Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. mai 1981
f
íþróttir
■ Guðmundur Torfason gerði fyrsta mark tslandsmótsins sem hófst með leik Fram og IBV á Melavellinum á laugardaginn.
Guðmundur Torfason
fyrsta markið
■ Guðmundur Torfason skoraði
fyrsta mark Islandsmótsins er
Fram lék gegn Vestmannaeying-
um ifyrsta leiknum i 1. deildinni i
knattspyrnu á laugardaginn.
Leiknum lauk með jafntefli 1-1
og máttu Eyjamenn teljast vera
nokkuð heppnir að hljóta annað
stigið úr þeirri viðureign.
Fyrstu hornspyrnu leiksins
fengu Framarar á 11. min leiks-
ins en litill árangur var af henni,
en það var siðan upp úr einni
slikri, sem kom stuttu siðar að
Framarar skoruðu mark sitt.
Guðmundur Steinsson tók horn-
spyrnu fyrir Fram og gaf vel fyrir
markið, boltinn fór i varnarmann
Vestmannaeyjaliðsins og af hon-
um út til Guðmundar Torfasonar
sem skaut viðstöðulausu skoti i
hornið og átti Páll Pálmason
markvörður ekki möguleika á þvi
að verja skot hans.
Framarar réðu lögum og lofum
á vellinum i fyrri hálfleik og bolt-
inn gekk oft stutt á milli manna
en samt gekk Frömurum
erfiðlega að komast i gegn um
vörn ÍBV enda nánast flestir
Vestmannaeyingarnir i vörn
þrátt fyrir að þeir léku undan
vindinum.
Af og til reyndu Vestmannaey-
ingarnir skyndisóknir og úr einni
slikri munaði litlu að þeim tækist
að jafna.
Löng sending var þá gefin inn i
vitateiginn til Sigurláss Þorleifs-
sonar sem var á auðum sjó en
hann náði illa til boltans og skot
hans fór framhjá.
Pétur Ormslev Fram fékk
slæmt spark og varð að yfirgefa
völlinn og veikti það mikið sókn
Framara.
Dæmið snérist við i seinni hálf-
leik og þá voru það Eyjamenn
sem sóttu en þó án þess að skapa
sér veruleg marktækifæri, en þó
var langt að biða þess að þeim
tækist að jafna.
A 62. min sóttu Eyjamenn
þungt á vörn Fram og m.a. bjarg-
aði Marteinn Geirsson á linu, upp
úr þessari sókn skoraði Kári
Þorleifsson jöfnunar mark Eyja-
manna 1-1.
Eftir þetta fóru félögin sér frek
ar rólega virtust bæði sætta si;
við jafntefli, en þó var Martein:
Geirsson færður i fremstu viglin
og litlu munaði að honum tækis
að skora mark er skot hans leni
ofan á þverslánni og afturfyrii
Aðeins nokkrum min. fyri
leikslok skoruðu Eyjamenn mar
en þaö var dæmt af vegna rang
stöðu.
Litið er hægt að dæma frammi
stöðu einstakra leikmanna a
þessum leik, sem leikinn var vii
erfiðar aðstæður og i þokkabót i
mölinni.
röp
Sanngjarn sigur hjá KR
— sigruðu FH 2-0 11. deildinni á Melavellinum
■ KR-ingar unnu sanngjarnan
sigur 2-0 á FH-ingum i tslands-
mótinu i knattspyrnu á Melavell-
inum á sunnudagskvöldiö.
FH-ingar léku undan strekk-
ingsvindi i fyrri hálfleik og gekk
þeim erfiölega aðhemja knöttinn,
litlu munaði þó að þeim tækist að
ná forystunni I leiknum.
Magnús Stefánsson sem komið
haföi inn á sem varamaöur i staö
Viðars Halldórssonar skaut miklu
þrumuskoti af 45 m færi og fór
boltinn i stöng og yfir markið,
sannkallað draumaskot.
En KR-ingum virtist ganga bet-
ur að hemja boltann á móti vind-
inum og það litla spil sem sást i
leiknum kom frá þeim.
Fyrra mark KR kom rétt undir
lok fyrri hálfleiks Sverrir Her-
bertsson fékk þá boltann út á
hægri kantinn og gaf hann siðan
góða sendingu fyrir markiö sem
rataði beint á höfuð Öskars Ingi-
marssonar sem skallaði boltann I
markið.
Stuttu síðar munaöi litlu aö
KR-ingum tækist að bæta ööru
marki viö, Atla Þór Héöinssyni,
sem lék sinn fyrsta leik meö KR
eftir dvölina ytra var þá brugðið
rétt utan við vitateig FH.
