Tíminn - 16.06.1981, Qupperneq 8
8
Þri&judagur 16. júnl 1981
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns-
son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll
Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn:
Agnes Bragadottir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga-
son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi-
marsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson,
Kristín Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
4.00. Áskriftargjald á mánuði: kr.70.00—Prentun: Blaðaprent h.f.
á vettvangi dagsins—-i
„Kæna smáríkis”
og „hafskip
stórveldis”
eftir Jóhannes Björnsson, Ytri-Tungu
Stofnun einkaútvarps
afturför íútvarpsmálum
■ Á liðnum vetri hafa margir gerst spámenn á
sviði útvarpsreksturs hér á landi. Saman hefur
farið umræða um fjárhagserfiðleika rikisút-
varpsins og áróðurssókn einkaaðila, sem vilja
afnema einkarétt rikisútvarpsins og koma hér á
fót svokölluðu frjálsu útvarpi.
Rikisútvarpið hefur verið rekið með tapi sið-
ustu tvö árin, 1979 og 1980. Stefnt er að þvi að
rekstur þess verði hallalaus á þessu ári. í þvi
skyni hefur orðið að draga nokkuð saman dag-
skrárgerð. Slikar sparnaðaraðgerðir eru alltaf
sársaukafullar fyrir þá, sem þær snerta, en aug-
ljóslega var ekki um annað að ræða, þvi rikis-
stofnanir geta ekki ár eftir ár eytt meira fjár-
magni en þær fá til ráðstöfunar. Fram hefur
komið hjá menntamálaráðherra á Alþingi, að
stefnt er að þvi að rikisútvarpið komist út úr
þessum fjárhagsvanda sinum á tiltölulega
skömmum tima. Sá samdráttur, sem orðið hefur
á dagskrá, er þvi timabundinn og skiptir engum
sköpum fyrir starfsemi útvarpsins.
Á sama tima og rikisútvarpið hefur átt við
þessa erfiðleika að etja, hafa áhugamenn um
svonefnt frjálst útvarp látið mikið til sin heyra.
Þeirra markmið er að gefa útvarpsrekstur frjáls-
an, eins og það er kallað, sem i reynd þýðir að
leyfa einkaaðilum að reka hér útvarpsstöðvar i
samkeppni við rikisútvarpið.
Það kann ekki góðri lukku að stýra, að tals-
menn slikrar róttækrar breytingar á islenskum
útvarpsrekstri skuli byrja á þvi að villa á sér
heimildir með rangri nafngift. Það sem þeir eru
að berjast fyrir er auðvitað ekki frjálsara útvarp
en rikisútvarpið er. Þeir eru að berjast fyrir
einkaútvarpi — þ.e. útvarpsstöðvum, sem eru i
eigu fárra einstaklinga og stjórnað af þeim. Það
er út af fyrir sig sjónarmið, að aðrir en rikisvald-
ið eigi að fá að reka útvarpsstöðvar, þótt slikt sé
alls ekki timabært hér á landi. En það er megin-
misskilningur að slikt útvarp yrði á einhvern hátt
frjálst, hvað þá frjálsara en rikisútvarpið. Rikis-
útvarpið er eign allrar þjóðarinnar og verður þvi
að taka tillit til þeirra fjölbreytilegu sjónarmiða,
sem finnast með þjóðinni, og sinna landinu öllu.
Einkaútvarp er hins vegar eign fárra einstakl-
inga, og hefur ekki skyldum að gegna við nokkra
aðra — nema þá auglýsendur, sem einkaútvarp-
inu er ætlað að lifa á.
Þá er auðvitað augljóst mál, að tilkoma slikra
einkastöðva, sem ekki hefðu neinum þeim
skyldum að gegna við þjóðina i heild sem rikisút-
varpið hefur, og sem fjármagnað yrði með
auglýsingum, myndi gera fjárhagsvanda rikisút-
varpsins til muna meiri. Það yrði þvi til þess eins
að draga úr möguleikum rikisútvarpsins til vand-
aðrar dagskrárgerðar. Það yrði þvi afturför i út-
varpsmálum íslendinga.
Landsmenn ættu að sameinast um að leysa
fjárhagsvandamál útvarpsins og skapa þvi siðan
þá tekjustofna, sem nauðsynlegir eru til þess að
hægt sé að undirbúa útsendingar á nýrri rás og
landshlutaútvarp i einhverri mynd. Það eru
verðug framtiðarviðfangsefni.
