Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.01.2008, Blaðsíða 19
Vélsleðarnir eru mikil þarfa- þing þegar leitað er að fólki á jöklum eða fannhvítri jörð. Gísli Páll Hannesson hefur ver- ið í björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ frá 1992 og er höfundur nýs kennsluefnis um vélsleðamennsku. „Vélsleðar eru fljótvirkustu leit- artækin sem við höfum í snjó, fyrir utan þyrlu. Þeir komast oft fyrstir á staðinn og svo koma jeppar og snjóbílar á eftir sem flutnings- eða leitartæki,“ svarar Gísli Páll þegar hann er spurður um gildi vélsleða hjá björgunar- sveitum. Þó segir hann ekki aðal- atriðið að sleðarnir fari hratt yfir heldur að þeir komist um í erfiðu færi. Hann segir það fara eftir því hvernig innspýtingarkerfinu á sleðunum sé háttað hversu hætt þeim sé við að drepa á sér í byl. „Ef um venjulega blöndungssleða er að ræða getur drepist á þeim í frosti og byl en á nýrri sleðunum sem eru með beinni innspýtingu er minni hætta á því. Þeir þola líka betur hæðarmismun en hinir.“ Leitargetan er háð eldsneytis- eyðslu og færi að sögn Gísla Páls. „Við erum alltaf með eldsneyti fyrir sólarhring. Eftir það þurf- um við að fá birgðir og í útköllum er það svæðisstjórn Landsbjarg- ar sem útvegar þær.“ Hann segir björgunarsleðana búna talstöðv- um, þannig að hægt sé að hafa fjarskipti á ferð, öflugum GPS- tækjum og negldum beltum. Sleðamenn sveitanna eru líka þjálfaðir í að takast á við erfiðar aðstæður. „Við erum þannig útbúnir að við getum verið úti í tvo til þrjá sólarhringa, hvort sem við þurfum að grafa okkur í fönn eða komast í vondum veðrum milli skála. Erum með töskur á sleðanum og líka bakpoka á bak- inu með nauðsynlegum búnaði ef við verðum viðskila við sleðann eða lendum ofan í sprungu. Í bak- pokanum erum við með auka handstöð, GPS-tæki, matvæli, snjóflóðastöng og skóflu.“ Gísli Páll hefur útbúið kennslu- efni sem heitir Grunnnámskeið í vélsleðamennsku eða Sleðamað- ur eitt. „Þarna er verið að miðla þekkingu og leitast við að forða frá mistökum,“ segir hann um efnið. „Auðvitað kemur ekkert í staðinn fyrir reynslu en ef menn hafa réttan útbúnað og gera sér grein fyrir þeim hættum sem þeir geta lent í er verið að stytta þeim leið. Þeir lenda þá síður í að skemma sleðana og slasa sig jafn- vel.“ Hann kveðst bara búinn að vera með eitt námskeið hjá Landsbjörgu í þessu fagi og nú sé verið að kanna hvaða björgunar- sveitir hafi áhuga á að fá slíka kennslu til sín. „Það er full ástæða til að fara á námskeið í þessum fræðum áður en menn fara upp á fjöll á vélsleða, alveg eins og menn þurfa kennslu áður en þeir stýra trillu úr höfn eða taka á loft í lítilli rellu. Þetta námsefni er fyrst og fremst til leiðbeiningar fyrir björgunarsveitarfólk en gert með það í huga að hægt sé að aðlaga það almenningi.“ gun@frettabladid.is Vélsleðar fljótvirkustu leitartækin Gísli Páll hefur verið í björgunarsveitinni Kyndli í fimmtán ár og er hér með félaga sínum Guðjóni Helga Guðmundssyni á fjöllum. Spenna og ævintýri VÉLSLEÐAFERÐIR ERU HIN MESTA SKEMMTUN OG FRÁBÆR LEIÐ TIL AÐ UPPLIFA SPENNU OG ÆVINTÝRI. FYRIRTÆKIÐ ARCANUM BÝÐUR UPP Á VÉL- SLEÐAFERÐIR Á MÝRDALSJÖKLI. Vélsleðaferðir eru annars konar leið til að njóta stórbrotinnar náttúru landsins. Víða er boðið upp á snjósleðaferðir þar sem reyndir leiðsögumenn sýna fólki fallega staði um leið og tækifæri gefst til að skemmta sér á öflug- um snjósleðum. Mýrdalsjökull er ein af náttúruperlum Íslands og býður fyrirtækið Arcanum upp á snjósleðaferðir á Mýrdals- jökli. Eigendur fyrirtækisins eru Andrína Guðrún Erlingsdóttir og Benedikt Bragason en þau hafa mikla reynslu af ferðalögum á fjöllum og hafa rekið ferðaþjón- ustu við Mýrdalsjökul í á annan áratug. Upp við jökulinn eru þau með skála er nefnist Sólheima- skáli og eru um tíu kílómetrar frá þjóðvegi 1 að skálanum, eða um 15-20 mínútna akstur. Þar er allur nauðsynlegur klæðnað- ur og einnig er hægt að fara í fjórhjólaferðir niður Sólheima- sand. Nánari upplýsingar má fá í síma 487 1500, á síðunni www. snow.is og með því að senda tölvupóst á snow@snow.is - hs Mýrdalsjökull er fagur á að líta þar sem hann breiðir úr sér á stærstu eldfjallaöskju landsins. MIÐVIKUDAGUR 30. janúar 2008 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.