Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 2

Fréttablaðið - 19.02.2008, Side 2
2 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Ekki tókst að afla allra gagna í strokumáli Annþórs Kristjáns Karlssonar í gær, að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögreglu- þjóns. Þau liggja væntanlega fyrir í dag og verður þá farið yfir málið í heild. Annþór var færður til geymslu í lögreglustöðinni við Hverfisgötu á fimmtudag. Var það gert til hagræðingar við fangaflutninga, því hann átti að mæta fyrir dómara vegna kröfu lögreglustjóra um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Á föstudag þurfti einnig að flytja hóp fanga frá Litla-Hrauni til Reykja- víkur þar sem kveðinn var upp yfir þeim dómur í Pólstjörnumálinu. - jss Strokumál Annþórs: Enn verið að afla gagna BRETLAND, AP David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, birti í gær áður óbirt drög að skýrslu um Írak sem upphaflega birtist haustið 2002. Í drögunum er hvergi að finna þá fullyrðingu, sem stóð í endanlegu skýrslunni, að Írakar séu færir um að skjóta á loft gereyðingarvopnum með aðeins 45 mínútna fyrirvara. Breska stjórnin notaði þessa klausu óspart til að rökstyðja nauðsyn þess að gera innrás í Írak haustið 2003. Gagnrýnendur hafa sagt að starfsfólk á skrifstofu Tonys Blair, þáverandi forsætisráð- herra, hafi bætt þessari fullyrð- ingu inn á síðustu stundu. - gb Drög að Íraksskýrslu Breta: Hvergi minnst á úrslitaatriðið DÓMSMÁL Nítján ára stúlka hefur verið dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hún skallaði sautján ára stúlku í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn Tropicana við Stórhöfða í Reykjavík í lok janúar. Fórnarlambið marðist á vinstri augabrún og hnakka. Stúlkan sem réðst á hina hafði áður verið dæmd fyrir sams konar líkamsárás í maí 2006. Þá var refsingu frestað skilorðsbundið í tvö ár, en sá dómur var tekinn upp á ný við ákvörðun refsingar í þessu máli. Hún var þar að auki látin greiða sakarkostnað, rúmar tuttugu þúsund krónur. - sþs Nítján ára sett á skilorð: Ýtti stúlku og skallaði hana LÖGREGLUMÁL „Maður er ekki alveg rólegur að vita að eitthvað svona geti verið á ferðinni,“ segir Hall- dór Sigurkarlsson í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann gekk fram á dauða hryssu í stóði nágranna síns á Rauðkollsstöðum í síðustu viku. Þegar betur var að gáð sást að hún hafði verið skotin með riffli í gagnaugað. Hryssan var fylfull. „Ég hélt að hún hefði veikst,“ bætir Halldór við. „Þetta er það síðasta sem manni dettur í hug. Það uppgötvaðist ekki fyrr en strákur hér á næsta bæ ætlaði að fara að grafa hana, að blóð lak úr nösunum á henni. Farið var að skoða hana nánar og þá kom skot- gatið í ljós í gagnauganu á henni.