Fréttablaðið - 04.02.2008, Page 1

Fréttablaðið - 04.02.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50004. febrúar 2008 — 34. tölublað — 8. árgangur RÚTUR SKÆRINGUR SIGURJÓNSSON Öllum áhugamálunum sinnt í einu horninu heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Allt á einni hæð Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Bæði í músík og myndlist Rútur slappar af í uppáhaldshorninu með heimilisköttinn Baktus í fanginu. Í glugganum má sjá indónesíska gítarinn og sjónvarp- ið góða nýtist bæði sem kvikmyndatjald og tölvuskjár. Einnig glittir í skissur og málverk eftir Rút. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SPRENGIDAGURINN Saltkjöt og baunir er eldað á flestum heimilum að minnsta kosti einu sinni á ári og því ágætt að eiga potta og skálar sem hæfa baunasúpunni. HEIMILI 2 SMEKKLEGIR HÁFAR Háfar þykja hið mesta þarfaþing í öll eldhús sem eitthvað eru notuð. Fyrst voru þetta óttaleg ferlíki en núna fást smekklegir háfar sem fara vel með öðru í eldhúsinu. HEIMILI 3 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 8. febrúar n.k. fasteignir 4. FEBRÚAR 2008 Tvær innbyggðar upp- þvottavélar í eldhúsinu Húsið að Furuvöllum 2 er 211 fermetrar að stærð en þar af er bílskúrinn 26 fermetrar. Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Þórarinn Jónsson Hdl. Löggiltur fasteignasali Hringdu núna 699 6165 Verðmetum FRÍTT fyrir þig! Norðurbraut 1, 220 Hafnarfjörður OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 18.30 – 19.00 Verð 41.900.000 Verð 59.900.000 Smárarimi 27, 112 Reykjavík ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON Var stuðnings- maður Liverpool Fagnaði sigri á sínu gamla félagi. FÓLK 30 MÁNUDAGUR Frá upphafi til enda Kristín Magnússon starfaði í sjávar- útvegsráðuneytinu frá stofnun þess árið 1970 og þar til það var sameinað landbúnaðar ráðu - neytinu nú um áramót. TÍMAMÓT 16 Heath var háður kókaíni Ástralski leikarinn átti við fíkniefna- vanda að stríða. FÓLK 25 FÓLK Upplýst var í gær hver morðinginn í sjónvarpsþættinum Pressu er. Reyndist það vera fjármálastjórinn Davíð Ólafsson sem leikinn er af hinum þrítuga Höskuldi Sæmundssyni, starfs- manni Landssambands æskulýðs- félaga. Höskuldur segir að það hafi verið einna erfiðast að þurfa að þegja yfir þessu í það hálfa ár sem liðið er síðan tökum lauk á sjónvarpsþáttaröðinni. „Reyndar komu bróðursynir mínir með þessa kenningu strax eftir þriðja þátt og fóru að kalla frænda sinn öllum illum nöfnum,“ segir Höskuldur. - fgg / sjá síðu 30 Morðinginn í Pressu: Kallaður öllum illum nöfnum af bróðursonum Vonarstjörnur þessa árs Verður Steed Lord næsta Sprengjuhöllin? FÓLK 24 Hvöss norðanátt Úrkoma verður víða um land og hiti yfir frostmarki sunnan- og austanlands. VEÐUR 4   SKEMMTANIR „Það er ýmislegt sem menn gleyma þegar þeir fara út að skemmta sér,“ segir Jón Jónsson, ritstjóri á strandir.is, um eftirmál þorra- blótsins sem haldið var á Hólmavík á laugardags- kvöld. Meðal fjölmargra muna sem gestir skildu eftir sig voru falskar tennur. „Ég hugsa að tennurnar séu komnar til skila núna og held reyndar að menn hafi þóst vita hver átti þær,“ segir Jón. Tennurnar voru langt í frá einu óskilamunirnir og voru húsverðir í félagsheimilinu fram eftir degi í gær að afhenda þá eigendum sínum. Jón segir að fólk hafi gleymt töskum, sjölum, jökkum, kápum og höfuðfötum að ógleymdum skóm og símum. „Það er óhætt að segja að þetta var feikigott ball. Við vorum með hljómsveitina Kokteil. Hún er skipuð tónlistarmönnum frá Hólmavík og Raufarhöfn sem eru vinabæir. Það er alltaf mikið stuð