Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 12
12 30. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Þ ingmenn tveggja stjórnmálaflokka hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fiskveiðistjórn- unarlögunum verði breytt í kjölfar sjónarmiða mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna. Með því hafa þeir hent upp bolta sem vert getur verið að grípa á lofti. Sjálfir leggja þingmennirnir ekkert til í þessu efni. Sú þögn talar sínu máli. En framtak þeirra gefur hins vegar ærið tilefni til að kalla eftir slíkum tillögum frá þeim sem hæst tala um nauðsyn breytinga. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar setja þau sjálfsögðu skilyrði að fiskveiðistjórnunarlögin tryggi jafnræði borgaranna, sanngirni og mannréttindi. Ágreiningslaust ætti einnig að vera að ný lagaákvæði þurfi að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna, að þau opni ekki fyrir þann möguleika að rýra hlut einstakra byggða með stjórnvaldsákvörðunum, að þau dragi ekki úr þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins, að þau veiki ekki rekstrarlegar for- sendur einstakra starfandi sjávarútvegsfyrirtækja og að þau leiði ekki til bótaskyldu úr ríkissjóði vegna stjórnarskrárvarinna rétt- inda. Ætla verður að almenn samstaða sé um slík sanngirnisskilyrði enda eru þau öll í góðu samræmi við álit mannréttindanefndarinnar. Ef þau eru að engu höfð er hætt við að breytingar leiði til meirihátt- ar átaka og jafnvel skerðinga á atvinnufrelsi og mannréttindum. Gera má ráð fyrir að þeir sem mest hafa kallað á breytingar hafi hugsað málið dýpst og eigi þar af leiðandi lausnir á bak við tjöldin sem fullnægi öllum þessum almennu sanngirnisviðmiðunum. Ólík- legt er að einhver sé andvígur þeim. Sé svo er á hinn bóginn brýnt að það komi fram. Fyrir þeirri andstöðu þyrfti af augljósum ástæð- um að færa afar gild rök. Það eina sem meirihluti mannréttindanefndarinnar bendir á að er sérstætt við íslensku fiskveiðistjórnarlögin er sameignarákvæð- ið. Nærtækt er því að leiða að því líkur að með því einu að fella það út standist lögin rétt eins og sambærileg löggjöf annarra landa þar sem úthlutun veiðiréttinda er yfirleitt byggð á veiðireynslu. Ísland var að vissu leyti forysturíki um markaðsvæðingu sjávarútvegs. Aðrar þjóðir hafa í vaxandi mæli farið inn á sömu braut. Slík skipan hefur hvergi verið talin andstæð mannréttindum. Verulegar laga- breytingar sýnast því óþarfar. En umræða um samanburð á mis- munandi kostum er lýðræðislega mikilvæg. Vel má vera að tryggja þurfi einstökum þingflokkum sérstaka lögfræðilega aðstoð við gerð tillagna af þessu tagi. Þó að því fylgi nokkur kostnaður er alveg ljóst að lýðræðisleg nauðsyn kallar á að slíkar tillögur liggi fyrir í nákvæmri útfærslu. Síðan þarf að meta hvernig þær fullnægja hinum almennu skilyrðum og kröfum sem gera verður til heildstæðrar löggjafar af þessu tagi. Þeir sem krefjast breytinga þurfa um leið að vera reiðubúnir að ræða áhrif þeirra í víðtæku samhengi og hvernig þær samræmast almennu skilyrðunum. Án skýrra heildstæðra kosta verður umræð- an áfram bæði ómarkviss og yfirborðskennd. Andsvör verða ekki höfð uppi við hugmyndum sem ekki eru til í nákvæmri útfærslu eða haldið er leyndum. Verði lagt í vandaða vinnu af þessu tagi þar sem mismunandi lausnir einstakra stjórnmálaflokka eru útfærðar og metnar af sjálf- stæðum aðilum er með skýrum hætti unnt að benda mannréttinda- nefndinni á að brugðist hafi verið við sjónarmiðum hennar með eins lýðræðislegum aðferðum og kostur er á. Þeir sem vilja breyta þurfa að sýna tillögur. Að grípa á lofti ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Takmarkaður hópur „Ætla mætti að þessi fjölbreytta miðl- un sem fólki stendur til boða væri nægjanleg. En svo er ekki því segja má að hún sé einungis aðgengileg takmörkuðum hópi.