Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 10
10 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR BANDARÍKIN, AP George H.W. Bush eldri, sem var forseti Bandaríkj- anna 1989-93, lýsti í gær yfir stuðningi við John McCain í prófkjörsbaráttu Repúblikana- flokksins um útnefningu sem forsetaefni flokksins. Bush sagði McCain hafa „mótast í deiglu stríðs“ og sagðist telja hann best búinn undir það að leiða bandarísku þjóðina á komandi árum. McCain sagðist stoltur af því að njóta stuðnings frá Bush eldri. McCain hefur hins vegar harðlega gagnrýnt núverandi forseta, George W. Bush yngri. - gb George Bush eldri: Styður McCain sem forsetaefni SAMGÖNGUR Áform nýs meirihluta í borgarstjórn, um að gefa öllum börnum, öryrkjum og öldruðum frítt í strætó, gætu þýtt að prenta þyrfti 30.000 persónuskilríki fyrir yngsta aldurshópinn, að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmda- stjóra Strætós. Áformin hafa reyndar enn ekki verið kynnt fyrirtækinu en Reynir kveður stjórnmálamennina hljóta að gera það, fyrr en síðar. Verði þau að veruleika fá flestir Reykvíkingar frítt í vagninn, utan hrausts, ungs og vinnandi fólks. Ármann Kr. Ólafsson, stjórnar- maður Strætós, hefur lýst því yfir að hægt væri að spara um fimmtíu milljónir árlega með því að láta af innheimtu fargjalda. Reynir stað- festir að ýmis vandkvæði fylgi því að aðeins einn hópur þurfi að borga. Til dæmis þarf að prenta áðurnefnd skilríki fyrir alla hina. Að auki mun bannað, samkvæmt lögum um persónuvernd, að afhenda börnum persónuskilríki án skriflegs samþykkis foreldra. Þá mun fólk, sem starfar að lýð- heilsumálum, óttast um að hætta sé á að börnin hætti að hreyfa sig og taki bara strætó í staðinn. Síðast en ekki síst hafa nokkrir foreldrar látið í ljósi áhyggjur af því að gefa eigi börnunum frítt í strætó. Afkvæmin geti þá ferðast frjáls með strætó, hvenær sem er og hvert sem er. - kóþ Ýmsar flækjur fylgja því að gefa yngsta aldurshópnum frítt í strætó: Börnin vantar 30.000 skilríki LEIÐ 15 ÚR GRAFARVOGI Áhyggjufullir foreldrar hafa látið í sér heyra vegna hugmyndar um að gefa öllum börnum frítt í strætó. Börnin geta þá ferðast á eigin vegum frá Seltjarnarnesi og allt upp á Akranes. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HUGLEIÐA FRAMTÍÐ BORGAR Fimmtíu rúmum var í gær komið fyrir á torginu Grote Markt í Groningen í Hollandi til þess að fólk gæti lagst þar til hvílu stundarkorn og íhugað framtíð borgarinnar. NORDICPHOTOS/AFP          ! "##$%&  ! '& ()* +  *, % )"# &+  -. -/ & & ) ,   ,01&1)!. )  ,01 2 ), &,3'  4   3!         6 3' , &,  ! "##7 89 &)   1! "##7 5%( ,)&   9),& &  ) !!"##7 ()&1) ! ,01,2 ) -/  ) 3' , 3  &   9)3'  9)&9  2 ) 5%( ,0'3' 14 3(:,   ) , , ):;&) 3'    ) , &,3'  < !&) ,:     =,! %4 &  9) )(),  ,%&   &  (,& ,9 ,(,0& !  ! ->?-.! &)  &) )(), 9) %4 &  %&  4 -.  )! *& &) ()*!&)2 )*6 3'  9)6 &9 & ))3  ,,  (,6!3 "* @  4 A&)()&&) )&)&)!BBB )  3'     Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is 360.000,- kr.AFSLÁTTURFullt verð kr. 1.360.000,- Tilboð kr. 1.000.000,- Árgerð: 2006 Aukahlutir: Grjótgrind, tvöföld gaskútafesting og skyggni STÓRLÆKKAÐ VERÐ ÁNOTUÐUM FERÐAVÖGNUMYearling 103 fellihýsi A ug lý si ng as ím i – Mest lesið SLYS Átján ára drengur slasaðist alvarlega í hörðum árekstri fólks- bíls við hús á Akranesi um klukk- an þrjú í gær. Honum var haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Ökumaður- inn, einnig átján ára, slapp án alvarlegra meiðsla. Samkvæmt lögreglu var bíln- um ekið norður Vesturgötu þegar ökumaður missti stjórn á honum, fór yfir steinvegg og hafnaði á hlið húss. Höggið var svo þungt að hluti veggjarins þeyttist inn í íbúðina, sem var mannlaus. Bíll- inn er gjörónýtur. Piltarnir voru báðir með- vitundar lausir þegar lögregla kom að, en hvorugur var með bílbelti. Þeir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akranesi, en þaðan var farþeginn fluttur á Landspítalann í Reykja- vík til frekari aðhlynningar. Að sögn bæjarlæknis á Akra- nesi er ökumaðurinn með meðvit- und og líður bærilega. Orsakir slyssins eru ekki ljósar, og er lögreglurannsókn hafin. Vitað er að ökumaðurinn tók fram út öðrum bíl skömmu áður en slysið varð. Vegurinn var einnig blautur þegar bíllinn fór út af. - sþs Átján ára drengur þungt haldinn eftir harðan árekstur: Fór af veginum og hafnaði á húsvegg ÓNÝTUR Eins og sjá má er bíllinn, sem er af BMW-tegund, gjörónýtur eftir árekstur- inn. Stórt gat kom á húsvegginn þar sem bíllinn lenti, en íbúðin fyrir innan var mannlaus. MYND/SKESSUHORN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.