Fréttablaðið - 19.02.2008, Síða 39
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2008 23
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
Bresku fyrirsætuna Jordan langar
til að ættleiða barn frá Búlgaríu eftir
að hún sá heimildarmynd
um barnaheimili þar í
landi í sjónvarpinu. „Ég
hef pláss fyrir annað og
Peter myndi hjálpa
til,“ segir fyrirsætan,
sem á þrjú börn
fyrir: Harvey, fimm
ára, og hinn tveggja
ára gamla Junior og
Princess Tiaamii, sjö
mánaða, með eiginmanni sínum,
Peter Andre.
Eva Longoria Parker er stór-
hrifin af því að fljúga. Hún
flýgur oft heimshorna á
milli til að hitta eiginmann
sinn, körfuboltastjörnuna
Tony Parker, og virðist
nota tímann í að sinna
öðru hugðarefni sínu. „Ég
elska að fljúga, því þá fæ
ég að sofa. Maður getur
sofnað og verið kominn
til Ástralíu degi síðar. Það er
best í heimi,“ segir leikkonan.
Uma Thurman kveðst hafa notið
þess sérstaklega að kyssa
meðleikara sinn, Colin
Firth, í myndinni The Acc-
idental Husband. Hann
er nefnilega einn fárra
mótleikara Umu sem
eru hærri en hún. Uma
er 1,83 metrar á hæð,
en Firth fjórum senti-
metrum hærri. „Þetta var
æðislegt! Ég þurfti ekki að
vera álút, halla mér eða
standa í skurði. Það var
svo skemmtilegt
að geta verið á
hælum,“ segir hún.
David og Victoria Beckham end-
urnýjuðu hjúskaparheitið á laun fyrir
tæpum tveimur árum. David
skipulagði athöfnina og kom
Victoriu á óvart. Aðeins nánir
vinir og fjölskylda parsins
voru viðstödd athöfnina,
sem fram fór á heimili þeirra
í Engandi, „Beckingham
Palace“. Hjónin fengu sér svo
tattú í stíl til minningar um
athöfnina – rómversku tölu-
stafirnir VIII.V.MMVI minna þau
á dagsetninguna 8. maí 2006.
FRÉTTIR AF FÓLKI