Tíminn - 16.06.1981, Síða 17

Tíminn - 16.06.1981, Síða 17
ÞriOjudagur 16. jún( 1981 liLlilil 17 íþróttir Stjörnum fjölgar, á stjörnuleik Vals á 17. júní ■ — Enn bætast við stjörnur i stjörnulið það sem leikur gegn Islandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli þann 17. júni. Halldór Einarsson sagði i samtali við Timann i gær að að minnsta kosti tveir menn hefðu bæst i hóp stjarnanna, en þaö væru þeir Theo Scheider frá Borussia Dortmund og James Bett frá Galsgow Rangers, einnig væru góðar likur á þvi að fyrirliði Standard Liege mundi einnig bætast i hóp- inn: Theo Scheiter leikur i landsliði V-Þýskalands skip- uðum leikmönnum 21 árs og yngri, en hann hefur einnig leikið i öllum unglingaiands- liðum V-Þýskalands. James Bett ætti að vera islenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur, en hann lék með Val áður en hann gekk til liðs við Glasgow Rangers. Margir leikmenn stjörnu- liðsins eru komnir til lands- ins og þeir siðustu koma i dag. —HG. Jafnræði með toppliðunum Reynir og ÍBÍ skildu jöfn 1:1 ■ — Reynir Sandgerði og Isfirðingar deildu bróður- lega með sér stigum i leik liðanna i 2. deild sem háður var i Sandgerði á sunnudag- inn. Leikurinn átti upphaf- lega að vera á laugardaginn en þar sem ekkert flug var frá Isafirði var leíknum frestað til sunnudags. Bæöi liðin lögðu aðaláhersluna á vörnina og skiptust siðan á að sækja, en á 82. minútu þegar allt virtist stefna i markalaust jafntefli, tók Haraldur Leifsson af skarið og kom lsfirðingunum yfir 1:0. EnReynirgafstekki upp oe aðeins tveimur minútum fyrir leikslok fékk Sigurjón Sveinsson knöttinn inn að markteig Isfirðinga og tók sér nægan tima til að laga fyrir sig knöttinn áður en hann spyrnti honum óverj- andi i mark lsfirðinga og jafnaði 1:1. Eftir gangi leiks- ins voru þetta sanngjörn úr- slit. Reynisliðið hefur vakið mikla athygli fyrir frammi- stöðu sina i 2. deild i sumar en liðið vann sig upp úr 3. deild siðasta ár. —HG Ragnar íDunlop open ■ — Ragnar Olafsson GR, sigraði á Dunlop-open golf- mótinu sem fram fór á Hólmsvelli, Leiru um helg- ina. Leiknar voru 36 holur og lék Ragnar þær á 149 högg- um. Hannes Eyvindsson varð annar, en hann lék á 150 höggum. Keppnin um þriðja sætið varð mjög hörð og þurfti bráðabana milli Sig- urðar Péturssonar GR og Magnúsar JónssonarGS sem lauk með sigri Sigurðar, en hann lék 36 holurnar á 151 höggi. í keppni með forgjöf sigr- aði Magnús Jónsson GS á 141 höggi nettó, annar varö Hall- ur Þórmundsson GS á 142 höggum. hió FYRSTI FRAMSIGURINN — unnu KR á Laugardalsvellinum í gærkveldi 2:0 Fram vann sinn fyrsta sigur á tslandsmótinu i knattspyrnu i gærkvöldi þegar þeir báru sigur- orð af KR-ingum 2:0.Fram lék undan nokkrum strekkingi í fyrri hálfleik og sóttu þá án afláts, án þess að uppskera mark. A 16. minútu komst Guðmundur Steinsson einn inn fyrir vörn KR en Stefán markvörður varði vel, stuttu siðar átti Agúst Hauksson hörkuskot af 30 metra færi sem rétt strauk utanverða stöngina. Eina umtalsverða marktækifæri KR i fyrri hálfleik kom á 40. minútu upp úr skyndisókn sem endaði með góðu skoti Wilhelms Fredreksen sem Guðmundur Baldursson markvörður Fram rétt naði að slá i stöng og út. Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri en þó voru Framarar heldur beittari i sókninni og strax i upphafi hálfleiksins lék Arsæll Kristjánsson sig mjög skemmti- lega i' gegnum vörn KR en gott skot hans hafnaði i stöng. Fyrra mark leiksins kom svo á 65. min. þegar Guðmundur Torfason skallaði i markið eftir góða fyrir- gjW frá Pétri Ormslev. A 67. minútu kom svo besta marktæki- færi leiksins og féll það KR-ingum i skaut. Eftir að Framarar höföu gert sig seka um slæm varnar- mistök komst leikmaður KR inn i sendingu milli varnarmanns og markvarðar Fram-lék á Guð- mund markvörö og renndi boltan- um á Atla Þór Héðinsson, sem stóð aöeins til hliðar við markiö, inn i markteig en skaut framhjá stönginni fjær. Þarna var mun auðveldara að skora en skjóta framhjá mannlausu markinu. A siðustu minútu leiksins skorar svo Arsæll Kristjánsson seinna markFram, og fékk tii þess hjálp Stefáns markvarðar KR. Stefán hugðist hreinsa frá en skaut beint i fætur Arsæls og þaðan hrökk knötturinn i markið. Fram hefur aðeins skorað fjög- ur mörk i sumar og þar af tvö i gærkvöldi en hafa samt hlotið sex stig. Staða KR á botninum er vægast sagt orðin Iskyggileg, og verður að koma til mikil breyting á liðinu ef ekki á illa að fara. KR missti tvo menn útaf vegna meiðsla i gærkvöldi, þá Sigurð Pétursson sem varð að yfirgefa völlinn strax á 23. minútu og fyrirliðann Ottó Guðmundsson sem yfirgaf völlinn þegar 25. minútur voru til leiksloka. Gústaf Björnsson lék nú að nýju með Fram, en hann kom inn sem varamaður fyrir Hafþór Svein- jónsson i fyrri hálfleik. Fram vann verðskuldaðan sigur i gær- kvöldi þvi fyrri hálfleikurinn varð svo til alveg þeirra eign ef frá er taliö eitt marktækifæri KR-inga. HG 0*m * ■ Eiríkur markvörður Þórs sýndi ágætis tilþrif þegar á þurfti að halda. Hér kastar hann sér á eftir boltanum sem fór reyndar talsvert yfir markið. ljósmyndGK. Skagamennirnir ekki skorad í360 mínútur — Gerðu markalaust jafntefli gegn Þór á Akureyri í slökum leik tveggja slakra liða ■ ,,Nei ég er alls ekki ánægður með stigið. Það hefði að visu ein- hvern tima þótt gott að sækja eitt stig til Akureyrar, en við þurftum að hafa tvö stig út úr þessari við- ureign", sagði Sigurður Halldórs- sonSkagamaður eftir að Akranes og Þór höfðu gert markaiaust jafntefli i 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu á Þórsvelli á Akur- eyri á laugardaginn. „Það sem er að hjá okkur er að við skorum ekki mörk og við vinnum enga sigra á meðan”, sagði Siguröur. „Við þurfum að finna leiöina i mark andstæðing- anna, þegar við höfum gert það verður þetta allt mun auðveldara, við þurfum eitt mark til þess að komast i gang almennilega”. Menn voru ekki svo óhressir i búningsklefa Þórsara, liðinu, sem flestir eða allir spáðu falli i 2. deild áður en mótið hófst. „Það er alltaf gaman að spila á móti Akranesliðinu”, sagðiÁrni Njáls- son þjálfari Þórs, en hann lék ó- fáa leikina gegn Skagamönnum meðan hann var bakvörður Vals. ,Ég er ánægður með stigið sem við fengum i þessum leik, stig er alltaf stig, en ég er að sama skapi ekkert ánægður