Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. mai 1981
fréttir
5
Frumvarp til laga um raforkuver:
FRAMKVÆMDIR SKARIST
í FUÓTSDAL OG BLÖNDU
Raforkuframleidsla í landinu rúmlega tvöfaldist á næstu 10 - 15 árum
■ „Rikisstjórninni er heimilt að semja við Landsvirkjun um að reisa
og reka...
— Virkjun við Blöndu i Blöndudai (Blönduvirkjun), með allt að 180
MW afli
— Virkjun við Jökulsá i Fljótsdal (Fljótsdalsvirkjun) með alit að 330
MW afli
— Virkjun Héraðsvatna við Villinganes (Villinganesvirkjun), með
allt að 40 MW afli.
Á sama hátt getur ríkisstjórnin heimilað Landsvirkjun:
— Aðstækka Hrauneyjafossvirkjun i allt að 210MW afl
— Aðgera ráðstafanir sem nauðsynlegar þykja til að tryggja rekstur
orkuveranna á Þjórsársvæðinu og koma vinnslugetu þeirra i eðlilegt
horf, m.a. með Kvislveitu, stækkun Þórismiðlunar og stlflu viö Sultar-
tanga.
— Að virkja á ármótum Þjórsár og Tungnaár við Sultartanga
(Sultartangavirkjun), með allt að 130 MW afli”.
Þetta var hluti 1. greinar frum-
varps til laga um raforkuver, sem
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra lagði fram á Alþingi i
gær.
I fyrstu greininni er jafnframt
gert ráð fyrir heimild til
virkjunar jarðvarma, allt að 50
MW afls svo og fyrir heimild til að
reisa vararafstöðvar allt að 50
MW afls. i frumvarpinu er ekki
kveðið á um framkvæmdaröð, en
tekið fram að Alþingi skuli stað-
festa ákvarðanir rikisstjórnar-
innar þar að lútandi.
Heimildir til lántöku virkjunar-
aðila, allt að 2000 milljónum
króna eru nefndar í frumvarpinu.
i greinargerðinni kemur fram
að gert er ráð fyrir þvi að sem
fyrst verði hafist handa við að
auka orkuvinnslugetu raforku-
kerfisins með vatnaveitum við
Þórisvatn og gerð stiflu við
Sultartanga. Kæmu slikar að-
gerðir til framkvæmda i áföngum
næstu 4 til 5 árin.
Framkvæmdir við
Blöndu- og Fljótsdals-
virkjun skarist
Miðað er við það að þótt
ákvörðun um hvar næsta stór-
virkjun skal risa verði undirbún-
ingi vegna Blönduvirkjunar og
Fljótsdalsvirkjunar lokið sem
fyrst og að framkvæmdir við þær
skarist nokkuð.
Rikisstjórnin mun þvi beita sér
fyrir þvi að: hraðað verði verk-
hönnun við Blönduvirkjun, rann-
sóknum vegna Fljótsdalsvirkjun-
ar verði lokið og verkhönnun haf-
in, hafnar verði tilraunir með
uppgræðslu á virkjunarsvæði
Blöndu og samhliða þessu verði
leitast við að ná sem fyrst
samningum við hagsmunaaðila
vegna Blönduvirkjunar.
Segir i greinagerðinni að með
þessu verði það tryggt að ekki
verði tafir á undirbúningi næstu
vatnsaflsvirkjunar.
Hrauneyjafossvirkjun
I greinargerðinni sem fylgir
frumvarpinu segir að aðstæður i
raforkukerfinu bendi til að þörf
verði á 3. aflvélinni við Hraun-
eyjafoss 1983. Afla þurfi laga-
heimildar fyrir slikri stækkun, en
með henni yrði virkjunin með 210
MW afl.
Kvislaveita
Þá segir að Kvislaveita sé álit-
legur þáttur i heildarnýtingu orku
á vatnasviði Þjórsár. Til þess að
slik veita komi að fullum notum
veröi að auki miðlunarrými i
Þórisvatni verulega.
Blönduvirkjun 20% hag-
kvæmari
Orkuvinnslugeta Blöndu-
virkjunar i samrekstri við núver-
andi landskerfi að viðbættri
Hrauneyjafossvirkjun og stiflu á
Sultartanga yrði nálægt 790
GWh/ári. Uppsett afl er áætlað
2x80 MW eða samtals 160 MW.
Svarar það til tæplega 5000
nýtingarstunda á ári.
