Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 11
■ Lerkigrein ■ Sjá barrnála-
skúfana.
■ Skógarfura með könglum —
Fræplanta efst t.v.
Barrtré í gördum
■ Greni, fura og lerki eru að
veröa algeng I göröum. Sérkenni
þeirra eru barrnálarnar, þ.e. hin
mjóu, stinnu harpixriku blöö.
Lerkiö fellir barriö á haustin, en
hin eru slgræn og lifa barrnálar
þeirra svo árum skiptir, endur-
nýjast smám saman, en ekki i
einu.
Lerkiö ber nálar i smáknippum
og þær eru mýkri en á furu og
greni. Furan sýnist loönari en
greniö, þvi aö nálar hennar eru
mun lengri.
Flestir barrviöir eru hávaxin
tré meö beinan bol og keiiulaga
limkrónu. Hér er þó einir aöeins
smárunni.
Berum saman furu og
greni.
Greinakerfi beggja er mjög
reglulegt, hver greinakransinn
upp af öörum eins og augljóst er á
greni, og ungum furuhrislum.
Hliöarbrum, sem veröur aö
greinum, myndast I efstu blað-
öxlum fyrir neöan toppbrumiö.
Topphæöarvöxtur furunnar stöðv
ast oft meö aldrinum og lim-
krónan tekur aö breiöast út likt
og hjálmur eöa sveipur.
Furuskógur er opnari og ekki
eins dimmur og greniskógur,
enda þarf furan meiri birtu. Ræt-
ur furu og grenis eru allólikar og
er ræktunarmönnum vert aö gefa
þvi gaum. Rót furu er öflug og
gengur djúpt i jörö likt og hæll
(sjá mynd). Rætur grenis breiö-
ast aftur á móti meira út til hliö-
anna og vaxa ekki eins djúpt.
Enda þolir greni ekki eins vel
hvassviðri og flestar furutegund-
ir. Helst er þaö stafafuran sem
stundum veltur af furutegundum.
Geta skal og þess, aö fjallafuru-
rætur þurfa ekki djúpan jaröveg
og breiöastmeira út en rætur ann-
arra furutegunda. Gróöursetn-
ingu furu þarf aö vanda sérstak-
lega. Hin langa stólparót má ekki
bögglast i gróðursetningu, og
varasamt er einnig aö skeröa
hana, ella kemur kyrkingur i
plönturnar. Þykir ráölegast aö
gróöursetja litlar furuplöntur af
þessum orsökum. Stórar furu-
plöntur misfarast iöulega viö
gróöursetningu. Hafiö þetta hug-
fast.
Barrplöntur til gróðursetningar
eru oft seldar meö hnaus og biöa
þá ekki hnekki viö gróöursetn-
ingu, ef rétt er aö fariö, og hægt er
aö gróöursetja lengri tima en
ella. En gætiö aö einu. Hnausinn
má ekki ofþorna og á jafnan aö
vera rakur þegar gróöursett er.
Athugið þaö. Ef moldarkökkurinn
ofþornar veröur hann haröur.
rætur skemmast og eiga erfitt
meö aö vaxa út úr honum.
Ýmsar fleiri plöntur eru seldar
með hnaus eöa f pottum til gróð-
ursetningar. Góöur pottur er úr
efni sem leysist upp i jaröveg-
inum, eöa rætur vaxa auöveld-
lega I gegnum. En muniö aö
halda nægum raka á plöntunum
allan timann. Þrýstiö moldinni
fast aö við gróðursetningu.
Plantan á aö þola talsvert átak án
þess aö losna. Ef of lauslega er
gróöursett, hættir rótum viö of-
þornun, og þær losna enn meir og
skakast til i stormi.
Ýmsar tegundir eru I ræktun,
bæöi af furu og greni. Stafafuraer
nú gróöursett langmest furuteg-
unda. Hún vex fremur fljótt og
veröur bæöi há og umfangsmikil
meö aldrinum.
Fjallafura hæfir vel i litlum
göröum og þar sem jarövegur er
fremur grunnur og grýttur.
Bergfura er beinvaxiö ein-
stofna afbrigði fjallafurunnar.
Sum afbrigöi fjallafuru eru reglu-
legar dvergfurur, hentugar á lit-
inn grasflöt t.d. Má nefna af-
brigöin: Pinus Mugo var. Pumilo,
sem veröur varla meira en 1
metri á hæö, og Pinus mugo var.
mughus, sem getur oröiö tveggja
til þriggja metra hár runni. Norö-
menn rækta mikiö þessa furu-
garörunna, m.a. á klappir og i
steinhæðir.
Þéttgreinóttir, sigrænir
„loönir” fururunnar hæfa viöa
vel.
Af grenitegundum eru aöallega
ræktuö sitkagreni og rauögreni-i
Reykjavik, nær eingöngu sitká-
greni, en rauögreni meira á
Akureyri og Hallormsstaö. Hvers
vegna?
Sitkagreni er strandtré, þarf
rakt loft og þolir prýöilega haf-
vinda og særok. Það hæfir þvi vel
út viö ströndina.