þegar þeir spila,“ segir Jón. Um mánuði eftir þorrablótið, sem konurnar á Hólmavík sjá um, annast karlarnir mikla góugleði. „Þá hugsa ég að síðustu óskilamunirnir frá þorrablótinu komist til skila,“ segir Jón Jónsson. - gar Hólmvíkingar viðskila við ótalmargt á ærlegri skemmtun í félagsheimilinu: Gleymdi tönnunum á þorrablóti UMHVERFISMÁL Það mun taka lífríki Varmár í Hveragerði nokkur ár að jafna sig eftir klórlekann mikla sem varð frá sundlauginni í Laugaskarði í nóvember. Þetta mun vera ein af niðurstöðum skýrslu Veiðimála- stofnunar sem nú er tilbúin og verður gerð opinber síðar í vikunni eftir að bæjarstjórn Hveragerðis hefur kynnt sér innihaldið. Eins og kunnugt er drapst allur fiskur sem var í ánni neðan sundlaugarinnar þegar klórinn lak í ána. Enn er ólokið rannsókn á botndýrum sem eru hluti fæðu fiskanna í Varmá. - gar Skýrsla Veiðimálastofnunar: Varmá nokkur ár að jafna sig LAUGASKARÐ Meðferð klórs hefur verið breytt við sundlaugina í Laugaskarði. MYND/EGILL Stjörnusigur Stjarnan byrjar vel eftir EM-fríið og sótti góðan sigur í Digranesið gegn HK í gær. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG SLYS Karlmaður á sextugsaldri skreið fótbrotinn í klukkustund eftir hjálp þegar hann velti vél- sleða við Landmannahelli seint í fyrrakvöld. Fyrir tilviljun var Flugbjörgunarsveitin á Hellu í fjöl- skylduferð í næsta nágrenni, og kom manninum til aðstoðar. Flogið var með hann til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð. „Maðurinn var í hópi sem gisti í öðrum skála. Að því er ég best veit var hann að keyra seint um kvöldið og velti sleðanum yfir sig þannig að hann fótbrotnaði illa,“ segir Svanur Sævar Lárusson, formaður björgunarsveitarinnar. „Hann komst í skálana eftir að hafa skrið- ið í klukkutíma eða svo. Við vorum með okkar færasta fólk í fyrstu hjálp á staðnum, sem sinnti honum.“ Svanur segir manninn hafa verið illa leikinn og örmagna. Fóturinn hafi brotnað á að minnsta kosti tveimur stöðum, og eitt beinbrot- anna opið. Hann hafi ekki getað komið upp orði heldur klórað í ferða félaga sína til að vekja þá. Slysið varð um miðnætti og barst tilkynning til lögreglu um klukkan hálf tvö. Þyrla Landhelgisgæslunn- ar fór í loftið tæpum klukkutíma síðar. Þegar hún hafði nálgast Landmannahelli var veður og skyggni það slæmt að hún gat ekki lent. Því var ákveðið að keyra slas- aða manninn á snjóbíl björgunar- sveitarinnar að Búrfelli, þar sem þyrlan gat lent. Að því loknu var ekið með hann að þyrlunni, sem lagði af stað til Reykjavíkur um klukkan sjö í gærmorgun. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gær og líður eftir atvikum. Hann var það þrekaður að hann treysti sér ekki til að tala við blaðamenn. Svanur segir sveitina hafa verið í svokallaðri vetrarferð, þar sem börnum er leyft að koma með til að sjá um hvað björgunarstarf snúist. Það hafi svo sannarlega tekist, þó að þau hafi flest sofið atburði næturinnar af sér. - sþs / sjá síðu 4 Skreið í klukkutíma með opið beinbrot Karlmaður í vélsleðaferð skreið með opið beinbrot í klukkustund eftir hjálp. Björgunarsveit var í fjölskylduferð í næsta skála og kom manninum til hjálpar. BOLLA, BOLLA Bolludagurinn er í dag en fjölmargir hafa tekið forskot á sæluna og keypt sér bollur undanfarna daga. „Það hefur verið nóg að gera frá því við fengum allar tegundirnar á föstudag og reyndar tóku allnokkrir vel við sér á þriðjudag þegar við fengum smá sýnishorn“ segir Sólborg Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Bakarameistarans í Glæsibæ. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.