Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 18
[ ]Dúnúlpur, snjóbuxur og útigallar eru nauðsynjar í vélsleðaferðum. Mikilvægt er að klæða sig vel þegar haldið er í vélsleðaferð svo að ekki slái að manni og maður sé við öllu búinn. Að bruna áfram og stökkva, finna frelsið í náttúrunni. Að komast út eftir kyrrsetu vikunnar á skrifstofunni, gefa skólabókum og lestri frí er meðal þess sem stelpurnar í Sleðastelpuhópnum segja kosti snjósleðaiðkunar. Fjórtán stelpur á aldrinum 18 til 35 ára, víðs vegar af landinu, komu saman í Grindavík um síðustu helgi til að læra hvernig best er að bera sig á snjósleða. Ástæðan var fyrsta námskeið sem haldið var eingöngu fyrir sleðastelpur til að mæta vax- andi áhuga kvenna sem finna má í jaðaríþróttum almennt. Það sem áður var talið vera strákasport hefur nú opnast og stelpurnar eru að finna sinn far- veg. Þær stelpur sem blaðamaður ræddi við voru allar sammála um að snjósleðaiðkun væri ekki síður fyrir þær heldur en strákana en gott væri að finna hversu liðlegir þeir væru. Forsprakkinn og sú sem á heið- urinn að því að koma stelpunum saman er Vilborg Daníelsdóttir. Vil- borg, eða Villa Dan eins og hún er kölluð, hefur keyrt um á snjósleða í nokkur ár, sér til ánægju og yndis- auka sem og af fullri alvöru í hörku- keppnum við aðrar sleðastelpur. Nú heldur hún utan um stelpuhóp- inn sem fer á fjöll og leitar uppi skemmtilegustu snjóskaflana. Fréttablaðið fann þrjár þreyttar sleðastelpur þegar þær komu niður af fjalli eftir langan dag. „Það er kikkið, adrenalínkikkið sem heill- ar,“ sögðu þær einum rómi og bók- staflega geisluðu af hreysti og gleði. Allar hafa þær lengi alið með sér drauminn um sleðaíþróttina og fannst því sleðaskólinn tilvalinn stökkpallur fyrir frekari ævintýri. Margrét Eiríksdóttir, sem stundar nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri, er nýbúin að fjárfesta í snjósleða og vildi byrja sinn sleða- feril í réttum gír. Henni fannst því tilvalið að nýta tækifærið og læra grunntökin í skemmtilegum félags- skap. Jóna Guðný Eiríksdóttir hafði aldrei stigið á sleða áður en hlakkar nú til að geta skellt sér upp í Bláfjöll eða Heiðmörk á meðan snjórinn helst á Suðurlandinu. Jóna Guðný vinnur sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og telur gott að lofta vel út í góðri sleðaferð. Hulda Þorgilsdóttir kunni grunn- tökin en hún er frá Svalbarðseyri og býr það vel að geta keyrt um í túninu heima. Svo er aldrei að vita hvenær það kemur sér vel í námi og starfi að geta brunað beint og stokkið á snjósleða þar sem Hulda í námi í slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingum. Þeim sem vilja kynna sér hópinn er bent á blog.central.is/snocross- stelpur - vaj Sleðastelpur í toppgír Margrét, Hulda og Jóna Guðný voru ánægðar með námskeiðið. MYND/VIGDÍS ARNA Vélsleðarnir í dag byggj- ast enn á sömu hönnun og fyrsti vélsleðinn fyrir 84 árum. Carl Eliason frá Wisconsin var einn þeirra fyrstu til að smíða vélsleða. Hann var ein- ungis 24 ára þegar hann smíð- aði sinn fyrsta vélsleða árið 1924 og fékk einkaleyfi á honum þremur árum síðar. Sleðinn var samansettur úr gömlum trésleða, skíðum og utanborðsmótor og kallaði Carl hann Toboggan. Carl smíðaði vélsleða í frí- stundum sínum á árunum 1924 til 1940 og upp úr því fór hann að framleiða vélsleða fyrir bandaríska herinn sem ætlaði þá til varnarstarfa í Alaska. Á árunum 1941 til 1947 framleiddi Carl um 300 vél- sleða en síðasti Motor Tobogg- an vélsleðinn var framleiddur 1953. Carl Eliason hætti svo fram- leiðslu sinni á snjósleðum tíu árum síðar en allar snjósleða- tegundir sem framleiddar eru í dag byggja í meginatriðum á sömu tækni og frumgerð Carls Eliason sem hann setti saman fyrir 84 árum. - rt Úr gömlum trésleða Carl Eliason við fyrsta vélsleðann árið 1924. VÉLSLEÐAR Bílgerði ehf Eyrlandi 1 530 Hvammstanga Sími 451 2934 Vélsleðakerrur Smíðum allar gerðir af kerrum og vögnum Lögð er áhersla á það við hönnun að kerrurnarséu notendavænar og þoli vel mikla notkun. Frekari upplýsingar á www.lexi.is Sýning og kynning á keppendum verður Föstudagskvöldið 1. Febrúar kl. 21.00 fyrir framan Össur hf., Grjóthálsi 5. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í SNOCROSS Fyrsta umferð verður haldin í Motocrossbrautinni í Bolöldu (við Litlu Kaffi stofuna) Laugardaginn 2. febrúar kl. 13.00. Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.