Stofnkostnaður Blönduvirkjun-
ar hefur verið áætlaður 774.3
milljónir króna miðað við verðlag
i desember 1980 (skráð i nýkrón-
um), en þaðer rúmlega 20% hag-
kvæmara þegar kostnaður við
framleiðslu kilówattstundar á ári
er hafður i huga en kostnaður við
Fljótsdalsvirkjun. Undirbúnings-
rannsóknum fyrir Blönduvirkjun
er nú lokið.
■ Hjörleifur Guttormsson iön-
áðarráöherra kynnti fréttamönn-
um frumvarp sitt til laga um raf-
orkuver, á blaðamannafundi i
gær.
Timamynd — Róbert
Fljótsdalsvirkjun
Gert er ráð fyrir þvi að Fljóts-
dalsvirkjun yrði reist i tveimur
áföngum. Fyrst yrðu virkjuð rúm
200 MW, og i seinni áfanganum
tæp 100 MW. Orkuvinnslugeta
virkjunarinnar er talin 1450
GWh/ári.
Uppsett afl er fyrirhugaö 290
MW miðað við 5000 nýtingar-
stundir á ári. Stofnkostnaður
virkjunarinnar er áætlaður 1761.6
milljónir króna miðað við verðlag
i desember 1980 (skráð i nýkrón-
um). Taliö er aðgengilegt að
byggja virkjunina i tveimur
áföngum. Undirbúningsrann-
sóknir fyrir verkhönnun eru langt
komnar. Aætlað er að ljúka þeim i
sumar.
Sultartangavirkjun
Við virkjunina er gert ráð fyrir
tveimur vélasamstæðum, sam-
tals 120 MW. Orkuvinnslugeta er
áætluð 770 GWh/ári.
Stofnkostnaður er áætlaður 1086
milljónir króna miðað við verðlag
i desember sl. (skráð i nýkrón-
um). Verkhönnun er þvi sem næst
lokið. Alls gerir frumvarpið ráö
fyrirþviaðvirkjanir þær sem þar
eru tilgreindar, framleiði samtals
720 megawött, en nú eru fram-
leidd 542 megawött, þannig aö
um meira en tvöföldun raforku-
framleiðslu i landinu á þessu
timabili yrði að ræða.
—AB
Samanburður á orkuspá og hugsanlegn orkuvinnslugetu 1981—1991.
Orkuvinnslu- Orku- Mis- Uppsett
Ár geta GWh spá GWh munur GWh afl MW
1980 Landskcrfid (Krafla = 40 GWh) 3140 3275 _ 135 528
1981 Viðbót: Hrauneyjafossv. I (60 d.) 100 GWh
— Kvíslaveita 70 — 3310 3407 - 97 598
1982 Viðbót: Hrauneyjafossv. I (70 MW.) 400 —
— Hrauneyjafossv. II (70 MW.) 300 GWh 668
— Kvíslaveita 10 —
— Sultartangastífla 15 — 4035 3540 + 495
1983 Viðbót: Hrauneyjafossv. II 50 —
— Kvíslaveita 40 —
— Sultartangastífla 135 — 4260 3673 + 587
1984 Viðbót: Hrauneyjafossv. III (70 MW.) 50 —
— Kvíslaveita 40 — 4350 3803 + 547 738
1985 Viðbót: Kvíslaveita 15 — 4365 3932 + 433
1986 Viðbót: Kvíslaveita1) 140 — 4505 4058 + 447
1986/87 Viðbót: NývirkjunJ) (FDV I/BLV) (80 MW) 390 — 4895 4182 + 713 818
1987/88 Viðbót: — — (80 MW) 390 — 5285 4307 + 987 898
1988/89 Viðbót: — — (80 MW) 390 — 5675 4424 + 1251 978
1989/90 Viðbót: — — (80 MW) 390 —■ 6065 4540 + 1525 1058
1990/91 Viðbót: — — (80 MW) 390 — 6455 4658 + 1797 1138
‘) Auk þess mismunar sem hér að ofan kemur fram eru uppi áætlanir um lúkningu Kröfluvirkjunar, sem
gefa mundi allt að 350 G Wh/ári aukningu og um aukningu hórisvatnsmiðlunar með dýpkun og hækkun
sem gefa myndi allt að 350 GWh/ári.
3) Meðaltalstölur á afli og orku frá fyrri áfanga Fljótsdalsvirkjunar og Blönduvirkjunar.
■ Eitt af fylgiskjölum frumvarpsins um raforkuver var „Saman-
burður á orkuspá og hugsanlegri orkuvinnslugetu 1981-1991”.
