Tíminn - 16.06.1981, Page 3

Tíminn - 16.06.1981, Page 3
fréttir Ríkisstjórnin fjallar í dag um hækkun á raforkuverði til Landsvirkjunar: IÐNAÐARRAÐUN EYTH) LEGGUR TIL17% GJALDSKRARH/EKKUN ■ A fundi rikisstjórnarinnar ár- degis i dag verður tekin fyrir til- laga frá iðnaðarráðuneytinu um 17% hækkun á gjaldskrá Lands- virkjunar. Gjaldskrárnefnd hefur fjallað um málið. Þar sem þessi hækkunartillaga fer fram úr þeim ársfjórðungsmörkum sem rikis- stjórnin hefur sett sér i verðlags- málum, verður hún að koma til afgreiðslu rikisstjórnar. Þrátt fyrir að rikisstjórnin leyfi þessa 17% hækkun á gjaldskrá Landsvirkjunar, kemur almennt raforkuverð ekki til með að hækka til neytenda. Kemur það til af þvi, að 15. mars s.l. var heimil- uð 10,6% hækkun á raforkuverði rafveitna til að mæta auknum út- gjöldum vegna diselkeyrslu við raforkuframleiðslu. Varsú hækk- un miöuðvið að kostnaður vegna oliubrennslunnar næðist inn á þremur mánuðum: Meiningin er að sú hækkun gangi nú beint til Landsvirkjunar, þar sem 17% hækkun á raforku i heildsölu þýö- ir um 10,6% hækkun á raforku i smásölu. Hér er um all-sérstæöa hækk- unartillögu að ræða. í fyrsta lagi kemur hún til afgreiðslu á miðju ársfjórðungstimabili, en að öllu jöfnu hefði ekki átt að afgreiða næstu hækkunarbeiðni frá Lands- virkjunfyrren l.ágúst n.k. 1 öðru lagi er það fordæmalaust, a.m.k. undanfarin misseri, að koma með heildsöluverðshækkun, án þess að smásöluaðilinn fái samsvarandi hækkun. Rafveiturnar telja sig i raun eiga þá hækkun sem þær fengu 15. mars s.l.., og benda á að hækk- unarbeiðnir þeirra hljóti að hafa verið afgreiddar með hliðsjón af þvi 1. mais.l. Eiga þær erfitt með að sætta sig við hina þröngu túlk- un iðnaðarráðuneytisins á hækkuninni frá 15. mars s.l. Kás Skeytagjald til U.S.A. lækkar um 28,2%! ■ Póst- og simamálastofnunir hefur ákveðið að lækka orðagjald i simskeytum til Bandarikjanna frá og með 15. júni um 28,2%. Lækkar orðagjaldið úr kr. 3,90 i kr. 2,80. Þessi lækkun er til komin vegna nýrra og hagstæðra samn- inga viðsimfyrirtæki vestan hafs. Fastagjald fyrir simskeytin verður óbreytt áfram eða kr. 32,30, þannig aö hlutfallslega verður minni lækkun á skeyta- verði. Sem dæmi má nefna að gjald fvrir io orða skeyti lækkar um 15,4% i reynd.og gjaldfyrir 25 orða skeyti um 21,2%. —JSG. Veiðihornið SAUTJÁN PUNDA LAX UR MEÐAL- FELLSVATNI ■ Lax veiðist ávallt viö og við i Meðalfellsvatni og nú um helg- ina fékk Þorsteinn Indriðason fallegan 17 punda lax úr vatninu en það er óvenjulegt, bæði hvað stærðina snertir og svo að fá hann á þessum tima árs en yíir- leitt fæst lax ekki að ráði þar fyrr en seinni part sumars. Þorsteinn var þarna að veiö- um ásamt undirrituðum og Jósef Smára Jósefssyni. Við vorum nýbyrjaðir að veiða i vesturenda vatnsins er laxinn tekur, aðeins 8 metra undan landi. Þorsteinn hélt fyrst að þetta væri einhver tittur þvi hann tók dræmt í færið i byrjun. Hann hafði varla lokið við að segja svo er fiskurinn rifur um 30 fet af linunni út og stekkur siðan allur upp úr vatninu. „Þetta er svaka bolti strák- ar” kallaði Þorsteinn Á eftir fylgdi nær hálftima bar- átta við að landa laxinum og vakti hún mikla athygli og undir lokin voru rúmlega tugur manna byrjaður að fylgjast með. Einn áhorfendana óð út i vatnið er laxinn var byrjaður að þreytast og beið þar til laxinn var við fætur hans og tók hann þá fagmannlega upp úr vatninu. Þorsteinn var að vonum ánægður með fenginn þvi hann átti alls ekki von á að fá lax þarna en hann tók á 12 gr. silfr- aðan Toby spún. „Þettaer • meiri hörku byrj- unin á timabilinu hjá mér i ár” sagði Þorsteinn er hann hafði landað fisknum. Veiðihornið hafði spurnir af þvi að fyrr i vikunni höfðu komið á land úr vatninu 4 laxar en eins og áður sagði er óvenju- legtað fá hann svona snemma á sumrinu úr Meðalfellsvatni. —FRl ■ Þorsteinn Indriðason með laxinn. Tfmamynd Friðrik. Danmerkurferó fyrir draumaveró með flugi, gistingu, flutningi til og frá flugvelli erlendis og íslenskri fararstjórn frá kr. 1.680 Brottför 25. júní kl. 19.15—Heimkoma 30. júní kl. 21.00 Af sérstökum ástæðum getum við boðið upp á einstaklega ódýra sex daga ferð til Danmerkur með gistingu í sumar- húsum Dansk Folke Ferie. Ferðin erætluð félagsmönnum í aðildarfélögum Samvinnuferða-Landsýnar og geta þeir tryggt sér ferðina gegn framvísun félagsskírteinis og greiðslu 500 króna staðfestingargjalds. Rétt er að panta strax, sætaframboð takmarkast af einni flugferð og engum sætum er unnt að bæta við. Aðildarfélög Alþýðusamband Islands (Alþýðuorlof) Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Stéttarsamband bænda Landssamband íslenskra samvinnustarfsmanna Bandalag háskólamanna Samband íslenskra háskólamanna Gisting Marielyst: Sumarhúsin í Marielyst standa við eina af allra bestu baðströndum Danmerkur, syðst á eyjunni Falster. Gilleleje: Sumarhús á norðurhluta Sjálands, í gullfallegu landslagi við ágæta baðströnd. Kaupmannahöfn - Hamborg Það er auðvelt að láta sér líða vel allan tímann í sumar- húsunum, en engu að síður verður efnt til stuttra skoðunarferða og m.a. farið í dagsferð til Kaupmanna- hafnar og sérstaka kvöldferð í Tívolfið í Kaupmannahöfn. Tilvalið er einnig að skreppa yfir til Hamborgar og efnt verður til annarra skoðunarferða ef áhugi er fyrir hendi. Skelltu þér með í snaggaralega ferð til Danmerkur - það hefur sjaldan verið auðveldara Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.