“ Halldór kveðst vera með dýrar skepnur og efnileg tryppi í stóðinu í Söðulsholti og fólk sé uggandi eftir þennan atburð. „Við vorum alveg grandalausir fyrir þessu og sáum ekki strax hvað var. Við töldum að hrossið hefði drepist í stóðinu eins og ein- staka sinnum getur gerst,“ segir Auðunn Óskarsson á Rauðkolls- stöðum, eigandi hryssunnar. Hún var sex vetra ræktunarhryssa undan hinum nafntogaða stóðhesti Toppi frá Eyjólfsstöðum. Auðunn segir að búið hafi verið að temja hana og kosta nokkru til við hana. Hann gaf hrossunum út fyrir ofan bæinn og hryssan lá dauð í haganum um það bil fimmtíu metra frá þjóðveginum. Auðunn segir menn hafa verið að gera því skóna að skyttur hafi villst á hryssunni og ref, hafi hún verið liggjandi. Mögulegt sé talið að þarna hafi verið á ferðinni menn á ljósaveiðum, sem keyrt hafi með ljóskastara í leit að refum. Þá er skotið á augað sem glampar í kastljósinu. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa bent á að veiðar af þessu tagi séu ólöglegar. Bannað sé að skjóta úr bíl. Þá megi ekki skjóta í byggð nema með leyfi landeiganda. „Maður skilur ekki hugsun þeirra sem þarna hafa verið að verki. Það er óskiljanlegt hvað menn eru að þvælast með skot- vopn í svartasta skammdeginu og hundleiðinlegu veðri eins og var á þessum tíma,“ segir Auðunn, sem tilkynnt hefur atburðinn til lög- reglu. - jss Fylfull hryssa fannst skotin í haganum Þeim brá við, mönnunum í Eyja- og Miklaholtshreppi þegar þeir hugðust grafa hryssu sem þeir töldu að hefði orðið sjálfdauð í haganum. Blóð tók að renna úr nösum hennar við raskið og við nánari athugun sást skotgat á gagnauga hennar. ÚTIGJÖF Hrossin voru á útigjöf þegar hryssan var skotin. Hún fannst liggjandi rétt við þjóðveginn. Fyrst var talið að hún hefði orðið sjálfdauð en það reyndist öðru nær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI Stefán, er ekki hreint rugl að þrífa svona mikið? „Jú, það er allt best í hófi. Val á réttum hreinsiefnum og áhöldum er hreinlega aðalmálið.“ Stefán Ingi Óskarsson hreinlætisráðgjafi segir hægt að ná ótrúlegum árangri við þrif á aðeins 25 mínútum áður en gesti ber að garði. UTANRÍKISMÁL Íslenskir húmanistar hittust fyrir framan utanríkisráðu- neytið í gær. Þeir afhentu ráðu- neytisstjóra í fjarveru ráðherra bréf með afstöðu Húmanistahreyf- ingarinnar í Kenía til ástandsins sem ríkt hefur í landinu undan- farið. Húmanistar kalla eftir því að ofbeldið í Kenía verði stöðvað eins fljótt og mögulegt er, að því er fram kemur í tilkynningu. Athöfnin í gær var hluti af alþjóðlegri aðgerð húmanista, sem reyna að þrýsta á deiluaðila í Kenía, ríkisstjórnir og alþjóða- stofnanir að bregðast við. - bj Húmanistar skrifa ráðherra: Ofbeldi í Kenía verði stöðvað NEYÐARKALL Húmanistar komu sér fyrir við utanríkisráðuneytið í gær með borða sem á stóð „SOS KENÍA“. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ mikla í Nóatúni! Fiskivikan Steinbítur í mango curry Nóatún mælir með 998 kr.kg. SKIPULAGSMÁL „Það er bara búið að vera stappað,“ segir Guja Dögg Hauksdóttir, sýningarstjóri sýn- ingarinnar Vatnsmýrin – hug- myndir um borg sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur. „Svona skipu- lagsplaköt með línum og strik- um geta verið nokkuð tormelt fyrir fólk svo þegar ég tók sýninguna að mér ákvað ég að reyna gæða þetta lífi með viðburðum eins og pallborðsumræðum, sviðsettu uppboði og öðru slíku.