Tíminn - 08.07.1981, Side 20
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niöurrus
Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30.
Skemmuvegi 20
Kópavogi
HEDD HF.
Mikið úrval
Opið virka daga
9-19 • Laugar-
daga 10-16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
3s Msæ
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynnið ykkur verð og kosti
BELARUS
Guðbjöm Guðjónsson
heildverslun
Miövikudagur 8. júli 1981
■ Verulega nýstárleg
kynning fer fram nk. laug-
ardag í Jógastöðinni
Heilsubót við Hátún og
stendur hún frá kl. 9 ár-
degis til kl. 17 síðdegis. Það
eru þau Soffia Karlsdóttir
og Bruce Wilson frá „The
Community Health Found-
ation" í London sem kynna
kínverskar og japanskar
alþýðulækningar sem
byggjast á jafnvægi í mat-
aræði og sjálfsnuddi svo
eitthvað sé nefnt.
Timinn skrapp i heimsókn til
þeirra Soffiu og Bruce i gær og
baö þau aö segja nánar frá þess-
um fræöum sinum, sem á Vestur-
löndum eru þekkt undir enska
heitinu „Macrobiotics”.
Bruce: „Stofnunin „The
Community Health Foundation”
er fræöslustofnun sem vinnur aö
fyrirbyggjandi aðgeröum á
heilsusviðinu og hefur hún starfaö
siöan 1976. 1 sambandi við stofn-
■ Bruce Wilson og Soffia Karlsdóttir, sem munu leiöbeina þeim sem hug hafa á aö fræöast um kin-
verskarog japanskar alþýöulækningar nk. laugardag. Timamynd —Ella.
MATARÆÐI OKKAR
LENDINGA HROÐALfGT
Rætt vid Soffíu Karlsdóttur og Bruce Wilson, sem kynna kínverskar
og japanskar alþýðulækningar hér á íslandi
unina er rekinn skólinn „The
Kushi Institute” og menntar hann
ráögjafa og kennara i þessum
greinum.
Viö reynum aö gera fólki það
ljóst að mataræöi þess er afar
þýðingarmikill þáttur i velliðan
þess. Til þess aö mataræðiö sé
gott þarf aö vera jafnvægi i þvi,
sem og i öðrum lifsþáttum.”
//Yin— Yang, ólikir pólar
eða kraftar"
— Hvernig má ná þessu jafn-
vægi?
Bruce: „Yin — Yang eru
grundvallarhugtök i heimspreki
okkar. Þau tákna andstæöa
krafta eöa póla og á milli þeirra
þarf aö rikja jafnvægi. Til þess aö
ná þvi veröur þú aö raöa saman
fæöutegundum, en ekki að ein-
skoröa þig við örfáar. Viö erum
engan veginn á móti kjötneyslu,
en grænmeti, kornfæöa og fisk-
meti verða einnig að hafa sinn
ákveðna sess i mataræöinu.
Viö erum i raun ekkert annað
en afleiöing lifnaðarhátta okkar,
og viö erum orönir þjónar okkar
eigin venja. Þessi kenning er
mjög viöurkennd i Austurlenskri
heimspeki og ryöur sér æ meira
til rúms á Vesturlöndum.”
,/Vil gjarnan sjá miðstöð
þessara fræða risa í
Reykjavik"
— Soffia stundar nú nám viö
skóla stofnunarinnar og spyrjum
viö hana hvort hún hyggist koma
heim aö námi loknu og uppfræöa
Islendinga um Yin — Ýang og
fleira.
Soffia: „Ég gerði mér alls ekki
grein fyrir þeim mikla áhuga sem
er fyrir hendi hér á þessum mál-
um. Nú þegar er hálffullt á þetta
kynningarnámskeið okkar á
laugardaginn og mjög margir
hafa hringt og spurt okkur um
þetta. Þörfin fyrir svona fræöslu
er alveg augljós hér.
Ég vildi gjarnan sjá miðstöö
fræða okkar risa hér i Reykjavik,
en hvort ég tæki þátt i slikri upp-
byggingu eða einhvér annar er al-
veg undir hælinn lagt.
Þaö er mjög þýöingarmikið að
fólk geri sér grein fyrir þvi að
sjálfsnudd þaö sem viö kennum,
ásamt réttu mataræöi getur veriö
algjör undirstaða fyrir þess eigin
velliöan.”
,/íslenskt mataræði jafn
hroðaleg og annars stað-
ar"
— Hvaö finnst þér um mataræði
okkar íslendinga?
Soffia: „Mataræði Islendinga
er þvi miöur alveg jafn hroðalegt
og margra annarra vestrænna
þjóöa. Við boröum of mikiö af
kjöti, en ættum aö auka fisk- og
grænmetisát, sleppa sykuráti og
boröa hunang i staöinn, sleppa
gerviefnum úr mat, minnka notk-
un salts, drekka heldur minna af
áfengi, minnka kaffidrykkju og
auka kornát.”
