Tíminn - 16.06.1981, Page 11

Tíminn - 16.06.1981, Page 11
Þri&judagur 16. jún'I 1981 Blm: — Hefur þú framkvæmt „virkan liknardauða”. B: — Aldrei. Blm: — Með þinar skoðanir á þessum málum, hefur það ekki oft verið erfitt fyrir þig að halda aftur af þér? B: — Ég skal segja þér hversu tæpt ég stóð einu sinni. Þá var ég ungur læknir og vann á kvensjúkdómadeild. Ég sá þar oft sjúklinga dauðvona af krabba- meini i leghálsi og legi. í einstaka tilviki, ef meinið hafði komist i taugar bak við legið gat verið um ótrúlegar þjáningar að ræða hjá sjúklingunum. Hjá Mariu var svo ástatt. Það var ekkert hægt að gera fyrir hana með skurðaðgerð, og lyf voru aðeins stundarfróun fyrir hana. Ég sat oft hjá henni ef ég hafði tima og reyndi að gera eitthvað til að lina þjáningar hennar. Eitt kvöldið er ég var á vakt kom ég til hennar og hún þjáðist óbærilega. Hún grét og bað guð að lofa sér að deyja. Ég fór fram i lyfjageymslu og fyllti sprautu með 12 sinnum meira morfini, en leyfilegt var að gefa. Þegar ég kom með sprautuna horfði hún á mig eins og lamb leitt til slátrunar. Ég gat þetta ekki. Ég fór fram með sprautuna aftur og gusaði úr henni i vaskinn, siðan lagði ég andlit mitt upp að köldum veggnum og skalf allur af geðshræringu. Blm: — Hvað varð um Mariu? B: — Fáeinum vikum seinna sá ég hvar hún yfirgaf spitalann — maður hennar hélt utan um hana og tvö litil börn hoppuðu i kring- um þau. Með radiumgeislum ■ Fjöiskyidumynd tekin i Constantia i Suður-Afriku. Christiaan og Barbara ásamt sonum sinum tveim, Frederick, 9 ára og Christiaan 7 ára. BERST NU FYRIR „LIKNARDAUÐA"! hafði tekist að fá timabundinn bata. Blm: — Er þetta ekki sláandi dæmi sem sýnir hættuna við að gripa inni með „virkum liknar- dauða”. B: — Já og nei. — Tilfelli sem þetta er mjög sjaldgæft. Það sem þetta dæmi sýnir er, að i slikum tilvikum þurfa reyndir sér- fræðingar að fjalla um málið, en alls ekki læknir sem ekki hafði nema þriggja mánaða starfs- reynslu, eins og ég þarna. I öðru lagi þegar læknar reyna að sjá hvað rétt er að gera i slikum tilvikum, þá mega þeir ekki aðeins taka tillit til likamlegs ástands sjúklingsins heldur einnig hvort hann hefur fyrir fullt og allt misst alla lifslöngun. Ef hún er sterk þá er reynt að berjast i lengstu lög. Blm: — Hafa læknar rétt til að ráða þannig yfir lifi manna? B: — Mér finnst hálfgerð hræsni koma til i áliti almennings um rétt og skyldur lækna. Fyrir löngu hafa þjóðirnar samþykkt að þjóðhöfðingjar hefðu rétt til að senda menn i strið og slátra ■ Barnard einn á ferð I Banda- rikjunum að kynna bók sina „Gott lif :Góður dauði”. Einmana á hótelherbergi styttir hann sér stundir við að glamra á ukulele og raula gömul lög. öðrum mönnum, eða verða sjálfir vegnir. í flestum löndum er fjár- hagsáætlun hinna svokölluðu varnarmála miklu hærri en fjár- veitingar til heilbrigðismála. Einnig er það viðurkennt, að dómstóll dæmi mann til dauða fyrir stórglæpi. Þá er allt gert sem hægt er til þess að sjá um að dauði þeirra verði skjótur og sem kvalaminnstur. Samt er rekið upp ramakvein, þegar læknar ræða það i alvöru, hvort ekki komi til greina að hjálpa sárþjáðum og dauðvona sjúklingum við að hljóta léttan dauða, en fram- lengja ekki kvöl þeirra. Blm: — Er það ekki að „leika guð”? B: — Ef það er — er þá ekki læknirinn alveg eins að „leika guð”, þegar hann notar alla mögulega tækni til að viðhalda lifi i dauðveikum manni? Ég trúi ekki að guð miskunnseminnar tæki það illa upp fyrir okkur dauðlegum mönnum, þótt við reyndum að „leika guð” i slikum vonlausum og hörmulegum til- vikum. Blm: — Hvert er álit þitt á sjálfsmorðum? B: — Mér finnst það sé grund vallarréttindi hvers einstaklings, sem er með heila hugsun til að dæma um aðstæður sinar, að taka sjálfur ákvörðun. Það er i fyrsta lagi rétt vegna þess að enginn getur stoppað hann, ef hann i raun og veru hefur ákveðið slikt, og enginn mannleg- ur kraftur getur refsað fyrir það. Þó hugsa ég að sjálfsbjargarvið- leitnin