“ Uppboðið fór þannig fram að fólk gat keypt lóðir í Vatnsmýrinni en miðað var við það skipulag sem fylgir vinn- ingstillögunni. „Reyndar fór svo að einn sem var á móti því að færa flugvöllinn reyndi að kom- ast yfir sem flestar lóðirnar svo hann gæti tryggt flugvöllinn í sessi en hann gafst svo upp að lokum,“ segir Guja Dögg. „Þess má geta að þeir sem eiga vinningstillöguna eru fjórir Skot- ar sem heita Graeme Massie, Stu- art Dickson, Alan Keane og Tim Ingleby. Þeir eru farnir að setja mark sitt á byggð ból hér á landi en þeir áttu einnig vinningstillög- una á framtíðarskipulagi á Akur- eyri árið 2005, svo þau virðast nokkuð glögg þessu skosku gests- augu,“ segir hún kankvís. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að hafa sýninguna opna til klukkan tíu að kvöldi mið- vikudags og fimmtudags. „En sýningunni lýkur á fimmtudag enda verðum við að rýma fyrir rjúkandi pottum sem fylgja Food and fun sem byrjar á laugardag- inn. Ef það væri ekki á dagskrá myndum við sennilega bara fram- lengja þetta því fólk er greinilega mjög áhugasamt um þetta.“ - jse Sýningin Vatnsmýrin – hugmyndir um borg nýtur vinsælda: Mikill áhugi á Vatnsmýrinni ÚR VATNSMÝRINNI Mikill áhugi er hjá fólki að kynna sér framtíð Vatnsmýrar- innar. Mönnum gengur þó sitthvað til eins og sannaðist á sviðsettu uppboði þegar maður reyndi að kaupa sem flest- ar lóðir til að tryggja flugvöllinn í sessi.GUJA DÖGG HAUKSDÓTTIR FRAKKLAND, AP Meira en þúsund lögreglumenn fóru á stúfana eld- snemma í gærmorgun og hand- tóku tugi manna í nokkrum úthverfum Parísar. Hinir hand- teknu eru flestir á þrítugsaldri og sakaðir um aðild að óeirðunum þar í nóvember síðastliðnum. Lögreglan fór hús úr húsi, braut upp hurðir og óð inn í íbúð- ir í hverfunum Villiers-le-Bel, Sarcelles, Gonesse og Arnouville, þar sem innflytjendur eru í meiri- hluta. Alls voru 35 manns handteknir og höfðu flestir þeirra áður kom- ist í kast við lögregluna fyrir ofbeldisglæpi. Gagnrýnendur segja aðgerðirn- ar sýndarmennsku eina, ætlaða til þess að styrkja stöðu Nicolas Sar- kozy forseta fyrir sveitarstjórnar- kosningar í næsta mánuði. Lögreglan býst við að þessar harkalegu aðgerðir kalli á frekari óeirðir næstu daga. Í gærkvöld voru því hundruð lögreglumanna í Villiers-le-Bel viðbúnar því að lenda í átökum. Miklar óeirðir brutust út í Villiers-le-Bel, skammt norðan við París, og næstu hverfum dagana 25. og 26. nóvember eftir að tveir unglingspiltar á vélhjóli létust í árekstri við lögreglubifreið. - gb Lögreglan í Frakklandi réðst til atlögu gegn ungum innflytjendum í París: Tugir manna handteknir VÍGALEGIR Hópur lögreglumanna á ferð í Villiers-le-Bel í gær. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNIR Laun bæjarstjór- ans í Fjallabyggð, Þóris Kr. Þórissonar, hafa verið hækkuð úr 700 þúsund krónum í 800 þúsund auk þriggja prósenta verð lags- hækkunar. „Það er í hæsta máta óeðlilegt og óheppilegt að á þessum tímapunkti séu laun hans hækkuð svo langt umfram almennar launahækkanir,“ segir minnihlutinn í bæjarstjórn Fjalla- byggðar. Meirihlutinn segir hins vegar að samanburður á launakjörum bæjarstjóra á Norðurlandi hafi sýnt að bæjarstjóri Fjallabyggð- ar fengi umtalsvert lægri laun en aðrir bæjarstjórar. - gar Bæjarstjórinn í Fjallabyggð: Launin hækka um 100 þúsund ÞÓRIR KR. ÞÓRISSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.