Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 4
stuttar fréttir
mk
TEI
■■■líliWí
&
■ Grundarf jörOur: VertfOin var iéleg og markaOi þaö atvinnu-
ástandiO.
Vertidin brást
við Breiðafjörð
GRUNDARFJÖRÐUR: „At-
vinnuástandið hér hefur
nokkuð markast af þvi að
vertfðin hefur verið sérstak-
lega léleg. Mun minna heíur
aflast hjá okkur nú en i fyrra
og mun minna en hefur verið á
öðrum stöðum á landinu”,
sagði Guðmundur Ösvaldsson,
sveitarstjóri á Grundarfirði, i
viðtali við Timann.
„Þennan mun má sjá af
þvi”, sagði Guðmundur, ,,að i
lok april i fyrra voru komin á
land hér fimm þúsund niu
hundruð og fimm tonn. Þann
25. april i ár voru komin fjögur
þúsund eitt hundrað og sextiu
tonn á land.
Það má segja að vertiðin
hafi algerlega brugðist hér við
Breiðafjörð nú i ár. Það hefur
að visu ekki haft i för með sér
atvinnueysi enn sem komið er,
en hins vegar hefur atvinna
verið mun minni en fólk reikn-
aði með.”
— HV
Þrjár íbúðir
en 29 umsóknir,
PATREKSFJÖRÐUR: „Þeg-
ar við auglýstum þessar
sex ibúðir, sem nú er verið að
byrja á hjá okkur, bárust
tuttugu og niu umsóknir um
þær. Það er þvi ljóst að við
hljótum að halda áfram bygg-
ingu eftir lögunum um verka-
mannabústaði, en það er allt i
athugun nú”, sagði Úlfar
Thoroddsen, sveitarstjóri á
Patreksfirði, i viðtali við
Timann.
„Þetta eru þrjár ibúðir
samkvæmt gamla sölu- og
leiguibúðakerfinu”, sagði úlf-
ar ennfremur, „og svo þrjár
eftir lögunum um verka-
mannabústaði. Undanfarin ár
höfum við byggt einar f jórtán
sölu- og leiguibúðir, sem allar
eru nú komnar i notkun.
Þessar þrjár siðustu af þeim
og þrjár fyrstu verkamanna-
bústaðaibúðir, eiga
samkvæmt samningum að
verða tilbúnar um mitt næsta
ár.”
Að sögn Úlfars var tilboðs-
verð á hverja ibúð um fjögur
hundruð og tuttugu þúsund
krónur, en þá á eftir að bæta
við hönnunarkostnaði og ýms-
um kostnaði á byggingartima.
Stærð ibúða er um hundrað
fermetrar.
— HV
Nýtt
íþróttahús
GRUNDARFJÖRÐUR:
Framkvæmdir verða hafnar
við nýtt iþróttahús á Grundar-
firði i sumar og er reiknað
með að húsið komist i gagnið
innan þriggja ára.
Að sögn Guðmundar
Ósvaldssonar, sveitarstjóra á
Grundarfirði.erbygging þessi
löngu timabær, þar sem að-
stöðu til iþróttakennslu i skól-
um á Grundarfirði hefur
algerlega skort til þessa, auk
þess að Grundarf jörður sé nú
eina þéttbýlissvæðið á
Snæfellsnesi, sem ekki hafi
iþróttahús til afnota.
Húsið verður byggt við bún-
ingshús það, sem reist hefur
verið við sundlaugina á
Grundarfirði, en það er úti-
laug, tekin i notkun fyrir fimm
árum.
Að sögn Guðmundar verður
þetta nokkuð stór bygging,
þótt salurinn nái þvi ekki að
verða löglegur keppnissalur.
A þessu ári verða lagðar um
átta hundruð þúsund krónur i
iþróttahússby gginguna.