—ESJ.
■ íslenskir fjölmiölar greindu á
siðasta vetri frá hörmulegri
stöðu næstu nágranna okkar:
Grænlendinga. Þeir þurfa að
sækja um leyfi til að veiða við
strendur sins eigin lands suöur til
Briíssel — til Efnahagsbandalags
Evröpu.
Þetta bandalag takmarkar nú
veiðar Grænlendinga en sendir
samtimis flota þýskra togara að
austurströnd Grænlands i þorsk-
stofn, sem talinn er i útrýmingar
hættu. Og þessa heistu auðlind
Grænlendinga svo og rækjuna,
sem þeirhafa tök á að nýta, notar
EBE sem gjaldmiðil innan rikja
bandalagsins til margvislegra
hrossakaupa.
Skyldu margir Islendingar nú
kjósa sér þetta hlutskipti Græn-
lendinga að hafa „kænu” sina
bundna aftan i „hafskipi stór-
veldis”?
Ég held ekki.
En mér finnst rétt að rifja það
upp, að trúlega eigum við
tslendingar erlendum þjóðhöfð-
ingja — de Gaulle — það að
þakka, að hlutskipti okkar i þessu
efni er annað og betra en Græn-
lendinga. Hann andæfði árum
saman gegn inngöngu Breta i
EBE, en þeim hugðust
fslendingar fylgja i hið eilifa
sæluriki hagvaxtarins.
Þessi langa bið Breta við dyr
bandalagsins nægöi til þess, að
fleiri og fleiri tslendingar sáu i
gegnum blekkingarvef áróðurs-
meistaranna, og þeim uröu ljósar
þær geigvænlegu hættur, sem
okkur væru búnar i faðmi banda-
lagsins.
Þó lágu EBE — menn ekki á liði
sinu, stefnu sinni til framdráttar.
Eftirminnilegust er áróðurs-
ræða sú, sem Gylfi Þ. Gislason
flutti á aldarafmæli Þjóðminja-
safnsins 1963, — hana ætti að skrá
i Islandssöguna til viðvörunar.
Hann sagði þar meðal annars,„að
sjálfstæði þjóðarinnar yrði best
tryggt meö þvi að fórna þvi”, og
þess vegna ættum við „að binda
kænu smárikis aftan í hafskip
stórveldis”!
Þaðisetur jafnan hroll að mér, er
ég rifja upp þessi orö þáverandi
ráðherra og lfklega þess valda-
mesta i Viðreisnarstjórninni. Ef
stefna Gylfa i EBE-málinu hefði
sigrað, þá hefðu afleiðingarnar
orðið skelfilegar fyrir okkur.
Ég sé i huganum óheftan inn-
flutning vinnuafls og fjármagns i
h'tt nýttar orkulindir. landsins,
fiskiskipaflota EBE upp við
Húsbvggjandi
á moldarfjalli
eftir Jónas Gudmundsson, rithöfund
B Eitt vandasamasta verkefni
bæjaryfirvalda eru oft skipulags-
málin. Að visu er þessi vandi mis-
mikiil, þvi margir bæir og þorp
eiga nóg byggingaland, handa
fólki, sem vill byggja ibúðir, eða
starfsstöðvar, en önnur sveitar-
félög biía við landleysi, þ.e. skort-
ur erá hentugu byggingalandi, og
meðal þeirra er Reykjavik, sem
stöðugt missir fólk og fyrirtæki úr
bænum, vegna þess að ekki tekst
aö leysa lóðavandann með fýsi-
legu móti. Byggðin teygir sig æ
iengra og vondar lóöir eru marg-
ar frá sjónarmiði hagfræðinnar.
Þeim er vinna aö skipulags-
málum niina, er þvl svo sannar-
lega vandi á höndum, og skiptir
þaö litlu, hver með pólitisku völd-
in fer.
