Fréttablaðið - 04.02.2008, Side 6

Fréttablaðið - 04.02.2008, Side 6
6 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil ÞAÐ Á AÐ BURSTA TENNURNAR TVISVAR Á DAG! ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 59 11 0 1/ 07 með ánægju Hópferðir Hópadeild Iceland Express gerir hópum, 11 manns og fleiri, tilboð í allar gerðir hópferða til áfangastaða flugfélagsins. Kynntu þér kostina í síma 5 500 600 eða á www.icelandexpress.is/hopar KJARAMÁL Marel byrjar að borga evrutengd laun 15. mars í sam- ræmi við rammasamkomulag sem gert hefur verið við trúnaðar- mannaráð fyrirtækisins. Starfs- menn, sem hafa starfað hjá Marel í sex mánuði geta óskað eftir því að fá 10-40 prósent fastra launa í evrum og er fyrirtækið skuld- bundið að bregðast við því innan fjörutíu daga. Samningarnir verða endurskoðaðir árlega. Gunnar Haraldsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, segir evrutengd laun vera athyglisverða þróun og að mörg álitaefni komi upp. „Ákveðin evruvæðing er greini- lega í gangi hjá sumum fyrir- tækjum. Hvernig spilar þetta inn í kjarasamninga í framtíðinni? Verða menn að taka tillit til þessa við gerð kjarasamninga? Munu aðrir krefjast þess sama? Tíminn einn leiðir þetta í ljós. Mér finnst líka umhugsunarvert hvort tveir ólíkir hópar launafólks eru að myndast í landinu, einn sem fær greitt í erlendum gjaldmiðli og annar hópur sem fær greitt í íslenskum krónum,“ segir Gunnar. Hjá Marel verða launin greidd í samræmi við gengi evrunnar á fyrsta degi hvers mánaðar. Þeir sem gera samning fyrir næstu mánaðamót fá greitt í samræmi við það 15. mars. Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels, segir að launin séu evru- tengd því að íslenskir bankar gefi ekki kost á því að greiða í evrum en vonandi verði það einhvern tímann í framtíðinni. Evrutengdu launin séu fyrst og fremst hugsuð til að koma til móts við erlend hús- næðislán starfsmanna. Þetta henti ekki öllum og því ráðleggi fyrir- tækið starfsmönnum að fara vel yfir málið með þjónustufulltrúa sínum til að kanna hvort það henti hverjum og einum. Halldóra Friðjónsdóttir, for- maður BHM, segir að aldrei hafi komið til tals að gera þá kröfu til íslenska ríkisins að evrutengja laun þó að það sé inni í kröfugerð á almennum vinnumarkaði. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu algeng svona myntkörfu- lán eru en vafalaust eru einhverjir ríkisstarfsmenn með þau eins og aðrir,“ segir hún. „Það verður fróðlegt að fylgjast með fram- vindunni.“ Ingimundur Friðriksson seðla- bankastjóri vildi ekki tjá sig um málið. ghs@frettabladid.is Evrutenging launa er viss evruvæðing Hundruð starfsmanna Marels eiga kost á evrutengdum launum. Ekki komið til tals hjá okkur þótt það sé í kröfugerð ASÍ, segir formaður BHM. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir vissa evruvæðingu vera í gangi hjá sumum fyrirtækjum. GRIKKLAND, AP Óeirðir brutust út í Aþenu á laugardaginn þegar öfgasinnuðum vinstrimönnum lenti saman við öfgasinnaða hægrimenn, sem safnast höfðu saman í borginni. Að minnsta kosti þrír slösuðust í óeirðunum. Óeirðalögregla skarst í leikinn og beitti táragasi og vegatálmum til að hemja fólkið. Hægrimennirnir, úr samtökun- um Hrysi Avgi, eða Gullinni dagrenningu, söfnuðust saman til að minnast fallinna hermanna úr átökum Grikkja við Tyrki árið 1996. Vinstrimennirnir mótmæltu samkomunni. Hóparnir köstuðu meðal annars grjóti hvor í annan og kveiktu í rusli. - sh Mótmæli breyttust í óeirðir: Öfgasinnar slógust í Aþenu KANNA MÁLIÐ VEL Sigsteinn Grétarsson, forstjóri Marels, ráðleggur starfsmönnum að kanna vel hvort evrutenging henti sér. SAMNINGUR BREYTTI ENGU Ýmis fyrirtæki gefa kost á evrutengdum launum. Jón Sigurðs- son, forstjóri Össurar, segir að starfsmenn geti tengt allt að helming launa sinna við erlendan gjaldmiðil og tíu prósent hafi tekið þennan kost frá áramótum. Þeir tengi að meðaltali tuttugu prósent launa við annan gjaldmiðil, yfirleitt evru. „Út frá þröngum hagsmunum fyrirtækisins hentar það okkur betur að borga fólki í erlendum gjaldmiðli því að við gerum upp í erlendum gjaldmiðli. Krónan er ekki rekstrargjaldmiðill fyrir- tækisins,“ segir hann. „Við erum komnir í þetta. Þó það væri gerður samningur þá væri það engin breyting fyrir okkur.