Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. ágúst 1981 < 5 en á hinn bóginn taka þeir pláss frá bráðveikum sjúklingum sem þurfa að leggjast inn svo skjótt sem auðið verður. Biðlistar sjiíkrahiisanna lengjast mjög fyrir vikið. í april síðastliðnum var tekin saman á sjUkrahús- unum könnun, svokallað sjUkl- ingatal, sem meðal annars átti að leiða i ljós hversu mikið þetta vandamál væri i raun. Var það gert á vegum borgarlæknisem- bættisins i Reykjavik og náði til stóru spitalanna þriggja: Land- spitalans, Borgarspitalans og Landakotsspitala auk Klepps. Að sögn Skúla Johnsens, borgar- læknis, hefur nú verið lokið við að vinna úr þeim gögnum sem safn- að var saman i apfil og varð niðurstaðan sú að á þessum fjór- um stöðum væru 114 sjúklingar yfir sjötugt sem i raun og veru ættu þar ekki heirha, heldur á sér- hæfðum hjUkrunarstofnunum. Reyndar sagði Skúli Johnsen að það væri nokkru minna en bUist hafði verið við en þrátt fyrir það er ljóst að við mikinn vanda er að etja. Mestur mun vandinn vera á Landakotsspitala enda er hann allmiklu minni en hinir stóru spitalarnir tveir en þar að auki eru þar fleiri sjúkrarúm upptekin af öldruðum sjUklingum en á hvorum hinna. „Landakot hefur úr minnstu plássi að moða fyrir bráðveika sjúklinga”, sagði Skúli Johnsen, ,,og þetta hefur leitt til þess aðþeir á Landakoti hafa litið getað hreyft biðlistana sina. Þeir hafa jafnvel átt i erfiðleikum með að sinna skyldum sinum þegar þeirhafa bráðavakt” — en svo er það kallað,s júkrahúsin skiptast á um að taka við fóiki sem lent hefur i slysum og sér hvert sjúkrahús um bráðavakt nokkra daga i senn. Flest af þvi gamla fólki sem orðið hefur innlyksa á spitölunum liggur á lyflæknis- deildum en annars er það dreift um allar deildir og einn þeirra sem ég ræddi við kvaðst álita að gamla fólkið væriá hverri einustu verið heima sem allra lengst og þurfi ekki að fara i einhvers konarstofnun.Við erum meðá að giska 250 sjúklinga i hverjum mánuði og yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra er aldrað fólk sem þarf að hjálpa vegna ellisjúk- dóma eða hrumleika. Aðeins um tuttugu af okkar sjúklingum eru innan við sextugt og langflestir eru komnir yfir sjötugt. Þjónusta okkar felst fyrst og fremst i al- mennri aðhiynningu, við böðum fólkið, þrifum um það og hlúum að þvi á margan hátt, gefum lyf, sprautur, skiptum á sárum og þess háttar. Við erum nú með stöður fyrir 10.4 sjUkra- liða — sem sjá um aðhlynning- una — og 7.4 hjúkrunarfræð- inga — sem gefa lyf og annað i þeim dúr — en ef vel ætti að vera Hrafnista, Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þar er svipað ástatt og á Grund. I Fi á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstig er Heimahjúkrun rekin en á henni lendir stór hluti vanda- málsins. A efstu ha.'ð Hcilsuverndarstöðvarinnar er einnig langlegudeild fyrir gamalt fólk. deild — nema kannski á barna- deildinni. Yfirvöld Landakots- spitalans hafa fyrir löngu gert sér þetta mikla vandamál sem þau eiga við að glima ljóst og nú eru uppi hugmyndir um hvernig leysa megi málið. Hefur stjórn spitalans óskað eftir þvi við Reykjavfkurborg að fá undir langlegudeild aldraðra sjúklinga það hús sem áður hýsti Prent- smiðjuna Odda við Bræðra- borgarstig. Hafa ýmsir yfirmenn borgarinnar tekið ekki óliklega i þá málaleitan enda er húsið sem um ræðir svo stórt að það myndi fara langt með að fullnægja þörf Landakots fyrir langlegudeildir gamalsfólks.Hins vegar er þetta mál ennþá á umræðu- og athug- unarstigi og alls óvfst hvenær það kæmist til framkvæmda. Tekur svo sjálfsagt alllangan tima að gera nauðsynlegar breytingar á hUsinu til að það gæti gegnt hinu nýja hlutverki. Sú stofnun sem verður einna mest og átakanlegast vör við hina miklu þörf sem er á úrbótum i hjúkrunarmálum aldraðra er HeimahjUkrunin. HeimahjUkrun er rekin af Reykjavikurborg frá Heilsuverndarstööinni við Bar- ónsstig. Ég spurði KolbrUnu Ágústsdóttur, forstöðumann deildarinnar, um skilgreint hlut- verk hennar. „1 stuttu máli er það að þjóna öllum sem þess þurfa innan ramma hjúkrunar. Við getum ekki gert