Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2008 Þjóðminjasafnið heldur áfram með stórskemmtilegar sérfræðileið- sagnir sínar í dag kl. 12.05. Þá mun Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur leiða gesti um grunnsýningu safnsins og fjalla sérstaklega um myndir af íslenskum dýrlingum sem finna má á meðal gripa. Árni veltir fyrir sér ýmsum spurningum um dýrlinga, svo sem hvernig þeir voru valdir, hvort samkeppni hafi verið milli þeirra innbyrðis og hvaða hlutverki þeir gegndu. Þá er einnig umhugsunar- efni hvers vegna íslensku dýrling- arnir voru ekki viðurkenndir af páfanum. Jafnframt mun Árni í leiðsögn sinni fjalla um jarteina- sögur og hlutverk þeirra. Trú á dýrlinga skipaði frá upp- hafi kristni í landinu mikilvægan sess í trúarlífi Íslendinga. Í Krist- inna laga þætti segir meðal annars að menn skuli trúa á Guð einan og „á helga menn til árnaðarorðs sér og blóta eigi heiðnar vættir“. Fólk mátti trúa á og tilbiðja Guð en ákalla dýrlinga. Ef til vill hafa þeir að einhverju leyti tekið við hlut- verki goðmagna og vætta. Dýrling- arnir nutu mikilla vinsælda meðal almennings og með tímanum eign- uðust Íslendingar líka sína eigin dýrlinga, Jón Ögmundsson, Þorlák helga og Guðmund góða. Sérfræðileiðsagnir Þjóðminja- safnsins eru haldnar annan hvorn þriðjudag í hádeginu. Sérfræðingar bæði innan safns og utan taka þá fyrir afmarkaða hluta grunnsýn- ingarinnar og sérsýninga í sam- ræmi við sérfræðiþekkingu sína. Leiðsagnirnar eru ætlaðar almenn- ingi og ættu allir að hafa gaman af. Aðgangur að leiðsögninni er ókeypis og öllum opinn. - vþ Fjallað um íslenska dýrlinga Kvikmyndasafn Íslands stendur fyrir sýningu á tékknesku kvikmyndinni Ástir ljóshærðrar stúlku í leikstjórn Milos Forman í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Kvikmyndin, sem er frá árinu 1965, fjallar um táningsstúlkuna Andulu sem vinnur í skóverksmiðju í tékkneskum smábæ þar sem meirihluti íbúanna er konur. Stjórnvöldin reyna að lagfæra kynjahlutfallið með því að koma flokki hermanna fyrir í bænum, en stúlkum bæjarins bregður í brún þegar hermennirn- ir reynast vera miðaldra karl- menn sem stefnt er til móts við þær á grátbroslegum dansleik. Andulu líst margfalt betur á píanóleikarann frá Prag í dans- hljómsveitinni, sem tælir hana upp á herbergi eftir ballið. Hann býður henni að heimsækja sig í Prag en þegar hún bankar upp á hjá foreldrum hans vita þau ekki hvaðan á þau stendur veðrið. Myndin hlaut geysigóðar viðtökur á sínum tíma, bæði í heimalandinu og erlendis. Í henni koma fram bæði atvinnu- og áhugaleikar- ar og fékk enginn þeirra handrit í hendur heldur einungis lýsingu leikstjórans á aðstæðum og því sem segja átti. Útkoman er óborganleg. Myndin er sýnd á filmu og er með dönskum texta. - vþ Ljóshærð stúlka Formans MILOS FORMAN Mynd hans um ljós- hærða stúlku verður sýnd í Bæjarbíói í kvöld. Það verður glatt á hjalla í Hlégarði í Mosfellsbæ næstkomandi föstudagskvöld en þá kemur þar fram Latínsveit Tómasar R. og leikur suðræna og hressandi tónlist. Það er hið framtakssama Tónlistarfélag Mosfellsbæjar sem stendur fyrir tónleikunum. Latínsveit Tómasar R. hefur starfað síðan 2002, en þá kom út Kúbanska, fyrsti geisladiskur Tómasar með frumsamdri latíntónlist. Diskurinn fékk tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og afar lofsamlega dóma í hérlendum jafnt sem erlendum fjölmiðlum. Árið 2003 hélt Tómas til Havana og hljóðritaði nýtt efni með kúbönskum tónlistarmönn- um. Útkoman úr því ævintýri var svo geisladiskurinn Havana sem hlaut hvarvetna góðar móttökur. Latínsveit Tómasar R. hefur spilað vítt og breitt um landið á síðustu árum auk þess að hafa leikið á djasshátíðum og klúbbum í Færeyjum, Noregi, Þýskalandi og Spáni og árið 2006 lék hún bæði á helsta djassklúbbi Moskvuborgar, Le Club, og í því sögu- fræga húsi Casa de la Amistad í Havana. Latínsveit Tómasar R. er skipað sjálfum Tómasi R. á kontrabassa, Óskari Guðjónssyni á saxófón, Kjartani Hákonarsyni á trompet, Samúel J. Samúels- syni á básúnu, Ómari Guðjónssyni á gítar, Matthíasi M. D. Hemstock á trommur og slagverk og Eyþóri Gunnarssyni á kóngatrommur. Hlégarður verður opnaður kl. 20 á föstudagskvöld og tónleikarnir hefjast kl. 21. Forsala aðgöngumiða á þessa spennandi tónleika fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, virka daga frá kl. 12 til 19. Miðinn kostar 2.000 kr., en eldri borgarar, nemar og öryrkjar fá miðann á 1.500 kr. - vþ Suðræn stemning í Hlégarði TÓMAS R. EINARSSON Kemur fram ásamt Latínsveit sinni í Mosfellsbæ á föstudag. REFILSAUMAÐ ALTARISKLÆÐI Ein birt- ingarmynd íslenskra dýrlinga. Ný norræn matargerðarlist í Norræna húsinu 17. – 24. febrúar 2008. Glæsileg dagskrá alla vikuna. Norrænt hlaðborð í hádeginu og á kvöldin. Dagskrá þriðjudag 19. febrúar: 11.00 Claus Meyer er einn þekktasti kokkur og matarfrumkvöðull Dana. Hann stofnaði og rekur meðal annars veitngashúsið NOMA í Kaupmannahöfn, sem er talið vera eitt af fimmtán bestu veitingastöðum í heiminum í dag. Claus Meyer verður í dag með dagskrá og vinnustofu fyrir börn um bragðskyn og matarupplifun. Honum til aðstoðar er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. 13.15 Fyrirlestur: Stefnumótun hönnuða og bænda.Flytjendur eru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuðir / Listaháskóli Íslands. 15.00 Hið nýja norræna eldhús – næst stærsta eldhús í heiminum! Kynnir er danski meistarakokkurinn Claus Meyer. 16.00 Heimur vínsins. Fyrirlestur og vínsmökkun. Sérfræðingar frá ÁTVR sjá um kynninguna. Aðgangseyrir 1000 kr. Aldurstakmark er 20 ár. Takmarkaður fjöldi miða. Stór matvælakynning 21. - 24. feb. frá kl. 12.00 (21. feb. er aðeins fyrir fagfólk). Samtals 40 framleiðendur frá Danmörku, Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Frá Íslandi kynna Matarkistan og Matarbúrið framleiðslu sína. Aðgangseyrir. Takmarkaður fjöldi miða. Nánari upplýsingar og bókanir ásamt allri dagskránni á www.midi.is www.nordice.is 27. febrúar 28. febrúar 2.mars

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.