— HV
Heilsugæslu-
stöd að verða
tilbúin
PATREKSFJÖRÐUR: Hús
heilsugæslustöðvarinnar, sem
sveitarfélög V-Barða-
strandarsýslu eru að byggja á
Patreksfirði, er nú tilbúið til
notkunar og aðeins eftir að
búa það tækjum. Verður fyrsti
hluti heilsugæslustöðvarinnar
væntanlega tekinn i notkun á
næsta ári og er búist við að það
verði þvottahús, kapella, lik-
stofa og setustofa fyrir þá sem
sækja þjónustu til heilsu-
gæslustöðvarinnar, svo og
heilsugæsluþjónusta að
einhverju leyti.
Að sögn Úlfars Thoroddsen,
sveitarstjóra á Patreksfirði,
stendur nú mest á lyftu, sem
tengirsaman tvær hæðir húss-
ins, en hún verður ekki tilbúin
fyrr en seint á þessu ári.
Aætlað er að kostnaður við
að búa heilsugæsluna tækjum,
verði töluvert á fjórðu milljón
króna. Er þá miðað við tækja-
lista, sem settur var upp eftir
óskum væntanlegs starfsliðs.
A þessu ári fást ein milljón og
þrjú hundruð þúsund krónur
til tækjakaupa. Fer um
helmingur af þvi i kaup á lyft-
unni, en jafnframt verður
hægt að kaupa tæki til þvotta-
húss og eitthvað fleira.
Úlfar Thoroddsen sagði að
heilsugæslán væri nú rekin við
ákaflega lélegar aðstæður i
gamla sjúkrahúsinu á
Patreksfirði. _ (jy
Breikka
innsiglingu
um 20 metra
PATREKSFJÖRÐUR: „Við
verðum með þónokkrar hafn-
arframkvæmdir hér i sumar,
þar sem er dýpkun og breikk-
un innsiglingarrennu og dýpk-
un við veiðlegukanta. Það eru
um fjögur hundruð þúsund
króna sem við höfum til þess-
ara verkefna. Innsiglingin
hefur verið mjög þröng,
aðeins um tuttugu metra
breið, en nú verður hún
breikkuð í fjörtiu metra”
sagði Úlfar Thoroddsen,
sveitarstjóri á Patreksfirði, i
viðtali við Timann.
„Þetta verk hefur verið
unnið af stórum krana, sem
Hafnarmálastofnun rikisins
á”, sagði Úlfar ennfremur,
„en áætlað er að Grettir komi
og ljúki verkinu, eða.snurfusi*
það.”
— HV
Þriðjudagur 12. mai 1981
Lífeyrissjódur verslunarmanna:
HELMINGS FÆKKUN
A LANSUMSÖKNUM
■ „Svo virðist sem margir hafi
fyrst áttað sig á hvað um var að
vera þegar fyrstu greiðslutil-
kynningarnar um afborganir af
verðtryggðu lánunum voru
sendar út snemma árs 1980, —
þegar fólk sá allt i einu svart á
hvitu, — og það fór að spyrjast út
— að 3ja millj. kr. lán var komið
upp i 4,5 millj. kr. árið eftir”
Þetta sagði Pétur Blöndal,
forstjóri Lifeyrissjóðs Verslunar-
manna, þegar hann var spurður
um ástæður þess að lánsumsóknir
frá sjóðnum hrapa svo snögglega
niður um mitt ár 1980.
Munstur lánsumsóknanna er
ákaflega svipað 1976, ’77 og ’78,
eða þar til sjóðurinn hóf veitingu
verðtryggðu viðbótarlánanna i
ársbyrjun 1979, er umsóknum
fjölgar snögglega um helming.
Pétur sagði reynsluna siðan hafa
leittiljós aðþað taki um tvö ár að
stöðva lántökuáráttu íslendinga.
Hin mikla eftirspurn i byrjun
hafi átt ýmsar orsakir. Sumir hafi
verið i feiknarlegum kröggum,
aðrir nánast tekið lán af þvi þeir
áttu þess kost.
Pétur sagði greiðslubyrðina af
25 ára lánunum raunverulega
litla og nefndi dæmi til staðfest-
ingar. Af t.d. 30 millj. kr láni fyrir
ári — sem þá hefði nægt til stað-
greiðslu á góðri ibúð án annarra
lána — myndi þurfa að greiða um
27 þús. kr. nú i ár. Það samsvar-
aði um 2.250 kr. á mánuði, sem
væri litið meira en húsaleiga.
