Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 38
 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Bakvarðasveitinni í Merzedes Club sárnar að vera legið á hálsi að geta ekki sungið bakraddir og barið bumbur í senn. Ekki síst í ljósi þess að ái eins þeirra samdi Öxar við ána. „Þetta er bölvað kjaftæði, manni sárnar að heyra þetta. Við erum alveg stórgóðir söngvarar,“ segir sjálfur Gaz-man í Merzedes Club. Mikil spenna er meðal þátttakenda í Eurovision söngvakeppninni. Þannig heyrist að buffin í Mercedes Club, sem flytja lag Barða Jóhannssonar „Hó hó hó, we say hey hey hey“ eigi í stökustu vandræðum með slá taktinn og syngja „hó!“ og „hey!“ um leið. Því hafi þurft að beygja reglurnar og skaffa aukabakraddir úr röðum húsbands Ríkissjón- varpsins – en þegar út er komið mega aðeins sex flytja lagið. Fylgir sögunni að söngþjálfari þeirra, Hildur Guðný, kennari hjá í FÍH, sé að verða gráhærð. En þetta er einhver mesta vitleysa sem Gaz-man hefur heyrt. „Ég hef ekki klikkað á nótu frá því ég mætti í minn fyrsta söngtíma. Og þeir eru að standa sig vel, Egill og Hanzi. Við gætum alveg tekið þetta þrír.“ Og til marks um ótvíræða tónlistarhæfileika Gaz- mans má nefna að hann er kominn af miklum tónlistarættum. Langafi hans hét Helgi Helgason tónskáld og samdi hann meðal annars Öxar við ána. Takk fyrir það. Móðir hans Auður Jacobsen fékk inni í Söngskóla Reykjavíkur óvenjulega ung en hún þreytti inntökupróf hjá Garðari Cortes og Guðmundi Jónssyni. „Svo unnu Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmenn hjá afa Gaz-Man, Úlfari Jacobsen, og ég var alltaf sem polli með í för. Og söng með þeim alla rútubílaslagara frá a til ö. Já, það voru skemmti- legir tímar,“ segir Gaz-man sem telur sig sannarlega ekki eiga það skilið að vera bendlaður við að halda hvorki lagi né takti. Gaz-man segist sjaldan eða aldrei hafa tekið í neinu eins skemmtilegu og Eurovision. Aukin harka gerir þetta bara enn skemmtilegra. „Þá verður meira gaman að vinna þetta. Við erum saman allan sólarhringinn og ég helli ofan í þá próteindrykkjum til að massa þá upp. Það verður rosalegt „show-ið“ á laugardaginn. Við erum með öll trompin ónotuð. Og munum rífa þakið af Smáralindinni. Bíðið bara og sjáið.“ jakob@frettabladid.is Gaz-man af tónlistarættum GAZ-MAN KAMPAKÁTUR Bölvað kjaftæði að hann geti ekki sungið enda samdi afi hans Öxar við ána. „Þátturinn verður mjög opinskár. Ég vil að fólk sjái hvernig ég er í alvöru og dæmi svo fyrir sjálft sig. Og ef það hatar mig ennþá eftir það er það þess eigið val.“ DENISE RICAHRDS UM VÆNTANLEGAN RAUNVERULEIKAÞÁTT SINN. „Það er svo mikið af fólki í heiminum sem gerir grín að mér að ef ég gæti ekki gert grín að sjálfri mér væri eitthvað mikið að.“ VICTORIA BECKHAM HEFUR SKOPSKYN. „Ég er hrifin af bómull- arnærbuxum. Ég þarf ekki blettatígursmunstrað leður til að finnast ég kynþokkafull.“ NELLY FURTADO FINNST BÓMULL BETRI.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.