Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 2. ágúst 1981 menn og málefni Meginmarkmið siðasta Alþýðusambandsþings Efnahags- kreppan ■ Þaö er staöreynd aö mikil efnahagskreppa rikir i hinum vestræna heimi. Unniö hefur veriö aö frjálsari viöskiptum milli þjóöa i trausti þess, aö þaö myndi bæta ástandiö. Þetta hefur enn ekki rætzt og ekki horfur á aö svo verði i fcráö. Hiö svonefnda markaðskerfi hefur enn á ny sýnt, aö þaö er siöur en svo gallalaust. Það sýnir þó áfram yfirburði yfir hinu rigskorðaða marxiska hagkerfi, sem reynt hefur veriö að koma á i Austur-Evrópu og Kina. Þar er efnahagskreppan nú stórum verri en i hinum svo- kölluðu kapitalisku löndum. Lifskjörin eru miklu lakari, hvers konarfrjálsræðiminna og i Kina vex atvinnuleysi hröðum skrefum. Hinni vaxandi efnahags- kreppu hafa fylgt stórfelldir erfiöleikar i flestum löndum. Fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota eða dregið saman seglin. Þetta hefur viöast leitt til mikils at- vinnuleysis,sem enn ferþóvax- andi. Kaupmáttur almennings hefur farið rýrnandi. Lifskjörin hafa þrengzt i stað þess, aö þau höfðu yfirleitt farið batnandium ske ið. Þessi efnahagskreppa hlaut óhjákvæmilega að ná til Is- lands. Fáar þjóöir búa viö hlut- fallslega meiri utanrikisviö- skipti en Islendingar. Af völdum efnahagskreppunnar i heim- inum hafa viðskiptakjörin, sem Islendingar veröa aö sæta, fariö slversnandi. Þau hafa siöustu misserin verið 15-17% lakari en tvö siöustu árin i stjórnartiö Geirs Hallgrimssonar. Farsæl stjórn Sé þessi staöreynd tekin meö í reikninginn, verður ekki annaö sagt en islenzk stjórnarvöld hafi náö sæmilegum árangri að undanförnu. Einkum verður þetta ljóst, ef samanburður er gerður við aðrarþjóðir, t.d. ná- grannaþjóðir okkar i austri og vestri, en þar eru bezt lifskjör i heiminum. Það má nefna nokkrar stað- reyndir, þessu til áréttingar. Atvinnuleysi má heita ekkert á fslandi. Það er hins vegar mikið í löndunum í kringum ókkur og fer sivaxaudi. Þetta kunna þeir að meta, sem hafa kynnzt atvinnuleysi og bölvun •þess. Kaupmáttur launatekna hefur ekki rýrnað að ráði, en viðast annars staðar hefur hann minnkað verulega. Allar horfur eru á að hann muni haldast áfram, ef óbilgjörn stjórnar- andstaða og óstýrilátir þrýsti- hópar hindra ekki áform rikis- stjómarinnar um niöurtalningu verðbólgunnar i 40% á þessu ári og meiri niðurtalningu á næsta ári. Haldið hefur verið uppi mikl- um framkvæmdum um alltland og grundvöllur lagður með lög- um frá siðasta Alþingi að mikl- um stórvirkjunum á næsta ára- tug. í kjölfar þeirra mun fylgja nýr og aukinn atvinnurekstur á mörgum sviðum. Þannig verður lagður grundvöllur að verulega aukinni atvinnu. 1 kjölfar útfærslunnar á fisk- veiðilandhelginni í 200 milur og stjórnunar á fiskveiðunum, mun sjávarútvegurinn geta fært út kvíarnar og fiskiðnaður aukast i framhaldi af þvi. Hér biða mikil ■ Frá ASt-þingi s.l. haust tækifæri til aukinnar atvinnu og bættra k'fskjara, sem margir láta sér sjást yfir. Efling aukabúgreina mun styrkja stöðu landbúnaðarins. Vaxandi ferðamannaþjónusta getur áttgóða framtið, efrétter haldiö á málum. Þessari upptalningu mætti halda áfram. Islendingar eiga mikla möguleika til bættrar af komu i landi sinu og það hefur verið undirbúið að hagnýta þá, jafnhliða því, sem næg atvinna hefur verið tryggð og kaup- mátturinn nokkurn veginn tryggður. Iþvi’sambandi er vert aö minnast, að kaupmáttur dag- launa verkamanns er nú þriðj- ungi meiri en fyrir rúmum ára- tug. Þessar staðreyndir sýna, að þegar á heildina er litið, hafa ís- lendingar búið við farsæla stjórn á siðustu árum. Staða atvinnuveganna Þess verður svo að gæta, að sumar þær stoðir, sem mestu skipta, hvila á veikum grunni. Næstum hvarvetna i heiminum er spáð vaxandi atvinnuleysi næstu misserin. Þetta gætieinn- ig gerzt hér, ef ekki er sýnd full gát i efnahagsmálum. Hér i blaðinu hefur áður verið tekið undir þann málflutning stjómarandstæðinga, að staða atvinnuveganna sé ótraust og þvimegi litiö út af bera, ef ekki eigi að verða verulegt atvinnu- leysi. Það er vissulega ástæða til aö árétta þetta. Staða atvinnuveg- anna getur eðlilega ekki verið annað en ótraust eftir langvar- andi óhagstæð viðskiptakjör á sama tima og reynt er að halda uppi óbreyttri kaupgetu al- mennings og nægri atvinnu. Undir slikum kringumstæðum verður ekki safnað til hörðu ár- anna. Við þetta bætist svo, aö