Tíminn - 02.08.1981, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. ágúst 1981
Hinir heilabiluðu >
ern mestu
vandamálin
Það er visvitandi sem ég hef
geymtmér þar til siðast að fjalla
um einn hóp aldraðs fólks sem er
beturfer ekkimjög fjölmennur en
skapar vandamál i öfugu hlutfalli
við fjöldann. Það eru þeir sem
aldurinn hefur leikiðsvo illa and-
lega að þeir eru ekki lengur með
sjálfum sér. . Þetta heilabilaða
fólk er ákaflega erfitt viðureignar
þvi það hefur misst taumhald á
veruleikanum og lifir oftar en
ekki i imynduðum heimi. Þeir
sem þjást af þessar.i andlegu
hrörnun þurfa stöðuga gæslu, 24
tima sólarhringsins, þvi aldrei er
að vita hvenærþað getur farið sér
að voða ,þetta fólk þrifur sigekki,
það bleytir sig hvenær og hvar
sem er og getur verið svo dyntott
að ómögulegt er við það að eiga.
Þetta er vissulega leiðinlegur
endir á ævinni en verður samt
sem áður að horfast i augu við
það. Allir sem ég talaði við voru á
einu máli um að af þessu fólki
stafaði ekki sist það ófremdar-
ástand sem nú rikir í öldrunar-
málum hér, eða réttara sagt þvi
að ekki er til neinn staður fyrir
það. Þetta fólk er mjög oft af-
skaplega hresst likamlega en
getur trauðla dvalist hjá aðstand-
endum vegna þess, eins og Kol-
brún Agústsdóttir hjá Heima-
hjúkrun sagði, ,,Þeir eru verri en
börn.
Fólk getur aldrei vikið sér frá,
ekki eina einustu minútu og það
tekur mjög á taugarnar að
fylgjast með þvi.” Þetta illa
stadda fólk getur heldur ekki
dvalist inni á venjulegum
hjúkrunarheimilum innan um
annað gamalt fólk þvi aðstæður
þess eru allt aðrar og eins er lik-
legt að það sé ekki beinlinis
heppilegur félagsskapur fyrir þá
sem halda andlegri greind sinni
þrátt fyrir elli. Enginn staður
hefur verið reistur fyrir þetta fólk
og nú er það dreift um
allan bæinn. Sumir eru hjá að-
standendum, aðrir búa jafnvel
einir þó það sé að bjóða hættunni
heim, enn aðrir eru inni á sjúkra-
húsunum, á elliheimilum tvist og
bast eða vistheimilum. Helst að
reynt hafi verið að búa um það i
Hátúni, enþar eru fá rúm aflögu.
Þór Halldórsson i Hátúni sagðist
efast um að þeir væru fleiri en tvö
til þrjú hundruð sem væru svo illa
heilabilaðir að þeir gætu ekki á
neinn hátt séð um sig sjálfir en
þeir eru til vandræða annars
staðar og ekkert pláss er til reiðu
fyrir það nema með höppum og
glöppum. Húsnæðið við Snorra-
braut mun að visu ekki hvað sist
ætlað fyrir þennan hóp og þar
verða 44 rúm svo eitthvað mun
það draga úr neyðinni,en Þór
Halldórsson sagðist telja þá ráð-
stöfun mjög vafasama.
„Þetta fólk þarf allt öðruvisi
meðhöndlun en annað gamalt
fólk. Það verður að hanna
hjúkrunarhúsnæði með tilliti til
þess. Á Snorrabrautinni verður
það á efstu hæð, sem ég held að sé
mjög varasamt, og útivistar-
möguleikareru litlirsem engir en
útivistarmöguleikar eru einmitt
mjög mikils virði fyrir þetta fólk.
Fyrir þvf hefur ekki verið
hugsað.”
Það er svo ótalmargt sem ekki
hefur verið hugsað fyrir i sam-
bandi við hjúkrunarmál aldraðra.
Ég býst ekki við að hafa
nemaréttkrafsað i topp Isjakans
i þessari grein en megi hún verða
til að vekja athygli á máli sem
litið hefur verið sinnt — þrátt
fyrir allt. Eitthvað hefur orðið
útundan en það verður að hafa
það. Og ekki má heldur gleyma
þeim sem vinna að þessum
málum. „Þetta er erfið og niður-
drepandi vinna,” sagði Kolbrún
Agústsdóttir. „Um framför er
sjaldan að ræða og þá oftast
skammvinna, annars sér maður
ekkert nema /afturför.” Liklega
er ekki nema sjálfsagt að menn
vinni þau verk vel sem þeir hafa
tekið aö sér en ekki fór hjá þvi að
ég tæki sérstaklega eftir þvi
hversu gifurlega áhugasamir
allir þeir sem ég talaði við voru
um að leggja aldraða fólkinu lið á
sem mestan og bestan hátt.
Þannig er lika von til þess að
málið leysist — á endanum.
—ij.tök saman.
Laus staða
Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja i Keflavik er laus til um-
sóknar staða skólasafnvarðar (1/2 staða).
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir, ásajnt ýtarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. ágúst n.k. — Um-
sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
23. júli 1981
ERUM FLUTTIR
með alla starfsemi okkar að
Smiðjuvegi 3, Kópavogi
Sími: 45000
(Beinn sími til verkstjóra: 45314)
PRENTSMIÐIAN
H F.
ATHUGIÐ
Endursöluverð ZETOR dráttarvéla
er eitt það besta sem þekkist
umboðið:
ISTEKK"
íslensk-tekKneska verslunarfelagió h.f.
Lagmula 5. Simi 84525. Reykjavik
Þaft ler vel um þig i nýja
ZETORNUM og þú getur hlustaft
á útvarpift án sérstakra hlustun-
artækja þótt vélin sé i vinnslu.
ZETOR 5011
ZETOR 7011 ZETOR 7045
Nýtt mælaborð meft öllu
sem þar þarf að vera.
Nú bjóðum við algerlega endurhannaða ZETOR dráttarvél. t»að hefur
verið stefna ZETOR-verksmiðjanna að þróa framleiðsluvöru sina
eftir kröfu timans
Auk annarra endurbóta, var sérstaklega haft
í huga ÖRYGGI — ÞÆGINDI — OG HEILSA
ÖKUMANNSINS Algerlega endurhannað
öryggishús, vel þétt og hljóðeinangrað,
bólstrað og með einstaklega góðum hita
ZETORINN hefur á undanförnum árum verið mest
selda dráttarvélin á Islandi 6 af hverjum 10
islenskra bænda völdu ZETORINN á siðasta ári
Vélunum fylgja allir aukahlutir,
sem fylgdu eldri gerðinni ^ETOR
MEST SELDA DRÁTTARVÉLIN Á ÍSLANDI
★ Nýtt mælaborð
★ Gólfskipting
★ Hangandi petalar
★ Stór og góð miðstöð
★ Betra útsýni
★ Stjórnbúnaður á
dráttarkrók og
beisli i ekilshúsi
★ Aukin vinnuljós
★ Oliutankur undir húsi
★ Sparney tnari
★ Og að sjálfsögðu útvarp