Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.02.2008, Qupperneq 46
30 19. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. ílát 6. í röð 8. hópur 9. kúgun 11. mun 12. hengingartré 14. safna saman 16. borðaði 17. fúadý 18. umrót 20. þys 21. yfirstétt. LÓÐRÉTT 1. ílát 3. bor 4. eyja í Mið- jarðarhafi 5. svelg 7. stífa 10. angan 13. útdeildi 15. svari 16. spíra 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. vasi, 6. rs, 8. lið, 9. oki, 11. ku, 12. gálgi, 14. smala, 16. át, 17. fen, 18. los, 20. ys, 21. aðal. LÓÐRÉTT: 1. trog, 3. al, 4. sikiley, 5. iðu, 7. skástoð, 10. ilm, 13. gaf, 15. ansi, 16. ála, 19. sa. Þekkingar- og háskólasamfélagið á gamla varnar- svæðinu á Miðnesheiði er smám saman að taka á sig mynd þekkingar og háskólasamfélags. Leifar fortíðar eru þó á hverju strái og ekki skrýtið, bandaríski herinn var hér lengi. Bandarískar áletranir eru enn inni í íbúðarhúsum og í kjörbúð- inni, sem heitir nú Samkaup, er ennþá auglýst á kælinum „Cold beer cases inside“. En þetta mjakast. Táknmynd varnarstöðvarinnar, herþotan frá Nato sem stóð stolt nálægt gömlu flugstöðinni, var fjarlægt á dögunum. „Hún var nú bara sett í geymslu hér inni á svæð- inu,“ segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. „Hún var hífð upp á bíl og flutt um set. Þotan verður nú varla þarna í geymslunni lengi. Hún er á vegum utanríkisráðu- neytisins og henni verður eflaust fundinn góður staður í framtíðinni.“ Girðingin, sem nær utan um svæðið og kom áratugum saman í veg fyrir að Íslendingar kæmust í bjór og Baby Ruth, stendur enn. „Það er ágætt að hafa hana til að beina umferðinni um ákveðnar leiðir,“ segir Kjartan. „Hún kemur líka í veg fyrir að krakkar séu að fara beint út á Reykjanesbrautina. Girðingin verður þó fjarlægð á endanum.“ Voldug varðskýli taka á móti manni þegar heyrt inn á svæðið. Hér stóðu brúnaþungir dátar með alvæpni en nú getur hver sem er keyrt framhjá mannlausum skýlunum. Þau voru byggð til að standast skriðdreka- árás svo það verður ekki auðvelt að rífa þau. „Við bíðum nú eftir að sjá frekari skipulagspælingar áður en við förum að rífa eitthvað,“ segir Kjartan. „Og svo má eflaust nota þessi skýli í eitthvað. Ein hugmynd sem sett var fram í gríni er að selja pulsur í þeim – eða smurðar beyglur.“ - glh Natóþotan farin í geymslu „Já, þetta er alveg ótrúlegt helvíti. Ég var eitthvað pirraður út í Bandaríkin þegar ég gerði þetta verk, mynd af Monu Lisu og skírði hana Wa1mART.com. Sem hluta af verkinu. Í framhaldinu skrifaði ég mér lén á internetinu með sama heiti: wa1mart.com,“ segir Lárus H. List listamaður á Akureyri. Verslunarkeðjan og stórfyrirtækið bandaríska Wal-Mart hefur stefnt Lárusi fyrir gerðardóm í Genf í Sviss þar sem málið verður tekið fyrir eftir tæpar þrjár vikur. Þar mun fyrirtækið freista þess að ná léninu af Lárusi. Verkið gerði Lárus fyrir um tveimur árum og sýndi í galleríinu Klink og Bank. Hann fékk fljótlega upp úr því bréf frá lögmönnum Wal-Mart þar sem honum var bent á að lénin walm- art.com og wa1mart.com væru lík og hann væri að valda fyrirtækinu skaða. „Ég sagði bara „fuck the system“. Og benti þeim á að Warhol hefði nú gert Campellsúpuna frægu. Þeir gætu bara keypt verkið af mér. Enda nafnið hluti verksins og þjónar ákveðn- um tilgangi.