Tíminn - 16.06.1981, Qupperneq 14
Þriðjudagur 16. Iiiril 1981
■ Þúsundir kvenna hafa
notið Orlofs húsmæðra i
þau tuttugu ár, sem það
hefur verið við lýði.
Fjölda margar konur
hafa farið til nokkurra
daga eða viku dvalar á
sumardvalarstöðum
fyrir tilstilli orlofsnefnd-
anna i heimabyggðum
þeirra, en aðrar hafa
farið i allt frá eins dags i
nokkurra daga ferðalög
um landið. Almenn á-
nægja er ávallt rikjandi
i þessum orlofsferðum
eða orlofsdvöl, að sögn
Steinunnar Finnboga-
dóttur, sem er formaður
Landsnefndar orlofs
húsmæðra.
® Konur á gangi fyrir utan Hrafnagilsskólann en þar hefur orlof húsmæðra úr Reykjavik verið til húsa undanfarin sumur.
Þúsundir kvenna
hafa notid
orlofs húsmæðra
Hver á rétt?
— Sérhver, sem veitir eða hefur
veitt heimili forstöðu, án launa-
greiðslu fyrir það starf á rétt á að
sækja um orlof, að þvi er segir i
lögunum um orlofið. 1 lögum um
almennt orlof frá 1971 segir, að
allir, sem starfi i þjónustu
annarra gegn launum, hvort sem
þau eru greidd i peningum eða
öðrum verðmætum eigi rétt á
orlofi ásamt orlofsfé eöa launum
samkvæmt reglum laganna. Þá
segir einnig: — Lög þessi rýra
ekki viðtækari eða hagkvæmari
orlofsrétt samkvæmt öðrum lög-
um, samningum eða venjum.
Þetta ákvæði hinna almennu or-
lofslaga sýnist mér vikja burt öll-
um vafa um að orlof, sem veitt er
vegna launaðra starfa, sé eitt og
sér mál og skerði á engan máta
réttinn til að sækja um orlof hús-
mæðra, sem er samkvæmt öðrum
lögum og fyrir ólaunuð störf, sem
unnin eru á heimilunum. Astæða
er til að ihuga þetta vel i þjóð-
félagi, þar sem stór hluti hús-
mæðra vinnur launuð störf utan
heimilis og einnig vegna sérstöðu
sinnar eru það oft hin erfiðu störf,
sem þeim bjóðast, en taka svo við
öðrum störfum þegar heim kem-
ur.
Annars eru lög um orlof eða
sumarleyfi eitt framlag nútimans
til þess að leita jafnvægis milli
starfsog hvildar — starf án hvild-
ar og hvild án starfs er hvort
tveggja jafn gæfulaust og jafn-
vægi þar á milli verður vart of-
metiö.
— Hefur fólk ekki stundum
furðað sig á þvi að útivinnandi
húsmæður skuli hafa komist i or-
lof húsmæðra sem og konur, sem
hafa verið giftar mönnum, sem
komist hafa vel áfram I llfinu?
— Jú, en af þvi sem ég hef hér
sagt er ljóst, að þessar konur eiga
jafnan rétt og aðrar á orlofsdvöl-
inni. Hún er ekki ætluð sem neitt
gustukaverk, heldur er hún fyrir
hverja þá konu, sem hefur staðið
fyrirheimili, það er eina skilyrðið
fyrir þátttöku. Allir á aldrinum
frá 18 ára og upp úr hafa rétt á or-
lofsdvöl eða þátttöku i orlofs-
ferðalagi.
Karlar jafnt sem konur
— Og nú á dögum jafnréttis,
myndu þá karlar einnig fá að taka
þátt I orlofinu?
— Já, að þvi tilskyldu, að þeir
hafi staðið fyrir heimili og haft
um börn að hugsa. Um jafnréttið
er það að segja, að það er sjálf-
sagt stefnumark og mann-
réttindamál, sem ég veit að við öll
viljum heilshugar vinna að. En
eitt er að vilja og stefna að og
annað að hafa i hendi, og þvi vil
ég segja i þessu sambandi:
Hyggjum að fortiðinni, horfum til
framtiðarinnar, en lifum i sam-
tiðinni. Hvað svo sem við viljum
fleytum við ekki umræðunni fram
hjá þeim staðreyndum, að i flest-
um tilfellum, ef ekki öllum þar
sem heimilishald er, hvort sem
húsin eru há eða lág, f jölskyldan
litil eða stór, þá beinast augu og
væntingar heimamanna varðandi
heimilisstörfin að húsmóðurinni
og störfum hennar þar. Ég tel,
hvað sem öðru liður, að i framtið-
inni eigi að reka sambærileg
heimili við orlofsheimili hús-
mæðra, sem væri sumarheimili
jafnt karla sem kvenna.
— Oriofsnefnd húsmæðra i
Reykjavík hefur starfrækt
sumarheimili I skólum úti á landi.
Hvernig hefur sú starfsemi geng-
ið?
— Orlof húsmæðra hefur
sannað, að rekstur slikra heimila
i skólum landsins er fjárhagslega
hagkvæmur og gefur möguleika á
samfélagi við annað fólk, sem er
mörgum einstaklingum meiri
þörf en það, sem kallast hvild i
venjulegum skilningi. Einmana-
leikimargra er mikill og fer ekki
eftir kyni eöa stéttum.