Með slikum lánsmöguleikum
hjá lifeyrissjóðunum — eða enn
frekar hjá bankakerfinu ef hér
væri eðlilegur og heilbrigður
lánamarkaður — þyrfti fólk ekki
að flýja á náðir verkamanna-
bústaða, sem enginn sé raunveru-
lega ánægður með. Nú væri fjár-
magninu hinsvegar stýrt yfir i
verkamannabústaðina með þvi
að þvinga lifeyrissjóðina og
banka til að kaupa skuldabréf af
opinberu lánasjóðunum fyrir
stórar upphæðir, þótt fólkið gæti
mikið betur ráðið við þetta sjálft
ef það fengi lánin beint.
— HEI
■ Mannsöfnuðurinn fyrir framan breska sendiráðið. Tfmamynd: Róbert
Utifundur tjl
studnings írum
■ útifundur til minningar um
Bobby Sands og til stuðnings
frelsisbaráttu Ira, var haldinn
fyrir utan breska sendiráðið sl.
laugardag. Arni Bergmann flutti
ræðu á fundinum, Keltar spiluðu
og sungu og fleira var á dagskrá.
Á fundinum var samþykkt yfir-
lýsing þar sem segir m.a.: „Við
krefjumst þess að kröfur fang-
anna verði uppfylltar, en þær
eru:
—■ Réttur til að klæðast eigin föt-
um.
— Réttur til að taka ekki þátt i
fangelsisvinnu.
— Réttur til frjálsra samskipta
sin á milli og til að skipuleggja
eigin menntun og tómstunda-
starf.
Sukksamt
í Reykjavík
á lokadaginn
■ Veruleg ölvun var i Reykjavik
um helgina og voru 19 manns
teknir vegna ölvunar við akstur
frá föstudagskvöldi og fram til
mánudagsmorguns. Engin slys
munu hafa hlotist af þessum
akstri hinna ölvuðu, en i einu
dæmi hafði bil verið stolið. Eink-
um var sukksamt aðfaranótt
laugardags og urðu margir að
gista fangageymslur lögreglunn-
ar. —AM
— Réttur til að fá eina heimsókn,
eitt bréf og einn böggul á viku!
— Eðlileg sakaruppgjöf vegna
góðrar hegðunar, en þeim rétti
hafa fangar verið sviptir.
■ Astæðan fyrir þvi að Landsim-
inn hætti morse-sendingum á
fréttum til skipa var sú að siminn
fékk ekki greidd fyrir þessar
sendingar þau gjöld sem hann
krafðist, fyrst af rikisútvarpinu
en siðan af útgerðaraðilum skip-
anna.
Rikisútvarpið taldi það ekki i
sinum verkahring að greiða há
gjöld fyrir sendingarnar, en út-
varpið hafði um árabil borið
kostnað við að senda fréttirnar
með telexskeytum til Gufuness.
Innheimta Landsimans hjá út-
gerðaraðilum gekk illa.
Við krefjumst þess að pólitiskir
fangar á N-írlandi fái öll þau rétt-
indisem þeim ber, skv. alþjóðleg-
um samþykktum”.
Þetta kom fram i svari Ingvars
Gislasonar við fyrirspurn Péturs
Sigurðssonar á Alþingi i gær.
Ingvar lagði áherslu á að fullur
vilji væri hjá rikisútvarpinu að
aftur yrðu teknar upp morse-
sendingar frétta, en útvarpið væri
ekki i stakk búið fjárhagslega til
að bera af þvi stóraukinn kostnað.
Útvarpið heldur nú uppi stutt-
bylgjuútsendingum frétta til
skipa, en þær ná ekki eins viða og
morsesendingarnar. Kostnaður
útvarpsins er 2svar til 3svar sinn-
um meiri með þessu fyrirkomu-
lagi en hinu fyrra. —JSG
—AB
Morse-fréttir til skipa:
Ágreiningur um
kostnad stöðv-
aði utsendingar