“ Svo segir í greinargerð tíu þing- manna með tillögu til þingsályktunar um að þingfundum verði útvarpað á sérstakri útvarpsrás. Og hvaða fjöl- breytta þingfunda- miðlun skyldi það nú vera sem fólki stendur þegar til boða? Jú, það eru dreifikerfi þriggja sjónvarpsstöðva og sjálft internetið. Þann stóra hóp – þann risastóra hóp – landsmanna sem hefur aðgang að sjónvarpi og interneti kalla þing- mennirnir tíu takmarkaðan. Líklega hafa álíka margir aðgang að sjónvarpi eða neti og kusu í síðustu þingkosn- ingum. Íslenskir kjósendur hafa aldrei verið sagður „takmarkaður hópur“. Heilindi Framsóknarflokkurinn – eða í það minnsta ritstjórn vefjar Framsókn- arflokksins – efast um að Lúðvík Bergvinsson mæli af heilindum þegar hann segist ætla að beita sér fyrir að frumvarp hans um skipan hæstaréttardóm- ara verði að lögum. „Ólíklegt verður að teljast að Lúðvík fái frumvarpið afgreitt [...] enda er spurning um viljann á bak við verkið. Lúðvík vill nefnilega tæpast hreyfa við dóms- málaráðherranum,“ segir xb.is. Með sama hætti mætti efast um vilja Höskuldar Þórs Þórhallssonar til að lækka flutningskostnað, vilja Birkis Jóns Jónssonar til að breyta náms- lánum í styrki og vilja Sivjar Friðleifs- dóttur til að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn en þau hafa flutt frumvörp um þessi mál. Heilindi þeirra verða hins vegar ekki dregin í efa hér. bjorn@frettabladid.is UMRÆÐAN Sjávarútvegsmál Skagamenn þögðu þegar þeir fengu kvóta Sandgerðinga. Skagamenn hafa hins vegar hátt þegar þeir missa. Sandgerði verður aldrei samt eftir sameiningu Mið- ness og Haraldar Böðvarssonar. Skaga- menn verjast núna, en þeir verða að gá að því, að það sem þeir vilja til sín kemur ekki, nema það verði frá öðrum tekið. Þegar Skagamenn fengu nokkur skip og kvóta, þá misstu Sandgerðingar. Ég man ekki að þeir hafi haft uppi neina vorkunn þá. Nú vilja Skagamenn fá frá okkur Reykvíkingum. Íbúar Reykjavíkur þurfa að búa við það að hafa ekki málsvara. Þegar blikur eru á lofti á Akranesi koma allir þingmenn landshlutans saman og leggja þeim lið. Þegar ráðist er að atvinnu Reykvíkinga segir enginn neitt. Þingmönnum Reykjavíkur er alveg sama þótt atvinna tapist. Sama er að segja með borgarfulltrúana. Kvótakerfið er þannig uppbyggt að við því má búast að stjórnendur fyrirtækja leiti ráða til að hagræða í rekstri. Þetta hafi margir vitað lengi. Þar á meðal þingmenn Vestlendinga sem nú býsnast yfir stöðunni. Krafa Skagamanna um að fiskurinn verði unninn hjá þeim er krafa um að störf á Akranesi verði metin merkilegri en störf í Reykjavík. Í sjálfu sér er hægt að skilja varnarvinnu Skagamanna. En þeir verða samt að muna hvernig þeir hafa komið fram við aðra, þeir fá nú að kynnast dökku hliðinni. Öll verðum við að sætta okkur við afleiðingar þess kerfis sem við búum við og þá staðreynd að þorskurinn er í lágmarki. Reykvíkingar hafa misst mörg störf og skip síðustu ár. Það er ekkert betra að vera atvinnulaus í Reykjavík en á Akranesi. Þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrú- ar verða að standa undir þeirri ábyrgð sem þeir hafa sóst eftir. Það gera kjörnir fulltrúar Skagamanna. Segja má að hafin sé aðför að Reykjavík og engar varnir eru uppi. Það er rétt hjá Skagamönnum að útgerð HB á sér langa sögu. Sama er að segja um Granda í Reykjavík, sem í stofninn er Bæjarútgerð Reykjavíkur. Reykjavík hefur um langan aldur verið ein helsta verstöð á Íslandi, skapað mikla atvinnu og miklar tekjur. Þegar höggvið er í okkur verðum við að verjast eða sveigja undan. Við tökum því ekki þegjandi og hljóðalaust. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands. Verjum Reykjavík BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON Klukkan átta að morgni fimmtudaginn 24. janúar sendi Société Générale, þriðji stærsti banki Frakklands, út tilkynningu, þar sem frá því var skýrt að bankinn hefði tapað sjö milljörðum evra. Að nokkru leyti stafaði þetta tap af þeirri alþjóðlegu kreppu sem á rætur sínar í Bandaríkjunum, en langmestur hluti þess, nákvæm- lega talið 4,9 miljarðar evra, væri sök þrítugs bankastarfsmanns sem hefði átt að sjá um ýmisleg fjármálaviðskipti á vegum bankans en farið að spila með féð upp á eigin spýtur, þannig að tap bankans var orðið þetta mikið, þegar