“- ghs JÓN SIGURÐSSON SAMGÖNGUR Ökumaður sem finnur fyrir syfju við akstur á að leggja bílnum á öruggum stað og leggja sig í fimmtán mínútur eða svo. Þannig stórminnkar hann líkurnar á að sofna undir stýri og valda slysi. Þetta er megininntakið í her- ferð Umferðarstofu gegn syfju og akstri, og var meðal umræðuefna á málþingi í síðustu viku. „Það þekkja þetta margir, ef maður er mjög þreyttur en þarf samt að vera vakandi þá tekur til- tölulega stuttan tíma að hlaða batteríin,“ segir Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefnd- ar umferðarslysa. „Þetta virkar vel á flesta, að leggja sig í stutta stund þegar þreytan segir til sín við akstur.“ Ágúst var meðal fyrirlesara á málþinginu, sem fór fram á Grand Hóteli. Í máli hans kom fram að frá 1998 til 2006 létust 27 manns í 21 slysi, sem má að einhverju eða öllu leyti rekja til svefns og þreytu ökumanns. „Þetta er umtals verður fjöldi, og þriðja til fjórða aðalorsök umferðarslysa.“ Að lokum bendir Ágúst á mikil- vægi þess að farþegi haldi sér vakandi og haldi ökumanninum félagsskap. „Við höfum tekið eftir að það er meiri hætta á að öku- maðurinn sofni ef farþegi er líka sofandi. Ef fólk er að fara í lang- ferð þá er mikilvægt að skipu- leggja ferðina með tilliti til þess hvað það hefur sofið lengi.“ - sþs Á árunum 1998 til 2006 létust 27 vegna svefns og þreytu ökumanns við akstur: Leggðu þig í fimmtán mínútur BÍLVELTA Formaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa segir svefn og þreytu undir stýri vera þriðju til fjórðu aðal or- sök umferðarslysa. Myndin er sviðsett. MYND/EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON Ert þú bjartsýn(n) á efnahags- horfur á Íslandi? Já 47% Nei 53% SPURNING DAGSINS Í DAG: Notar þú þriðju kynslóðar (3G) farsímatækni? Segðu skoðun þína á visir.is Áhugi Bandaríkjamanna á stjórnmálum og íþróttum rann saman í eitt í gær. Á meðan fjölmiðlar hituðu landsmenn upp fyrir úrslitaleikinn í NFL, Super Bowl, hituðu frambjóðendur demókrata og rep- úblikana stuðningsmenn sína upp á fjölmennum kosningafundum víða um land. Stundum er sagt að aðeins lítill hluti Bandaríkja- manna hafi áhuga og taki þátt í pólitískri umræðu. Í því samhengi er oft nefnt að fólk þurfi að skrá sig sérstaklega til að komast á kjörskrá. Hins vegar verður að segja að allt iðar af pólitík hér í San Francisco. Á matsölustöðum í fyrrakvöld mátti víða heyra nöfn eins og Hillary, Obama og McCain poppa upp í gegnum niðinn. Á börum varð ég var við háværar deilur um frambjóðendur. Fyrir utan morgunverðar- stað við Powell-stræti í gærmorgun stóð maður með „kjósið Obama“ skilti. Obama sagði í viðtali á CNN í gær að úrslitin réðust varla hjá demókrötum á þriðjudaginn þegar kosið verður í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Dagurinn er kallaður Super Tuesday. Flestir eru sammála um að Hillary hafi forskot og Obama sagði sjálfur að hún væri enn betur þekkt en hann víða um land. Á kosningafundi Hillary á föstudaginn voru um fimm þúsund fundargestir. Fólk beið í meira en tvo tíma til að komast inn. Á kosningafundi McCain í gær voru um þrjú þúsund manns mættir. Það er met hjá honum. Nú er Super Bowl búinn en Super Tuesday framundan. Fleiri eru á þeirri skoðun að McCain muni sigra Romney. Huckabee sé efni í varafor- seta. Meiri líkur eru á að Hillary sigri Obama. En nú er þrýst á að þau fari í sameiningu gegn repúblikönum í forsetakosningunum í nóvember. Auðveldara verður fyrir Hillary að hafa Obama með sér en Obama að hafa Hillary. Bandaríkjamenn kunna að keppa – bæði í íþróttum og pólitík. Og hvort sem það er Super Bowl eða Super Tuesday er ljóst að áhugi lands- manna er mikill. Og þeir bestu vinna. Super Tuesday eftir Super Bowl BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON skrifar frá Flórída KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.