með spilið i þess- um leik, við höldum boltanum ekki nógu mikið og fáum þar af leiðandi ekki nóg út úr þessu”, sagði Arni. Fátt til fegurðar — Það er hægt að taka undir orð Sigurðar Halldórssonar aö Skagamenn séu daufir upp við mark andstæðinganna. Ég man ekki eftir þvi að hafa séð framlinu Skagamannasvo bitlausa sem hún| var i þessum leik. Þar var bók- staflega engin ógnun, rétt aðeins að menn væru nálægt þvi að skapa sér færi upp á eigin spýtur ef eitthvað var. Það talar skýr- ustu máli um veikleika framlin- unnar að liðið hefur ekki skorað mark i fjórum siðustu leikjum sinum. Hefur leikið i 360 minútur eða 6 klukkustundir án þess að geta fagnað marki!! Ef eitthvað var þá voru Þórs- arar nær þvi að skora i þessum leik, þeir fengu opnasta færi leiksins um miðjan siðari hálf- leikinn. Eftir aukaspyrnu átti Óskar Gunnarsson skot af stuttu færi sem hafnaði i þverslánni og þaðan hrökk boltinn út til Jóns Lárussonar sem skaut en Skaga- menn sem sluppu með skrekkinn björguðu á linunni. Eina umtalsverða tækifæri Skagamanna kom i fyrri hálf- leiknum er Kristján Olgeirsson braust af harðfylgi upp hægri kantinn og inn i vitateig, en fast skot hans hafnaði i stönginni og fór boltinn þaöan afturfyrir. Fé- lagar Kristjáns voru óhressir með að hann skyldi ekki gefa boltann fyrir markið, en hann svaraði þeim fullum hálsi: „Þeg- ið þið bara, ég var i dauðafæri!” og var það ekki fjarri lagi hjá honum. Þessa leiks verður ekki minnst sem neins stórleiks, enda var hann leikinn við erfiðar aðstæður á malarvelli Þórs og var nokkur hliðarvindur. Jafntefli voru sennilega sanngjörnustu úrslitin þvi hvorugt liðið sýndi neitt um- talsvert umfram hitt. Sprækustu menn liðanna voru Arni Stefáns- son og Eirikur i markinu sem var vel með á nótunum þegar á þurfti að halda, en hjá Akranesi voru einna bestir Sigurður Lárusson og Július Ingólfsson sem er friskur og iðinn leikmaður. gk-Akureyri Stadan ■ Staðan i 1. deild eftir sex um- ferðir er nú þessi: Vikingur 6 4 1 1 10 : 5 9 Vestmannaeyjar 6 3 2 1 9 :6 8 Breiðablik 6 2 4 0 6 :3 8 Valur 6 3 1 2 12: 5 7 Akranes 6 2 3 1 4: 4 7 Fram 6 1 4 1 4: 3 6 KA 5 2 1 2 7: 4 5 Þór 5 1 2 2 3: 8 4 KR 6 1 1 4 4: 10 3 FH 6 0 1 5 4: 14 1 Fyrsta FH ■ Ekki var hann rismikill leikur Breiðabliks og FH er félögin léku i 1. deildinni i knattspyrnu i Kópa- voginum á laugardaginn. Leikn- um lauk með markalausu jafn- tefii.enda marktækifærin sem fé- lögin fengu ekki svo ýkja hættu- leg. Fyrri hálfleikur var frekar við- burðarsnauður, boltinn gekk mót- herja á milli og samleikskaflar voru ekki i hávegum hafðir af hvorugum aðilanum. Þegar gluggað er i minnisbók- ina kemur i ljós að það sem ritað hefur verið i hana i seinni hálfleik er allt um misheppnuð færi Breiðabliks. Eitt er þó merkilegt við þennan leik, og það er það, að þar hlutu FH-ingar sitt fyrsta stig i deild- inni þetta keppnistimabil. röp.— íþróttafélög — íþróttafólk Frjálsíþróttatæki: kúlur, kringlur, spjót. Puma-fótboltaskór, Puma-æf ingaskór, Puma-gaddaskór. Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klopporstfg 44 - Simi 1 -17-83

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.