allt komst upp. Hvað varð um peningana? Á fréttastofum fjölmiðla störðu menn á tilkynninguna í forundran, klóruðu sér í skallann og skildu hvorki upp né niður. Til þess að skýra málið var því efnt til blaðamannafundar og þar mættu stjórnendur bankans, dálítið þurrir í kverkunum og vandræðalegir. Þeir sögðu að umræddur banka- maður hefði haft það hlutverk á efri hæðum hinnar alþjóðlegu fjármálaspilaborgar að kaupa og selja alls kyns bréf og skuldbind- ingar til ágóða fyrir bankann. Með öllum þessum viðskiptum væri fylgst mjög gaumgæfilega, það væri heilt reginbatterí af tölvum sem ætti að gera viðvart ef eitthvað væri óeðlilegt við viðskiptin, upphæðin kannske nokkuð há, eða eitthvað skorti á gróðann af þessum kaupskap, og auk þess væri farið yfir öll viðskiptin með reglulegu millibili. En bankastarfsmaðurinn hefði verið svo gríðarlega klókur og snjall, að hann hefði getað leikið á þetta eftirlit, hann hefði þekkt það upp á sína tíu fingur og kunnað lykilorðin til að komast allra sinna ferða í kerfinu og snúa á það. Auk þess hefði hann unnið tíu til tólf tíma á sólarhring og aldrei tekið sér frí til að tryggja að enginn færi að hnýsast í hans viðskipti. Á þenn- an hátt hefði hann sokkið niður í einhverja spilafíkn fyrir framan skjáinn – því þótt hann hefði ekki haft nema hundrað þúsund evrur í laun á ár, sem eru sultarlaun í þessari stöðu, hefði hann ekki hagnast um eina sentímu á öllu þessu. Þegar allt komst upp hefðu heilir fimmtíu miljarðar evra verið útistandandi í þessari spákaup- mennsku og gjaldþrot bankans vofað yfir. Því hefði málinu verið haldið leyndu í fjóra daga meðan viðskiptin voru gerð upp. Þegar upp var staðið hefði komið í ljós að endanlegt tap nam 4,9 miljörðum. En bankinn væri ekki lengur í neinni hættu, sögðu stjórnendurn- ir, hann stæði nú sterkar en nokkru sinni áður. En mönnum gekk illa að trúa þessu og þeir spurðu áleitinna spurninga. Hvernig getur nokkur banki spekúlerað upp á fimmtíu miljarða án þess að vita af því sjálfur? Hvernig getur verið hægt að komast fram hjá öllu eftirlitinu? Hafði þessi þrítugi snillingur alls enga vitorðsmenn? Er ekki verið að fela eitthvað með þessu, eitthvert annað tap sem ekki má viðurkenna? Er ekki alvarlegt mál að ljúga þessu, og enn alvarlegra ef það skyldi vera satt? Enginn velti því þó fyrir sér hvað hefði orðið um alla þessa peninga, því varla hafa þeir gufað upp út í heiðloftin. Orðræða banksérfræðinga Skýringarnar sem gefnar voru urðu sífellt yfirskilvitlegri og spilaborgirnar að óræðu völund- arhúsi. Að lokum lét aðalbanka- stjórinn hafa viðtal við sig, svo allt kæmist nú á hreint, og gerði hann það á þann snjalla hátt að tvinna saman myndhvörfum og samlíkingum af margvíslegu tagi: „þetta er líkast því að einhver aki um götur á 190 km hraða, en viti nákvæmlega hvar fastar ratsjár eru staðsettar og geti auk þess fundið út hvernig hreyfanlegar ratsjár eru fluttar til ...“ Þegar ég hlýddi á þetta kom allt í einu upp í huga mér lag sem sungið var í mínu ungdæmi við svofelldan texta: „Ú í úhaha ting tang volla volla bing bang, ú í úhaha ting tang volla volla bing bang“. Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp fyrir mér var sú, að á þessum tíma var altalað að þessi texti væri í rauninni orðræða fjármálasérfræðinga sem væru á þennan augljósa hátt að útskýra leyndarmál fjár- málanna. Ef minnið bregst mér ekki þeim mun meir, var það sá hinn síðar landskunni Ómar Ragnarsson sem skildi þetta fyrstur manna, en þegar búið var að benda á það einu sinni lá það svo sem í augum uppi. Nú hef ég ekkert á móti myndhvörfum og samlíkingum, síður en svo. En þegar ég hlýddi á allar útskýring- ar bankasérfræðinganna flaug mér í hug, hvort ekki væri skýrara að þeir hefðu einfaldlega þann sama músíkalska hátt á þeim og í þessu sígilda lagi. Þá gæti maður a.m.k. raulað undir með þeim sér til hugarhægðar. Ú í úhaha EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Myndmál fjármálanna miðvikudaginn 30. janúar kl. 10 – 16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.