Eins og sjá má, erum við ncikvæð um 97 GWh á þessu ári, en 1991
þegar reiknað er með að Blönduvirkjun og fyrri áfangi Fljótsdalsvirkj-
unar séu komin I notkun, er þvf spáð að afgangsorka okkar verði 1797
GWh.
Utanríkisráðherra í umræðu um skýrslu sína á Alþingi:
Horfur alvarlegri en verið
ff
hefur um langt skeið”
■ // Um þessar mundir eru
margar og dökkar blikur á
lofti í alþjóðamálum/ og
óvíst hvenær úr því
skýjaþykkni greiðist.
Horfurnar eru alvarlegri
nú en verið hefur um langt
skeið. Á siðastliðnu ári
hefur því miður lítt eða
ekki þokast til réttrar átt-
ar. Menn hafa þó enn ekki
gefið upp vonina.." Þetta
sagði ólafur Jóhannesson/
utanrikisráðherra/ er hann
hof umræðu um skýrslu
sína til Alþingis á fundi f
Sameinuðu þingi í gær.
Ólafur nefndi i ræðu sinni að
sjálfsagt væri að svara bréfi þvi
sem Breznev sendi Gunnari
Thorodden fyrir skömmu, og
kanna hver alvara lægi að baki
þvi.
Ólafur sagði að siðasti fundur
Hafréttarráðstefnunnar hefði
valdið vonbrigðum. Vonlaust
væri að niðurstaða næðist ' á
fundinum i ágúst, sem virtist til-
gangslftill. Orslita yrði að biða til
næsta árs. Hann sagði að vænta
mætti tillagna frá Jan Mayen
nefndinni um miðjan þennan
mánuð.
Benedikt Gröndal varpaði I
sinni ræðu fram þeirri hugmynd
að rikið beitti fjórðungs-
eignarhluta sinum i Islenskum
Aðalverktökum, sem orðið hefðu
„vellauðugir” á framkvæmdum á
Keflavfkurflugvelli, til að byggja
iðngarða á tollfriu svæði á flug-
vallarsvæðinu. Þá lét Benedikt i
ljós ótta um að Alþýðubandalagið
gæti hafnað þvi að Bandarikja-
menn sendu aukið herlið hingað á
hættutimum vegna leynisamn-
ingsins.
Svavar Gestsson kvað það álit
erlendra sérfræðinga að á
tveimur stöðum i Evrópu væri
árásarhættan mest: á Reykja-
nesskaganum á Islandi og i
Múrmansk i Sovétrikjunum.
Ennfremur tóku þátt i umræð-
unum Geir Hallgrimsson, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson, og
Friðjón Þórðarson, en umræðan
stóð fram eftir kvöldi.
—JSG.
■ Ólafur Jóhannesson, utan-
ríkisráðherra.
Nær drukknuð í sundlaug
■ Sjö ára gömul stúlka var
komin að drukknun i sundlaug
barnaskólans að Laugum i
Hvammshreppi i Dalasýslu um
hádegisbilið i gær. Voru gerðar
lifgunartilraunir á henni er hún
náðistá þurrt og mun hún hafa
komist til meðvitundar.
Leitað var aðstoðar Land-
helgisgæslunnar og send þyrla
vestur um kl. 12.40 i gær. Lenti
hún við Borgarspitalann kl.
15.53 með stúlkuna. Skólastjóri
að Laugum og Slysadeild Borg-
arspitala vörðustallra fregna af
nánari aðdraganda slyssins og
liðan stúlkunnar i gær.
—AM.
Eldur frá
logandi kerti
læsti sig
í rúmfötin
■ Eldur kom upp i húsinu
að Grjótagötu 14 B, er
kviknaði iherbergi í risi þess
kl. 11 á sunnudagsmorgun.
Tókst skjótlega að ráða
niðurlögum eldsins og urðu
engar skemmdir, nema i
þessu eina herbergi.
I þessu húsi haf a einir átta
einstaklingar herbergi á
vegum Félagsmálastofn-
unar. Eldurinn mun hafa
kviknað á þann hátt að log-
andi kerti stóð of nærri rúmi
i herberginu og læsti sig i
rúmfötin. —AM.
Úrskuröar-
nefndin
■ Hæstiréttur tilnefndi i gær
menn i úrskurðarnefnd vegna
deilunnar um starfsaldurslista
flugmanna og er nefndin skipuð
sem hér segir skv. upplýsingum
Björns Helgasonar, hæstaréttar-
ritara, í gær: Guðmundur Jóns-
son, borgardómari, formaður,
Bárður Danielsson, verkfræðing-
ur og dr. Guðmundur Magnússon,
háskólarektor. —AM.