hinir upprunalegu atvinnuvegir þjóöarinnar, sjávarútvegur og landbúnaður, eiga ekki aðeins mikið undir viðskiptakjörunum, heldur breytilegri veðráttu og aflabrögöum. Allt bendir nú t.d. til þess, að veðráttan i' ár verði landbúnaðinum mjög erfið. Óhagstæð viðskiptakjör reyn- ast fleiri atvinnuvegum en land- búnaði og sjávarútvegi þung i skauti. Þetta gildir ekki sizt um svokallaða stóriöju. Járnblendi- verksmiöjan á Grundartanga mm nú rekin með verulegu tapi. Forráðamenn álverk- smiöjunnar i Straumsvik telja hana hallarekna um þessar mundir. Vitanlega er það fjarri öllu lagi að kenna rikisstjórninni um viðskiptakjörin. Ekki verður hún heldur áfellzt fyrir þaö að reyna að tryggja stöðugan kaupmátt almennings og næga atvinnu. Vafalaust telja stjórnarandstæðingar sig þá Lilju kveðið hafa, ef þeir hefðu farið með stjórn. En staðreyndin er sú, að vegna fra man greindra ástæðna, er staða atvinnuveg- anna ekki traust um þessar mundir, f remuren svo oft áður. Undir það skal fyllilega tekið með stjórnarandstæðingum. En af þessari niðurstöðu verða stjórnarandstæðingar, ekki siður en rikisstjórnin, að draga réttar ályktanir. Réttar ályktanir Hinarréttu ályktanir eru þær, að nú má ekki neitt það aðhaf- ast, sem veikir undirstöðu at- vinnuveganna. Þaðmá ekki láta undan kröfu þrýstihópanna, sem reyna að knýja fram sér- kröfur sinar og opna þannig flóðgáttir almennra hækkana. Við getum ekki og megum ekki setja markið hærra, eins og sakir standa, en að tryggja stöðugan kaupmátt launa og næga atvinnu. Þaö er vel, að stjórnarand- stæöingar meta stöðu atvinnu- veganna rétt. Það væri einnig viðurkenningarvert, ef þeir bentu á raunhæfar leiðir til að bæta hana. Hitt er verra, ef þeir hyggjast nota erfiða stöðu at- vinnuveganna, til að koma rikisstjórninni á hné með þvi aö taka undir kröfur þrýstihópa. En það yrði þeim ekki til ávinnings, eftir að hafa metið ástandið rétt, að falla fyrir slikri freistingu. Glíman við verðbolguna Það séstoft i blööum stjómar- andstæðinga, að efnahagsráð- stafanir þær, sem komu til framkvæmda um áramötin, hafi orðið til að þrengja hag at- vinnuveganna. Einkum er þá vitnað i strangara verðlags- eftirlit. Það er næsta auðvelt fyrir hvern og einn að gera sér þess grein, að þetta eru falsrök. Til þess að sýna það nægir að varpa fram þeirri spurningu, hvort staða atvinnurekstrarins væri nú betri, ef kauphækkanir samkvæmt visitölu hefðu orðið allmiklu meiri 1. marz og 1. júni en raun varð á. Svarið við þessu liggur i augum uppi. Staðan væriverri. Ýmis fyrirtæki hefðu ekki þolað hinar auknu kaupgreiðslur og orðið að gefast upp eða að draga saman seglin. Óumdeilanlega hafa áramótaráðstafanirnar styrkt stöðu atvinnuveganna. Það er að visu rétt, að sumar þeirra eins og strangari verð- lagshöft, þrengja nokkuð að vissum fyrirtækjum. En það hefði þrengt meira að þeim, ef verðbólgan hefði fengið að leika lausum hala og orðið 80-90% á árinu 1981, eins og sérfræðingar atvinnurekenda spáðu siðastl. haust, ef ekkert væri aðhafzt. 1 stað þess mun hún veröa um 40%. Fá atvinnufyrirtæki myndu hafa verið uppistandandi um næstu áramót, ef verðbólgan hefði orðiö 80-90%. Þá myndi mikið atvinnuleysi hafa verið komið til sögunnar. Allar horfur eru hins vegar á þvi, að góð atvinna haldist fram yfir áramótin. Útreikningar hagfræðinga sýna, aö launafólk hefur heldur ekki tapað á þvi, aö dregið var úr þessum mikla verðbólgu- vexti. Reynslan sýnir, að kaup- bætur samkvæmt visitölu duga því verr, sem verðbólgan er meiri. Meginmarkmið Alþýðusam- bandsins 1 kjaramálaályktun þings Al- þýðusambands Islands, sem haldið var siðastl. haust, segir á þessa leið: „Stöðug atvinna fyrir alla verður ávallt að vera megin- markmið istefnu rikisvaldsins i atvinnumálum .Til þess að þetta markmið náist þarf að vinna eftir samræmdri atvinnustefnu, sem hviiir á heilbrigðu efna- hagslifi.” Það er ástæða lil að minna á þetta meginmarkmið alþýðu- samtakanna. Það verður að ganga fyriröllu öðru að tryggja stöðuga atvinnu. Þvi megintakmarki verður ekki náð, nema það takist að ná tökum á verðbólgunni og draga úr vexti hennar. Þau miklu og mörgu nýju at- vinnutækifæri, sem Island hefur að bjóða, verða ekki nýtt, nema taumhald náist á verðbólgunni. En takist þaö, þurfa Islend- ingarekki að kviöa framtíöinni. Slika möguleika til batnandi lifskjara býr ísland dugandi þjóö. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.