neitt til að lækna sjúkl- ingana, en hins vegar gerum við allt sem hægt er til að þeir geti þyrftum við að minnsta kosti einn sjúkraliða i viðbót og einn til tvo hjúkrunarfræðinga til að geta gegntokkar hlutverki eins vel og kostur er”. Stórhluti sjúklinga heimahjúkrunar þarf á vist að halda Það er Reykjavikurborg sem veitirþessa þjónustu ókeypis fyr- ir þá sem þess óska og taldir eru þurfa hennar með. Undanfarin ár hefur f jöldi sjúklinga sem leita til Heimahjúkrunar aukist stig af stigi. Það sem af er þessu ári hef- ur HeimahjUkrun farið til um það bil 480 sjúklinga en allt árið i fyrra voru þeir 543 svo telja má fullvíst að fjöldinn i ár verði enn meiri en i fyrra. Og árið 1979 fór HeimahjUkrun til 472sjúklinga en árið þar áður, 1978, til 380 sjúk- linga svo aukningin er augljós. Hins vegar kvaðst Kolbrún telja að HeimahjUkrun hefði nú þegar náð til flestra þeirra sjúklinga sem þyrftu á henni að halda og væru sennilega fáir sem ekki vissu að hún stæði til boöa, en það mun hafa háð starfsemi Heima- hjúkrunar nokkuð fyrstu árin að ekki allir vissu að hún væri til. Ég spurði Kolbrúnu hvort ekki væri rétt að talsverður hluti þeirra sjUklinga sem HeimahjUkrun þjónaði þyrftu að komast inn á þar til gerðar stofnanir. „Jú, alveg skilVrðislaust. Það er erfitt að segja um hversu stór ■ Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Það getur ekki lengur gegnt hlutverki slnu sem vistheimiii vegna fjöida langlegusjúklinga. um hér 65 legupláss og þar að auki 35 pláss á dagspitala.” Aðspurður sagði Þór að „aktifu” lækningarnar hefðu gengið mjög vel miöað við allar aðstæður. Þeim hefði tekist að bjarga mörgum frá því að lenda inni á stofnunum en það væri það sem fyrst og siðast væri stefnt að. Ég spurði hvernig öldrunarlækn- ingar og endurhæfing færi fram i Hátúni. „Það byrjar á þvi að við fáum beiðni frá heimilislækni viðkom- andi eða sjúkrahúslækni ef sjúk- lingurinn er á spitala. Siðan för- um við heim til hans — eða á sjúkrahúsið — skoðum sjúkling- inn og metum hversu mikið hann þarf á hjálp að halda. Biðlistinn hér i H átúni fer ekki eftir því hve- nær viðkomandihefur skráð sig á hann heldur miðum við eingöngu við forgangsröð. Nú, meðan beðið er eftir að pláss losni reynum við að hafa spumir af sjúklingnum, fyrst og fremst i gegnum Heima- hjúkrun og Heimilishjálpina en við höfum míkið samstarf við þá sem þar vinna og komum öll sam- an til fundar einu sinni i viku. Þá fundi sitja reyndar fleiri aðilar einnig. Eftir að sjúklingurinn er kominn hingað inn þá gengur hann i gegnum blandaða starf- semi. Annars vegar er um að ræða venjulega lyf jalækninga- meðferð, eins og er á öllum öldr- . unardeildum, og hins vegar end- urhæfingu. Sjúklingurinn fær söm u rannsókn og ef hann væri á sjúkrahúsi en siðan tekur við sjúkraþjálfun og jafnvel iðju- þjálfun. Ætli meðaltiminn sem sjúklingurinn dvelst hér sé ekki á bilinu einn til þrir mánuðir, og meðalaldurinn er rúm áttatiu ár.” Þór tók i sama streng og m arg- iraðrirsem ég talaði við: sem sé að eftir meðferð á sjúkrastcrfnun væri oft erfitt að koma sjúklingi heim til sin aftur. „Það er þetta sem gert hefur marga að lang- legusjúklingum sem annars þyrftu ekki að vera það,” sagði hann. „Við höfum reynt að brúa þetta með dagspitala en þar fær sjúklingurinn i raun sömu þjón- ustu og hann fengi á legudeild nema hvað hann sefur þar ekki. Hann er sóttur á morgnana i bil frá okkur, fær mat, endurhæfing- arprógram,snyrtingu og böðun ef þess þarf, og lyfjagjöf og aðra læknisaðstoð. Þetta hefur gefist mjög vel, það er langur biðlisti hjá dagspitalanum og við höfum átt i erfiðleikum með að fá fólkið til að hætta, eftir að þriggja mán- aða dagspitalavist hefur verið af- staðin. Adagspitalannkemur fólk oftastnær tvisvar eða fimm sinn- um i viku, og ég tel að með þessu fyrirkomulagi hafi tekist að halda þessu fólki gangandi.” Annars sagði Þór að hann yrði oft var nokkurs misskilnings i sambandi við þessa dagspitala. Um væri að ræða tvær gerðir af „dagvistun” og sú sem hér hefði verið tekin upp væri umræddur daespitali, á ensku „day-- hospital”. Hins