Þar meö hafiö þiö þaö Islend-
ingar góöir. Ef þið viljiö stjórna
heilsufari ykkar með mataræði,
þá getið þið tekiö ykkur þennan
lista til fyrirmyndar og auk þess
fengið fyllri og betri upplýsingar
hjá þeim Soffiu og Bruce.
—AB
fréttir
Niðurskurður
vegna riðu á niu
býlum
■ „Sauöfjársjúk-
dómanefnd óskaöi eft-
ir heimild rikisstjórn-
arinnar til að fyrir-
skipa niðurskurö á
nokkrum bæjum á
Jökuldal og tveim
bæ.jum á Barðaströnd
vegna riöuveiki sem
komiö hefur upp á
þessum bæjum.
Rikisstjórnin hefur
samþykkt tillögur
Sauðfjársjúkdóma-
nefndar”, sagöi Kjart-
an Blöndal, fram-
kvæmdastjóri Sauð-
fjárveikivarna i sam-
tali f gær.
Á Barðaströnd er
um að ræöa bæina
Tungumúla og Ynnri-
mUla. Á Jökuldal hef-
ur riðuveikiii hinsveg-
ar stungið sér niöur á
siðustu mánuöum á
bæjunum Teigaseli og
Eiriksstöðum og að
Hrafnabjörgum i
Jökulsárhlið,en þessir
bæir eru i sama sauð-
fjárveikivarna hólf-
inu. Riðan kom fyrst
upp á BrU á Jökuldal,
þar sem skoriö var
niöur og fjárlaust var i
2 ár.
A þessum þrem bæj-
um austanlands er
margbýlt, þannig að
þessi fyrirhugaði niö-
urskuröur kemur til
með aö bitna á 7 bænd-
um þar.
„En áður en til
þessa kemur verður
auðvitað aö semja viö
viökomandi bændur”,
sagði Kjartan, sem
einmitt hugðist fara
austur í dag til við-
ræðna við þá, til að
kanna hvaö þeir hafa
helst i' huga. Telur
Kjartan aö sumir
þeirra hyggi á bú-
greinaskipti, eða
breytingu á búskapar-
háttum eftir niður-
skurðinn, en aö aðrir
muni hafa áhuga á aö
taka lömb aftur þegar
það verður leyft á ný.
Greiða veröi þessum
bændum bætur á ein-
hvern hátt. Fjármagn
til þess sé auðvitað
háð ákvörðun rikis-
stjórnarinnar.
—HEl
dropar
Ráðninga-
nefnd á
fundi
■ Nefnd sú, sem út-
varpsráö skipaði til þess
aö freista þess aö koma
einhverju viti I ráöningar
frétta- og dagskrárgerð-
armanna til rikisfjölm iöl-
anna, hefur nú haldiö sinn
fyrsta fund. Þar komust
menn aö þeirri niöurstööu
aö fyrsta skrefiö I þessum
málum væri aö heyra álit
frétta- og dagskrárstjóra
hljóövarps og sjónvarps á
þvi hvernig aö málum
skuli staöiö. Hefur nú
veriö óskaö eftir skýrsl-
um frá þessum aöilum.
Rlkisfrétta-
mennska
■ Menn rak i rogastans
yfir kvöldfréttum rikisút-
varpsins I fyrrakvöld.
Skyndilega dembdist yfir
mann langur upplestur úr
Mogganum, og var runan
vist hugsuð sem ein-
hverskonar inngangur aö
frétt um utanrlkismál.
Kannski er hér um aö
ræöa liö f sparnaðarráð-
stöfunum útvarpsins, en
ef stofnunin hefur ekki
meiri metnaö I frétta-
mennsku en svo, aö þaö
þykir hæfa aö lepja upp
orörétta langa kafla úr
ákveönu dagblaði, þá get-
ur hún aö minnsta kosti
sparað sér aö ráða fjöl-
miðlafræöinga til starf-
ans.
Kvenna-
framboð í
Reykjavlk
líka
| Ekkierein báran stök,
segir máltækiö. Dropar
skýröu frá þvi fyrir
skömmu aö kvennalisti
yröi boöinn fram I næstu
bæjarstjórnarkosningum
á Akureyri. Reykviskar
stöllur Norðankvenna
geta ekki veriö þeirra eft-
irbátar í jafnréttisbarátt-
unni, og nú mun liggja
fyrir ákvörðun um hliö-
stætt framboö i Reykja-
vik fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar.
Svo sem vænta mátti á
framboöiö rætur aö rekja
til Rauðsokkahreyfingar-
innar, en þó mun hreyf-
ingin ekki standa aö því
formlega séö. Fundur
var haldinn um máliö i
fyrradag, aö segja heim-
ildarmenn Dropa aö þar
hafi ríkt mikill baráttu-
hugur.
Ekki er enn ljóst hvaöa
valkyrjur veröa fengnar
til þess aö verma efstu
sæti listans, en Ingibjörg
Hafstað, kennari, mun
vera einn helsti hvata-
maöur framboösins.
Krummi ...
sá i fyrirsögn i Mogga i
gær: „Góöir Rússar
mæta á Reykjavikurleik-
ana”. ööruvisi mér áöur
brá.