Sævar Sigurðsson dómari
dæmdi aukaspyrnu sem Óskar
Ingimundarson tók en Hregg-
viður Agútsson markvörður FH
varöi skot hans glæsilega.
Siðara mark KR kom á 62. min
siöari hálfleiks. Atli Þór Héðins-
son gaf þá góða sendingu inn i
teiginn til Sverris Herbertssonar
sem var á auöum sjó.
Hreggviður varði skot Sverris
sem aftur skaut og enn varði
Hreggviður og loks i þriöju til-
raun tókst Sverri aö skora enda lá
Hreggviður kylliflatur.
Ekki er hægt að kenna Hregg-
viði hvernig fór, heldur var vörn
FH gjörsamlega heillum horfin.
KR-ingar voru mun betri aðil-
■ Lárus Guðmundsson tryggði
landsliðinu sigur i leiknum gegn
pressuliðinu á Melavellinum i
gærkvöldi er hann skoraði eina
mark leiksins á 32. min fyrri hálf-
leiks.
Lárus komst á milli tveggja
inn i leiknum eins og áður sagöi
kom allt spil sem i honum var frá
KR, oftast spilaö frá aftasta
manni i vörn og i átt að marki
andstæðinganna, en oft tókst þó
FH-ingum að stööva þaö á eigin
vallarhelmingi KR-inga.
KR fékk gulliö tækifæri til þess
aö bæta þriöja marki sinu viö er
Vilhelm Fredrikssen sem kom
inn á sem varamaöur var kominn
einn upp að marki FH en Hregg-
viöur markvörður FH varði
glæsilega frá honum.
Þrátt fyrir aö FH tapaði leikn-
um var oft á tiðum mikil barátta I
liðinu en litiö var um samspil að
ræöa af þeirra hálfu.
varnarmanna pressuliðsins og
skoraði frekar auðveldlega.
Sigurlandsliðsins i leiknum var
ekki fyllilega veröskuldaður þvi
pressuliðiö átti mun fleiri tæki-
færi. Þrivegis virtist betra fyrir
sóknarmenn pressunnar að skora
Þeirra besti maður I leiknum
var Hreggviður Agústsson korn-
ungur markvöröur sem kom til
FH frá Vestmannaeyjum.
Enginn vafi er á því að KR-ing-
arnir verða sterkir i sumar ef mið
er tekið af leiknum gegn FH, þar
sem aðstæður voru ekki upp á það
besta sem gerist.
KR-ingarnir eru nú farnir að
spila meira saman og hafa lagt
frá sér þessa stórkarlaknatt-
spyrnu sem hefur einkennt
félagið undanfarin ár.
Ottó Guðmundsson var traustur
fyrir I vörninni og Sæbjörn Guð-
mundsson var sterkur leikmaður
sem vex meö hverjum leik. röp-
en alltaf brást þeim bogalistin.
Leikurinn var oft á tiðum
skemmtilega leikinn og samspil
sást oft hjá báðum liðum, enda
var veður hið ákjósanlegasta til
knattspyrnukappleiks.
Pressan átti færin
— en landsliðið skoraði eina mark leiksins
„Jogg” skör
Margar gerðir.
Verð frá kr: 276.- til 366.50
Ódvrir skór
Leðurfótboltaskór
Stærðir: 38 - 44
Verð kr. 91.50
Nylon æfingaskór
Litir: ijdsbrúnt og blátt
Stærðir: 34 - 39
Verð kr. 117.-
Stærðir: 40 - 45
Verð kr. 122.50
Póstsendum
Sportvöruverslun
Ingólfs
Oskarssonar
Klapparstig 44 —Sími 117X3*'
Hvítir leðurskór Bláir
m/ blárri rönd rússkinsskór
Stærðir: 3 - 10 Stærðir:
Verö kr. 19CT,- 5 - 10 1/2
Verð kr. 190.-
Bláir æfingaskór
léttir og sterkir
Stærðir: 4 - 11
Verð kr. 255.-
Fótboltaskór
með föstum iökkum
Stærðir: 3-12
Verð kr. 256.-
Hinir frábæru Stenzel skór
Litur: hvftir m/svartri rönd
Stærðir: 5 - 10 1/2
Verö kr. 287- '
Fótboltaskór
ineð skrúfuðum tökkum
Stærðir: 3 1/2-8 1/2
Verð kr. 274-
Margar gerðir
Verð frá kr. 238.