Rauögreniö er fremur megin-
landstré, þolir illa salta hafvinda
og þrifst hér best inn til dala og
viö fjaröarbotna. Báöar tegundir-
nar geta oröiö stór tré. Lerkið vex
best á svipuöum slóöum og rauö-
greniö.
A Hallormsstað er hinn stóri
lerkilundur, kenndur viö Guttorm
skógarvörö, landsfrægur. Lerkiö
er ekki eins vandlátt aö jarövegi
og rauögreniö, þrifst jafnvel á
ófrjóum holtum eins og furan.
En á næðingssömum stööum út
við strendur hæfir sitkagreni
best.
Litum á myndirnar. Skógar-
furugreinin sýnir helstu einkenni
furutegunda. Barrnálar langar og
sitja tvær saman i hreistur-
kenndu sliöri.
Köngla þekkja margir sem
jólaskraut, þaö eru kvenkönglar
meö trénuöum fræblööum. A
hverju fræblaði sitja tvö egg, sem
veröa aö fræjum eftir
frjóvgunina, en mikiö fingert gult
frjóduft myndast i karlkönglun-
um. Þeir tréna ekki og falla. Sér-
mynd sýnir egg á fræblaöi. önn-
ur sérmynd (efst t.v.) er af ungri
fræplöntu og sýnir vel hina löngu
stólparót.
Geta má þess, aö á sumum
suðrænum furutegundum, t.d.
broddfurur o.fl. eru 5 nálar i
knippi.
Broddfuran er talin veröa allra
trjáa elst, jafnvel 4-5 þúsund ára.
Vex i Hvitufjöllum i Bandarikjun-
um hátt yfir sjó, en þrifst lfka hér
á landi og hefur ekki kaliö. Vex
hægt en öruggt, t.d. aö Hallorms-
staö og Akureyri. A vorin eru
ljósir ársprotar furu mikil prýöi.
Grenimyndin er tekin snemma
á sumri og eru árssprotar þvi enn
stuttir. Meöan þeir vaxa örast og
eru mjúkir brotnar toppur stund-
um i stormi. En grein smásveig-
ist þá upp og myndar nýjan topp á
næstu árum.
Barrnálar furu og grenis koma
stundum meira eöa minna gular
eöa rauöleitar undan vetri. Eiga
veöurskilyröi oft sök á þessu. Ef
sólfar er mikiö meöan jörö er
frosin, svo rætur ná ekki i vatn,
gufar of mikiö út úr nálunum og
þær roöna. Visna stundum aö
mestu, en venjulega ná þær sér
smám saman aftur.
Yfir litlar barrplöntur i göröum
má refta á haustin til hliföar t.d.
yfir dvergfuruafbrigöin og nýjar
plöntur.
Blaölýs sækja talsvert á barr-
tré. Hin vatthnoðrakennda furu-
lús hefur skemmt og jafnvel
drepiö marga skógarfuruna, og
örsmá grenilús getur veriö t.d.
sitkagreni skæö, einkum eftir
milda vetur.
1 göröum er hægt aö úöa meö
lyfjum gegn þeim. Leitiö þá til
garöyrkjumanna, sem réttindi
hafa til aö nota sterk lyf. Þeir
eiga aö setja upp aövörunar-
spjald aö lokinni úöun.
11
GYRO sláttutætarar
Nú er rét+i timinn
til að panta
GYRO sláttutætara
fyrir sumarið.
Vinnslubreiddir
1,30 og 1,50 m.
pÓR p ÁRMÚLA11
H
íbúðalánasjóður
Seltjarnarness
Auglýst eru til umsóknar lán úr íbúða-
lánasjóði Seltjarnarness. Umsóknir skulu
sendar bæjarskrifstofu fyrir 1. júni n.k.
Lán úr sjóðnum eru bundin við lánskjara-
visitölu. Vextir eru breytilegir samkvæmt
ákvörðun Seðlabanka íslands.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstof-
unni.
Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi
lOI
3 §5 Lóðaúthlutun í
*j|r Reykjavík 1981
Lóðanefnd hefur reiknað stig umsækjenda
um lóðir, sem auglýstar voru til umsóknar
22. og 23. marz s.l.
Upplýsingar um stigaútreikning verða
veittar i sima 27095 kl. a20-1615 tilog með
13. mai n.k. Skriflegar athugasemdir
skulu hafa borist Lóðanefnd Reykjavikur,
Skúlatúni 2, fyrir kl. 16.15 fimmtudaginn
14. mai n.k.
Athygli er vakin á, að um er að ræða út-
reikning stiga, en ekki hefur enn verið tek-
in afstaða til annarra atriða s.s. fjár-
mögnunar.
Lóðanefnd Reykjavikur
Reykjadalur
Matráðskona óskast til starfa á barna-
heimilinu i Reykjadal mánuðina
júni/ágúst.
Upplýsingar hjá forstöðukonu S.L.F. Háa-
leitisbraut 13.
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra.
Otrúlegt en satt!
Apex fargjöldin til Luxemborgar kosta aðeins
2.128 krónur, - og þau gilda báðar leiðir.
FLUGLEIDIR
Traust fólkhjá góóu félagi