupendur grásleppuhrogna vilja fá hrognin I plasttunnum. Þó eru nokkrir kaupendur enn mjög fastheldnir á að fá hrognin i trétunnum. Skýringin er sú að tré- tunnur njóta mikilla vinsælda I Þýskalandi sem blómapottar i geröum og selst tunnu- helmingurinn á 30 mörk, eða tunnan heil á 60 mörk eða um 186 krónur islenskar, að sögn Sjávarfrétta. Haraldur lét reka Þorvald út ■ A aðalfundi Heimdallar á sunnudag- inn, þar sem Arni Sigfús- son var kjörinn formaður, lentu þeir Haraldur Blöndal, lögfræðingur, og Þorvaldur Mawby stjóri hjá Byggung og tengda- sonur Alberts Guðmunds- sonar, i allskemmtilegri rimmu. Haraldur krafðist þess að Þorvaldi yrði vikið af fundinum „fyrir aldurs sakir” þar sem hann yrði 37 ára á þessu ári, sem er einu ári of hár aldur samkvæmt reglum Heint- dallar. Þorvaldur mót- mælti þessu og sagöist ekki vera nema 35 ára. Haraldur lét hins vegar ekki viö það sitja, heldur sótti opinber gögn sem sýndu svo ekki varð um villst, að Þorvaldur verður 37 ára á þessu ári og varð hann að hverfa af fundi við svo búið. Það má svo koma fram að Ilaraldur verður sjálf- ur ekki nema 36 ára á þessu ári. Þingmenn heimsækja Kremlverja ■ Sex þingmenn munu leggja land undir fót nú i lok mánaðarins og halda i viku fcrð til Sovétríkj- anna. Mun þarna verið að endurgjalda heimsókn, sem sovéskir þingmenn komu i hingaö til lands fyrir nokkrum árum. Ekkcrt hefur verið látiö uppi um dagskrá heim- sóknarinnar, en við treystum þvi að hún veröi ekki of strembin fyrir | okkar störfum hlöðnu þingmenn. Þeir sem eru svo ! heppnir að fá að sækja Kremlverja heim eru I þessir: Jón Helgason,| Sverrir Hermannsson, Geir Gunnarsson, Þor- | valdur Garðar Kristjáns- son, Magnús H. Magnús- son og Stefán Valgeirs-1 son. Krummi ... ■ telur einsýnt aó sa, sem beiö ósigur á aðal- fundi Heimdallar um helgina, hafi veriö Albert Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.