Fréttablaðið - 19.02.2008, Page 42

Fréttablaðið - 19.02.2008, Page 42
26 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson segir að hugurinn stefni enn heim á leið þó svo lið frá bæði Þýskalandi og Danmörku séu að sýna honum áhuga. „Ég fékk meðal annars símtal frá Magnusi Andersson, þjálf- ara FCK, á dögunum. Það var gaman að þeir skyldu hafa samband og bjóða mér samning, sem ég reyndar hafnaði. Það segir manni að ég hafi verið að gera eitthvað rétt,“ sagði Sverre léttur en samningur hans við Gummersbach rennur út í sumar. Hann sagðist nú ekki hafa trúað því alveg í fyrstu að Andersson væri sjálfur að hringja. „Ég hélt að það væri verið að gera eitthvert grín í mér og bjóst allt eins við því að Auddi [Blöndal] kæmi hlæjandi í símann.“ Sverre segist enn fremur hafa fengið fyrirspurnir frá liðum í Þýskalandi en ekkert hafi enn gerst sem komi í veg fyrir að hann flytji heim í sumar. „Það hafa verið lítilsháttar þreifingar og fyrirspurnir en ekkert á alvarlegu stigi. Mér liggur ekkert á og mun eðlilega skoða allt sem kemur upp með opnum huga. Ég geri í raun ekki ráð fyrir að taka endanlega ákvörðun um neitt fyrr en í mars en í augnablikinu stefnir hugur minn og fjölskyldunnar á að koma heim,“ sagði Sverre en hann hefur verið í viðræðum við nokkur íslensk félög sem vilja ólm fá hann í sínar raðir. Sverre stóð sig frábærlega með Fram eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum og það leiddi til þess að hann fór til Gummersbach og komst í íslenska landsliðið. Sverre sagði að fín stemning væri í Köln þessa dagana enda er sannkallaður stórleikur hjá félag- inu í Meistaradeildinni á morgun þegar Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real koma í heimsókn. „Það verður virkilega skemmtilegt verkefni. Það búast fáir við því að við eigum mögu- leika þannig að pressan er á þeim. Það verður gaman að kljást við Óla og hann fær hraustlegar móttökur hjá okkur löndum sínum í leiknum. Það er óhætt að lofa því,“ sagði Sverre. HANDKNATTLEIKSKAPPINN SVERRE JAKOBSSON: ENN EFTIRSÓTTUR AF BÆÐI ÞÝSKUM OG DÖNSKUM LIÐUM Hafnaði FCK og stefnir enn á að koma heim A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Flestra augu verða líklega á viðureign Liver- pool og Inter sem mætast á An field. Verður áhugavert að sjá hvernig Liverpool mætir til leiks eftir slæmt tap fyrir Barnsley í bikarn- um um síðustu helgi. Nokkrir lykilmenn voru þá hvíldir en Liverpool teflir eðlilega fram sínu sterkasta liði í kvöld en þeir Gerr- ard, Reina og Mascherano verða allir með í kvöld. Þó svo að gengi Liverpool heima fyrir hafi verið dapurt er annar bragur á liðinu í Meistaradeild- inni, þar sem vel hefur gengið upp á síðkastið og liðið búið að vinna þrjá leiki í röð. Inter er að sama skapi á mikilli siglingu í Meistara- deildinni þar sem liðið hefur unnið fimm leiki í röð. Inter er án Cesar, sem er í banni, og Luis Jimenez er meiddur. Luis Figo er einnig tæpur vegna meiðsla. Höfum trú á okkur „Leikmenn liðsins hafa fulla trú á því að við getum unnið þennan titil. Við höfum liðið til að fara alla leið enda með frábæra leikmenn og við verðum að trúa á okkur. Saga Liver- pool í Evr- ópu talar sína máli og við viljum halda upptekn- um hætti og berjast fyrir tilveru- rétti okkur í keppninni,“ sagði Fabio Aurelio, varnar maður Liver- pool. Leikurinn í kvöld er fyrsta viður- eign félaganna í Evr- ópu síðan leiktíðina 1964-65. Þá vann Inter seinni leikinn heima, 3-0, eftir að hafa tapað úti, 3-1. Rimma Olympiakos og Chelsea í Grikk- landi er einnig mjög áhugaverð. Fastlega er búist við því að Avram Grant, stjóri Chelsea, tefli fram þeim Nicolas Anelka og Didier Drogba saman í framlín- unni. Michael Essien verður svo væntanlega í varnarhlutverki á miðjunni með þá Frank Lampard og Michael Ballack fyrir framan sig. „Ef þetta félag vill verða enn stærra verðum við að komast í úrslit og vinna. Það er ekki hægt að segja að Chelsea sé að verða stærra ef við komumst ekki í úrslit, sem er takmark okkar. Við ætluðum að gera það á tveim árum en núna viljum við komast í úrslit í ár. Ég mun ekki linna látum fyrr en við komumst í úrslitaleikinn,“ sagði Avram Grant en félögin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppn- um. Olympiakos hefur aldrei kom- ist lengra en í sextán liða úrslitin. henry@frettabladid.is Rífur Liverpool sig upp? Meistaradeild Evrópu fer á fullt á nýjan leik í kvöld þegar sextán liða úrslitin hefjast. Liverpool tekur á móti Inter en Chelsea fer til Grikklands. UNDIR PRESSU Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er undir mikilli pressu þegar Liverpool tekur á móti Inter á Anfield í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES VETUR Í GRIKKLANDI Það er kalt í Grikklandi þar sem Didier Drogba og félagar í Chelsea sækja Olympiakos heim. NORDIC PHOTOS/AFP MEISTARADEILD EVRÓPU Leikir kvöldsins: Liverpool - Inter SÝN Olympiakos - Chelsea SÝN EXTRA 2 Roma - Real Madrid SÝN EXTRA Schalke - Porto FÓTBOLTI KR og Breiðablik eignuðust um helgina tvo Íslandsmeistara þegar Íslands- mótið innanhúss fór fram hjá yngri flokkum. Nú var í fyrsta skiptið leikið eftir Futsal-reglum. KR vann 4. flokk karla og 2. flokk kvenna en Blikar unnu 3. flokk kvenna og 5. flokk karla. Auk þeirra vann Snæfellsnes 2. flokk karla, Víkingur vann 3. flokk karla, HK vann 4. flokk kvenna og loks vann KS 5. flokk kvenna. - óój Íslandsmótið innanhúss: KR og Breiða- blik unnu flesta > Tíðinda líklega að vænta í dag Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst kemur líklega í ljós í dag hvort af því verði að Geir Sveinsson taki við íslenska handboltalandsliðinu af Alfreð Gíslasyni. HSÍ hafði sam- band við Geir síðastliðinn miðvikudag og hann hefur haft fimm daga til þess að fara yfir málið með sjálfum sér og HSÍ. Sem fyrr vörðust forsvarsmenn HSÍ allra frétta í gær þegar eftir því var leitað. Eftir sem áður var þó kvartað yfir ágangi fjölmiðla en formaður HSÍ segir að málin hefðu klárlega gengið betur fyrir sig hefðu þeir fengið að vinna landsliðsþjálfaramálin í friði. Það þykja Fréttablaðinu frekar ódýr ummæli og vinnubrögð af hálfu HSÍ en nákvæmlega engar upplýsingar hafa fengist frá þeim síðan Alfreð lýsti því yfir að hann væri hættur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.