Tíminn - 16.06.1981, Side 7
Þriðjudagur 16. júnl 1981
7
erlent yfirlit
erlendar fréttir
■ Brésnjef
Willy Brandt.
Brandt heim-
sækir Brésnef
Endurvekja þeir slökunarstefnuna
• ÞAÐ hefur þegar vakið veru-
legt umtal i erlendum fj&miðl-
um, að Willy Brandt, formaður
flokks sdsíaldemókrata i Vestur-
Þýzkalandi og fyrrverandi
kanslari mun 30. þ.m. fara til
Moskvu i boði Brésnjefs forseta
og dveljastþar i þrjá daga. Þetta
er að vi'su ekki nýtt boð af hálfu
Brésnjefs, heldur endurnýjun á
eldra boði. Eigi að siður vekur
það athygli, að Brandt skuli fara
tilfundar við Brésnjef á þessum
tima.
Stjórnarandstæðingar i Vestur-
Þýzkalandi hafa reynt að túlka
þetta á þann veg, að Brésnjef sé
að reyna að kljúfa vesturþýska
sósialdemókrata og nota sér
ágreining i flokki þeirra um stað-
setningu meðaldrægra eldflauga.
Þessi áróður hefur þó ekki hlotið
verulegar undirtektir, enda er
Moskvuför Brandts ákveðin i
samráöi viö Schmidt kanslara.
Brésnjef var væntanlegur i
heimboð til Bonn siðar á þessu ári
og mun Schmidt ekki telja
(Siyggilegt, að Brandt ræði við
hann áður og það verði ef til vill
ljósara eftir en áður hvernig
landiö liggur.
FÖR Brandts á fund Brésnjefs
vekur ekki sizt athygli vegna
þess, að þeir eru oft taldir aðal-
höfundar slökunarstefnunnar
svonefndu, sem siðustu misserin
hefur virzt mjög á undanhaldi.
Sumirhægri menn I Bandarikjun-
um fullyrða jafnvel að hún sé úr
sögunni.
Enginn stjórnmálamaður hefur
beitt sér meira en Brandt fyrir
bættri sambúö austurs og vesturs
i Evrópu né orðið meira ágengt.
Sambúð vestur og austurs fór
batnandi eftir að hann varðutan-
rikisráðherra 1967 og enn meira
eftir að hann varð kanslari 1969.
Enn nýtur viða árangursins af
þessu starfi hans, t.d. i sambandi
við Vestur-Berlin.
Hvað sem um Brésnjef kann aö
verða sagt, verður ekki af honum
haft, að hann hefur verið sá
stjórnmálaleiðtogi Rússa, sem
ótvirætthefur haft mestan áhuga
á slökunarstefnunni. Samvinna
hans og Brandts virtist yfirleitt
sæmileg meðan Brandt var
kanslari. Það verða þvi gamal-
kunnugir menn sem hittast, þeg-
ar Brandt heimsækir Brésnjef um
mánaðamótin.
Þetta verður hálfum mánuði
áður en flokksþing pólskra
kommúnista hefst. Málefni Pól-
lands munu áreiðanlega ekki
bera sizt á góma i viðræðum
þeirra Brandts og Brésnjefs.
Ástæða er til að vekja athygli á
nýlegum blaðaskrifum ýmissa
þekktra fréttaskýrenda, eins og
Flora Lewis i New York Times,
sem undanfarið hafa vakið at-
hygli á þvi, að vestrænir stjórn-
málamenn getihaft veruleg áhrif
á afstöðu Sovétrikjanna til Pól-
lands.
Þessir fréttaskýrendur teljaað
Sovétmenn muni fara gætilegar i
sakirnar, ef þeir gætu gert sér
rökstuddar vonir um, að það yrði
þeim til ávinnings, ef þeir létu
Pólverja ráða eina málum sinum,
t.d. myndi þaö greiða fyrir
viðskiptum við vestrænar þjóðir
og auka möguleika til samkomu-
lags um afvopnun.
1 grein eftir Flora Lewis, sem
birtist i' New York Times 5. þ.m.
er m.a. gefið i skyn að það gæti
haft heppileg áhrif, ef Reagan
tæki þvi vel aö hitta Brésnjef
fljótlega. Ótvirætt sé, að Brésnjef
hafi m iki nn áhuga á slikum f undi.
Efhann heföi vissu fyrir að slikur
fundur yrði haldinn myndi hann
ógjarnan vilja eiga á hættu, að
honum yröi aflýst vegna atburða I
Póllandi.
Auk þess sem Pólland veröur til
umræðuá fundiþeirra Brandts og
Brésnjefs, mun margt annað
verða rætt, eins og t.d. takmörk-
un eldflauga i Evrópu. Brandt
mun leggja mikið kapp á að koma
ekki tómhentur heim varöandi
eldflaugamálið.
SÉRSTAKT áhugamál Brandts
mun einnig verða til umræðu. Það
er sambúðin milli noröurs og
suðurs, eða viðskipti riku og fá-
tæku þjóðanna. Brandt hefur ekki
minni áhuga á bættri sambúð
þessara aöila en sambúðinni milli
austurs og vesturs i Evrópu.