og lifsviljinn, sem hverj- um manni er áskapaður, sé svo sterkur, að ekki þurfi að gera sér- stakar ráðstafanir til að hindra einstakling I að taka sitt eigið lif. Við eigum þó ekki að hindra sjúk- ling I slikri framkvæmd, ef við- komandi gerir sér grein fyrir að ástandið er vonlaust og kýs að binda enda á það. Blm: — Myndir þú sjálfur undir þviiikum kringumstæðum grlpa til þess úrræðis? B: — Marius bróðir minn, sem lika er hjartaskurðlæknir og ég stóðum hjá einum dauðvona sjúk- lingi okkar og horfðum hjálpar- vana á hann kafna úr lungna- krabba. Hann hafði verið góður og duglegur maður og tekið örlög- um sinum meðkarlmennsku. En i augum hans sáum við bón um hjálp, sem við báðir vissum hvað þýddi, en höfðum ekki lagalegan rétt til að veita honum. Það var hræðilegt! Þegar allt var afstaðið og við gengum saman i burtu þá hétum við hvor öðrum að ef eitthvað þvilikt skyldi koma fyrir annan hvorn okkar, þá héti hinn þvi, að skilja eftir innan seilingar ban- vænt eitur sem væri fljótvirkt og ekki kvalafullt. Ef sá sjúki væri ekki fær um að annast þetta sjálfur, væri hinn hér með skyldaður til að hjálpa til við inngjöfina. Blm: — Er það sársaukinn sem þú hræðist? B: — Nei. Þar sem ég er með langvinna -og ólæknandi liðagigt, þá þekki ég sársauka af eigin raun og hvernig er að lifa stöðugt með þjáninguna að fylgikonu. Það sem ég óttast mest er að verða ósjálfbjarga og lifa ekki einsog mannvera — heldur hjálp- arlaus og vitundarlaus. Blm: — Dauðann sjálfan, — hræðist þú hann þá ekki? B: — Á 35 ára læknisferli minum hef ég aðeins einu sinni séð sjúkling, sem var hræddur I dauðanum. Það var ungur maður, sem haföi fengið óvænt banvænt hjartakast, en verið stálhraustur fram að þvl. Ég man aftur á móti aö þegar ég var 10 ára sagði besti vinur minn mér frá dauða föður sins. Hann sagði, að faðir hans hefði með siðustu orðum sinum vitnað i bibliuna og sagt: „Dauði, hvar er broddur þinn?” Þessi orð fylltu mig ótta og lotningu, en nú veit ég og þekki, að á dauðastundinni fyrirKnnst oftast rólyndi hjá þeim deyjandi. Talað er um helfró og við margan banabeðinn hef ég séð ánægju og sælusvip færast yfir ásjónu hins deyjandi sjúklings. (Þýtt — BSt). 11 landfari r?Tilgangurínn helgar meðalið” ■ Svo segir gamalt orð, en þó löngum — og enn — umdeilt. Er þessu þó oft beitt i verki á okkardögum, — jafnvel á okk- ar litla íslandi. Það er þvi full ástæða til að gera sér nokkra grein fyrir gildi þessarar fullyrðingar. Tökum dæmi: Stór hópur is- lenzkra lækna rýfur samninga og gerir „einskonar” verkfall. Til þess að forða frá neyð i sjúkrahúsum stofna þeir sitt sér-fyrirtæki, og með aðstoð þess gefa þeir kost á þjónustu sinni —• en gegn óheyrilega háu gjaldi!Ensvo glöggir eru þeir og tillitssamir, aö þeir láta okkur vita, að þeir fái ekki allt þetta kaup sjálfir, þeir verði að greiða af þvi skatta og skyldur (þeir halda vist að þeir séu einir um slikt!!), og svo lika að bera kostnað af þessu nýja „verk- takafyrirtæki” sfnu! Hver bað þá? „Neyðin kennir naktri konu að spinna.” Þeir „reyna” að benda á, að þeir séu órétti beittír, samanborið við einhverja aðra hópa (ætli það séu gangastúlkur sjúkra- húsanna?), og veröi aö fá grunnkaupshækkun, m.m.! Enþeir „reyna” vist ekki að benda á það, aö læknar fá oft fria aðstööu til starfa, nauð- synleg tæki, vinnuföt og blla- styrk, eftir margra ára frið- indi við nám sitt! — Enn er þetta „strið” ekki I fullum gangi, en ef fram fer sem horfir, fær enginn séð fyrir, hve miklum þjáningum, hve margra dauða þessi stefna lækna: „tilgangurinn helgar meöalið” faa- valdið! Þeir segja vitanlega: Gangið bara að kröfum okkar, þá er „allt i lagi”!Ensvo erekki,og má — annarra hópa vegna og svo þjóöarhags — alls ekki Uðast. Nafn fyrirtækis þeirra: „Læknaþjónusta s.f.” þaö á að þjóna læknunum, fyrr en hin- um sjdku? Nafnið er þvi til- valið! — Fjórir skæruliðar I N-Ir- landi eru nýlátnir. Þeir lifðu og dóu samkvæmt kenning- unni: „Tilgangurinn