“ Þeir Wal-Mart menn hefðu betur gert það því Lárus lætur sig ekki. Og skírskotar til þess að hér sé um list að ræða. Leið og beið en í síðustu viku fékk Lárus þykka möppu með málsskjölum senda frá Bandaríkjunum. Hann telur líklegt að kostnað- ur við slík lögfræðiálit sem þar eru kynnt skipti milljónum. Verkið hefur hins vegar nú þegar þjón- að tilgangi sínum. Móna Lísa hafi verið listamönn- um uppspretta ýmissa hugleiðinga; hvort hún væri á túr, hvort hún væri tvíkynja og svo framvegis en þetta verk átti að vísa til græðisvæðingar Banda- ríkjanna sem allt vilja gleypa. Og það hefur nú komið á daginn. Tekur nú þessi saga enn einn snúning því vel þekktur lögmaður á Englandi, Graham Ross, sem hefur sérhæft sig í réttindamálum í tengslum við Netið, hafði sambandi við Lárus. Ross hafði haft spurnir af málinu og bauðst til að verja Lárus í Genf. Lögmanninum breska virðist það augljóst að listamaðurinn sé í fullum rétti að festa sér þetta lén. jakob@frettabladid.is LÁRUS H. LIST: VERKIÐ VÍSAR TIL GRÆÐGISVÆÐINGAR USA Wal-Mart í mál við ís- lenskan myndlistarmann WALMART.COM Verkið eftir Lárus sem velti hinu þunga hlassi. Órjúfanlegur partur verksins er nafn þess og lénið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRUS H. LIST Stjörnulögmaðurinn Graham Ross hefur ákveð- ið að leggja honum lið í komandi málaferlum við Wal-Mart. TÁKNMYND VERNARANS Natoþotan er farin inn í geymslu. Hlustun á X-ið hefur dregist saman að undanförnu og mælist nú aðeins 1,5 prósent í aldurs- hópnum 12-49 ára. Þetta er niður- staða nýrrar hlustendakönnunar Capacent Gallup. Á meðan hafa meðal annars 16 prósent á þess- um aldri stillt á poppstöðina FM 957. Hið alræmda stríð milli hnakka og rokkhunda virðist því vera til lykta leitt með stórsigri hnakka. Hvorki Brynjar Már Valdimarsson, dagskrárstjóri FM 957, né Þorkell Máni Pétursson, dagskrárstjóri X-ins, vildu tjá sig um málið en útvarpsstöðvarnar eru báðar í eigu 365 miðla. Útvarpskönnunin var fram- kvæmd á sama hátt og sjónvarps- könnunin sem nýlega var kynnt, með rafrænum hætti. Að sögn Guðna Rafns Gunnarssonar, ráð- gjafa hjá Capacent, eru þetta mun nákvæmari tölur en þær sem fengust með svokölluðum dagbókarkönnunum. Þátttakend- ur í könnuninni bera svokallaðan pdm-mæli sem nemur útvarps- merki viðkomandi útvarps- stöðvar. Rekstur svokallaðra rokk- stöðva virðist vera nokkuð erfið- ur hér á landi ef marka má þessa niðurstöðu. Fyrir jól var tilkynnt að X-FM væri hætt sínum útsend- ingum en sú lokun hefur ekki haft áhrif á hlustun X-ins. Sam- kvæmt hlustendakönnun sem framkvæmd var í lok ársins 2007 og í byrjun þessa með sama hætti hefur hlustun á X- ið dregist saman um eitt pró- sentustig en FM 957 bætir við sig á milli kannanna. - fgg Hnakkarnir jarða rokkarana VILJA EKKI TJÁ SIG Hvorki Þorkell Máni né Brynjar Már vildu tjá sig um niðurstöður hlust- endakönnunar Capacent. Boðið verður upp á íslenskt þema í anddyri Laugardalshallarinnar fyrir tónleika Egils Ólafssonar og félaga í Þursaflokknum á laugardagskvöld. Fjórir glímukappar munu etja þar kappi hver við annan auk þess sem tveir harmon- ikkuleikarar munu halda uppi góðri stemn- ingu. Einnig verður boðið upp á brennivínsskot og hákarl fyrir þá tónleikagesti sem eru hrifnir af ekta íslenskum þorramat. Hvort aðrir gestir eigi eftir að taka hákarlalykt- inni í Höllinni eins fagnandi er aftur á móti annað mál. Euro-bandinu hefur bæst góður liðstyrkur. Þannig hefur sjálft Eurovison-tröllið Páll Óskar sett saman texta við lag þess „Fullkomið líf” sem heitir nú „This is your life” og þannig munu þau Friðrik Ómar og Regína Ósk syngja lagið í Smáralind á laugardag. Þeir hjá Ríkissjónvarpinu leituðu víða hófanna meðal erlendra Euro- vision-stjarna með að koma og auka enn á fjörið sem væntan- legt er á laugardag. Enda mæltist vel fyrir þegar Bobbysocks komu um árið. Leitað var til Johnny Logan en hann mun vera að syngja á föstudagskvöld og kemst ekki. Þá var norska Eurovisionstjarnan Ketil Stokkan undir smásjá lengi vel en ekkert verður af því að hann komi og syngi því hann átti ekki heim- angengt. Þannig að þetta verður strípað gaman. -fb/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Mér finnst eiginlega alltaf notalegast að fara á Hornið niðri í bæ. Helst svona þegar há- degistraffíkin er búin, og fá sér þá kannski einn öl í leiðinni.“ Ívar Örn Sverrisson, leikari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.