Framkvæmd núgildandi laga
um orlof húsmæðra er algerlega i
höndum nefnda, sem til þess eru
kjörnar, og vinna þær við mis-
munandi aðstæður, en innan
ramma laganna. Nokkrar nefndir
sameinast t.d. um hagkvæman
samning við hótelstjóra að
Laugarvatni og Lundi t.d.,aðrar
fara i ferðalög, löng eða stutt, og
Reykjavikurnefndin hefur rekið
eigin orlofsheimili siðast liðin 15
ár. Fyrst var það gert i samvinnu
við nágrannabyggðirnar og siðan
hefur nefndin starfað ein sér og
nú að Hrafnagilsskóla i Eyjafirði.
Orlofsnefndir á Norðurlandi hafa
gert kaup við Reykjavíkurnefnd-
ina um dvöl gesta þaðan af svæð-
inu og nú einnig frá Vestfjörðum.
Við vorum hér áður i skólanum að
Laugum i Dalasýslu og einnig i
Laugagerðisskóla.
Orlofsgestirnir fara til 8 daga
dvalar og greiða aðeins litinn
hluta þess kostnaðar, sem er
dvölinni og ferðalaginu samfara.
Samkvæmt heimild i lögunum
má láta orlofsgesti greiða 15%
kostnaðarins. Orlofsvikurnar
hafa verið 7-8 á sumri hverju, og
þátttakendur i hverri ferð 60-70 að
meðaltali. Þannig hafa á hverju
sumri farið að minnsta kosti um
500 konur til orlofsdvalar af um-
dæmissvæði Reykjavikur-
nefndarinnar, svo tölur séu
nefndar.
Umfangsmikið en ó-
iaunað starf
— Hvernig er háttað launa-
greiðslum varöandi þetta orlofs-
starf- og rekstur heimilisins?
Starfsfólki orlofsheimilisins
er öllu greitt fullt kaup og oft
hærra en gildandi samningar
segja til um enda verið um af-
bragðs starfsfólk að ræða. Orlofs-
nefndirnar sjálfar eiga að vera ó-
launaðar. Þó segir i 4. grein laga
um orlof húsmæðra, að greiða
megi fararstjórum þóknun, hvort
sem þeir eru i orlofsnefnd eða
ekki. Heimilt er einnig orlofs-
nefndum að greiða fyrir fram-
kvæmdastjórn og gjaldkerastörf
á þeim stöðum, þar sem nefndir
reka orlofsheimili á eigin ábyrgð.
Þessiheimildhefuraðeins að litlu
leyti verið notuð i framkvæmd, af
Reykjavikurnefndinni fyrir
fararstjórn. Ekki hefur heimildin
um að greiða fyrir framkvæmda-
stjórn og gjaldkerastörf þar sem
nefndir reka orlofsheimili á eigin
ábyrgð verið nýtt svo mér sé
kunnugt. 1 þau fimmtán ár, sem
Reykjavikurnefndin hefur staðið
fyrir rekstri orlofsheimilis hefur
framkvæmdastjórn, gjaldkera-
störf og hvers konar stjórnunar-
og undirbúningsvinna verið
innt af hendi launalaust. Pening-
ar hafa verið nýttir til hins itr-
asta og aösókn verið mikil.
Reykjavi'k er vissulega með
nokkra sérstöðu vegna rekstr-
arforms og mikilla umsvifa og
frá þeim sjónarhóli er ósann-
gjarnt að greiða ekki ein-
hver laun fyrir þessi störf þótt
það hafi ekki verið gert. Okkur
sem eigum hlut að máli hefur
ekki fundist að lagagreinin gæfi
okkur nægilega fótfestu til þess að
meta störfin til launa okkur sjálf-
um til handa, og ekki sist þar sem
enga viðmiðun er að finna annars
staðar. Ráðuneyti eða sveitar-
stjórn þyrfti að gera tillögur
varðandi greiðslur i samræmi við
önnur nefndarstörf á vegum hins
opinbera. Það er timafrekt að
reka sumarhótel sem þetta og þvi
fylgir mikil ábyrgð, og ekki er lik-
legtað hægt verði i framtiðinni að
fá fólk til þess að vinna þessi störf
án launa. Hins vegar verð ég að
segja, að við höfum áreiðanlega
fengið okkar laun fyrir erfiðið,
þótt þau hafi komið i annarri
mynt en sem peningar i launaum-
slagi, þ.e.a.s. ánægjunni.
Betra að féð komi úr
rikissjóði
— Hver stendur straum af
kostnaði við orlof húsmæðra?
B Steinunn Finnbogadóttir for-
maður Landsnefndar orlofs hús-
mæðra
— 1 lögunum segir að sveitar
sjóður skuli leggja árlega fram
fjárhæð, sem nemi minnst 100
krónum (gömlum) fyrir hvern i-
búa sveitarfélagsins. Fjárhæðin
tekur breytingum eftir visitölu
framfærslukostnaðar og miðast
við visitöluna, eins og hún er i
febrúar ár hvert. Siðast liðið ár
var upphæðin 161 gkr., en verður
væntanlega á þessu ári um eða
yfir 270 gkr. Sú ógöfuglega
breyting varð á lögunum, um
húsmæðraorlof árið 1975, að fellt
var niður að rikið skyldi greiða
kostnaðinn af orlofinu með fram-
lagi á fjárlögum, en þess i stað
var ákveðið að sveitarsjóðir
skyldu einir greiða til orlofsins.
Mér finnst að með þessu hafi
þessi gamla framfærsluhugsun
og sveitarstyrksstimpill skotið
upp kollinum á ný, og geti
hugsanlega skyggt á réttinn til
orlofsins fyrir unnin störf. Um
leið var fellt niður framlagið til
landsnefndarinnar, en það var al-
gjörlega óháð framlaginu til or-
lofsins sjálfs. Landsnefndin hafði
ekki annað rekstrarfé, og er það