A komandi haustieða I október
kemur saman I Mexikóborg
ráðstefna rikjahópsins, sem
kenndur er við töluna 77, þar sem
ræddar verða m.a. ráðstafanir til
að útrýma hungri I heiminum, en
framkvæmd þeirra mun velta á
sambúð norðurs og suðurs.
A ráðstefnunni verða einkum
rasddar tillögur, sem samdar
voru af alþjóölegri nefnd sem
Brandt veitti forustu og eru þess-
ar tillögur þvi oft nefndar Brandt-
tillögurnar.
Sovétmenn hafahingað tiltekið
undirbúningi þessarar ráðstefnu
fálega, öfugt við Vestur-Evrópu-
þjóðimar, en nýlega voru gerðar
eftirtektarverðar ályktanir um
þessi mál á þingi Evrópuráðsins.
Brandt mun i viðræðum við
Brésnjef hvetja hann til
jákvæðari viöhorfs til ráðstefn-
unnar I Mexikóborg, en afstaða
risaveldanna til hennar þykir
höfuömáli skipta.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjórE, skrifar
Þrjú þúsund
milljón doll-
ara aðstoð
■ Bandarikjamenn hafa
undirritað samning við
Pakistani, þess efnis að á
næstu fimm árum veiti
Bandarikin Pakistan hernað-
arlega og efnahagslega að-
stoð, sem nemur yfir þrjú þús-
und milljónum Bandarikja-
dala. Meðal annars er i samn-
ingnum tiltekið, að Pakistan
skuli þegar i stað fá ótiltekinn
fjölda F-16 orrustu- og
sprengjuflugvéla.
Tilkynnt var um samning-
inn I lok opinberrar heimsókn-
ar þess aðstoðar- utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, sem
fer með öryggismál, til
Pakistan.
Utanrikisráðherra Pakist-
an, sagði i gær að hluti þess
fjármagns, sem Pakistan
legði nú i flugvélarnar og önn-
ur hergögn, kæmu frá
islömskum vinum Pakistana.
Er talið að þar sé einkum átt
við Saudi-Araba.
Það kom nokkuð á óvart
hversu stór niöurstööuupphæö
þessa samnings er, þar sem
. búist hafði verið við samningi
sem væri smærri i sniðum.
Talið er að Bandarikja-
stjórn geti átt erfitt um vik að
verjasamninginn heima fyrir,
þar sem stjórnvöldum er al-
gerlega bannað að veita hern-
aðaraðstoð rikjum sem grun-
ur leikur á að séu að byggja
kjarnorkuvopn. Hins vegar
virðist rikisstjórn Reagans
telja nauðsynlegt að veita
Pakistönum þessa aðstoð, sem
mótvægi við þá hættu, sem
þeir telja stafa af Sovétmönn-
um i Afganistan.
Sm- f\ W'-CS***
■ A myndinni eru tvær F-14 þotur á ferð. Pakistanir fá ótiltek-
inn fjölda af F-16 þotum.
Grárfjármagns
markadur
• Norsk stjórnvöld hafa
miklar áhyggjur af milljörð-
um norskra króna, sem al-
þjóðleg oliufyrirtæki og fjár-
mögnunarstofnanir dæla inn á
norskan lánamarkaö, án þess
að ráðamenn i efnahagsmál-
um hafi þar nokkra stjórn á.
Talið er að þessi „grái
markaður” grafi verulega
undan fjármögnunarpólitik
stjórnvalda. Komihann niöur
á fjármögnun húsnæöis og geti
þegar upp er staðið takmark-
að nokkuð möguleika venju-
legra launþega til þess að fá
lánsfé.
Talið er, að um það bil fimm ,
þúsund milljónir norskra
króna séu inni á markaðnum,
óstýrt á þennan máta.
Fordæma ísrael
■ Frakkar og Bretar hafa
gagnrýnt Israel harðleea i
Oryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna, vegna árásar þeirra á
kjarnorkuver i Irak fyrir
rúmri viku. Kröfðust fulltrúar
beggja þjóðanna þess, að
Israelar greiði Irökum skaða-
bætur, vegna kjarnorkuvers-
ins.
Franski fulltrúinn sagöi, að
Frakkar væru þess fullvissir/
að kjarnorkuverið, sem
Frakkar byggðu fyrir írak,
hefði ekki verið notað á neinn
iiátt til þess að bua til kjarn-
orkusprengjur, eins og Israel-
ar hafa haldið fram. Sagði
fulltrúinn að það væri fára'n-
legt að byggja kjarnaofn af
þeirri gerð sem verið hefði i
orkuverinu, til þess að fram-
leiða kjarnorkusprengjur.
Sýrland fær
kjarnorkuver
■ Sýrlendingar hafa i hyggju
að byggja kjarnorkuver i landi
sinu, til raforkuframleiðslu.
Segja þeir að ákvörðunin hafi
verið tekin til að mæta háu
verði á innfluttu eldsneyti.
Sýrlendingar tilkynntu
þessa ákvörðun sina á ráð-
stefnu Arabarikja um kjarn-
orkumál, sem nú stendur yfir i
Damaskus.
Segja Sýrlendingar að
kjarnorkuverið verði tekið til'
starfa áriö 1991.
Þá var skýrt frá þvi að orku-
verið yrði byggt i samvinnu
við erlent riki, sem talið er að
verði Sovétrikin.