helgar meðalið”. Hryðjuverk: eyðing verð- mæta, árásir, mannrán, gisla- hald og morð, oft á alsaklausu fólki, eru ávextir stefnunnar. Ég hygg, að við, flest, munum á sama máli og „Járfrúin” brezka, að slikum beri engin sérréttíndi i'fangelsinu! Með sliku væri ofbeldinu Ivilnað, dregið Ur öryggi fólksins. „Að taka líf sitt”, fyrirfara sér, hefur aldrei talist mann- sæmandi og ætti ekki heldur að vera það, þótt neitað sé allri fæðu til loka. En þar er hugsunin enn „Tilgangurinn helgar meðalið”. En sé með- alið lastavert, verður tilgang- urinn þó að vera lofsverður! En getum við taliö þannig háttaö í þessum tilfærðu dæm- um? Ekki get ég það. — I læknadeilunni eru þeir betur settu að „skara eld aö sinni stóru köku”, frá þeim smáu og sjúku, og úr ríkiskassa, sem ómar af tómahljóði! — Með írum eru hættulegir kraftar að leita í áttina til möguleika að neyta þeirra á ný. Hvorum tveggja mun hollara að mæta ákveðnum hindrunum I sinni viðleitni, og samlöndum beggja mun það sérstök nauð- syn. — Og ég vil þakka Svav- ari ráðherra og Þresti fulltrúa fyrir ákveðin viðbrögð og sköruleg orð I þessu sam- bandi. Svo og „Járnfrúnni” i trausti þess, að réttlætís sé gættf dómsorði skæruliöanna. En ber ekki læknum skylda til að viðhalda lifi sjúklings, svo lengi sem mögulegt er? Svo virðist oft I framkvæmd, þar sem með lyfjagjöf úr sprautuerlífiviðhaldið, enda- litið, þar sem aðeins er dauða- dá, og engin von um bata. — Hvi' þá ekki að viðhalda lifi á sama hátt, i þeim, sem neitar að borða? Hinn, I dauðadáinu, myndi áreiðanlega, I flestum tilvikum, fastlega neita sprautunni, ef hann mætti mæla! Ef ég man rétt, voru i Ir- landi tvær sveltandi (stefndu til bana) konur neyddar til að horða (Þarna rikir vist ekki islenzkt jafnréttí!) Hvert mun þeirra viðhorf nú, til þessara mála. Það væri gaman að vita. Gæti nú ekki „Morgunpóst- urinn” (sem reyndar segir okkur margt gott), dregiö einn morgun úr flýtistafsi sinu, hósta og „ofaniáti” og sagt: „Okkar maður” i Irlandi segir frá — og okkur þar greint frá þessum tveim, ef enn lifa, svo og frá sök skæruliöans, sem krefst sérréttinda i fangelsinu og kýs að svelta sig til bana. Þess vildi ég óska og svo er um fleiri. „Brekknakoti”, 25. m ai 1981 Jónas Jónsson. Hver yrkir nú? ■ Nýtt verktaka fyrirtæki hefur verið stofnaö, Lækna- þjónustan s.f. - Undir venjulegum kringum- stæöum vekur það ekki mikla athygli almennings þó sagt sé i fréttum aö nýtt verktaka- fyrirtæki hafi verið stofnað. Menn með sérþekkingu og hagsmunahópar kringum þá slá sér saman og bjóðast til að taka að sér ýms verkefni, sem iframkvæmd eru hverju sinni. Erþví ekki nema gott um þaö að segja að sllkum verktökum fjölgi og samkeppni aukist þar með um greiðslur og hag- kvæm vinnubrögð: En hér skýtur nokkuö skökku við hvað varöar hið nýja fyrirtæki. Þar kemur ekki til greina nein samkeppni við önnur samskonar verktaka fyrirtæki. Því prófgráöur og hæfni á öðrum sviðum kemur þar að engu haldi. Verkkaup- endur hins nýja verktaka- félags eru, sjúkir, slasaðir og dauðvona. Þeir eiga ekki i annað hús að venda með þörf sina. Þeir eiga engan mótleik gagnvart hinum nýju verktök- um annan en að þjást og hreinlega deyja drottni sinum, ef svo vill verkast, eða að öðrum kosti ganga skilyrðis- laust að þeim kaupkröfum, sem hinu nýja félagi þóknast að fara fram á. Einkunnar orð þess virðast vera sett fram sem krafa eða hótun: „Peningana eða lifið”. Þar i milli skulu hinir sjúku velja, eða forráðamenn fyrir þeirra hönd. - Þetta er saga til næsta bæjar og þykir engum fögur. Grímur Thomsen orti, á sln- um tlma, ódauðlegt kvæði um llknar- og fórnarlund lækna. Kvæðið, Sveinn Pálsson og Kópur. Fram til þessa hafa læknar notið þess kvæöis i vitund almennings, flestir að verðleikum. - En hver kveður nú læknum það kvæði, sem þeir hafa áunnib sér með kröf- um sínum og stofnun hins nýja verktakafyrirtækis síns? ? ? . Guðmundur P. Valgeirsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.