Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Helga Nína Heimisdóttir, dagmamma og búddisti, naut útsýnis yfir formfagurt Fuji-fjall Japana á fyrsta degi ársins. „Við fjölskyldan héldum utan 21. desember og tók ferðalagið 28 tíma,“ segir Helga Nína sem dvaldi í tveggja herbergja íbúð með þvottavél og öllum þægindum utan hnífapara í háhýsahverfinu í Shinjuku í Tókýó ásamt sonum sínum. „Þá kom sér vel að hafa góða æfingu á matprjóna,“ segir hún hlæjandi, en íbúðina leigði Helga Nína í gegnum netið fyrir 35 þúsund íslenskar á viku. „Okkur tókst að aðlagast japönskum tíma á tveimur dögum, en erindið út var að samfagna með öðrum búddistum áttræðisafmæli Daisaku Ikeda, forseta Soka Gakkai Int., þann 2. janúar. Ikeda er búddisti, lárviðarskáld Japana og afkastamikill rithöfundur sem fengið hefur yfir 200 heiðurs- og doktorsnafnbætur frá háskólum víða um heim og er heiðursborgari margra borga. Honum hefur verið líkt við mikilmenni síðustu aldar, eins og Mahatma Ghandi og Martin Luther King, og hefur stofnað ótal Soka-skóla á öllum skólastigum, nú síðast Soka-háskólann í Kaliforníu,“ segir Helga Nína sem þrisvar áður hefur sótt Japana heim. „Aðalstöðvar Soka Gakkai eru í Shinanomachi þar sem fyrir eru tíu menningarmiðstöðvar Soka Gakkai og þar á meðal Min-On tónlistarhúsið. Þar sóttum við tónleika á nýársdag. Við hittum marga búddista frá öðrum löndum og það var eins og að hitta forna vini; kannski af því við höfum sama markmið, sem er að „skapa frið með vináttu og viðræðum“,“ segir Helga Nína sem eyddi mestum tíma með Akiko vinkonu sinni og Ástu dóttur hennar. „Akiko vinnur í íslenska sendiráðinu í Shinagawa. Með þeim mæðgum fórum við í Disneyland og í útsýnisturninn í Roppongi, en sýning þar var tileinkuð vatni þar sem milljónir blárra ljósa lýstu upp brekku þar sem breiða hvítra ljósa liðaðist niður eins og lækur. Við hittum líka Hikaru Nagataki sem kom til Íslands síðasta vor með hundrað einnota myndavélar sem hún fékk íslenskum börnum í hendur til að taka myndir úr daglegu lífi sínu og voru sýndar í Tókýó á haustdög- um,“ segir Helga Nína sem er kolfallin fyrir Japan. „Flestir Japanar skilja hrafl í ensku og allir eru vingjarnlegir. Japanski maturinn er góður og ódýr, en fimm manna málsverður á dýrindis veitingahúsum kostaði aldrei meira en fjögur þúsund íslenskar. Vatn má drekka úr krönum í Tókýó og hreinlæti er hvar- vetna áberandi; hvergi rusl að sjá. En þótt ferðalag til Japans taki tímann sinn finnst mér virkilega þess virði að heimsækja þetta frábæra land sem sennilega er það háþróaðasta í heimi og býður mikið öryggi fyrir borgara og ferðamenn. Rúsínan í pylsuendanum var svo að njóta útsýnis yfir Fuji-fjall á fyrsta degi ársins, en það þótti mér tákna loforð um góða framtíð.“ thordis@frettabladid.is Loforð um góða framtíð Helga Nína Heimisdóttir, dagmamma og búddisti, ásamt Heimi syni sínum í japönskum kímonó úr fínasta silki sem þau mæðgin keyptu í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FJÖR Í SNJÓNUM Nú er uppáhaldstími vélsleða- fólks um allt land. BÍLAR 2, 3, 4 OG 5 Í PÍPUNUM Þrjú af börnum Sveins Símonarson- ar sem á pípulagningafyrirtækið Rörmenn Íslands hafa starfað við pípulagnir eða eru lærð í faginu. HEIMILI 7 Breiðhöfða Toyota Land Cruiser 120 VX, 33“, 10/05, 32þ.km. ssk, Verð 5.490.000.- Jeep Grand Cherokee, SRT 8, 11/07, 1þkm, ssk, verð 6.490.000.- áhvílandi 6.000.000.- Honda Jazz 1,4, 06/07, 5þ.km. ssk, sumar og vetrardekk. Verð 1.760.000.- MMC Pajero Sport GLS Turbo, 35“ 09/05, 32þ. km. Verð 3.790.000.- áhv 3.000.000.- Land Rover Range Rover Sport, V8 dísel, 2/07, 22þ.km. verð 10.900.000.- Toyota Rav4 GX DÍSEL, 03/06, 65þ.km. reyklaus. Verð 2.750.000.- Staðgreitt Toyota Land Cruiser 90, 18þ.km. 3/00, 35“ dekk, nýtt í bremsum. Verð 1.990.000.- Nissan Pathfi nder, 11/06, 24þ.km. ssk, 7 manna, Verð 4.590.000.- 517 0000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.