Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. ágúst 1981 fréttir „Myndast hefur breið samstaða varðandi Alusu- isseviðræðurnar95 — segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ■ „Ég ætla ekki að taka þátt i þessum viðræðum við Alusuisse, að öðru leyti en þvi, að hitta full- trúa fyrirtækisins annað hvort fyrir fundinn, eða i fundarbyrj- un,” sagði Hjörleifur Guttorms- son iðnaðarráðherra i viðtali við Timann i gærkveldi þegar hann var að þvi spurður hver hans hlutur yrði i viðræðunum við full- trúa Alusuisse n.k. miðvikudag. „Astæðan fyrir þvi er sú, að það hefur verið sett niður nefnd til þess að ræða við þá, og þetta eru fyrstu viðræður. Auk þess eru ekki fremstu menn frá Alusuisse sem taka þátt i þessum viðræðum þannig að ég sé ekki ástæðu til þess að taka fullan þátt i viðræð- unum,”sagði Hjörleifur. „Ég hef heyrt, án þess að hafa fengið formlega tilkynningu um það, að Weibel yrði i forsvari fyrir við- ræðunefndinni frá Alusuisse. Ég tel þvi eðlilegt að menn beri sig saman á þessum fundi án þess að ég sé viðstaddur. . Á þessum fundi verður farið yfir stöðu málsins og ýmis tæknileg atriði og þarna verða menn frá ráðuneytinu, sem hafa unnið sig inn i málin og þekkja þar vel til.” Hjörleifur sagðist telja að hóp- ur sá sem væri skipaður til þess- ara fyrstu viðræðna væri mjög vel skipaður og sagðist hann fagna þvi mjög að þessi breiða samstaða um skipun þessarar nefndar hefði náðst. Sagðist hann telja að sú samstaða styrkti mjög okkar stöðu. Hann sagði að full- trúar allra flokka kæmu inn i við- ræðunefndina og myndu þeir túlka sin sjónarmið og haft yrði samráð við þá um málið. Þeir gætu siðan komið á framfæri upp- lýsingum inn i sina flokka, en allt hefði það þýðingu fyrir áfram- hald málsins. Sagðist Hjörleifur telja að þarna hefði orðið ánægju- leg þróun mála. Reiknað er með að nokkrir fundir verði haldnir áður en það ræðst hvort endurskoðun samn- ingsins verður samþykkt af hálfu Alusuisse. Hjörleifur var að þvi spurður hvort sama viðræðunefnd myndi sjá um viðræðurnar af Islands hálfu ef endurskoðun samnings- ins fengist fram og svaraði hann: „Ég vil ekkert kveða upp úr um það. Ég held að þessi nefnd hafi alla burði til þess að taka á þvi máli, og ég myndi ekki leggja kapp á að koma inn i þær umræð- ur, þvi ég myndi ekki leggja kapp á að þær viðræður yrðu á ráð- herragrundvelli.” Sagðist Hjörleifur telja að þarna væri um að ræða tæknileg atriði sem eðlilegt væri að f jallað yrði um af mönnum með faglega og breiða þekkingu á þessum málum, en ekki af ráðherrum. — AB HEYÞYRLUR 06 STJÖRNUMÚGAVÉLAR heyþyrla GF-452 BÆNDUR ATHUGJÐ Eigum nokkrar Kuhn vélar á lager til afgreiöslu strax. stjörnumúgav. GA-402 VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900 KAUPFÉLÖGIN UMALLTLAND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.