Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. ágúst 1981 11 Nokkrum mínútum eftir að þau hurfu á braut kom lögreglan á staðinn. Engin ákæra hefur ennþá verið gefin út en lögreglan hefur lýst þvi yfir að Abbott sé óskað i yfirheyrslur vegna morðsins. Yfirgefi hann New York verður hann handtekinn. //Hvað gerðist?" „Hvað gerðist?” spyr Scott Meredith, umboðsmaður bæði Norman Mailers og Jack Henry Abbotts. „1 hvert sinn sem við ræddum málin snerust umræð- urnar um framtiðina. Brautina sem lá bein fyrir fótum hans.” John Dockendorff, yfirmaður Hjálpræðishersheimilis, hefur lýst mikilli undrun á hnifnum sem Abbott virðist hafa borið á sér þvi enginn vissi til þess að hann hefði slikt verkfæri með sér. Hann seg- ir og að eftir morðið hafi Abbott komið einu sinni og gefið sig fram eins og honum var gert að gera. Og þó hefði mátt sjá hvað i vændum var. Undir lok bókarinn- ar ,,In the Belly of the Beast” hafði Abbott skrifað: ,,Ég veit ekki hvað mér finnst um að vera látinn laus. A ég að gera mig á- nægðan með að ganga um götur við hlið mannanna sem komu inn i klefann minn og börðu mig i gólfið með fullri vitneskju og samþykki allra? Eða ganga við hlið „þögla meirihlutans” i þjóð- félaginu sem hefur stutt eða sýknað illa menn og gerðir þeirra?” „Verð að beita mig hörku til að bæla niður reiðina" Eftir að hann var látinn laus sagði hann: „Reiði min er svo mikil að i samræðum verð ég að beita mig hörku til að bæla hana niður. Þessi reiði gæti heltekið mig hvenær sem væri”. Þá hefur Erroll McDonald, maðurinn sem sá um útgáfu bókarinnar hans fyrir Random House, og tók að sér að kenna honum að lifa i eðli- legu samfélagi, sagt að hann hafi tekið eftir þvi að Abbott var mjög gjarn á að taka hverja smá and- spyrnu við þvi sem hann vildi sem persónulega árás. Eftir að þetta gerðist og Abbott fór i felur hefur Norman Mailer ekkert viljað láta hafa eftir sér um málið annað en að þetta væri hræðilegur harmleikur. Margir hafa nú sakað hann um að hafa tekið morðingjann upp á arma sér af nokkurs konar ævintýra- fýsn, hann hafi hrifist af þessum manni sem braut lögin ef honum þóknaðist og lét sér standa á sama um afleiðingarnar. Mailer hefur ekki viljaö svara þessum ásökunum. Hins vegar hefur rithöfundur Jerzy Kosinski, en hann er höf- undur margra viðfrægra met- sölubóka, fallist á að tala um málið við blaðamenn en hann skrifaðisteinnig á við Jack Henry Abbott og raunar lengur en Mail- er, allt frá árinu 1973. Hann segir: „Þegar ég leit á hann skynjaði ég að hann gat verið óstjórnlega reiður eina stundina og hina stundina gat hann faðmað mann að sér. //Ég fann bréfiö brenna í höndum mér" Og þegar ég las það sem hann hafði skrifað þá tók ég eftir þvi að hann skrifaði af svo mikilli reiði að ég fann bréfið brenna i hönd- um mér”. Kosinski vill kenna sjálfum sér og öðrum bókmenntavinum Abb- otts um þennan harmleik. „Við létum eins og hann hefði alltaf verið rithöfundur. Það var blekking. Þetta var eins og á sjö- unda áratugnum þegar við lögð- umst i duftið fyrir Black Panthers án þess að hafa i rauninni hug- mynd hverjir þeir væru eða fyrir hverju þeir börðust — bara af þvi að þá var róttækni i tisku”. Endir þessa máls er ekki i sjón- máli eins og er. Miðað við lýsing- ar Abbotts á fangavistinni er ólik- legt að hann myndi þola aðra fangavist og það veit hann, þvi leggur hann væntanlega allt i söl- urnar til að láta ekki ná sér. Hörmulegur endir fyrir Jack Henry Abbott — og enn hörmu- legri endir fyrir Richard Adan. Þýtt og endursa gt. í RYKI, ÞOKU OG REGNI — ER HÆPINN SPARNAÐUR ... að kveikja ekki ökuljósin. ÞAU KOSTA LÍTIÐ. |JUMFERÐAR FERÐAFOLK Njótið stórbrotinnar náttúru Vestfjarða Hjá okkur fáið þið flest er ykkur kann að vanta á ferðalaginu VERIÐ VELKOMIN KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA ÍSAFIRÐI 11.................................. . .....................................................1.................................... . Kaupfélaginu Húsavík Kaupfélaginu Laugum menn1 Reykjahiíð Kaupfélaginu Laxárvirkjun Matvörur — Mjólk — Brauð — Ö/ — Gosdrykki — Sæ/gæti Búsáhö/d — Sportvörur — Fatnað — Prjónavörur SÖLUSKÁLI: O/íur — Bensín — Vé/a- og varah/utavers/un — Efnalaug ofl. of/. of/. rrnnji ffililFA" men n ’ V. •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.