Tiu metrar oná fast
Eittaf því, sem ég hygg aö ekki
hafi verið gætt að sem skyldi, i
skipulagi er þaö, hverskonar hús
eru ætluð ákveðnu landi. Um þaö
má nefna mörg dæmi. Yfirvöld
gjöra t.d. oft flatlendiskröfur, til
manna, sem byggja i miklum
brekkum. I Breiðholtinu er gerð
sú krafa, að bilskúrar séu með
innkeyrslu beint frá götu, eða við
hlið húsa, sem eru í orði kveðnu
einnar hasðar. Sams konar hús
eru teiknuð ofanvið götuna og
neðan. Á þessu er hins vegar sá
galli, að þeir sem fyrir neðan göt-
una byggja,sitja uppi meö ægileg
holrúm eöa kjallara sem minna á
Surtshelli og kosta aöeins pen-
inga, þvi þetta húsnæði má ekki
nýta t.d.sem bilgeymslur, og þar
sem ástandið er verst, sitja húsin,
eins og einkennilega húsið á
Húsavik, þar sem þrjár tröppur
liggja niður i risið, en niu tröppur
eru upp i' kjallarann, en húsið er
tvær hæðir kjallari og ris. Hall-
andi heitir það, og var byggt til að
bera um það vörur á bakinu af
flotabryggjum.
A þessum svæðum mætti gera
húsin aögengilegri landi en núna
er ,að nýta hallann i Breiöholti
gætum við nefnt það I faglegu tali,
með hentugri teikningum og betri
aðkomuleiðum.
Annað rosalegt byggingaland
er Eiðsgrandinn, en þar er byggt
á botnlausu kviksyndi. 10 metrar,
eða meira eru oná fast. Landið
eins konar freðmýri, eöa túndra
af ægilegustu sort, þannig að
húsagerð minnir meira á stór-
virkjun en smiði yndislegra húsa
handa glöðu og góðu fólki, sem
vill reisa sér hús, en ekki hurðar-
ása um öxl.
Talið er að borgaris sé neðan-
sjávar að níu tiundu hlutum,
þ.e.a.s. aðeins 1/10 er fyrir ofan
sjávarmál, og svona verða eín-
býlishús og raðhús þar, það er aö
segja ef húsbyggjendur farga
ekki þessum húsum, eða sjálfum
sér, áður en yfir lýkur. Hin miklu
plön um stórflutninga á moldar-
fjöllum, leggjast nefnilega ekki
vel f mig, og það ætti ekki að
byggja þarna smáhús.
Á þessum ágæta staö má þó
býggja, en það er bara önnur sort
af húsum en þarna eru teiknuð.
Hús á staurfótum
Þarna má nefnilega meö tals-
Glamrað um
frjálst útvarp
eftir Ólaf Hauksson, stjórnarmann í SFU
BRitvélarglamriö bergmálar af
grein sem Illugi Jökulsson hefur
samið I helgarblaö Timans 6.
júni. Illugi hamrar niður hugleiö-
ingar sinar um lágkúrulegt videó
i fjölbýlishúsum, viöbjóðslegt
kanaútvarp og hallærislegt
frjálstútvarp, svo notuð séu hans
orö.
Sjálfsagt hefur Ulugi verið I
miklu stuði þegar hann ritaði
grein þessa, eða þá að hann hefur
a.m.k. fengið iánaða rafmagns-
ritvél. Ekki vantar orðgnóttina
um þessa vondu fjölmiðla, sem
fara i taugarnar á Illuga.
Illugi má hafa allar þær
skoðanir sem hann vill um útvarp
og videó. Hann fær rneira að
segja að koma þeim á framfæri i
Timanum. Enda rikir prentfrelsi
I oröi kveðnu á Islandi.
En úr þvi að Illugi kýs að viðra
skoðanir sinar á frjálsu útvarpi
(hallærislegt, segir hann um
þaö), þá er ekki úr vegi að upp-
lýsa lesendur Timans um nokkur
atriöi sem varða frjálst útvarp.
Illugi hefur sjálfur gott af að
fræöast svolitið um þetta fyrir-
bæri, þvi hann virðist afskaplega
illa upplýstur um það.
„Hvað um það?” spyr Illugi um
frjálst útvarp og lætur siðan
gamminn geisa um málið þó án
þess að veita önnur svör en þau
sem þjóna þeim tilgangi að gera
frjálst útvarp tortryggilegt.
Illugi er einn af mörgum sem
hafa ekki enn skilið hvað átt er
viö meö frjálsu útvarpi. Hann
heldur að frjálst útvarp feli i sér