vegar væri um að ræða það sem á ensku er nefnt „day-center” sem er, að sögn Þórs,félagsleg stofnun fremur en lækningastofnun. „Þar er engin eða lítil þjónusta en séð fyrir samkomu- og félagsaðstöðu og þess háttar. Þetta hefur verið gert i dálitlum mæli á Norður- brún 1 en annars þekkist þetta ekki hér á landi,sagöi Þór. I Hátúni er einnig starfrækt svokallað „út og innskema” sem er nokkurs konar afbrigði við langlegu. Þeir sem þess njóta eru þungir hjúkrunarsjúklingar sem hafa orðið að dveljast i umsjá að- standenda vegna þess að þeir hafa ekki komist inn á þá stofnun hluti þaö er en ég myndi giska á svona 25%. Nú eru það að visu mannréttindi að fá aðvera heima hjá sér sem lengst en maður verður einnig að hugsa um að- standendurna. Það vérður að segjast eins og er að ástandið er hrikalegt. Ég held að við þyrftum að fá að minnsta kosti 80 lang- legupláss ef takastá að bæta úr þessu og sennilega ættum við ekki ineinum erfiðleikum með að fylla 100 rúm.” Það hversu Heimahjúkrun þarf að þjóna mörgum sjúklingum sem 1 raun er illmögulegt i heimahúsum hefur og leitt til þess, eða hlýtur að leiða til þess, að hún getur ekki þjónað jafnvel og skyldi þeim sjúklingum sem ennþá eru tiltölulega hressir. Ef nægur timi og aðstæöur væru til þess að sinna þeim mætti koma I veg fyrir að þeim hrakaði svo mjög að þeir þurfi sjálfir að leggjast inn á stofnun. Þarna er kominn vítahringur sem erfitt getur reynst að losna úr. önnur stofnun sem starfar að ýmsu leyti viö hlið Heimahjúkr- unar og verður jafnmikið vör við hversu slæmt ástandiö er er Heimilishjálp Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar. Heimil- ishjálpinséröllum þeim sem ekki eru færir um það sjálfir fyrir heimilisaðstoð og Jónina Péturs- dóttir hjá Heimilishjálpinni sagði mér að mjög stór hluti þeirra tæplega 1100 heimila sem farið var til á síðasta ári hefðu verið heimili gamals fólks sem væri litt eða ekki sjálfbjarga. Þó svo að Heimilishjálpinni sé i raun aðeins ætlað að vinna heimilisstörf er mjög mikið leitað til hennar af fólki sem vill koma öldruðum ætt- ingjum sínum að á sjúkrastofnun. Er reynt að leysa þau mál í sam- ráði við aðra aðila málsins, en flestir þeir aðilar sem vinna að málefnum aldraðra hafa meðsér mikið og gott samstarf og haldnir eru fundir vikulega þar sem mál- in eru rædd. Að sögn Kolbrúnar Agústsdóttur og Jóninu hefur Heimilishjálpin i allnokkrum til- fellum tekið að sér að vinna ýmis störf Heimahjúkrunarinnar, svo sem að baða gamla fólkið og koma þvi á fætur, en siðan litur hjúkrunarfræöingur frá Heima- hjúkrun við einu sinni eða tvisvar i viku til að lita eftir. Voru þær sammála um að þetta væri til mikillar hagræðingar og Kolbrún sagði reyndar að hennar álit væri að samstarf þessara tveggja að- ila mætti að ósekju vera mun meira. Erfittmun þó að koma þvi við þar sem þær eru algerlega sjálfstæðar stofnanir. Ein þeirra stofnana sem þegar hefur verið lítillega minnst á er Hátún — öldrunarlækningadeild Landspitalans aðHátúni 10-b. Yf- irlæknirinn þar, Þór Halldórsson, skýrði út fyrir mér starfsemina þar.Margt af þvi sem hann sagði á einnig við um aðrar svipaðar stofnanir, annað ekki. „Aktifar” öldrunar- lækningar „Mig langar að leggja áherslu á að Hátún er ekki hjúkrunarheim- ili, það er öldrunarlækningadeild. öldrunarlækningar fela i sér tvennt: Annars vegar svokallað- ar „aktifar” lækningar,en þar er um að ræða sérfræðinga sem fást við sjúkdóma aldraða fólksins og sjá auk þess um að endurhæfa jáð svo það geti bjargað sér sjálft. Hins vegar er um aðræða „passifar” lækningar sem fara fram undir umsjá sömu sérfræð- inga.enþaðerlanglega fólks sem ekki er hægt að koma til. öldrun- arlækningadeildin hér i Hátúni er sú sem mest hefur lagt sig fram um að gera „aktif”, þó það hafi ekki tekist sem skyldi vegna þess að þrýstingurinn frá sjúklingum sem þurfa á langlegu að halda er mjög mikill. Ætli einn þriðji af starfsemi okkar hér séu ekki „aktifar” lækningar en ég hygg að annars staðar sé hlutfallið að- eins fimm til tiu prósent. Við höf- i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.