Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 35
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2008 19 Friðrik Ómar söngvari segir að á bak við nafnið sem hann beri sé skemmtileg saga. „Faðir minn var mikill skák- maður og skemmti mikið á árshátíðum í sveitinni í gamla daga. Hann hefur því alltaf átt tvær fyrirmyndir, þá Frið- rik Ólafsson skákmeistara og Ómar Ragnarsson skemmti- kraft og ég er skírður í höfuð- ið á þessum tveimur mönn- um“ segir Friðrik. Í hvert skipti sem Friðrik hittir Ómar Ragnarsson segir hann að Ómar kalli hann nafna og Friðrik telur sjálfan sig góðan skemmtikraft og ekki verri skákmann. Friðrik er afar sáttur við nafn sitt og gæti ekki hugsað sér að bera annað nafn. Friðrik segist eitt sinn hafa kynnt sér hvað nafn sitt þýddi. „Friðrik þýðir friðar- höfðingi eða konungur og það passar mjög vel við mig því ég vill alltaf halda frið- inn. Svo leyfi ég mér að vera konungur í hjáverkum,” segir Friðrik að lokum og hlær. NAFNIÐ MITT: FRIÐRIK ÓMAR Heitir eftir tveimur fyrirmyndum föður síns FRIÐRIK ÓMAR Er ánægður með nafnið sitt. Jazzklúbburinn Múlinn held- ur áfram starfsemi sinni með nýrri fimmtán tónleika dag- skrá. Fyrstu tónleikar vor- tónleikaraðar verða fimmtu- daginn 21. febrúar á DOMO Bar, Þingholtsstræti 5. Fyrstu tónleikar á vor- önn eru til heiðurs djassgít- aristanum Jóni Páli Bjarna- syni sem varð 70 ára gamall á dögunum. Á tónleikunum munu margir af helstu djass- leikurum þjóðarinnar leika með Jóni sem er einn þekkt- asti djassgítarleikari Íslands fyrr og síðar að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Jazzklúbburinn Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á helsta djassgeggjara þjóð- arinnar, Jóni Múla Árnasyni, sem jafnframt var heiðurs- félagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur glæsi- lega af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Afmælistónleikar til heið- urs Jóni Páli hefjast 21.00 á fimmtudaginn næstkomandi á DOMO og er þúsund króna aðgangangseyrir. Tónleikar vegna afmælis Múlans DJASSGEGGJARI Jón Páll Bjarnason er einn þekktasti djassgítarleikari fyrr og síðar. Háskóli Íslands veitir í dag í fyrsta sinn sameiginlega doktorsgráðu með erlend- um háskóla. Mathieu Fauvel verður heiðursins aðnjótandi en hann varði doktorsverkefn- ið í verkfræði við Grenoble Institute of Technology, INPG, hinn 28. nóvember. Verkefnið var unnið undir sameiginlegri handleiðslu leiðbeinenda frá INPG og Háskóla Íslands. Fauvel flytur doktorsfyrirlestur sinn í Háskóla Íslands í dag kl. 15, í Aðalbyggingu HÍ, hátíðarsal. Að loknum fyrir- lestrinum mun Ebba Þóra Hvannberg, forseti verk- fræðideildar, veita Fauvel doktorsskírteini frá verk- fræðideild Háskóla Íslands Doktorsverkefnið ber tit- ilinn „Spectral and Spatial Methods for Classification of Urban Remote Sensing Data“ og fjallar um þróun aðferða til greiningar yfir- borðs jarðar með flokk- un fjarkönnunarmynda frá þéttbýlissvæðum. Verkefnið var meðal annnars stutt af Jules Verne-áætlun íslenskra og franskra stjórnvalda, PAI EGIDE, Rannsókna- sjóði Háskóla Íslands og Rannsóknasjóði vísinda- og tækniráðs. Sameiginleg doktorsgráða FRÖNSK ÍSLENSK DOKTORSGRÁÐA Franski doktorsneminn Mathieu Fauvel fær fyrstu sameiginlega doktorsgráðuna. Ástkær bróðir okkar, Benedikt Jónasson Munkaþverárstræti 44, Akureyri, er látinn. Útför auglýst síðar. Jóna S. Jónasdóttir Jónas Jónasson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Bjarnason andaðist á Hrafnistu laugardaginn 9. febrúar síðast- liðinn. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Grensás og Hrafnistu fyrir hlýhug og einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Kristlaug Vilfríður Jónsdóttir og fjölskylda. Okkar ástkæri Jón Hilmar Jónsson líffræðingur frá Úthlíð, Sléttuvegi 3, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 16. febrúar sl. Gísli Sigurðsson Jóhanna Bjarnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Björn Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Guðmundur Arason Kristín Sigurðsson Werner Rasmusson Baldur Sigurðsson Kristbjörg Steingrímsdóttir Guðný Guðnadóttir. Okkar ástkæra Nikolína Helgadóttir frá Suður-Vík lést á heimili sínu að Kumbaravogi miðvikudaginn 13. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Matthildur Valfells Sigríður Ásgeirsdóttir Vigfús Ásgeirsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Steingrímur Helgason stórkaupmaður, lést á dvalarheimilinu Eir að morgni 17. febrúar. Verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóð FAAS (alzheimer.is) Unnur Heba Steingrímsdóttir Nikulás Róbertsson Helga Guðrún Steingrímsdóttir Eiríkur Hauksson Jón Hólmgeir Steingrímsson Soffía Hilmarsdóttir Ingunn Steingrímsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hörður Guðmundsson hárskerameistari, Funalind 13, Kópavogi, áður til heimilis í Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 15.00. Rósa Helgadóttir Helga Harðardóttir Halla Harðardóttir Þóra Harðardóttir Sigurgeir Þorleifsson Inga Sigríður Harðardóttir Gunnar Guðjónsson og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi og vinur, Finnur Freyr Guðbjörnsson Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á sjúkrahúsi í Taílandi þann 7. febrúar síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mið- vikudaginn 20. febrúar klukkan 14.00. Guðbjörn Ragnarsson Stefanía Finnsdóttir Kam Senglee Sigurður Hólm Guðbjörnsson Kristjana Eyvindsdóttir Guðmundur Kristján Guðbjörnsson Sigurlaug Finnsdóttir Guðbjörn Þór Sigurðsson Margrét Sigurðardóttir Bjarni Ágústsson Tinna María Sigurðardóttir Rúnar Þór Ólason Davíð Freyr Guðmundsson Þórdís Jakobsdóttir Stefán Berg Guðmundsson Eva Helgadóttir Þórunn Þorbjörg Guðmundsdóttir og aðrir ættingjar og vinir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Halldórsdóttir Dalalandi 1, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, föstudaginn 15. febrúar sl. Laufey Vilhjálmsdóttir Samir Bustany Halldór Vilhjálmsson Bryndís Helgadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Þórarinn Þórarinsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.